Morgunblaðið - 06.12.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.2022, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022 Þegar skoðaðar eru fréttir frá hinum stærstu fjölmiðlum á Vesturlöndum má oft sjá nákvæmlega sama orðalagið í fyrirsögn- unum. Þetta er sér- lega áberandi í frétt- um um loftlagsmál, leiðtogakosningar, appelsínugulu upp- reisnirnar í mús- limalöndum fyrir nokkrum árum, gulu vestin í Frakklandi, útlend- ingamál, Covid, bólusetningar og nú síðast stríðið í Úkraínu. Samkvæmt rannsóknarstofnun í Sviss, Swiss Policy Research, sem rannsakar alþjóðamál og fjölmiðla, koma flest allar vestrænar fréttir frá aðeins þremur fréttaveitum: Reuters, Agence France-Presse (AFP) og Associated Press (AP). Að þetta sé ástæðan fyrir því að fréttir séu svo oft samhljóma sem raun ber vitni. Vandamálið er að þessar fréttaveitur eru ekki lengur hlut- lausir aðilar eins og þegar þær voru stofnaðar, heldur allar komnar í eigu einkaaðila með ákveðin mark- mið í huga. Peter Phillips fjölmiðla- og stjórnmálafræðiprófessor við Sonoma-háskóla í Kaliforníu og teymi hans hafa rannsakað sam- setningu frétta og niðurstaða þeirra er að 80 prósent af öllum fréttum koma frá almannatengslafyrir- tækjum sem vinna fyrir stórfyrir- tæki, ríkisstjórnir, hernaðar- og leyniþjónustur og hina ofurríku sem sitja árlega í Davos og ræða framtíð mannkynsins. Þetta kemur fram í grein hans: Að selja heimsvalda- stefnu, stríð og kapítalisma: Al- mannatengsl og áróðursfyrirtæki þjóna auðvaldinu, þ.e.a.s. teknókra- tísku auðvaldsstjórninni (Selling Empire, War and Capitalism: Pu- blic Relations Propaganda Firms in Service to the Transnational Capi- talist Class). Samkvæmt Peter Phillips „stend- ur heimurinn á okkar tímum frammi fyrir áróðurs-, hernaðar-, iðnaðar- og fjölmiðlaheimsveldi svo öflugu og flóknu, að sannleikurinn um alþjóðaviðburði er falinn hjá meirihluta fréttaveitna, upplýsingum hagrætt eða sleppt með öllu.“ Þetta var árið 2017. Stærstu fréttastöðv- arnar flytja ekki lengur hlutlausar fréttir, held- ur einhliða áróður með ákveðið markmið í huga. Sannleikanum er hagrætt til að leiða at- hygli almennings frá því sem raunverulega er að gerast, mótrök markvisst þögguð niður og lítið gert úr þeim sem tala gegn hinni einu viðurkenndu skoðun. Til að kasta ryki í augu almenn- ings er allt sem stangast á við hin samþykktu skilaboð kallað fals- upplýsingar. Þessar þrjár stærstu fréttaveitur AP, AFP og Reuters hafa í mörg ár verið sjálfskipaðir „hliðverðir sann- leikans“, sía út óæskilegar fréttir og margfalda áróður þegar svo ber undir. Árið 2019 ákvað BBC að bæta um betur og stofna Trúverðuga frétta- framtakið eða Trusted News Initia- tive í félagi við aðrar stórar frétta- veitur og tæknirisa. Opinbera markmiðið var að „standa vörð um lýðræðislegar kosningar og spyrna gegn falsupplýsingum sem ógna lífi fólks.“ Ástæðan var of mikil skrif um ókosti bóluefna og nota bene þetta var áður en umræðan um Covid tröllreið öllu. Að þeirra sögn var magn „falsupplýsinga“ á netinu orð- ið óviðráðanlegt og nauðsynlegt að grípa inn í strax. Helstu félagar í samtökunum eru auk BBC, AP, AFP, CBC/Radio- Canada, European Broadcasting Union (EBU), Facebook, Financial Times, First Draft, Google, The Hindu, The Nation Media Group, Meta Microsoft, Reuters, Reuters Institute for the Study of Journal- ism, Twitter, The Wall Street Journal og The Washington Post. Félagar láta hvern annan vita af hættulegum upplýsingum til að minnka líkurnar á að þeir óafvitandi birti þær. Á lokuðum spjallvett- vangi geta fréttamenn ráðfært sig við aðra innan samtakanna, auk ár- legra ráðstefna til hnykkja enn frekar á stefnunni. Með öðrum orð- um er þetta ritskoðun á heims- mælikvarða og þannig hefur þeim tekist að þagga niður vísindalega gagnrýni. Alvöru vísindamenn vita að vís- indi byggjast á því að spyrja nýrra spurninga og halda áfram að leita að nýjum niðurstöðum. Vísindi sem ekki eru í endurskoðun staðna og með þeim staðnar samfélagið og af- leiðingin er fáfræði og hnignun. Eitt helsta markmið framtaksins var að yfirtaka umræðuna um bólu- efni og mála í jákvæðara ljósi. Það tókst svo sannarlega nokkrum mán- uðum síðar, þegar bóluefnin urðu „bjargvættur mannkynsins gagn- vart kórónavírusnum“. Þess ber geta að fyrirtækið Pfizer styrkir marga fréttatíma á stóru miðlunum og hefur því bein áhrif á hvað þar kemur fram. Það er ekki lengur hægt að leita á Google eftir upplýsingum, því Google sýnir bara það sem búið að samþykkja hjá Trúverðugu frétta- veitunni. Íslenskir fjölmiðlar fá sem sagt allt erlent efni frá fréttaveitum þar sem 80% koma beint frá PR fyrir- tækjum eða svokölluðum hugsana- veitum, Think tanks, í eigu auðjöfra. Það er því ekki skrítið að frétta- tímarnir beri keim af því. Blaðamenn fá ekki lengur að sinna hlutverki sínu, að veita yf- irvöldum aðhald og vekja athygli al- mennings á því sem er raunveru- lega að gerast í heiminum, heldur birta í staðinn orðréttar fréttatil- kynningar frá aðilum sem hafa ekki hagsmuni mannkynsins í huga. Það sem áður var kallað samsær- iskenning er nú orðinn veruleiki og það er kominn tími til að við förum að vakna. Trúverðuga fréttaframtakið Hildur Þórðardótttir Hildur Þórðardótttir » Árið 2019 ákvað BBC að stofna Trú- verðuga fréttaframtakið í félagi við stærstu fjöl- miðla og tæknirisa til að sporna gegn falsupp- lýsingum. Höfundur er rithöfundur. hildur.thordardottir@gmail.com Ef ég væri Satan, ef væri ég Satan, prins myrkurs umvefði veröldina svartmyrkri. Ég ætti öll heimsins gæði, fjórar af fimm sálum um veröld víða. Ég tæki yfir Ísland, land ljóssins. Ég hvísla í eyru með rógstungu snáksins, líkt og ég hvíslaði forðum að Evu: Gerðu sem hugur þinn girnist. Guði úthýst úr kirkjum, skólastofum, dómsölum, Alþingi, mannheimum. Verð þó ekki sæll fyrr en fæ epli úr aldingarðinum: Þig! Svo geng ég til verka, þjóðinni ég kenni að hafa eftir mér í bæn: Faðir vor, þú sem ert í 101 Reykjavík. Rithöfundum ég kenni að skrifa hrollvekjur, glæpasögur, svo allt annað dæmist snautlegt pár. Klíkur mínar selja ginnkeyptum dóp, ríkið sér um áfengið, fjöldinn sefjaður með pillum. Hjúkkur munda vaksínsprautur við undirsöng ræningjanna í Kardimommubænum: Og allt í lagi eins og vera ber, en um það fátt við ræðum. Ef ég væri Satan væru fjölskyldur í innbyrðis erjum, kirkjan í innbyrðis deilum, þjóðin í innbyrðis átökum, þjóðir í endalausum styrjöldum, veröld plöguð af plágum, mannkyn beygt til undirgefni. Framvarðasveitir mínar ausandi olíu á eld innprenta og dáleiða. Ég hvísla að ungviðinu að Biblían sé goðsögn. Ég kenni að maðurinn sé skapari Guðs, en ekki öfugt. Ég hvísla að slæmt sé gott og háttvísi púkó. Ef ég væri Satan spilla skólar ungum huga og vanrækja aga. Krakkar andskotast þar til fyrr en varir svartklæddir öryggisverðir með þefandi sporhunda vakta skólalóðir. Glæpaklíkur berast á banaspjót, fangelsi troðfyllast. Kirkjan boðar sálfræði í stað trúar og helgar vísindin. Biskup selur skrípó af Jesú svífandi um transheima. Flaskan tákn jóla, egg tákn páska. Ég tæli forstöðumenn og klerka að misnota drengi og stúlkur, stela digrum sjóðum. Ég, Satan, blinda og blekki. Hverju veðjar þú ég fái ekki ginnt Háskólann í veðbransa, breiðveg fátækra til auðæfa. Vinnusemi og ættjarðarást skal kastað á haugana. Ég tek frá þeim sem eiga og gef þeim sem þrá, þar til ég hef drepið í dróma frumkvæði hins framsækna. Ég sannfæri unga fólkið; hjónaband gamaldags, framhjáhald æsandi, klám spennandi. Ég afklæði yngismeyjar á torgum, tæli í rúmið og smita ólæknandi sjúkdómum. Með öðrum orðum: ef ég væri Satan, þá héldi ég mig við verklag hans. Ef ég væri Satan, ef væri ég Satan. (Hallur Hallsson, á aðventu 2022) Paul Harvey [1919-2009], banda- rískur útvarpsmaður, flutti við- vörun til landa sinna árið 1965: If I were the Devil. Satan þrífst í myrkrinu og hylur slóð sína. Ef ég væri Satan sækir innblástur í ávarp Harveys fyrir tæpum 60 árum. Árið 2005 var Harvey sæmdur banda- rísku frelsisorðunni, æðsta heiðri sem bandarískum þegn hlotnast. Upprunalega ávarpið er varðveitt og finna má fjölmörg hljóð- og myndskeið. Ef ég væri Satan Hallur Hallsson Hallur Hallsson » Bandarískur út- varpsmaður flutti viðvörun til landa sinna árið 1965: If I were the Devil. Kvæði þetta, Ef ég væri Satan, sækir innblástur í ávarpið. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður Morgunblaðsins. hson@simnet.is Fasteignir STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði Velkomin í okkar hóp! jsb.is E F L IR / H N O T S K Ó G U R Vertu í Toppformi með okkur í vetur Alltaf hægt að byrja Komdu í frían prufutíma FYRIR ALLAR KONUR JSBrækt alltaf!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.