Morgunblaðið - 06.12.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.12.2022, Blaðsíða 27
VÍS-bikar karla 16-liða úrslit: Njarðvík – Haukar.................................. 88:84 Njarðvík mætir Keflavík í 8-liða úrslitum. 1. deild karla Hamar – Hrunamenn ........................... 108:76 Staðan: Álftanes 11 10 1 1018:935 20 Sindri 11 8 3 1016:901 16 Hamar 10 7 3 946:861 14 Selfoss 11 7 4 1021:900 14 Hrunamenn 11 5 6 1042:1089 10 Ármann 10 5 5 901:886 10 ÍA 11 5 6 921:991 10 Skallagrímur 11 4 7 970:956 8 Fjölnir 11 3 8 941:993 6 Þór Ak. 11 0 11 814:1078 0 NBA-deildin New Orleans – Denver......................... 121:106 San Antonio – Phoenix......................... 95:133 Brooklyn – Boston................................. 92:103 Detroit – Memphis ............................... 112:122 New York – Cleveland............................. 92:81 Washington – LA Lakers..................... 119:130 Sacramento – Chicago......................... 110:101 Portland – Indiana................................ 116:100 Olísdeild karla Selfoss – FH.............................................. 32:37 ÍR – Fram................................................... 27:31 Staðan: Valur 12 11 0 1 415:342 22 FH 12 8 2 2 366:350 18 Afturelding 12 7 2 3 363:339 16 Fram 13 6 3 4 388:381 15 ÍBV 12 6 2 4 401:372 14 Stjarnan 12 5 3 4 353:343 13 Haukar 12 5 1 6 363:347 11 Selfoss 12 5 1 6 353:366 11 Grótta 11 3 3 5 302:302 9 KA 12 3 3 6 346:364 9 ÍR 12 2 1 9 334:403 5 Hörður 12 0 1 11 354:429 1 ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2022 Rúnar er akkúrat rétti maðurinn Ljósmynd/Leipzig/Karsten Mann SigurbrautViggó Kristjánsson hefur leikið afar vel með Leipzig í Þýska- landi eftir að Rúnar Sigtryggsson tók við og liðið fór á sigurbraut. lViggó og félagar á sigurbraut eftir ráðningu RúnarslSpenntur fyrir HM ÞÝSKALAND Jóhann Ingi Hafþórsso johanningi@mbl.is n Viggó Kristjánsson, landsliðs- maður í handbolta, og samherjar hans í þýska liðinu Leipzig unnu sinn fimmta sigur í röð í þýsku 1. deildinni er liðið vann stórlið Flensburg á heimavelli, 31:30, á sunnudag. Liðið vann aðeins einn af fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni og var André Haber því vikið frá störfum. Rúnar Sigtryggsson var ráðinn í hans stað og hefur Leipzig unnið alla fimm leiki sína undir stjórn Rúnars. „Þetta var orðið helvíti þungt. Með hverjum sigri verður léttara á mönnum og þeir hafa meiri trú á sér og liðinu. Klefinn er allt annar og þetta er miklu skemmtilegra,“ sagði Viggó í samtali við Morgun- blaðið. Hann skoraði sigurmark Leipzig gegn Flensburg á síðustu sekúndunum. Skoraði sigurmarkið „Ég er mjög ánægður með þetta. Við vorum yfir eiginlega allan tím- ann og vorum nánast með unninn leik. Svo breyta þeir í sjö á sex, skora í nánast hverri einustu sókn og úr varð spenna. Ég ætlaði að fara á Simon Hald og skjóta nokkuð óvænt, á meðan hann bjóst við að ég myndi senda boltann áfram. Svo var auðvitað einhver heppni í þessu líka. Ég náði ekki mínu besta skoti, en boltinn lak inn,“ sagði Viggó um sigurinn og sigurmarkið. Hann segir innkomu Rúnars hafa gert mikið fyrir Leipzig, enda liðið búið að vinna alla sína leiki frá því Akureyringurinn tók við. „Auðvitað var svekkjandi þegar gamli þjálfarinn var rekinn. Ég kunni vel við hann, en það var samt nauðsynlegt að breyta til. Rúnar var akkúrat rétti maðurinn fyrir okkur. Hann hefur ekki komið með neina töfralausn, heldur fært ró yfir mannskapinn. Hann hefur einfaldað leikinn okkar. Rúnar verið frábær Við erum ekki lengur með 20 kerfi í hverjum leik, heldur bara nokkur kerfi og leikurinn okkar er einfaldari. Við hlaupum miklu hrað- ar fram á við líka og erum á meðal bestu liða í deildinni í því núna. Rúnar er ekki að flækja hlutina, heldur kemur inn með ró og sína reynslu. Hann var leikmaður lengi og hefur þjálfað lengi. Hann hefur verið frábær,“ sagði Viggó, sem er uppalinn hjá Gróttu. Hlutverk Viggós hefur stækkað eftir að Rúnar tók við og byrjar íslenski landsliðsmaðurinn alla leiki. Hann hefur skorað 40 mörk í fyrstu fimm leikjum Rúnars og er langmarkahæstur í liðinu í vetur. „Rúnar hefur frá fyrsta leik haldið sig við sína sjö á meðan þjálfarinn á undan var með nýtt byrjunarlið í hverjum einasta leik. Hlutverkið mitt er orðið eins og ég óskaði mér þegar ég skipti yfir. Hlutverkið mitt núna er svipað því og það var þegar ég var hjá Stuttgart.“ Viggó skipti yfir til Leipzig fyrir þessa leiktíð eftir gott gengi með Stuttgart í tvö ár á undan. Var það í annað sinn sem Viggó gekk í raðir Leipzig, en hann lék með liðinu í nokkra mánuði fyrir þremur árum. „Ég kem til þeirra á sínum tíma vegna meiðsla leikmanna, það var tímabundið. Ég fer síðan frá þeim, en það var allt gert í góðu og við héldum sambandi. Ég spring svo út hjá Stuttgart og þá heyra þeir í mér og vildu ólmir fá mig aftur. Þeir sýndu mér mikinn áhuga og það var gengið frá þessu snemma, en ég samdi við þá rúmu ári áður en ég kom til þeirra. Mér fannst þetta spennandi og spennandi að keppa um Evrópusæti,“ útskýrði Viggó. Miklar væntingar á HM Viggó og félagar leika þrjá leiki til viðbótar á þessu ári og svo tekur við heimsmeistaramótið í Svíþjóð. Leikmaðurinn viðurkennir að hann sé spenntur fyrir stórmóti með landsliðinu. „Maður finnur að umfjöllunin er alltaf að aukast og það styttist í þetta. Maður vill halda sér heilum og vera ferskur þegar kemur að þessu. Við tökum tvo æfingaleiki við Þjóðverja fyrir mót og það verður gott að máta okkur við þá. Það er mjög mikil tilhlökkun,“ sagði Viggó og ræddi um væntingarnar sem eru gerðar til íslenska liðsins. „Við erum með frábært lið, sem er vel mannað í öllum stöðum. Það eru væntingar að við förum alla leið, en við sem lið verðum að halda okkur á jörðinni. Við komum á óvart í fyrra, þar sem við fengum smjörþefinn af þessu. Þar vorum við svekktir að fara ekki í undanúrslit. Liðið er búið að vaxa síðan þá og allir búnir að taka eitt skref fram á við síðan. Væntingarnar eru eftir því og við viljum auðvitað standa undir þeim,“ sagði Viggó Kristjánsson. Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo setti allt á hliðina á dögunum þegar hann fór í viðtal hjá fjölmiðlamannin- um umdeilda Piers Morgan. Þar fór hann ófögrum orðum um þáverandi félagslið sitt Manchester United, knattspyrn- ustjórann Erik ten Hag og marga af yngri leikmönnum liðsins. Það kom því fáum á óvart þegar United ákvað að rifta samningi við leikmanninn fyrir tveimur vikum. Í yfirlýsingu félagsins var reyndar sagt að ákvörðunin hefði verið sameiginleg en það er held ég öllum ljóst að leikmaðurinn var rekinn frá félaginu. Það var eflaust útkoman sem Ronaldo hafði vonast eftir en hann er ansi nálægt því að ganga til liðs við sádiarabíska félagið Al Nassr. Portúgalinn mun þéna ágæt- is upphæðir í Sádi-Arabíu en sagan segir að hann verði með um 200 milljónir evra í árslaun sem gerir hann að launahæsta knattspyrnumanni heims. Ef stærðfræðin er ekki að bregðast mér þá mun Ronaldo þéna í kringum 760.000 evrur á dag, rúmlega 113 milljónir íslenskra króna. Það er flestum ljóst að Ronaldo er með ansi stórt egó en það að eyðilegga orðspor sitt hjá Manchester United til þess eins að komast til Sádi-Arabíu og spila fótbolta er nokkuð sem ég á erfitt með að skilja. Maður hefði kannski skilið betur þessa ákvörðun ef hann ætlaði sér að komast í annað stórlið en þetta sannar ennþá frekar að ákveðinni snilligáfu fylgja ákveðnar kvaðir, sem koma oft niður á félagslega þættinum. Svo gæti hann auðvitað vantað aur líka, það má ekki gleymast. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Aðalsteinsson skoraði sjö mörk fyrir FH en Einar Sverrisson var marka- hæstur Selfyssinga með tíu mörk og Guðmundur Hólmar Helgason skoraði átta mörk. Seiglusigur Fram Þá vann Fram 31:27-sigur gegn ÍR í Skógarseli í Breiðholti þar sem Reynir Þór Stefánsson var marka- hæstur Framara með átta mörk. Framarar, sem eru með 15 stig í fjórða sætinu, höfðu tapað þremur deildarleikjum í röð þegar kom að leik gærdagsins og þeir eru því komnir aftur á beinu brautina í deildinni. Á sama tíma hefur lítið sem ekk- ert gengið hjá ÍR í síðustu leikjum en liðið vann síðast deildarleik 29. september gegn Herði í Skógarseli. Framarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 10:1 en þá vöknuðu ÍR-ingar og var staðan 16:15, Fram í vil, í hálfleik. Liðin skiptust á að skora allt þang- að til tíu mínútu voru til leiksloka þegar Framarar náðu tveggja marka forskoti, 25:23, og þeir létu forystuna ekki af hendi eftir það. Luka Vukicevic skoraði sjö mörk fyrir Fram og þá átti Lárus Helgi Ólafsson stórleik í markinu, varði 14 skot og var með 39% markvörslu. Hrannar Ingi Jóhannsson var markahæstur ÍR-inga með sjö mörk og Dagur Sverrir Kristjánsson og Viktor Sigurðsson skoruðu sex mörk hvor. FH-ingar styrktu stöðu sína lÁsbjörn Friðriksson fór á kostum fyrir Hafnfirðinga og skoraði átta mörk lFramarar voru sterkari á lokamínútunum gegn nýliðum ÍR í Breiðholtinu Ásbjörn Friðriksson átti enn einn stórleikinn fyrir FH þegar liðið vann fimm marka sigur gegn Selfossi í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Set-höllinni á Sel- fossi í 12. umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 37:32-sigri Hafnfirðinga en Ásbjörn gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk í leiknum. Með sigrinum styrktu Hafn- firðingar stöðu sína í öðru sæti deildarinnar en liðið er með 18 stig, fjórum stigum minna en topplið Vals, og tveimur stigum meira en Afturelding sem er í þriðja sætinu. Selfyssingar eru hins vegar áfram í áttunda sætinu með 11 stig, líkt og Haukar, en Selfoss er með tveggja stiga forskot á Gróttu og KA sem eru í níunda og tíunda sætinu. Það má því leiða að því líkur að þessi fjögur lið muni heyja harða baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor. Leikurinn var afar kaflaskiptur en Selfyssingar byrjuðu betur og voru með yfirhöndina framan af. FH-ingum tókst hins vegar að jafna metin og var staðan 18:17, FH í vil, í hálfleik. Liðin skiptust á að skora í síðari hálfleik en þegar fimm mínútur voru til leiksloka stungu FH-ingar af og skoruðu fimm síðustu mörk leiksins. Einar Bragi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Átök FramarinnMarko Coric sækir að marki ÍR en þeir Hrannar Ingi Jóhannsson og Úlfur Gunnar Kjartansson reyna að verjast honum. HANDBOLTINN Bjarni Helgason bjarni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.