Morgunblaðið - 06.12.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
✝
Margrét Jak-
obsdóttir fædd-
ist í Sólheimum í
Vogum á Vatns-
leysuströnd 30.
nóvember 1940.
Hún lést á Tenerife
22. nóvember 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Jakob
Adolf Sigurðsson, f.
29.8. 1901, d. 20.9.
1969, og Margrét
Kristjánsdóttir, f. 12.2. 1899, d.
15.10. 1968. Systkini Margrétar
voru Sigríður Vilborg, f. 23.10.
1923, d. 3.1. 2012, María, f. 16.4.
1927, d. 23.11.
1996, Kristín, f.
16.4. 1927, d. 15.1.
2001, Birna Vil-
borg, f. 18.11. 1929,
d. 8.4. 2017, og
Björn Hafsteinn, f.
28.7. 1946, d. 9.1.
2019. Eftirlifandi
bróðir Margrétar
er Gústaf Adolf, f.
5.6. 1932.
Margrét giftist
17.4. 1960 Herði Jóhannssyni og
áttu þau saman synina Gísla Við-
ar, f. 11.9. 1959, d. 22.9. 2015, og
Jakob Má, f. 5.10. 1963. Margrét
og Hörður slitu samvistir 1978.
Margrét giftist 31.3. 1979 Páli
Jónssyni, f. 9.1. 1935, d. 30.1.
2022.
Margrét lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur
1956, starfaði síðan nær samfellt
í fjórtán ár hjá Pósti og síma í
Keflavík sem vaktstjóri og inn-
heimtugjaldkeri. Margrét starf-
aði í Sparisjóðnum í Keflavík og
sem útibússtjóri í Sparisjóðnum
í Njarðvík frá opnun hans 1977
til ársins 1997.
Margrét tók virkan þátt í
skátahreyfingunni á yngri árum
og var virk í samfélaginu á Suð-
urnesjum. Hún starfaði um
skeið í JC-hreyfingunni og var
félagi í Inner Wheel-klúbbi
Keflavíkur.
Útför hennar fer fram frá
Garðakirkju í dag, 6. desember
2022, klukkan 13.
Maður er allt lífið að læra og
eftir því sem líður á metur mað-
ur betur og betur að njóta hvers
dags. Dagurinn í dag kemur
aldrei aftur.
Hinn 16. nóvember sl. hélt
móðir mín til sinnar uppáhalds-
eyju í seinni tíð, Tenerife. Ég ók
henni snemma morguns til
Keflavíkurflugvallar og við
spjölluðum saman á leiðinni.
Hún var full eftirvæntingar að
fara enda árið búið að vera
henni erfitt þar sem hún missti
manninn sinn og fóstra minn í
janúar. Þegar ég kvaddi hana í
Leifsstöð faðmaði ég hana eins
og oft áður og sagði: „Njóttu
ferðarinnar og hvers dags.“ Á
þeirri stundu vissi ég ekki að
þetta yrði síðasta faðmlag elsku
móður minnar.
Mamma var einstök kona.
Hún var virk í skátastarfi sem
unglingur. Hún var mikill tón-
listarunnandi og lék sjálf á gít-
ar. Sautján ára tók hún bílpróf
og eignaðist sinn fyrsta bíl. Það
þótti merkilegt á þeim tímum.
Hún var alltaf mjög sjálfstæð
og vann úti að hluta til þegar ég
var að alast upp. Við bræður
fundum þó aldrei fyrir því þar
sem hún var alltaf til staðar og
veitti okkur alla þá ást og um-
hyggju sem ungar sálir þurfa.
Mamma var listakokkur og nýj-
ungagjörn í þeim efnum. Fram-
andi rétti eins og pítsur og pasta
var hún að reiða fram þegar
hinn almenni Íslendingur vissi
vart hvað það var. Þar hafði hún
mikil áhrif á hvaða braut ég fet-
aði í lífinu. Aldrei á ævi minni
heyrði ég hana tala illa um
neinn mann. Hún var orðvör en
ef henni mislíkaði eitthvað duld-
ist það engum. Hún var dug-
mikil, jákvæð, einstaklega þol-
inmóð og fann lausnir á öllu.
Fyrri hluta starfsævinnar vann
hún hjá Pósti og síma og seinni
hlutann hjá Sparisjóði Keflavík-
ur.
Eftir að starfsævinni lauk til-
einkaði hún sér að njóta sam-
vista við fjölskylduna og barna-
börnin og barnabarnabörnin
sem sem hún elskaði öll og dáði.
Ófáar stundirnar áttum við með
þeim og fóstra í bústað þeirra í
Þrastaskógi en þar dvöldu þau
langtímum. Hún fylgdist með
hverju fótmáli okkar allra hvar
sem við vorum stödd í heimin-
um. Það gerði hún með sam-
félagsmiðlunum en hún var virk
á þeim öllum enda einstaklega
tæknivædd. Átti alltaf nýjustu
símana og tölvur og bar sig eftir
framþróun á öllum þeim svið-
um. Hér heima keyrði hún dag-
lega um á nýja rafmagnsbílnum
sínum og heimsótti fjölskylduna
vítt og breitt.
Þegar að leiðarlokum er
komið er ég þakklátur fyrir að
hafa átt þessa vönduðu konu
sem móður. Þakklátur fyrir lífið
sem hún gaf mér, þakklátur
fyrir allt sem hún kenndi mér,
þakklátur fyrir öll samtölin,
samverustundirnar, faðmlögin,
minningarnar og þá miklu móð-
urást sem hún bar til mín.
Njóttu ferðarinnar.
Við sjáumst síðar elsku
mamma.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði
að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf
þér.
Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og
helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Þinn sonur,
Jakob Már Harðarson.
Elsku amma mín. Takk fyrir
að hafa reynst mér alltaf svona
vel og stutt mig í öllu sem ég
geri.
Mér finnst dýrmætt að muna
barnæsku mína svona vel með
þér og afa því að við systkinin
eyddum svo miklum tíma með
ykkur.
Bústaðarferðirnar og út-
landaferðirnar standa alltaf upp
úr, en það sem er mér minn-
isstæðast er þegar við vorum að
taka upp kartöflur í bústaðnum
og þú eldaðir síðan fyrir okkur
og afa þitt fræga lambasnitsel
með kartöflunum sem við tínd-
um.
Þið afi voruð alltaf tilbúin að
gera allt fyrir okkur og sýndi
það sig greinilega þegar ég var
sautján ára unglingur á gelgju-
skeiðinu með mömmu og pabba
í Veiðivötnum en vildi fara á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
með vinum mínum. Þið gerðuð
ykkur lítið fyrir og brunuðuð
upp á hálendi til að sækja
barnabarn ykkar á sunnudegi
og skutla í Herjólf! Þú varst ein-
staklega tæknivædd og með því
gastu tekið þátt í lífi okkar
systkinanna hvar sem við vor-
um, hvort sem það var í veiði-
ferð hér á landi eða erlendis í
námi, alltaf varstu til staðar og
gast hvatt okkur til dáða. Þú
studdir okkur alltaf í gegnum
okkar menntagöngu því að
menntun var ykkur afa gífur-
lega mikilvæg. Ég er svo þakk-
látur fyrir að þið afi voruð við-
stödd útskriftarathöfn mína í
Montreux í Sviss þegar ég lauk
háskólanámi árið 2018.
Eitt af því sem stóð upp úr á
þessu ári var að hafa fengið
minn fyrsta flugulax í Þverá í
Borgarfirði en þar voruð þið afi
tíðir gestir hér áður fyrr. Þetta
hafði því ótrúlegt tilfinningagildi
fyrir mig. Ég man mjög vel eftir
því að hafa fengið boð frá ykkur
afa um að taka eina vakt þar
með ykkur fyrir 20 árum og haf-
ið þið átt stóran þátt í að kveikja
í veiðidellu minni.
Ég verð þér ævinlega þakk-
látur fyrir allt sem þú hefur
kennt mér og gert fyrir mig
elsku amma mín, söknuðurinn
er innilegur en ég veit að sonur
þinn hann Gísli Viðar og afi Palli
munu taka vel á móti þér.
Þinn alltaf,
Marteinn Már.
Elsku amma mín. Að vera
barnabarn þitt var mín lífsins
lukka. Mér þótti svo ótrúlega
vænt um ykkur afa og allar dýr-
mætu minningarnar sem við
sköpuðum okkur. Við systkinin
vorum svo heppin að fá að fara í
pössun til ykkar í sveitina. Þið
afi létuð okkur aldrei leiðast og
gerðuð allt fyrir okkur. Mér eru
minnisstæðir allir bíltúrarnir
sem við tókum um sveitina, þú
kynntir alla helstu fossa og
merka staði í kring, fórum
Gullna hringinn oft og mörgum
sinnum og tíndum bláber saman
á haustin.
Þótt ég sé búin að vera í
Bandaríkjunum í námi síðustu
fjögur ár, þá heyrðir þú í mér
næstum daglega og spurðir
hvernig gengi hjá mér. Þökk sé
samfélagsmiðlum þá héldum við
alltaf góðu sambandi þrátt fyrir
að við værum hvor í sinni heims-
álfunni. Ég vissi alltaf að þú
værir tæknivædd en þú komst
mér sífellt á óvart og fannst mér
þú alltaf mesti snillingurinn í að
fikta og græja allt því þú varst
svo sjálfstæð. Þú meira að segja
náðir að horfa á kveðjufótbolta-
leikinn minn með liðinu mínu í
Miami núna í lok október í gegn-
um netið sem mér þykir nú enn
vænna um.
Jólin verða tómleg í ár þegar
hvorki þú né afi verðið hjá okk-
ur eins og þið voruð alltaf en þið
eruð saman komin á ný með
Gísla Viðari, sem gefur mér ljós
á þessum dimmu tímum. Ég
verð ævinlega þakklát fyrir þig
og get ekki þakkað þér nóg fyrir
allt sem þú gerðir fyrir barna-
börn þín sem þér þótti svo vænt
um.
Hvíldu vel elsku amma mín,
við sjáumst síðar.
María Sól Jakobsdóttir.
Elsku fallega amma mín. Orð
fá því ekki lýst hvað ég sakna
þín mikið. Langar að þakka þér
fyrir að vera alltaf svona góð og
hlý. Þú varst svo áhugasöm og
alltaf til staðar fyrir okkur fjöl-
skylduna. Ég mun aldrei gleyma
þegar ég flaug með þér núna í
sumar yfir eldgosið. Það var eitt
skemmtilegasta flug sem ég hef
farið í. Þú varst jú minn þægi-
legasti farþegi, svo róleg og yf-
irveguð. Ég er óendanlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
fljúga með þér tvisvar. Þú sýnd-
ir svo gríðarlegan áhuga á mínu
flugnámi og fékk ég boð í þjálf-
un hjá flugfélagi nýlega og vil
meina að þú hafir hjálpað mér í
gegnum það. Ég veit að afi Palli
og Gísli Viðar eru í góðum hönd-
um núna þar sem þú ert komin
til þeirra. Minningarnar ylja
þegar ég hugsa um góðu tímana
sem við systkinin og fjölskyldan
fengum að eyða með þér. Er
stoltust í heimi að fá að vera
nefnd í höfuðið á þér. Elska þig
amma mín og við sjáumst síðar.
Þín sonardóttir,
Margrét Jakobsdóttir.
Margrét
Jakobsdóttir
✝
Einar Guðjón
Sigurjónsson
fæddist í Neskaup-
stað 18. júní 1954.
Hann lést á heimili
sínu í Noregi 26.
nóvember 2022.
Foreldrar hans
voru Sigurjón Ein-
arsson verkamað-
ur frá Krossi í
Álftafirði, f. 28.
júlí 1910, d. 23.
mars 1994, og Sigrún Jóhanna
Jónsdóttir húsmóðir frá Stóru-
Breiðuvík á Eskifirði, f. 3. júní
1921, d. 10. febrúar 2004.
Systkini Einars eru Sigur-
björg, f. 11. mars 1947, Sæ-
mundur, f. 5. júlí 1949, Jóna
Sigurborg, f. 13. maí 1951, d.
27. september 1989, og Árni, f.
27. júlí 1957.
Einar kvæntist hinn 9. des-
ember 1988 Hólmfríði Garð-
arsdóttur kennara, f. 27. októ-
ber 1962. Börn þeirra eru: 1)
eiginkona hans. Þau bjuggu á
námsárum sínum í Reykjavík
þar sem Einar lærði vélstjórn
og Hólmfríður lærði til kenn-
ara og fluttu svo á Averøy í
Noregi þar sem Einar lærði
fiskeldisfræði. Nokkrum árum
síðar dró ævintýraþráin þau
aftur til Noregs og þau sett-
ust að í Haugasundi með
börnin sín þrjú, Garðar Berg
og tvíburasysturnar Önnu
Berg og Jónu Berg. Í Noregi
starfaði Einar lengi vel við
fiskeldi í Hervik og við Tof-
tøysund. Fyrir um 10 árum lét
hann af störfum í fiskeldinu
og hóf störf við íþróttamann-
virkin í Haugasundi en Einar
var alla tíð mikill íþrótta-
maður og keppti m.a. í fót-
bolta, skíðagöngu og hlaup-
um. Það var því viðeigandi að
hann skyldi sjá um fótbolta-
völlinn Haugesund Stadion
þar sem hann starfaði eins
lengi og heilsa hans leyfði.
Einar ferðaðist með Hóffý vítt
og breitt um Evrópu, og eyddi
tímanum með börnum og
barnabörnum.
Útför Einars fer fram í
Skjoldstraumen-kirkju í Nor-
egi í dag, 6. desember 2022.
Garðar Berg, f. 9.
apríl 1985. 2)
Anna Berg, f. 7.
ágúst 1989, eig-
inmaður hennar
er Håvard Nor-
dveit f. 21. júní
1990, börn þeirra
eru Odin, f. 18.
júní 2015, Elva, f.
20. febrúar 2017,
og Aksel, f. 28.
mars 2019. 3)
Jóna Berg, f. 7. ágúst 1989,
sambýliskona hennar er Anna
Flotve, f. 3. september 1989,
dóttir þeirra er Ina Berg, f.
22. apríl 2021.
Einar ólst upp í foreldra-
húsum í Neskaupstað með
systkinum sínum og bjó þar
fram á unglingsaldur. Um
verslunarmannahelgina 1980
fór Einar til Húsavíkur með
vinum sínum þar sem hann
kynntist stúlku, Hólmfríði
Garðarsdóttur, sem síðar varð
Einar Guðjón Sigurjónsson
fæddist 18. júní 1954. Hann var
fjórði í röðinni af börnum Sig-
urjóns Einarssonar og Sigrún-
ar Jónsdóttur en á undan höfðu
komið Sigurbjörg, Sæmundur
og Jóna Sigurborg. Árni mætti
svo nokkrum árum á eftir Ein-
ari svo úr urðu fimm systkinin
sem bjuggu á Eyrinni í Nes-
kaupstað. Jóna lést árið 1989
en eftir eru Sibba, Sæmi og
Árni.
Einar var uppátækjasamur
sem barn og unglingur en hann
og Pétur Óskars heitinn, vinur
hans, tóku upp á ýmsum prakk-
arastrikum. Það er sérstaklega
minnisstætt þegar þeir félagar
fóru inn í SÚN fyrir ein ára-
mótin og tóku þaðan ófrjálsri
hendi saltpétur sem þeir fluttu
út í bæ á sleðum. Þeir voru
stöðvaðir á leiðinni af lögregl-
unni sem spurði þá hvað þeir
væru með í pokunum. Á ein-
hvern ótrúlegan hátt náðu þeir
að ljúga sig frá afskiptasemi
lögreglunnar og bjuggu til
stóra sprengju úr þessum salt-
pétri sem þeir sprengdu um
áramótin. Mikill hvellur fylgdi
sprengingunni sem skildi eftir
sig gíg í jörðinni en í góðan
tíma á eftir vissi enginn hver
hefði útbúið sprengjuna.
Einar var kátur og ljúfur
maður og mikill íþróttagarpur.
Hann hafði mikið dálæti á fót-
bolta en hann spilaði með
meistaraflokki Þróttar og fór
síðar til Völsungs á Húsavík
þar sem hann hitti tilvonandi
eiginkonu sína, hana Hólmfríði.
Einar flutti síðar búferlum
ásamt fjölskyldu sinni til Nor-
egs snemma á 10. áratug síð-
ustu aldar og þar hefur fjöl-
skylda hans fest rætur.
Fjarlægðin var mikil á milli
systkina þar sem Árni fluttist
ungur til Ástralíu, Einar bjó í
Noregi, Sibba í Mosfellsbæ og
Sæmi í Neskaupstað, líkt og
Jóna, sem bjó þar einnig til
dauðadags. Sem betur fer hefur
ævintýragirni og ferðagleði ríkt
á heimili Einars og Hólmfríðar
og að þeirra frumkvæði hafa
orðið til góðar minningar í sam-
eiginlegum ferðum þar sem
fjölskyldan hefur hist og átt
góðar stundir saman. Systkinin
og þeirra makar og börn munu
einnig alltaf búa að þessum
yndislegu og ógleymanlegu
ferðum; brúðkaupinu á Húsa-
vík, afmælinu í Toscana og nú
nýlega góðri ferð til Barcelona í
sumar.
Það er sárara en orð fá lýst
að missa Einar úr sama sjúk-
dómi og tók Jónu fyrir öllum
þessum árum. En við erum
þakklát fyrir tímann sem Einar
fékk og þær stundir sem við
áttum saman, þrátt fyrir að
þær hafi ekki verið margar
fjarlægðarinnar vegna. Það var
alltaf jafn ánægjulegt að hitta
Einar og hans fólk og verður
eflaust jafn ánægjulegt að hitta
fjölskyldu hans áfram því
gleðin sem Einar bjó yfir ríkir
líka í þeim öllum.
Við vottum Hólmfríði,
Garðari, Önnu og Jónu, mökum
þeirra og börnum okkar inni-
legustu samúð.
Sigurbjörg, Sæmundur,
Árni og fjölskyldur.
Einar Guðjón
Sigurjónsson
✝
Valdís Þor-
steinsdóttir
fæddist í Lamb-
haga í Hrísey 7.
febrúar 1932. Hún
lést 23. nóvember
2022.
Valdís var dóttir
hjónanna Þor-
steins Valdimars-
sonar, f. 3. desem-
ber 1903, d. 22.
maí 1968, og Láru
Sigurjónsdóttur, f. 17. júlí
1905, d. 24. mars 1997. Tví-
burasystir Valdísar var Kristín
Sigurjóna, f. 7. febrúar 1932, d.
8. nóvember 2004, drengur, f.
17. júlí 1935, d. 14. ágúst 1935,
Steinar, f. 9. janúar 1943, d. 14.
ágúst 2021, og Þóra, f. 23. maí
1952.
Valdís giftist Alfreð Sig-
urlaugi Konráðssyni (Silla), f.
14. júlí 1930, d. 4. desember
2011, 23. september 1951 og
áttu þau sex börn. Þau eru:
1. Þórdís Björg, f. 11. apríl
1951, gift Steingrími Sigurðs-
syni, f. 29. desember 1947, og
eiga þau tvo syni, Alfreð Val og
Þorstein. 2. Konráð Þorsteinn,
f. 15. október 1952, var giftur
Agnesi Guðnadóttur, f. 11. maí
1952, d. 22. ágúst 2017. Þau
eignuðust þrjú börn, Guðna,
Láru Steinu og Valdísi. Sam-
býliskona Konráðs er Guðbjörg
Ingileif Jónasdóttir. 3. Sig-
urður Sveinn, f. 10. september
1955, giftur Sólborgu Frið-
björnsdóttur, f. 23. október
1955, eiga þau tvö börn, Jón
Inga og Súsönnu. 4. Sigurjón
Freyr, f. 20. mars 1957, giftur
Margrét Kristmannsdóttur, f.
24. febrúar 1962, og eiga þau
tvö börn, Sindra Má Kaldal og
Birtu Dís Kaldal, en áður átti
Sigurjón eina dóttur, Sonju. 5.
Blængur Elfar, f. 19. ágúst
1958, var giftur
Sveinbjörgu
Pálmadóttur, áttu
þau tvo syni,
Pálma og Elís
Bergmann. Þau
skildu og er seinni
kona Blængs Þór-
dís Margrét Þor-
valdsdóttir, f. 5.
júlí 1962, eiga þau
tvö börn, Hörpu
Dröfn og Þorvald
Bjarka. 6. Kristín Anna, f. 23.
september 1960, gift Ásgeiri
Stefánssyni, f. 12. desember
1958, eiga þau tvo syni, Ásgeir
Andra og Alfreð Loga, en áður
átti Kristín einn son, Atla. Sam-
tals eru afkomendur Valdísar
og Silla 57.
Valdís fæddist í Hrísey og
átti sína barnæsku þar en
fyrstu hjúskaparár þeirra Al-
freðs bjuggu þau í Kópavogi og
Hafnarfirði, en fluttust norður
að loknu námi Alfreðs á Ár-
skógsströnd þar sem þau
stunduðu útgerð og búskap.
Árið 1962 fluttu þau til Hrís-
eyjar og þar ólust börnin sex
upp. Á þessum árum vann Val-
dís í Kaupfélagi KEA í Hrísey
en árið 1980 varð hún sím-
stöðvarstjóri í Hrísey og vann
við það til til hún lét af störfum
sökum aldurs. Valdís lét sig
málefni kvenfélags Hríseyjar
og kirkjunnar í Hrísey sig
miklu skipta og var um árabil
formaður sóknarnefndar. Árið
2007 keyptu Valdís og Alfreð
hús á Dalvík og fluttu þangað,
m.a. til að geta sótt þjónustu á
dvalarheimilinu Dalbæ. Nokkr-
um árum eftir lát Alfreðs flutt-
ist Valdís á Dalbæ og bjó þar
síðustu æviár sín.
Útför Valdísar verður frá
Dalvíkurkirkju í dag, 6. desem-
ber 2022, klukkan 13.30.
Kær systir mín hefur nú kvatt
þetta jarðlíf. Mér er efst í huga
þakklæti, þakklæti fyrir allt sem
þú kenndir mér, þakklæti fyrir
allar samverustundirnar og allar
stundir í gleði og sorg.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Saknaðarkveðjur frá
Þóru systur.
Valdís
Þorsteinsdóttir