Morgunblaðið - 21.11.2022, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022
Blíða Húsvíkingar hafa eins og fleiri landsmenn fengið óvenju mildan vetur það sem af er. Á föstudaginn var sérlega milt í veðri og fagurt um að litast frá höfninni í bænum.
Hafþór Hreiðarsson
„Íslenskan er sam-
einingartákn okkar,“
sagði frú Vigdís Finn-
bogadóttir í hugvekju
sinni í viku íslensk-
unnar þar sem ráð-
herranefnd um ís-
lensku var kynnt til
leiks, verðlaun Jón-
asar Hallgrímssonar
veitt á degi íslenskrar
tungu og þjóðargjöfin
afhent við hátíðlega athöfn. Íslensk
tunga er dýrmæt auðlind sem á
stóran þátt í að móta okkar sterka
samfélag og stendur nú frammi
fyrir miklum tækni- og samfélags-
breytingum. Við finnum flest að ís-
lensk tunga mætir vaxandi áskor-
unum vegna aukinnar samkeppni
við efni og miðlun á ensku.
Áfram íslenska
Stjórnvöld hafa á undanförnum
árum lagt mikla áherslu á að snúa
vörn í sókn fyrir tungumálið með
ýmsum hætti. Sú vinna hefur
grundvallast meðal annars á þings-
ályktun um að efla íslensku sem
opinbert mál á Íslandi en hún var
samþykkt á Alþingi 2019. Í kjölfar-
ið fylgdi aðgerðaáætlun fyrir árin
2019-2022 undir yfirskriftinni
„Áfram íslenska“. Þannig nam fjár-
festing í málefnum ís-
lenskunnar á síðasta
kjörtímabili rúmum 10
milljörðum kr.
Verkefnið er samt
sem áður viðvarandi
og kallar á að við sem
samfélag tökum þá
ákvörðun að gera okk-
ar eigin tungumáli
hátt undir höfði.
Ráðherranefnd
um íslensku
Í upphafi viku ís-
lenskunnar raungerðist ein varða á
þeirri vegferð þegar ný ráðherra-
nefnd um íslenska tungu var sett á
laggirnar. Í henni eiga fast sæti
forsætisráðherra, menningar- og
viðskiptaráðherra, mennta- og
barnamálaráðherra, félags- og
vinnumarkaðsráðherra og háskóla-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Nefndinni er ætlað að efla samráð
og samstarf milli ráðuneyta og
vinna markvisst að stefnumótun
stjórnvalda og aðgerða í þágu
tungumálsins. Við ætlum að sækja
fram og styrkja stöðu íslenskunnar
til framtíðar, því ef við gerum það
ekki, gerir það enginn fyrir okkur.
Íslenskan er okkar allra –
Málþing um íslenska tungu
Á málþingi um málefni íslensk-
unnar voru stjórnvöld brýnd til
áframhaldandi aðgerða í þágu ís-
lenskunnar. Þar komu fram margar
góðar hugmyndir og gagnlegar
vangaveltur – meðal annars frá
fulltrúum yngri kynslóða sem með-
al annars töluðu ötullega fyrir
bættu aðgengi að bæði mynd- og
lesefni á íslensku fyrir sinn aldur
og áhugasvið. Skýrt ákall mátti
finna í erindum á málþinginu að
huga þyrfti betur að íslensku-
kennslu fyrir fullorðna, þá sér í lagi
talþjálfun og jafnframt auka al-
mennt umburðarlyndi fyrir ís-
lensku sem töluð er með hreim.
Eða líkt og frú Vigdís Finn-
bogadóttir áréttaði í sinni hugvekju
á málþinginu – við erum öll með
hreim, öll tölum við tungumálið
með okkar eigin blæbrigðum. Fyrir
málþingið var falleg stund þegar
börn á leikskólanum Sæborgu
færðu frú Vigdísi fallega bók um
tungumál sem þau bjuggu til.
Dúndur diskó Bragi Valdimar
fékk verðlaun Jónasar
Verðlaun Jónasar Hallgríms-
sonar voru veitt á degi íslenskrar
tungu. Bragi Valdimar Skúlason,
tónlistarmaður og textasmiður,
hlaut verðlaunin en þau eru veitt
árlega þeim einstaklingi sem hefur
með sérstökum hætti unnið ís-
lenskri tungu gagn í ræðu eða riti,
með skáldskap, fræðistörfum eða
kennslu og stuðlað að eflingu henn-
ar, framgangi eða miðlun til nýrrar
kynslóðar. Sérstaka viðurkenningu
dags íslenskrar tungu hlaut að
þessu sinni verkefnið Tungumála-
töfrar sem býður upp á upp á mál-
örvandi umhverfi í gegnum skap-
andi kennsluaðferðir fyrir fjöltyngd
börn.
Þjóðargjöfin – 550 eintök
af heildarútgáfu
Íslendingasagnanna
Þjóðargjöfin er táknræn viðleitni
til þess að leita ávallt nýrra leiða til
þess að kveikja áhuga og ástríðu
fyrir íslenskri menningu. Glæsileg
útgáfa Íslendingasagnanna er kjör-
gripur sem nú er aðgengilegur nýj-
um kynslóðum. Þetta eru alvöru-
sögur – eins og flestir vita, sögur
um fólk sem skapaði sér nýtt líf og
tækifæri í þessu landi, hetjusögur,
skáldasögur, ástarsögur, útlagasög-
ur og vitanlega hellingur af ætt-
fræði, átökum og auðvitað pólitík.
Saga forlag hafði veg og vanda af
fimm binda hátíðarútgáfu sagn-
anna, sem út kom í tilefni af 100
ára afmæli fullveldisins.
Næstu skref
Stjórnvöld eru staðráðin í að
halda áfram að efla íslenskuna og
verður ný þingsályktunartillaga og
uppfærð aðgerðaáætlun þess efnis
lögð fram á komandi vorþingi. Í
þeim verður meðal annars boðað
stóraukið aðgengi að íslensku-
kennslu, vitundarvakning um mik-
ilvægi þess að íslenskan verði í
fyrsta sæti í almannarými og
áframhaldandi þróun mál-
tæknilausna sem nýtast fólki á öll-
um aldri bæði í leik og starfi. Að-
eins örfá dæmi um hagnýtingu
þessara máltæknilausa eru raun-
tímatextun sjónvarpsefnis, þýðing-
arvélar á milli íslensku og ensku
eða talgervilsraddir fyrir blinda og
sjónskerta. Við viljum geta talað
við tækið okkar á íslensku.
Það er sameiginlegt verkefni
okkar sem samfélags að tryggja
að móðurmálið standi tímans tönn
og verði á vörum okkar um aldur
og ævi – því íslenskan er okkar
allra.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir » Það er sameiginlegt
verkefni okkar sem
samfélags að tryggja að
móðurmálið standi tím-
ans tönn og verði á
vörum okkar um aldur
og ævi.
Lilja Alfreðsdóttir
Höfundur er menningar- og við-
skiptaráðherra og varaformaður
Framsóknar.
Vörður í viku íslenskunnar
Íslandsbanki hf. varð
til þegar Glitnir banki
hf. var tekinn til slita-
meðferðar eftir hrun
árið 2008. Glitnir banki
hf. sem þrotabú sat
uppi með allar vondu
eignirnar meðan kröfu-
hafar hans eignuðust
nýjan banka með góðu
eignirnar sem fékk
nafnið Íslandsbanki hf.
Þannig áttu kröfuhafar gamla
Glitnis hf. um 95% í Íslandsbanka hf.
og íslenska ríkið 5%. Það var mikil
gæfa þegar þeir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson og Bjarni Benedikts-
son þvinguðu á árinu 2015 fram
samning við erlenda
kröfuhafa um stöð-
ugleikaframlag, sem á
þeim tíma nam á bilinu
374-500 milljörðum, eft-
ir því hvernig á það er
litið. Hluti af stöðug-
leikaframlaginu var
95% hlutur erlendu
kröfuhafana í Íslands-
banka hf. Þannig eign-
aðist íslenska ríkið
bankann í heild sinni.
Hún verður seint þökk-
uð, sú mikla snilld sem
ráðamenn þessir sýndu á þessum erf-
iðu tímum.
Á árinu 2021 fékk íslenska ríkið
um 55 milljarða fyrir 35% hlut í
bankanum. Salan var m.a. valin við-
skipti ársins á þeim tíma. Í sölu sem
Guðni Á.
Haraldsson »Umræða um það
hvort rétt söluverð
hafi átt að vera 117 kr. á
hlut eða 120 krónur á
hlut er hjóm eitt í sam-
anburði við þá gríðar-
legu hagsmuni sem rík-
inu voru færðir.
Guðni Á. Haraldsson
Höfundur er lögmaður.
Sala á hlut í Íslandsbanka hf.
fram fór í mars 2022 fékk svo ís-
lenska ríkið aðra 53 milljarða. Þannig
hefur þetta stöðugleikaframlag, sem
þessir ráðamenn sömdu um, skilað
108 milljörðum á tveimur árum. Og
ríkið á enn eftir 42,5% í bankanum,
þannig að fastlega má reikna með því
að söluverð bankans verði í heild um
200 milljarðar þegar yfir lýkur.
Það skýtur þess vegna skökku við
þegar hluti þingmanna fordæmir
þessa seinni sölu. Við þá fordæmingu
verður vart fram hjá því litið að þeir
komu ekki með í þjóðarbúið 108
milljarða og það voru ekki þeir sem
tryggja ríkissjóði á endanum um 200
milljarða, bara vegna sölu þessa eina
banka. Umræða um það hvort rétt
söluverð hafi átt að vera 117 kr. á
hlut eða 120 krónur á hlut er hjóm
eitt í samanburði við þá gríðarlegu
hagsmuni sem ríkinu voru færðir.
Fyrsti þingmaður til þess að gala á
torgi um þetta er háttvirtur formað-
ur stjórnskipulags- og eftirlits-
nefndar Alþingis, Þórunn Svein-
bjarnardóttir. Hún, sem formaður
nefndarinnar, ætti frekar að hafa
áhyggjur af því að nefndarmenn
hennar í stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd rufu trúnað og leynd þá sem
hvíldi á þeim um efni skýrslunnar. Sú
staðreynd að henni var á fyrsta degi
lekið til þriggja fjölmiðla sýnir óvirð-
ingu nefndarmanna við skyldur sín-
ar. Og ætli það sé nú ekki hlutverk
formanns nefndarinnar að kanna það
innan hennar hver eða hverjir láku
skýrslunni og vanvirtu þannig bæði
þingið og þagnarskyldu þeirra
sjálfra. Þannig hlýtur það að vera
hlutverk formanns nefndarinnar að
kanna hvaða nefndarmenn það voru
sem mátu það svo að pólitískir hags-
munir þeirra gengju framar trún-
aðarskyldum þeirra við þjóðina og
Alþingi Íslendinga.