Morgunblaðið - 21.11.2022, Side 32
Í lausasölu 822 kr.
Áskrift 8.880 kr. Helgaráskrift 5.550 kr.
PDF á mbl.is 7.730 kr. iPad-áskrift 7.730 kr.
Sími 569 1100
Ritstjórn ritstjorn@mbl.is Auglýsingar augl@mbl.is
Áskrift askrift@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 325. DAGUR ÁRSINS 2022
MENNING
Sandrayati Fay á tónleikum Feima
Þriðju tónleikar
Feima, tónleikaraðar
kammersveitarinnar
Elju, verða haldnir í
Flóa í Hörpu í kvöld
kl. 20 og að þessu
sinni er það Sandra-
yati Fay sem kemur
fram. Tónleikarnir
eru blanda af klass-
ískri kammermúsík
eftir kventónskáld
og svo tónlist frá
þeim tónlistarkon-
um sem koma fram
með hópnum, eins og fram kemur í tilkynningu. Fay er
uppalin á Jövu og Balí og er tónlist hennar innblásin af
þjóðlagatónlist. Hún hefur gefið út nokkrar smá-
skífur á undanförnum árum, m.a. „Song for Berta“ í
samstarfi við Damien Rice og íslensku tónlistarkonuna
JFDR og vinnur hún nú að sinni fyrstu breiðskífu, Safe
Ground, sem kemur út í mars á næsta ári.
ÍÞRÓTTIR
Evrópumeistarar í níunda sinn
Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, er
Evrópumeistari kvenna í handknattleik árið 2022 eftir
ótrúlegan sigur gegn Danmörku í úrslitaleik í Ljubljana
í Slóveníu í gær. Leiknum lauk með 27:25-sigri norska
liðsins en þetta voru níundu gullverðlaun Þóris síðan
hann tók við þjálfun liðsins árið 2009. » 27
WWW.SVEFNOGHEILSA.IS
Svefn heilsa&
ÚRVALAF
VÖNDUÐUM
HEILSURÚMUM
EITT MESTA
ÚRVAL AF
HEILSUDÝNUM
Á LANDINU
VANDAÐAR
SÆNGUR OG
KODDAR Í
ÚRVALI
PANDORA
STILLANLEGUR
HÆGINDASTÓLL
STILLANLEG
HJÓNARÚM
HÖFUM ÞAÐ GOTT HEIMA
GERIÐ GÆÐA- OG
VERÐSAMANBURЄYfirleitt fer ég alla daga til fundar við fuglana, ýmist að
kvöldi eða morgni,“ segir Daníel V. Ólafsson sem hefur
gefið öndunum samviskusamlega brauð í sinn gogg
allan ársins hring undanfarin tvö ár við Árbæjarstíflu í
Elliðaám í Reykjavík.
„Oftast hef ég þó farið á þessu ári og ég kaupi alltaf
nýtt stórt samlokubrauð hjá Bónus. Ég hef tekið þetta
saman í krónutölu sem ég hef látið af hendi rakna til
brauðkaupa fyrir þessa fiðruðu vini mína, þetta er kom-
ið í hundrað þúsund krónur á þessu ári. Ég gef ekki til
neinna góðgerðarsamtaka, en með því að gefa fuglunum
brauð þá veit ég fyrir víst að þetta framlag mitt fer á
réttan stað.“
Daníel segir að endurnar séu svo ánægðar þegar þær
sjái hann að þær komi hlaupandi á móti honum. „Fólk
sem verður vitni að þessu hefur gaman af og stundum
narta endurnar aðeins í fótinn á mér þegar þær eru
óþolinmóðar að bíða eftir fleiri brauðbitum. Þær þekkja
mig orðið mjög vel og eru gæfar við mig, en ef það kem-
ur einhver með mér þá eru þær hræddar og fælnar. Að
brauðgjöf lokinni eiga þær það til að elta mig dágóðan
spöl upp göngustíg.“
Daníel segir að stokkendur séu í meirihluta þeirra
fugla sem þiggja af honum brauð og að karlfuglarnir í
þeim hópi, með sinn græna fagra hatt, séu heldur að-
gangsharðari og frakkari en kvenfuglarnir.
„Fuglarnir eru ólíkir einstaklingar, sumir eru feimnir
og vilja ekki koma of nálægt en aðrir alveg óragir. Endur
eru nú yfirleitt hræddar við hunda en ef ég er hjá þeim
þegar fólk kemur með hunda, þá standa þær alveg ró-
legar, þær treysta á að ég passi upp á þær,“ segir Daníel
sem mætir alltaf á sama stað við stífluna með brauðpok-
ann sinn. Hann segist hafa tekið eftir þegar hann byrjaði
að gauka einhverju að þeim að endurnar voru svangar.
„Sérstaklega eftir að lækkað var í lóninu, þá eru þess-
ir fuglar sársvangir. Ég veit um annan mann sem kemur
stundum á sama stað til að gefa fuglunum og hann segir
endurnar alltaf svangar þegar hann kemur með æti til
þeirra. Ég fylgist vel með fuglalífinu þarna og það er
mikil breyting á því eftir að lækkað var í lóninu, svanirn-
ir náðu til dæmis ekki að koma upp ungum á þessu ári.
Þeir lentu í einhverjum vargi, sennilega mink, en þegar
það gerist þá kemur svanurinn ekki aftur á lónið,“ segir
Daníel sem er mikill dýraáhugamaður.
„Dýr virðast laðast að mér, til dæmis er hundur sem
býr í blokkinni hjá okkur og einnig á vinkona okkar
hjónanna hunda, og alltaf þegar þessir hundar sjá mig
þá stökkva þeir til mín og vilja leika. Ég er ekki sjálfur
með gæludýr á mínu heimili, en ég átti kisu þegar ég
var strákur. Dýrin eru svo gæf og þau vita sínu viti, til
dæmis eru hundar mjög næmir á fólk, þeir þekkja það í
gegn.“
Daníel býr í Æsufelli og segist ýmist ganga þaðan að
stíflunni eða taka strætó.
„Mér finnst gaman að ganga Elliðaárdalinn og fylgjast
með hvort ég sjái einhverjar endur á leiðinni og þetta er
góð heilsubót fyrir mig. Ég læt veðrið ekkert stoppa mig,
klæði mig bara eftir veðri, en ef það rignir mikið þá fer
ég ekki, af því að þá eru endurnar á lóninu. Í þurru veðri
koma þær aftur á móti mér fagnandi,“ segir Daníel sem
ætlar að halda ótrauður áfram að fóðra sína fugla.
„Þetta er mitt aðaláhugamál og ég nýt þess að hlúa
að dýrunum. Ég spjalla heilmikið við þær og þær eru
búnar að læra hvað orðin mín merkja. Þegar brauðpok-
inn er orðinn tómur þá læt ég hann alltaf niður og segi
„brauðið er búið,“ og þær virðast alveg skilja það, því þá
snúa þær frá mér og fara.“
Þegar Daníel er spurður að því hversu margar
endurnar séu sem þiggi af honum brauðmola, segir
hann það misjafnt hverju sinni.
„Þegar flest er þá koma hátt í hundrað fuglar og
hettumávar lauma sér líka stundum með á þessa
morgunfundi, þeir koma til að reyna að stela mat af
öndunum,“ segir Daníel sem var á árum áður fréttarit-
ari á Skaganum, þegar hann bjó þar. „Ég sá um allt
Vesturlandið fyrir DV og hafði frjálsar hendur til að
skrifa næstum hvað sem er, tíðindi af svæðinu.“
lDaníel gefur fuglunumvið stífluna á hverjumdegi
Koma alltaf hlaup-
andi á móti mér
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ljósmynd/Alina Anisko
DýravinurDaníel að gefa vinum sínum brauð.