Morgunblaðið - 21.11.2022, Side 20

Morgunblaðið - 21.11.2022, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022 ✝ Hrefna Guð- mundsdóttir fæddist á Blesastöð- um á Skeiðum 5. júlí 1927. Hún lést á dvalarheimilinu Móbergi á Selfossi 8. nóvember 2022. Foreldrar Hrefnu voru Guðmundur Magn- ússon, f. 1879, d. 1972, bóndi á Blesa- stöðum á Skeiðum, og Kristín Jónsdóttir, f. 1886, d. 1971, hús- freyja. Hrefna var næstyngst sextán systkina en hin eru Jón, f. 1911, Magnús, f. 1912, Hermann, f. 1913, Guðrún, f. 1914, Elín, f. 1916, Helga, f. 1917, Þorbjörg, f. 1918, Magnea, f. 1919, Laufey, f. 1920, Ingigerður, f. 1921, stúlka, f. 1922, Óskar, f. 1923, Svanlaug, f. 1924, Ingibjörg, f. 1925, Hrefna, f. 1927, og Óskar, f. 1929. Öll eru nú látin nema Ingi- björg. Hrefna giftist 9. nóvember 1946 Sigurði Gísla Guðjónssyni frá Nýjabæ í Ölfusi. Þau eign- uðust sex syni: 1) Björn, f. 5.2. 1947, kona hans er Vilborg Sig- urðardóttir, f. 8.12. 1954. Börn Elva Björk Barkardóttir, Har- aldur Anton, maki Valgerður Stella Kristjánsdóttir, og Arnar Páll, maki Jónína Þóra Ein- arsdóttir. Barnabörnin eru níu talsins. 5) Sigurður Valur, f. 8.9. 1960. 6) Kristján Örn, f. 18.3. 1969, kona hans er Kristín Krist- mundsdóttir, f. 19.6. 1969. Börn þeirra eru Selma Dögg, maki Jón Arnar Jónsson, Guðný Hlín og Sædís Arna. Hrefna og Sigurður bjuggu fyrstu búskaparár sín á Selfossi en árið 1954 fluttu þau til Stöðv- arfjarðar þar sem Sigurður var kaupfélagsstjóri í níu ár. Heimili þeirra á Stöðvarfirði var afar gestkvæmt og var starf húsmóð- urinnar því ærið. Árið 1963 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó fyrst á Háaleitisbraut en síð- an í Ljósalandi 23 í Fossvog- inum. Hrefna fór að vinna hjá Mjólkursamsölunni, fyrst sem aðstoðarmanneskja við veislu- höld en síðar í mjólkurbúðinni á Laugavegi 162. Árið 1976 festu hjónin kaup á sjoppu við Grund- arstíg 12 og sá Hrefna nær alfar- ið um rekstur hennar. Þau seldu sjoppuna árið 1994. Sigurður lést árið 1995. Hrefna flutti árið 1998 á Skúlagötu 20 og bjó þar til dauðadags. Útför Hrefnu fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 21. nóvember 2022, og hefst athöfn- in klukkan 13. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat þeirra eru Bergrún, maki Pálmi Ísólfs- son, Andri Freyr, maki Una Egils- dóttir, og Fjóla Hrund, maki Krist- ján Jökull Sigurðs- son. Börn Björns frá fyrra hjóna- bandi eru Sigurður Gísli, maki Hugrún Harðardóttir, og Vilborg Eva. Sonur Vilborgar frá fyrra hjónabandi er Björn, maki María Valgarðs- dóttir. Barnabörnin eru 15 tals- ins. 2) Guðjón, f. 19.10. 1948, kona hans er Vera Ósk Val- garðsdóttir, f. 3.2. 1953, og eru þeirra börn Júlía, maki Reynir Magnússon, Þórhildur Rún og Sigurður Gísli, maki Halla Kar- en Gunnarsdóttir. Barnabörnin eru tíu talsins. 3) Guðmundur Rafn, f. 15.8. 1955, kona hans er Gígja Baldursdóttir, f. 3.12. 1959, og eru börn þeirra Birkir, Hrefna og Sindri, maki Emilía Þorgeirsdóttir. 4) Atli Már, f. 22.3. 1957, kona hans er Auður Haraldsdóttir, f. 14.11. 1955. Sonur Atla er Sigurður Már, maki Agnes Orradóttir. Synir Auðar eru Róbert Davíð, maki Það eru rúmlega 42 ár síðan ég sá Hrefnu tengdamóður mína í fyrsta skipti í sjoppunni á Grund- arstíg 12. Ég var nýbúin að kynn- ast syni hennar Guðmundi úti í Noregi og var heima í sumarleyfi. Ég fór í sjoppuna til á kíkja á mömmu kærastans og lét ekkert vita af mér því hún vissi ekki af nýju kærustunni. Þegar ég kom í sjoppuna sá ég þar við störf snöf- urmannlega, dökkhærða konu sem gustaði af og gerði mér strax grein fyrir því að þetta var mamm- an. Sjoppan og Hrefna voru ein heild. Sjoppan var einskonar fé- lagsmiðstöð þar sem allir voru vel- komnir. Hrefna spjallaði við þá sem höfðu þörf fyrir að spjalla, þekkti marga með nafni og vissi ýmislegt um þeirra líf. Börnin okkar vildu bara fara til ömmu Hrefnu og kaupa laugardags- nammi í sjoppunni hennar því þar fengu þau ótrúlega mikið nammi fyrir 100 kr. sem þau fengu hvergi annars staðar. Þegar ég reyndi að mótmæla þessum magnafslætti á nammi lét Hrefna það sem vind um eyru þjóta. Hrefna reyndist mér algjör klettur þegar við fjölskyldan flutt- um tímabundið til Bretlands. Ég var að fara í framhaldsnám og þurfti í fyrstu að fara ein út með þrjú börn, það yngsta rúmlega eins árs. Hrefna kom með og var í sex vikur með okkur. Aðstoðin var ómetanleg og ég hefði aldrei kom- ist í gegnum þessar vikur án henn- ar. Eitt af því sem Hrefna tók að sér var að fylgja og sækja nöfnu sína í skólann. Á göngunni sungu þær oft hástöfum allskonar lög úr revíum, sum með nokkuð tvíræð- um textum en nafnan skildi ekki textana og Bretarnir skildu ekki íslenskuna svo það kom ekki að sök. Bræðurnir Sindri og Birkir nutu líka góðs af samverunni því Hrefnu fannst gaman að spila á spil, segja sögur, syngja og dunda við ýmislegt með þeim. Hrefna sá líka að mestu um matseldina og börnin voru alsæl með það því amma eldaði besta mat í heimi. Ein sígild saga sem Hrefna sagði oft fær að fljóta hér með. Það er sagan af því þegar rafmagnið fór af í Vesturbænum eina kvöld- stund þegar hún var að passa fyrir okkur. Það var vetrarkvöld og niða- myrkur úti. Hrefna var með börn- in í stofunni og sá yngsti, Sindri, var skríðandi á gólfinu. Skyndi- lega varð rafmagnslaust og þá voru góð ráð dýr. Ekkert vasaljós til og engar eldspýtur tiltækar. Sá litli á gólfinu og enginn vissi hvar hann var. Hrefna lagðist snarlega á gólfið og bað Hrefnu yngri og Birki að gera það sama og svo skriðu þau um í leit að þeim litla. Eftir mikla leit fannst hann undir sófanum. Síðan héldu þau öll kyrru fyrir þétt saman á gólfinu þar til rafmagnið kom aftur á en Hrefna skemmti þeim með sögum og söng. Það eru margar skondnar sög- ur sem hægt er að rifja upp. Sögur af allskonar ævintýrum, fullar af söng, lífsgleði og kátínu. Sögur sem lifa áfram í hjörtum okkar allra. Elsku Hrefna, megi allar góðar vættir vaka yfir þér. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Gígja. Söngurinn er þagnaður, hlátur- inn og glettnin. Hrefna tengda- móðir mín hefur kvatt okkur, hvíldinni fegin. Síðustu vikur voru henni ekki mikið að skapi, mann- eskju sem vön var að fara sínu fram hvað sem tautaði og raulaði. Nú þurfti hún að beygja sig fyrir vilja elli kerlingar. Tengdamóður minni kynntist ég fyrir rúmum fjörutíu árum. Þá kom ég á heimili tilvonandi eigin- manns og þar stóð þessi skvísa, kekk, skælbrosandi og skrafhreif- in. Við urðum strax vinkonur. Kát- ína einkenndi ætíð Hrefnu og hún lét sér ekki nægja einföld verkefni, alltaf margt í gangi á sama tíma og það gekk svo mikið á að okkur þótti oft nóg um. Hún gekk ekki, hún hljóp; hún vann ekki eitt gler- verk í jólagjafir, hún gerði mörg á sama tíma og það með krafti; hún gaf ekki fáeinar jólagjafir, hún gaf glás; hún söng ekki í einum kór, hún söng í þremur; hún var ekki í einum vinkonuhópi, þeir voru nokkrir; hún gerði ekki fáein laufabrauð, þau fuku mörg ofan í pottinn og upp úr (ekkert verið að dvelja við skrautskurð!). Allt varð að gerast með hraði og hefur mat- arstellið hennar svolítið fengið að kenna á því. Söngurinn, hláturinn, glettnin. Hrefna elskaði að syngja og söng gamanvísur hvenær sem færi gafst. Minnisstætt er þegar hún í níræðisafmæli sínu söng gaman- vísur ásamt systrum sínum, Lauf- eyju, Ingu og Imbu. Það var töfra- stund sem enginn gleymir sem á hlustaði. Svo var hlegið og glettnin aldrei langt undan. Svona viljum við minnast Hrefnu. Þrjár utanlandsferðir fór ég með tengdamóður minni og sú ferð sem stendur upp úr er þegar hún kom til mín til Parísar og við þeystum um alla borg því allt skyldi sjá og skoða. Henni þótti mikið til neðanjarðarlestarinnar koma en var ætíð á varðbergi að verða ekki eftir í lestinni þegar komið var á áfangastað, þá þeytt- ist hún út og ruddi öðrum farþeg- um um koll. Í Lúxemborgargarði var atgangurinn það mikill að það munaði örlitlu að hún dytti ofan í tjörnina. Kirkjan Sacré Coeur var henni mikil upplifun, þar kveikti hún á kerti í minningu Didda síns enda var stutt síðan hann féll frá. Þessi ferð var henni lengi minn- isstæð. Árið 1976 festu Hrefna og Diddi kaup á sjoppu við Grundarstíg 12 og hana rak Hrefna af miklum skörungsskap í ein átján ár. Hrefna gerði ekki mannamun þeg- ar kom að því að spjalla við við- skiptavini, þá skipti ekki máli hvort það var við ráðherra eða úti- gangsmann. Allir fengu sama já- kvæða viðmótið og mikið spjallað. Nemendur Versló voru henni sér- staklega kærir en Verslunarskóli Íslands var þarna í næsta ná- grenni. Hrefnu leiddist ekki að spjalla og var síminn oftast og iðu- lega á tali hjá henni! Nú er við kveðjum elsku Hrefnu þá er mér þakklæti efst í huga, þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa Hrefnu í lífi mínu, þakk- læti fyrir að börnin mín skuli hafa fengið akkúrat þessa ömmu, ömmu Hrefnu sem alltaf var til í tuskið sama hvaða vitleysa það var. Þau eiga góðar minningar um ömmu sína og munu reglulega segja sögur af henni. Farðu í friði, elsku Hrefna mín. Bið að heilsa Didda. Vera. Elsku besta amma Hrefna er búin að kveðja okkur 95 ára að aldri. Þegar ég hugsa til ömmu koma bara upp hlýjar og góðar minningar. Amma var alltaf hress, kát og í góðu skapi og satt best að segja held ég að ég hafi aldrei séð hana í slæmu skapi. Amma var mikill stuðpinni og alltaf syngjandi kát í bókstaflegri merkingu. Hún var mikil fjölskyldukona og þótti svo ótrúlega vænt um alla sína af- komendur. Hún hafði mikinn áhuga á að vita hvað allir væru að gera og reyndi hvað hún gat að halda fjölskyldunni saman. Hún skipulagði jólaboð ár hvert síðan ég man eftir mér þar sem öll fjöl- skyldan hittist á jóladag og sá hún Hrefna Guðmundsdóttir um að skipuleggja og elda ofan í mannskapinn með aðstoð fjöl- skyldunnar fram yfir 90 ára aldur. Hún talaði fram á síðasta dag um að við þyrftum nú að halda jólaboð og ættarmót öll saman og sýnir það hversu vænt henni þótti um fjölskylduna. Við amma vorum mjög náin þegar ég var að alast upp og þykir mér mjög vænt um allar minning- arnar og stundirnar sem við áttum í Ljósalandinu. Amma var dugleg að kíkja á danskeppnir og hvetja mig áfram þar og gátum við alltaf grínast og haft gaman þegar við hittumst, sama hversu langt leið á milli hittinga. Ég kíkti stundum til ömmu á Skúlagötuna og í hvert skipti mældum við mig við skápinn í forstofunni þar til ég var orðinn hærri en hann. Ég kveð ömmu með miklum söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún kenndi mér. Ég á eftir að sakna jólaboðanna og að kíkja til þín í árlegt kaffi á aðfangadag þar sem við spjölluðum oft tímunum saman. Ég vona að ég geti verið jafn hress, jákvæður og lífsglaður og þú varst fram á síðasta dag, því í hvert skipti sem ég hugsa til þín kemur upp bros. Takk fyrir allt elsku amma Hrefna. Sigurður Már Atlason. Elsku amma, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Við myndum svo gjarnan vilja hafa þig lengur með okkur en þinn tími var kominn. Söknuður- inn er mikill en í staðinn munum við ylja okkur við góðar minning- ar. Amma var ótrúleg kona. Hún bjó yfir orku og krafti sem fæst okkar hafa. Systkini henni sögðu að hún hefði verið óþekkasta barn- ið í sveitinni. Í æsku fannst henni skemmtilegast að mjólka kýrnar og fara á hestbak með strákunum. Störf innan veggja heimilisins sem snéru að matseld og hannyrðum fannst henni síður skemmtileg, enda var hún ekki ánægð þegar hún var send í Húsmæðraskólann. Hún var þó glöð að þar var bæði stærðfræði- og dönskukennsla. Mikill kraftur og lífsgleði ein- kenndu hana á langri og viðburða- ríkri ævi. Skemmtilegast fannst okkur systkinunum að koma í heimsókn á Skúlagötuna og hlusta á ömmu segja okkur frá því hvernig lífið gekk fyrir sig á Blesastöðum og Stöðvarfirði. Oft ræddum við líka um afa en hún ljómaði alltaf þegar hann kom til tals. Hún saknaði hans alla tíð. Á meðan á heimsókn- um stóð þá var iðulega drukkið kaffi og borðuð hjónabandssæla eða pönnsur, nema á þriðjudögum en þá var pöntuð pizza sem Valur kom með og spilað rommí fram eftir kvöldi. Það var alltaf hægt að stóla á ömmu og afa þegar kom að pöss- un. Skemmtilegast var þegar afi og amma komu austur á Hellu, þegar foreldrarnir voru að heim- an. Amma vakti mannskapinn á morgnana með píanóleik og söng. Amma sá nefnilega til þess að eng- inn svæfi út á heimilinu. Seinni- partinn fylltist svo húsið af skyld- mennum af Suðurlandinu. Lík- legast hafa þetta verið hressustu partíin sem við systkinum höfum farið í. Amma sá til þess að allir gestir nytu sín í mat og drykk en á sama tíma söng hún manna hæst og skemmti sér konunglega. Amma var nefnilega alltaf mesti stuðpinninn og söngfuglinn. Amma mætti á alla viðburði og veislur sem hægt var að mæta í, hvort sem það voru afmæli innan fjölskyldunnar eða tónleikar. Við fórum með ömmu á allnokkra tón- leika í gegnum tíðina og iðulega var skálað í bjór á eftir, að hennar ósk. Amma var líka mjög dugleg að syngja í kórum hvort sem það var kór eldri borgara eða Senjo- rítukórinn. Við systkinin fórum og hlustuðu oft á ömmu og var gaman að sjá hvað hún naut sín vel í þeim félagsskap. Ekki nóg með að henni þætti gaman að syngja þá var hún líka liðtæk í spilamennsku á píanó og gítar. Tónlistinn var henni í blóð borin. Elsku amma, það verður skrýt- ið að geta ekki komið við á Skúla- götuna í spjall og kökur. Þú tókst okkur alltaf með gleði og þakkaðir svo vel fyrir hverja heimsókn með orðunum: „mikið varstu góð/góður að koma til mín“ og svo fengum við hlýtt faðmlag og koss á kinn í kjöl- farið. Við eigum eftir að sakna þinnar glaðlegu nærveru en á sama tíma er gott að vita af ykkur afa sameinuðum á ný, eftir margra ára aðskilnað. Þín barnabörn, Bergrún, Andri Freyr og Fjóla Hrund. Í dag kveðjum við ömmu Hrefnu, ömmu húmorista sem nennti engu veseni. Amma var líf- leg og uppátækjasöm sem auðvelt var að fá til að gera allskonar mis- gáfulega hluti, s.s. að setja göt í eyrun á okkur systrum þegar við vorum ungar. Við munum ennþá eftir hamingjunni með götin sem foreldrar okkar höfðu neitað okk- ur um. Þegar pabbi sá herlegheit- in fauk í hann og skammaðist há- stöfum. Svar ömmu kom hvasst til baka „það þýðir ekkert að þvaðra um þetta, þetta er búið og gert“. Við höldum að þetta sé mögulega í eina skiptið sem við höfum séð þaggað niður í föður okkar. Amma var líka viljug til að gera sjálfa sig að fífli ef hún taldi það gleðja okkur. Þegar hún heimsótti okkur að Laugum, við þá á barns- aldri, þá var einhver sveitahátíð og við vildum að amma bæri af. Við systur klæddum hana í fjólublátt dress og settum á hana fjólubláan augnskugga, fjólublátt naglalakk og fjólabláan varalit. Okkur fannst hún geggjuð! Aðrir á sveitahátíð- inni voru reyndar í lopapeysu og göngu- eða gúmmískóm. Amma var alltaf til í skemmti- legar samverustundir og hélt þá uppi stuðinu, reif míkrófóninn til sín og söng gamanvísur. Hún spil- aði á gítar og okkur er minnisstætt þegar hún kom við í Hveragerði eftir gleðskap hjá systur sinni á Selfossi með plástur á öllum fingr- um eftir að hafa spilað á rafmagns- gítar til kl. 5 um morguninn. Afi var þá dáinn og amma nefndi að hún hefði þurft að glamra mjög fast til að halda ákveðnum herra- manni frá sér. Hún sá aldrei neinn nema elsku afa. Maður fann að þau voru sálufélagar og aðdáun ömmu á afa dvínaði aldrei. Amma hikaði ekki við að henda í góðar veislur fyrir vini og ætt- ingja og lagði mikið upp úr að ætt- ingjarnir hittust. Hún var mjög kröfuhörð er kom að því að hittast um jólin. Í kringum jólatréð skyldi gengið, jólasveinar voru dubbaðir upp með tilheyrandi gjöfum í poka. Skúlagatan var ákveðin stoppi- stöð sem gott var að stoppa á eftir pöbbarölt niðri í bæ. Ömmu leidd- ist það ekki og tók vel á móti öllum og gerði engar athugasemdir við ástand fólks nema rétt til að full- vissa sig um að öllu væri óhætt : „Þú ert ekki akandi Sigurður, er það nokkuð?“ Þrátt fyrir hamaganginn þá var þarna ákveðin ró og þægileg nær- vera. Við systkinin eigum orma sem ungir sváfu ekki mikið á daginn en nærvera ömmu hafði þau áhrif að þeir sváfu klukkutímum saman hjá henni á Skúlagötunni. Amma kallaði það hvíldarinnlögn. Amma Hrefna vílaði ekki fyrir sér að passa barnabarnabörnin og fór meðal annars á Reykhóla í heila viku til að sjá um aðlögunina í leikskóla fyrir eitt barnabarna- barnið. Hún nefndi þó að þessi staður væri óttalegt krummaskuð, þar væri ekkert kaffihús né bar. Hún kunni betur við sig í 101 þar sem fjörið var. Amma þekkti frá sjoppuárum sínum alla ógæfu- menn bæjarins og knúsaði þá í bak og fyrir þegar maður gekk með henni um miðbæ Reykjavíkur. Við eigum eftir að sakna sam- verustundanna með ömmu en er- um um leið mjög þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista hennar svona lengi. Amma var best! Júlía, Þórhildur og Sigurður. Elsku amma. Það eru til svo margar fallegar og góðar minningar um þig að það er erfitt að velja úr. Stór faðmur, gleði, kærleikur, húmor, jákvæðni, gjafmildi og söngur er það sem einkenndi þig. Skemmtilegast fannst þér að hafa gaman og vera í kringum aðra og það allra leiðin- legasta fannst þér að vera í kring- um neikvætt fólk. Þú bara nenntir því alls ekki, enda var enginn tími fyrir það í þínu lífi. Hjá þér var oft veisla þar sem borðið svignaði undan veitingum. Á augabragði var kominn annar skammtur á diskinn og í lok heim- sóknar stóðu allir á blístri. En samkvæmt þér var samt ekkert búið að borða, enda vildir þú vera alveg viss um að allir færu saddir heim og bauðst jafnvel mat með í nesti líka. Einu sinni fékk ég þá flugu í höfuðið að læra að baka þínar sí- gildu lummur. Við fórum saman yfir uppskriftina en frasinn „þú finnur það bara á þér“ kom þar fyrir nokkrum sinnum. Ég reyndi að finna þetta á mér en lummurn- ar mínar urðu alls ekki eins og þín- ar, enda voru þær alveg einstakar. Þú varst alltaf með mér í liði og til í að taka þátt í allskonar vit- leysu sem mér datt í hug. Hvort sem það var að ferðast með síli úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í plastpoka í strætó, kenna mér að prjóna, smakka nýjan bjór í há- deginu eða vera módel í ljós- myndaverkefni. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar ég fékk að gista hjá þér og togaði fyrir forvitnissakir í öryggisbandið sem hékk inn á baði. Húsvörðurinn var snöggur að koma upp og spurði hvort við hefðum togað í bandið. Ég neitaði því, enda skammaðist ég mín al- veg niður í tær. Þú stóðst með mér og sannfærðir húsvörðinn um að þetta hefði verið bilun í kerfinu og hann mætti bara drífa sig niður aftur. Þú varst svo ákveðin og gafst húsverðinum ekki ráðrúm til að andmæla. Ég þorði aldrei að viðurkenna hvað ég hafði gert, en vissi þarna að þú myndir standa með mér, sama hvað. Kaffistundirnar okkar þróuðust mikið með árunum. Þegar ég var var yngri drukkum við vatn úr litlu dúkkupostulínsbollunum en með tímanum urðu bollarnir stærri, vatnið minna og koffínið meira. Yfir kaffibolla sagðir þú mér ýmsar sögur, sögur úr sveit- inni, af afa, kórferðunum eða nýj- ustu vendingum í þínu lífi. Þá gleymdist staður og stund þar sem sögurnar voru sagðar af mikilli innlifun og með leikrænni tján- ingu. Þú varst svo ung í anda og stundum velti ég því fyrir mér hvort ekki hefði verið réttara að kalla þig Hrefnu yngri og mig Hrefnu eldri. Fyrir nokkrum ár- um síðan þegar við ræddum sam- an eftir verslunarmannahelgina þá hafði ég verið í bænum að taka því rólega og slaka á en þú hafðir skellt þér á „Eina með öllu“ á Ak- ureyri með vinkonunum. Elsku amma með góða og stóra hjartað þitt, smitandi hláturinn, húmorinn, gleðina, einlægnina, hreinskilnina og síðast en ekki síst æðruleysið og þakklætið sem þú sýndir, sama hvað bjátaði á. Ég sakna þín sárt og allra þeirra gæðastunda sem við áttum saman. Vona að þú hafir það gott á þín- um nýja stað, með afa þér við hlið. Takk fyrir allt. Þín nafna og aðdáandi ávallt, Hrefna Guðmundsdóttir. - Fleiri minningargreinar um Hrefnu Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.