Morgunblaðið - 06.12.2022, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022
DÆGRADVÖL24
Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur á eftirlaunum – 80 ára
Hagnýtar jöklarannsóknir
H
elgi Björnsson er
fæddur 6. desember
1942 í Reykjavík og ólst
þar upp.
„Ég fæddist á
Grettisgötu, móðir mín lést þegar
ég var tveggja ára og fór ég þá
til móðursystur minnar, Krist-
ínar Sveinbjörnsdóttur í Efsta-
sundi. Árið 1948 kvæntist faðir
minni seinni konu sinni og var þá
fjölskyldan aftur sameinuð. Ólst
ég síðan upp í Vesturbænum við
krakkaleiki þess tíma: fallna spýtu,
yfir, brennubolta og stórfiskaleik,
hornsílaveiði í Vatnsmýrinni og
marhnútaveiðar frá bryggju í
Skerjafirði, frímerkjasöfnun, skák
og hark, jafnvel orustur með tré-
sverðum við óvini í næstu hverfum.
Ég var allmörg sumur á sjötta
áratugnum í sveit í Meðallandi þar
sem landbúnaður hafði lítið breyst
öldum saman, slegið var á engjum,
bundið í bagga sem reiddir voru
heim á hestum, og ógnir Kötlu-
hlaupsins 1918 voru fólki í fersku
minni. Ég vann síðan á unglings-
árum við skógrækt í Borgarfirði
og Fossvogi og var handlangari í
byggingavinnu.“
Helgi lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík, vann
sem sumarstúdent við vatnamæl-
ingar með Sigurjóni Rist, lærði
jarðeðlisfræði við Oslóarháskóla
með prófritgerð um massa- og
orkuskipti við yfirborð Bægisár-
jökuls og varði þar seinna dokt-
orsritgerð sína. Eftir Cand. Real
próf starfaði hann fyrst í tvö ár við
Orkustofnun Noregs, en alla tíð síð-
an vann hann að jöklarannsóknum
við Raunvísindastofnun Háskól-
ans, og hóf þar fyrstu kennslu í
jöklafræði við Háskóla Íslands á
áttunda áratugnum.
Helgi stýrði jöklarannsóknum við
Háskóla Íslands um tæplega 40 ára
skeið í samvinnu við fjölda sam-
starfsaðila innan lands og erlendis.
„Með tæknimönnum Raunvís-
indastofnunar þróaði ég íssjá sem
síðan var notuð til að kortleggja
þykkt allra íslenskra meginjökla
og landslagið undir þeim. Rann-
sóknir mínar snerust bæði um
langtímamælingar á afkomu jökla
og hreyfingu, en einnig að því að
skilja og skýra ýmist fyrirbæri
s.s. framhlaup og jökulhlaup og
samspil jarðhita og eldvirkni.
Seinna lagði ég aukna áherslu á
rannsóknir á viðbrögðum jökla við
loftslagsbreytingum.“ Jöklarann-
sóknir Raunvísindastofnunar höfðu
verulegt hagnýtt gildi og nýttust
m.a. Landsvirkjun við áætlanagerð
og virkjun jökulfljóta, Vegagerðinni
við vega- og brúargerð og Almanna-
vörnum vegna náttúruvár.
Helgi var um 10 ára skeið
prófessor í hlutastarfi við Oslóar-
háskóla. Þá kenndi hann um árabil
jöklafræði á Svalbarða og á Ind-
landi og var gestafræðimaður við
háskólana í Bristol og Cambridge á
Englandi, Boulder í Bandaríkjunum
og Vancouver í Kanada. Helgi var
lengi ritstjóri tímaritsins Jökuls,
hann var formaður Jöklarann-
sóknafélags Íslands og varaforseti
Alþjóðlega Jöklarannsóknarfé-
lagsins. Helgi er heiðursdoktor við
Stokkhólmsháskóla og hefur hlotið
margar aðrar viðurkenningar fyrir
framlag sitt til jöklarannsókna og
alþjóðlegs samstarfs, m.a. Riddara-
kross hinnar íslensku fálkaorðu,
verðlaun Ásu Guðmundsdóttur
Wright, verðlaun VISA fyrir vís-
indastörf og viðurkenningu Háskóla
Íslands fyrir rannsóknir.
Eftir Helga liggja margar fræði-
greinar og nokkrar bækur. Fyrir
ritið Jöklar á Íslandi fékk hann Hin
íslensku bókmenntaverðlaun á sviði
fræðibóka.
Þrátt fyrir að teljast hafa starfað
að raunvísindum hafa áhugamál
Helga löngum tengst hugvísindum
og ljósmyndun.
Ljósmynd/Ingibjörg Briem
Á Skeiðarársandi Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur, Steinunn Sigurðardóttir rithöf-
undur, Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur og Helgi jöklafræðingur 17.7. 2022.
Á jólum Efri röð: Sigfús, Hólmfríður, Sveinbjörn. Neðri röð: Ólaf-
ur Grímur, Kristín Jónsdóttir, Hörður, Björn Sigfússon og Helgi.
Á MýrdalsjökliHelgi Björnsson.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Auður Ýr Helgadóttir
50 ÁRA Auður ólst upp í Fossvogi en býr
í Kópavogi. Hún er lögmaður og einn af
eigendum LOCAL – lögmanna. „Áhugamál
mín er samvera með vinum og fjölskyldu,
en við erum vel virk og förum reglulega á
skíði, í veiði og golf.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Auðar
er Erlendur Svavarsson, f. 1972, fram-
kvæmdastjóri hjá Loftleiðum. Börn þeirra
eru Helgi Hrafn, f. 2002, Guðmundur
Daníel, f. 2004, Gréta Carla, f. 2011, og
Hanna Hallveig, f. 2015. Foreldrar Auðar
eru Helgi Daníelsson, f. 1947, og Hanna
Dóra Þórisdóttir, f. 1947.
Árnað heilla
Hörður Jóhannesson og
Sesselja Jóna Helgadóttir
voru gefin saman í Kirkjuhvoli
á Akranesi af séra Jóni M.
Guðjónssyni 6. desember 1952
og skírðu frumburðinn Helgu
Pálínu. Þau hafa búið alla sína
búskapartíð á Akranesi og frá
1965 á Hjarðarholti 3. Hörður og
Sesselja eiga 51 afkomanda.
Platínubrúðkaup
21. mars - 19. apríl A
Hrútur Ef þú ert að huga að fasteigna-
kaupum ættirðu að drífa í því á næstu
sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir
eru uppteknir.
20. apríl - 20. maí B
Naut Nú er að grípa tækifærið og gera
tilboð í það sem þú hefur lengi haft
augastað á. Þekktu þín takmörk. Þig
langar að fá þér dýr, en ekki æða út í það
án þess að tala við makann.
21. maí - 20. júní C
Tvíburar Innsæi þitt er sterkt og það
veitir þér svar við mörgum spurningum.
Það skiptir engu þó álagið sé mikið, þú
býrð yfir stóískri ró.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Sýndu öllum þolinmæði í dag.
Þú finnur að þú ert að nálgast takmarkið
sem þú settir þér í ársbyrjun.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Það er nauðsynlegt að þú undirbúir
mál þitt vel áður en þú reynir að vinna
aðra á þitt band. Sýndu öðrum virðingu.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Þér hættir til að vera með leikara-
skap þegar persónuleg málefni þín ber á
góma. Einhver ber undir þig mál sem þér
finnst óþægilegt að taka afstöðu til.
23. september - 22. október G
Vog Það er eins og allir séu uppteknir
við að skemmta sér sem mest og best.
Þú ættir að passa þig á að fara ekki of
geyst inn um gleðinnar dyr.
23. október - 21. nóvember H
Sporðdreki Nú er þín stund komin því
eftir því er beðið að þú segir hug þinn og
fylkir fólki á bak við þig. Þú kemur meiru
í verk ef þú ferð fyrr á fætur. Þú ert á
góðri siglingu hvað varðar það að læra
að setja öðrum mörk.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Dekraðu við þig af og til,
slíkur dagur er einmitt í dag. Barn kemur
mikið við sögu seinni part dags.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Þú hefur lagt hart að þér að
undanförnu og ert þú að uppskera núna.
Fall er fararheill. Kannski þú ættir að
skrá þig í nám?
20. janúar - 18. febrúar K
Vatnsberi Þú átt bágt með að einbeita
þér að starfinu þar sem áhyggjur af
einkamálum dreifa athyglinni. Allt mun
fara vel að lokum.
19. febrúar - 20. mars L
Fiskar Þú hefur með ákveðni og þolin-
mæði náð þeim áfanga sem þú hefur
lengi stefnt að. Hvernig væri að slá upp
veislu?
Fæst í öllum apótekum