Morgunblaðið - 06.12.2022, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
14
sæti, 1125,4 millimetra, en samt
langt á eftir 1921.
Samkvæmt þessu þarf úrkoman
í desember að verða ansi rífleg ef
metið frá 1921 á að falla. Hins vegar
eru ágætis möguleikar á að það nái
árinu 2007 og yrði þar með það
úrkomusamasta á þessari öld.
Á Akureyri mældist 535,5 milli-
metra úrkoma mánuðina ellefu, en
það er 7% umfram meðallag 1991 til
2020 en um 98% af meðalúrkomu
undanfarinna tíu ára.
Nýliðinn nóvembermánuður var
hlýr um allt land og víða á meðal
hlýjustu nóvembermánaða frá
upphafi mælinga. Á landsvísu var
meðalhitinn sá hæsti sem mælst
hefur í nóvember. Þetta kemur fram
í tíðarfarsyfirlitinu eins og frá var
greint hér í blaðinu sl. laugardag.
Sá hlýjasti í 150 ár
Má sem dæmi nefna að nóvember
var sá hlýjasti sem mælst hefur á
Teigarhorni við Berufjörð (150 ára
samfelldar mælingar) og Grímsey
(149 ára mælingar).
Reykjavík mældist heildarúr-
koma nóvembermánaðar 76,6 mm,
en það er um 89% af meðalúrkomu
nóvembermánaða tímabilsins
1991 til 2020. Úrkoma mánaðarins
mældist 67,5 mm á Akureyri sem
er nærri meðalmánaðarúrkomu
nóvember áranna 1991 til 2020. Í
Stykkishólmi mældust 31,6 mm og
254,2 mm á Höfn í Hornafirði.
Mjög úrkomusamt var í mánuðin-
um á Austurlandi. Nýliðinn
mánuður var t.a.m. næstúrkomu-
samasti nóvembermánuður í 85 ára
langri mælisögu á Dalatanga, þar
sem úrkoman mældist 375,5 mm.
Úrkoma á Austfjörðum mældist
sums staðar vel yfir 600 millimetr-
ar í mánuðinum. Álíka úrkomusamt
var á Austfjörðum í nóvember 2014,
en árið 2002 mældist töluvert meiri
úrkoma í nóvember.
Nóvembermánuður var fádæma
snjóléttur. Mánuðurinn var að
mestu snjólaus á láglendi, að því er
fram kemur í tíðarfarsyfirlitinu.
Alautt var í Reykjavík allan
mánuðinn. Að meðaltali 1991 til
2020 er alhvítt fimm daga í Reykja-
vík í nóvember. Mánuðurinn var
síðast alveg snjólaus í Reykjavík
árið 2014. Nóvember var líka alveg
alauður á Akureyri en það hefur
ekki gerst í áratugum saman. Að
meðaltali eru 12 alhvítir dagar á
Akureyri í nóvember.
Trausti Jónsson vekur athygli
á þeirri staðreynd í bloggi sínu að
nóvember hafi verið sá hlýjasti
sem mælst hefur á miðhálendi
Íslands. Nær algjört snjóleysi var á
veðurstöðvum á hálendinu, sem sé
óvenjulegt í nóvember.
Það kom frekar á óvart að saman
fóru sérlega hlýr nóvember og mjög
lágur loftþrýstingur, segir Trausti
ennfemur. Frekar megi búist við
að hann sé nær meðallagi í slíkum
mánuði. Meðalþrýstingur mánaðar-
ins í Reykjavík var aðeins 991,5 hPa,
og er það 9,5 hPa undir meðallagi
tímabilsins 1991 til 2020. Er hann
sá lægsti meðal hlýrra nóvem-
bermánaða. Hefur loftþrýstingur
aðeins 11 sinnum verið lægri í
nóvember síðustu 200 ár.
Á
rið 2022 á enn möguleika
á því að verða úrkomu-
samasta árið í sögu veður-
mælinga í Reykjavík.
Metið er frá 1921, eða rúmlega aldar
gamalt.
Mjög úrkomusamt hefur verið
í Reykjavík það sem af er ári og
hefur heildarúrkoma fyrstu ellefu
mánaða ársins aldrei mælst meiri
í borginni, að því fram kemur í
tíðarfarsyfirliti Veðurstofu Íslands.
Samfelldar mælingar hafa verið
gerðar þar frá árinu 1920.
Meðalhiti í Reykjavík fyrstu ellefu
mánuði ársins var 5,9 stig sem er
0,3 stigum yfir meðallagi janúar
til nóvember árin 1991 til 2020 og
0,1 stigi yfir meðallagi undanfarins
áratugar. Meðalhitinn raðast í 17.
sæti á lista 152 ára.
Í janúar til nóvember á þessu ári
mældist 1031,3 millimetra úrkoma
(regn/snjór) í Reykjavík. Er það
32% umfram meðalheildarúrkomu
sömu mánaða árin 1991 til 2020
og 24% umfram meðallag undan-
farins áratugar. „Það er 1921 sem
er úrkomumesta ár sem við vitum
um í Reykjavík – hreinsaði af sér
alla keppinauta og fór í 1291,1
millimetra,“ sagði Trausti Jónsson
veðurfræðingur í pistli á Mogga-
blogginu í sumar. Mjög mikið rigndi
síðari hluta árs árið 2007, nægilega
mikið til að koma því ári í annað
Úrkomusamasta árið
frá upphafi mælinga?
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vatn í allar áttir Íbúar og gestir höfuðborgarinnar hafa upplifað marga úrkomudaga það sem af er árinu 2022.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
S T O F NA Ð 1 9 1 3
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pistill
Mannúðin hunsuð
S
enn líður að lokum haustþings og
meðal verkefna er að ljúka umfjöllun
um breytingar á útlendingalögum.
Frumvarp dómsmálaráðherra var
kynnt sem lausn á neyðarástandi
sem skapast hefði vegna fjölda fólks á flótta.
Svo er hins vegar ekki.
Í fyrsta lagi hefur verið bent á að efast megi
um að ákvæði frumvarpsins standist mann-
réttindaákvæði stjórnarskrár og að engin
tilraun hafi verið gerð til að ganga úr skugga
um það við samningu frumvarpsins.
Þá er frumvarpinu ætlað að mynda sterkan
fælingarkraft frá landinu, en það hefur hins
vegar láðst að huga að því að það er for-
dæmalaus fjöldi fólks á flótta í heiminum
vegna stríðs Rússa í Úkraínu, en einmitt sá
fjölmenni hópur flóttafólks er vegna aðgerða
stjórnvalda velkominn til Íslands. Frumvarpið nær
hvorki til þeirra né heldur til næstfjölmennasta hópsins,
flóttafólks frá Venesúela, hvar vargöld ríkir og Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims
að veita fólki á flótta þaðan vernd.
Frumvarpið leggur hins vegar til að þeir umsækjendur
sem komnir eru með endanlega synjun á umsókn sinni
á stjórnsýslustigi missi húsaskjól og heilbrigðisþjónustu
að 30 dögum liðnum hafi ekki tekist að vísa þeim brott.
Nánast allir umsagnaraðilar hafa lagt til að fallið verði
frá þessari fyrirætlan enda leysir þetta engan vanda.
Þetta færir til vanda milli stjórnsýslukerfa en leysir
ekkert. Ekkert Norðurlandanna fer þessa leið enda
vitað að með því að fella niður alla þjónustu
færist vandinn yfir á sveitarfélögin, löggæsl-
una, heilbrigðiskerfið og réttarvörslukerfið.
Einstaklingarnir hverfa ekki því þau hafa
engan stað til að hverfa til og enda því á
götunni.
Dómsmálaráðherra leggur einnig til að í
stað þess að afgreiða umsóknir um vernd
þá sendum við einstaklinga bara til einhvers
ríkis utan Evrópu sem umsækjandi telst hafa
einhver tengsl við, óháð því hvort hann hafi
þar einhvern rétt til dvalar. Hvernig ráðherra
ætlar að framkvæma þetta er óljóst. Flótta-
mannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur
m.a. bent á að þetta sé ekki framkvæmanlegt
því viðkomandi ríki sé ekki, frekar en Ísland,
öllum opið. Þannig kæmust t.d. Bandaríkin
ekki upp með að senda einstakling, sem
sótt hefði þar um vernd, til Íslands á þeim forsendum
að hann hefði hér óljósar tengingar, svo sem systkini
eða fyrri dvöl til skemmri tíma. Engir samningar um
móttöku fólks eru fyrir hendi meðal annarra ríkja um
móttöku annarra en ríkisborgara og meira að segja
hafna sum ríki móttöku á eigin ríkisborgurum ef þeir
hafa yfirgefið ríkið í óþökk stjórnvalda.
Frumvarpið er með öðrum orðum stórlega gallað
og að hluta óframkvæmanlegt. En það verður samt
afgreitt sem lög af þingmönnum stjórnarflokkanna en
„neyðarástandið“ helst óbreytt og mannúðin hunsuð.
Helga Vala
Helgadóttir
Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Þrengt að klerkunum
Skýrar vís-
bendingar eru
komnar fram um
að klerkaveldið í
Íran sé farið að
gefa eftir gagn-
vart mótmælend-
um sem hafa verið á götum
úti frá því um miðjan septem-
ber þrátt fyrir hörð viðbrögð
stjórnvalda. Um helgina lýsti
ríkissaksóknari landsins því
yfir að siðgæðislögreglan
hefði verið lögð niður. Þá bár-
ust fregnir af því að lög um
höfuðklúta, hijab, þörfnuðust
endurskoðunar.
Mótmælendur, mann-
réttindasamtök og erlend ríki
sem hafa tjáð sig um þessi
mál eftir helgina gefa þó lítið
fyrir að breyting hafi orðið í
landinu. Bent er á að slæðu-
skyldan, sem er það sem
hleypti mótmælunum af stað,
sé enn við lýði og ekkert hafi
breyst í framkvæmd laganna.
Allt er þetta eflaust rétt og
engin ástæða til að ætla að
klerkarnir, sem öllu hafa
ráðið í Íran frá
byltingunni árið
1979 hvað sem
kosningum líður,
hafi tekið upp
breytta stefnu.
Það sem mestu
skiptir er þó að fulltrúar
stjórnvalda skuli vera byrj-
aðir að gefa eftir því að það
sýnir að mótmælin eru farin
að bera árangur. Eftirgjöf
er nokkuð sem stjórnvöld í
Íran hafa hingað til ekki verið
þekkt fyrir, þvert á móti hefur
þeim tekist að berja niður
öll mótmæli harðri hendi
og halda sig við markaða
stefnu. Nú gæti staðan verið
að breytast enda mótmælin
þau mestu frá byltingunni og
mótmælendur eru nú farnir
að segja að þeir muni ekki
hætta fyrr en stjórnvöld víki.
Breytingar á reglum um höf-
uðklúta muni ekki duga til úr
því sem komið er. Hvort þetta
tekst er enn óvíst, en víst er
að klerkarnir hafa aldrei verið
nær því að missa tökin.
Mótmælin í Íran
hafa skilað árangri,
en óvíst er hvort
það dugar til}
Heilbrigðisútgjöld
Uppnáms-
flokkarnir
á Alþingi
gripu tækifærið í
gær þegar spurð-
ist að forstjóri
Sjúkratrygginga
Íslands hefði sagt upp störfum
vegna meintrar vanfjármögn-
unar stofnunarinnar. Oddný
Harðardóttir þingmaður Sam-
fylkingarinnar vildi að snúið
væri frá „sveltistefnu Sjálf-
stæðisflokksins“ í heilbrigð-
ismálum, sem er sérkenni-
leg nafngift í ljósi þróunar
útgjalda til málaflokksins.
Rétt vika var liðin frá
þessari fullyrðingu um „svelti-
stefnu“ til þeirrar ákvörðunar
ríkisstjórnarinnar að stórauka
framlög til heilbrigðismála.
Og ekki nóg með það, framlög
til heilbrigðismála höfðu fram
að því einnig stóraukist, ár
eftir ár.
Innihaldslausir orðaleppar
eru ekki sérlega gagnlegir í
umræðu um mikilvæg málefni
á borð við heilbrigðismál. En
til að setja sveltistefnu-kenn-
inguna í samhengi við raun-
veruleikann má geta þess að
framlög til sjúkrahúsþjónustu
hafa vaxið um þriðjung á
síðustu sex árum. Framlög
til þjónustu utan sjúkrahúsa
hafa vaxið enn meira, eða um
40%. Staðreyndin er sú að á
föstu verðlagi hefur framlag
ríkisins til sjúkrahúsa aukist
úr rúmum 100 milljörðum
króna í tæpa 140 milljarða.
Og framlög til þjónustu utan
sjúkrahúsa hafa
vaxið úr rúmum
fimmtíu milljörð-
um í yfir sjötíu
milljarða.
Vandi heilbrigð-
iskerfisins er
margþættur en felst meðal
annars í því að illa gengur að
halda utan um útgjöldin. Fjár-
málaráðherra kom inn á þetta
á fundi á vegum Morgun-
blaðsins á dögunum þar sem
hann benti á að sú fjárhæð
sem Landspítalinn færi fram
úr fjárlögum á þessu ári væri
hærri en fjárframlög ársins
til byggingar nýs Landspítala,
eða hátt í 15 milljarðar króna.
Þetta er gríðarleg framúr-
keyrsla og eftir vel á þriðja
ár af kórónuveirufaraldri er
varla hægt að líta svo á að sú
skýring sé góð og gild.
Annar vandi heilbrigðiskerf-
isins, hinum fyrrnefnda ekki
ótengdur, er tregðan til að
treysta einkaaðilum hér á
landi til að veita heilbrigðis-
þjónustu. Þetta á sinn þátt
í að kerfið er dýrt og frekar
til marks um eyðslustefnu en
sveltistefnu. Aukin þátttaka
einkaaðila innanlands hefur
hins vegar mætt litlum skiln-
ingi, svo ekki sé fastar að orði
kveðið, einkum hjá Samfylk-
ingu og öðrum uppnámsflokk-
um. Þeir segjast vilja betra
heilbrigðiskerfi en eru ekki
tilbúnir í þær breytingar sem
þarf til að ná því fram. Eina
lausnin sem þeir sjá eru enn
meiri ríkisútgjöld.
Talað er um
„sveltistefnu“ þrátt
fyrir stórkostlega
útgjaldaaukningu}