Morgunblaðið - 06.12.2022, Side 2

Morgunblaðið - 06.12.2022, Side 2
FRÉTTIR Innlent2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022 Gildi–lífeyrissjóður Opinn sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 15. desember kl. 17:00 á Grand Hótel Reykjavík. Lífeyrissjóður www.gildi.is Dagskrá ▪ Staða og starfsemi sjóðsins á árinu 2022 ▪ Breytingar á samþykktum sjóðsins – staðan ▪ Breytingar á lögum um lífeyrissjóði um næstu áramót – kynning Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og kynna sér stöðu og rekstur sjóðsins. Fundurinn fer fram á íslensku en boðið verður upp á enska túlkun á staðnum. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs Leit að sjómanni sem féll útbyrðis af línuskipinu Sighvati GK-57 um helgina var frestað í gærkvöldi þar til í birtingu í dag. Þetta kom fram í samtali mbl.is við Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu Íslands, í gærkvöldi. Varðskipið Þór var við leit í gær ásamt björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni og þyrlu Landhelgisgæsl- unnar og var leitarsvæðið þá stækkað í 18 sjómílna radíus frá þeim stað þar sem maðurinn er talinn hafa fallið útbyrðis. „Við gerum ráð fyrir að halda leit áfram á morgun [í dag], Þór heldur inn á Stakksfjörð í kvöld en hefur svo leit á ný í fyrramálið og við tökum svo bara stöðuna á því hvaða einingar verða nýttar við leitina á morgun [í dag] en ljóst er að það verður að minnsta kosti áhöfnin á Þór,“ sagði Ásgeir í gærkvöldi. Fram kom í tilkynningu frá Vísi í gærkvöldi að maðurinn sem leitað er heitir Ekasit Thasaphong. Hann fæddist 1980. Fram kom að tilkynn- ingin væri send í samráði við fjöl- skyldu hans sem þakkar af alhug fyrir samúð og vinarþel samfélagsins. lLeitarsvæðið stækkað í 18 sml í gær Leitað áfram frá birtingu í dag Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands LeitÁhöfn Þórs skimar yfir haf- flötinn við leitina að skipverjanum. Litríkur glampi á nýbyggingum í Reykjavíkurborg í desembersólinni Nýi tím- innmætir gamla Hann var fallega marglitur, glampinn yfir Borgartúninu í ljósaskiptunum í gær þegar himinninn var bleikur og blár. Veður hefur verið stillt með eindæmum það sem af er vetri á suðvesturhorni landsins en nýlega tekið að frysta svo að borgarbúar mega nú skafa af bílum sínum áður en haldið er út í morgunumferðina. Þá er vissara að vera á vel útbún- um bílum og að dekk séu í það minnsta ekki rennislétt. Á myndinni mætast eldri byggingar í forgrunni og nýjar í Borgartúninu sem hýsir fjöl- marga vinnustaði, gistirými sem og heimili. Byggingarkraninn bindur svo gamla og nýja tímann saman. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.ismbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins leggja í dag til breytingar á fjár- hagsáætlun Reykjavíkur fyrir 2023, sem spari a.m.k. 7.235 milljónir króna. Einnig er lögð til lóðasala og sala á eign- um borgarinnar, sem ekki tengj- ast lögboðnum skyldum, og ágóðanum varið til að grynnka á skuldum Reyk- víkinga og minnka fjármagnskostn- að, sem hefur hækkað mikið að undanförnu. Hildur Björnsdóttir oddviti sjálf- stæðismanna segir að í tillögunum felist raunhæfar en nauðsynlegar aðgerðir til að koma böndum á rekstur borgarinnar, sem við blasi að sé stjórnlaus í höndum núverandi meirihluta. „Hagræðingartillögur meirihlutans skila samanlagt aðeins einummilljarði króna, sem er hvergi nærri nóg, eins og staðan er orðin.“ Yfirbyggingin minnkuð Í tillögunum er lagt til að yfir- bygging stjórnkerfis borgarinnar verði minnkuð og þannig dregið úr rekstrargjöldum um 5,2 milljarða króna. Þar vegur þyngst tillaga um að skera niður launakostnað um 5%. Hvernig á að gera það? „Hér í ráðhúsinu hefur báknið þanist út fyrir augunum á okkur. Borgar- starfsmönnum hefur fjölgað um 25% á síðustu fimm árum, langt umfram íbúaþróun, og borgin hefur leitt launahækkanir. Við viljum verja störf í framlínunni, en það þarf að fækka fólki í yfirbyggingunni, þar á meðal borgarfulltrúum,“ segir Hildur. Þá er lagt til að dregið verði úr eða frestað fjárfestingum sem nemi 1.850 m.kr. árið 2023 og 4.850 m.kr. á næstu fimm árum. Þær tillögur fel- ast m.a. í því að lækka fjárfestingar þjónustu- og nýsköpunarsviðs um helming eða um 1.500 m.kr. og staf- ræn umbreyting í velferðarþjón- ustu, skólastarfi og á umhverfis- og skipulagssviði látin ganga fyrir. Auk þessa verði fjárfestingu í Grófarhúsi og á Hlemmsvæði frestað. Loks er lagt til að selja lóðir og eignir í eigu borgarinnar. Með sölu lóða undir íbúðar- og atvinnuhús- næði í borginni er markmiðið að afla tekna bæði með sjálfri lóðasölunni og þeim umsvifum sem því fylgja með fjölgun íbúa og fyrirtækja sem sigli í kjölfarið. Hins vegar leggja sjálfstæðismenn til – líkt og oft áður – að Ljósleiðar- inn og aðrar eignir, sem ekki snúa að lögbundinni grunnþjónustu Reykja- víkurborgar, verði seld. Ágóðinn af því gæti numið tugum milljarða króna, sem Hildur segir að þá megi verja til þess að lækka skuld- ir og fjármagnskostnað og fjárfesta frekar í innviðum, sem snúi beint að hlutverki borgarinnar. lSjálfstæðismenn leggja til breytingar á fjárhagsáætlun borgarinnarlBoða 5% lækkun launakostnaðar lVilja verja framlínustörf og minni yfirbyggingulLeggja til lóðasölu og að Ljósleiðarinn verði seldur Vilja spara sjömilljarða í borginni Andrés Magnússon andres@mbl.is Ljósmynd/Ómar Óskarsson Ráðhúsið Sjálfstæðismenn vilja minnka óhóflega yfirbyggingu borgarkerf- isins. Það eigi bæði við um skrifstofuhald ráðhússins og borgarfulltrúa. Hildur Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.