Morgunblaðið - 21.11.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 21.11.2022, Síða 28
MENNING28 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2022 Víti Nielsen var innblásinn af dómsdegi þegar hann málaði mál- verkið Helvíti (1910) og sá fyrir sér menn sem drýgt hefðu hór. Sterkar konur Eva Amelie Nielsen, móðir málarans (1913), t.v. og sænski femíníski rithöfundurinn Ellen Key (1907) t.h. Nielsen sagðist engan áhuga hafa á femínisma sem hreyfingu. Engu að síður sótti hann markvisst í það að mála samtímakonur sínar. Livstegn eða Lífsmark nefn- ist sýning á málverkum og hönnun danska listamannsins Ejnars Nielsen (1872-1956) sem sýnd er hjá Den Hirschsprungske Samling í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Listasafnið, sem líkt og Statens Museum for Kunst stendur við garðinn Øster Anlæg, lætur lítið yfir sér, en geymir yfir 700 verk og er eitt þeirra sex safna sem tilheyra Parkmuseerne. Safnið var opnað við Stockholmsgade árið 1911, tæpum áratug eftir að hjónin Pauline og Heinrich Hirschsprung gáfu danska ríkinu einkasafn sitt, sem innihélt þónokkurn fjölda lykilverka í danskri listasögu. Sýningarstjórinn er Signe Hav- steen, sem jafnframt er safnstjóri Hirschsprung-safnsins. Sýningin, sem stendur til 11. desember, hefur hlotið einróma lof danskra gagnrýnenda. Sem dæmi má nefna að hún hefur hlotið fimm stjörnur af sex mögulegum hjá Berlingske, Jyllands-Posten, Kristelig Dagblad og Kulturinformation. Málari dauðans Eitt af því sem gagnrýnendur eru sammála um er að með sýningunni takist að varpa breiðara ljósi á Nielsen sem listamann. Hann hefur í dönsku listasögunni verið þekktastur fyrir hrátt raunsæi og myrk myndefni þar sem fátækt, sjúkdómar og dauði eru í fyrirrúmi á sama tíma og Skagenmálararnir, með Krøyer (1851-1909) fremstan í flokki, voru að mála bjartar, litríkar og upplífgandi sumarmyndir. Það er því engin tilviljun að Nielsen fékk viðurnefnið „málari dauð- ans“ og vísað var til lykilverka hans sem „sjúkraskýrslnanna frá Gjern“. Í almennt hófstilltri litanotkun sinni þykir Nielsen um margt minna á danska málarann Hammershøi (1864-1916) og aðrir sjá sterka speglun við verk norska listmálarans Munch (1863-1944), en Nielsen var meðal forkólfa í danskri listasögu þegar kemur að skörun symbólisma og raunsæis. Nielsen var elstur 12 systkina þar sem aðeins sjö þeirra náðu fullorðinsaldri. Æskuslóðir hans voru við Kóngsins nýja torg í Kaupmannahöfn, þar sem afi hann starfaði sem skóari hirðarinnar. Nielsen nam á unglingsárum fyrst málaraiðn við Tækniskóla Kaup- mannahafnar og síðan málaralist, fyrst við Listaakademíið í Kaup- mannahöfn og svo í málaraskóla Kristians Zahrtmann (1843-1917). Ekki er vitað hvers vegna leið Ejnars Nielsen lá fyrst til jóska þorpsins Gjern, sem er skammt frá Silkiborg, sumarið 1894. Næstu þrjá áratugi átti hann eftir að eyða hverju sumri á fætur öðru í Gjern þar sem hann málaði mörg af frægustu málverkum sínum. Hann vakti ekki síst athygli fyrir að mála myndir af fólki á jaðri samfélags- ins sem fram til þessa hafði ekki verið sýnilegt í listasögunni sökum fátæktar, veikinda og fötlunar. Gagnrýninn á eigin verk Nielsen var prófessor við Konung- lega danska listaakademíið 1920-30. Árið 1908 hlaut hann Eckersberg- medalíuna, sem kennd er við föður danskrar málaralistar, og árið 1913 Thorvaldsen-medalíuna, sem kennd er við dansk-íslenska myndhögg- varann. Nielsen var afar gagnrýn- inn á eigin verk og eyðilagði oft á tíðum myndir sínar ef honum þótti þær ekki hafa heppnast sem skyldi. Eitt þekktasta kennileitið við Kóngsins nýja torg er gyllt mósa- íkverk (1932-38) í hvolfinu undir nýja sviði Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn. Eitt af því sem sýningin hjá Hirschsprung-safninu dregur fram með áhrifaríkum hætti er að Nielsen var ekki aðeins svartsýnn listamaður sem fókúseraði á dauða, heldur virðist hringrás lífsins iðulega hafa verið honum hugleikin þar sem dauðinn er eðlilegur hluti af náttúrulegu ferli og forsenda nýs upphafs. Í sýningarskránni bendir Camilla Klitgaard Laursen, listfræðingur hjá safninu, á að þó margir sjái lykilverkið „Den blinde“ (Sú blinda) frá árinu 1896-98, sem kom Nielsen á kortið í listheimin- um, sem dæmi um svartsýni lista- mannsins þá sjái hún verkið sem birtingarmynd eilífrar hringrásar náttúrunnar. Þetta rökstyður hún með því að konan á myndinni, Dagmar Andersen, sem var blind og starfaði sem organisti í Gjern, heldur á blómi sem Nielsen sýnir á þremur skeiðum plöntunnar frá spíru til blómsturs og loks fræ- myndunar. Portrett af samtímakonum Málverkin frá Gjern eru yfir og allt um kring í öðrum stórum sal sýningarinnar, en í hinum salnum má sjá portrett Nielsen af fjölda sterkra samtímakvenna sem hann dáðist að. Þeirra á meðal er sænski rithöfundurinn Ellen Key (1849- 1926) sem vakti mikla athygli fyrir kvenfrelsishugmyndir sínar og framúrstefnulega sýn á barnaupp- eldi, þar sem hún taldi að þarfir og menntun þeirra ætti að vera í forgrunni. Í sama sal má einnig sjá dæmi af húsgagnahönnun Nielsen þar sem blóm gegna mikilvægu hlutverki. Lífsmark er áhrifamikil og forvitnileg sýning sem enginn listunnandi, sem leið á um Kaup- mannahöfn næstu vikurnar, ætti að láta fram hjá sér fara. Hringrás lífsins í forgrunni Ljósmyndir/Silja Björk Huldudóttir Sú ólétta Nielsen málaði Marie, fyrri eiginkonu sína (1902-1903), þegar hún var ólétt. Hann gerði ýmsar skissur að þrískiptri altaristöflu, þar sem verkið „Sú ólétta“ átti að vera á vinstri væng. Á hægri væng átti að vera móðir með barn með- an miðjumyndin væri mynd af móður með látið barn sitt. Taflan vísaði þannig ekki aðeins í Maríu mey og Jesúbarnið, heldur endurspeglaði einnig að ólétta er ekki aðeins bundin hamingju heldur minnir okkur á þá þjáningu sem lífið geymir. AFLISTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Nýmæli Dauðinn og krypplingurinn var fyrst sýnt í Charlotten- borg 1899 og vakti hörð viðbrögð, enda sýningargestir óvanir því að fatlaður einstaklingur væri í aðalhlutverki á striganum. Sú blinda Dagmar Andersen organ- isti í jóska þorpinu Gjern. Athyglin beinist að blóminu sem hún heldur á og sýnir þrjú skeið plöntunnar. Listamaðurinn Sjálfsmynd sem listamaður- inn Ejnar Nielsen málaði árið 1924 þegar hann var 52 ára, en hann varð 84 ára. Verkið er í eigu safns Frederiksborgarhallar. ÁTT ÞÚ RÉTT Á SLYSABÓTUM? Veitum fría ráðgjöf í slysamálum skadi.is S. 568 1245 | fyrirspurnir@skadi.is | skadi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.