Morgunblaðið - 20.12.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.12.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 ✝ Bryndís Pét- ursdóttir fæddist á sjúkra- húsinu á Sauð- árkróki 6. maí 1947 og ólst upp á Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Sauð- árkróks 10. desem- ber 2022. Foreldrar henn- ar voru Pétur Sigurðsson, f. 21.3. 1919, d. 28.8. 2012, og Ragnheiður Marta Þórarins- dóttir, f. 13.5. 1919, d. 25.6. 2003. Bryndís var önnur í röð- inni af þremur systkinum. Elst- ur var Þórólfur, f. 21.1. 1942, d. 8.6. 2021, og yngst er Mar- grét Sigríður, f. 3.11. 1958. Bryndís giftist 5. september 1970 Bjarna Leifs Friðrikssyni á Sunnuhvoli, f. 5. júlí 1940, d. 3.2. 2009. Foreldrar hans voru Friðrik Kristján Hallgrímsson, f. 14.1. 1895, d. 30.5. 1990, og Una H. Sigurðardóttir, f. 25.10. 1898, d. 10.1. 1979. Börn Bryndísar og Bjarna Leifs eru: 1) Pétur, f. á Sauð- dís átti eitt barnabarnabarn og er það Kristín Eva, dóttir Jó- hanns Bjarna og unnustu hans Ísabellu Maríu Cortes Ósk- arsdóttir, f. 10.11. 1998. Unn- usti Aðalbjargar Brynju er Þórður Valtýr Björnsson, f. 9.3. 1998. Bryndís ólst upp á Hjalta- stöðum hjá foreldrum sínum og systkinum ásamt stórum frændgarði. Hún stundaði nám í Reykholti í Borgarfirði í einn vetur og síðan lá leið hennar að Laugum í Reykjadal þar sem hún lauk gagnfræðaprófi. Hún fór í Húsmæðraskólann á Varmalandi og eftir það vann hún á Reykjalundi í Mosfells- sveit. Þegar Bryndís kynntist Bjarna Leifs flutti hún í Sunnu- hvol og hófu þau búskap þar saman. Þar var hún húsmóðir og ól upp fimm börn á blönd- uðu búi með mjólkurkýr, kind- ur og hross. Bryndís var elsk að sinni sveit og tók þátt í flestu félagsstarfi sem þar var í boði. Hún var í Kvenfélagi Akrahrepps og var með Lestrarfélag Miklabæjarsóknar til margra ára og var bóklestur eitt af hennar aðaláhugamálum og var hún víðlesin og vel að sér í flestum málefnum. Útför Bryndísar fer fram frá Miklabæjarkirkju í dag, 20. desember 2022, og hefst at- höfnin klukkan 14. árkróki 30.12. 1969, maki Sofía Jóhannsdóttir, f. 16.7. 1972. Börn þeirra eru Jóhann Bjarni, f. 30.3. 1995, Aðalbjörg Brynja, f. 10.5. 1999, og Eva Alex- andra, f. 7.11. 2005. 2) Sigrún, f. á Sauðárkróki 2.2. 1971, maki Kjartan Stefánsson, f. 27.2. 1972. Börn þeirra eru Stefán Björgvin, f. 1.7. 2000, Bjarni Leifs, f. 12.5. 2004 og Elís Þór Kjartansson, f. 13.9. 2011. Fyrir átti Sigrún Tinnu Bjarndísi, f. 3.8. 1989. Unnusti hennar er Oddur Ingi Guðmundsson, f. 28.1. 1989. 3) Friðrik, f. á Sauðárkróki 11.10. 1974. 4) Una, f. á Sauðárkróki 14.5. 1980. Unnusti hennar Hafþór Elíasson, f. 16.1. 1980. Sonur þeirra er Stefnir Snær, f. 3.6. 2020. 5) Ragnheiður, f. á Sauðárkróki 9.11. 1981. Unn- usti hennar Haukur Þor- steinsson, f. 2.8. 1978. Sonur þeirra er Þorsteinn Reynir Hauksson, f. 7.10. 2012. Bryn- Minning um mömmu, tengda- mömmu, ömmu og langömmu okkar. Elsku Bryndís mamma, tengdamamma, amma og langamma. Með þessum orðum kveðjum við þig með kærleik og söknuð í hjarta í hinsta sinn. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og seinni æviárin hrjáðu veikindi þig tölu- vert. Þrátt fyrir þau gastu alltaf haldið áfram sama hvað var, seiglan var slík. Við höfum margs að minnast um notalegar gleðistundir þegar við hugsum til baka. Alltaf voru svo hlýjar móttökur þegar við komum í sveitina til þín og iðu- lega var búið að snara í hafra- mjölsköku, steikja lummur eða útbúa mat til að setja á borð fyrir svanga ferðalanga. Þú tókst ávallt fagnandi á móti okkur. Okkur börnunum er það líka eft- irminnilegt þegar þú laumaðir góðum bita úr veski þínu, ýmist brjóstsykri eða súkkulaði þegar við vorum að stússast hingað og þangað. Við eigum margar góðar minn- ingar frá veru þinni á okkar heim- ili, en hjá okkur áttir þú þinn stað þegar þú varst hér fyrir sunnan. Að hafa þig í húsinu hjá okkur var alltaf gott. Að koma heim eftir vinnudag og vita af því að heima biðir þú, ávallt til í spjall um dag- inn og veginn, lífið, tilveruna og það sem efst var á baugi í frétt- um. Þú áttir ríkulegan orðaforða og tilsvörin þín og háttalag skilja eftir minningar. Að eiga vísan tíma með þér, kaffibollanum og súkkulaðimola var gott. Sumrin í sveitinni voru ómet- anleg, þá var unnið á daginn á Kúskerpi og notið saman á kvöld- in, yfirleitt hlegið með þátt eða mynd í gangi. Á frídögum bök- uðum við pönnukökur og laumuð- um sykri í rjómann en sögðum engum frá því. Eitt sumarið þeg- ar þú fórst til Noregs var ég einn í kotinu. Vildi ég koma þér á óvart með því að baka hjónabandssælu svo það væri nú til eitthvað með kaffinu þegar að þú myndir koma heim. Ég fór sem puttalingur í Varmahlíð og verslaði það sem vantaði í uppskriftina. Bakstur- inn endaði nú vægast sagt ekki al- veg eins og planið var, en húsið fylltist af reyk og ég hljóp út á tún með kökuna. Þú lést það nú samt ekki stoppa þig, fékkst þér bita, sagðir síðan „rosalega góð“… meira var þó ekki borðað af þess- ari köku. Jólin í ár verða ekki söm, ekki áramótin heldur né næstu ár. Þú varst búin að eiga þennan tíma með okkur svo oft. Þú varst búin að helga þér stað í hjarta okkar og þar muntu alltaf eiga heima. Sama hvað. Elsku fallega og góðhjartaða Bryndís okkar, mamma, tengda- mamma, amma og langamma, söknuðurinn er mikill. Takk fyrir að gefa lífinu lit. Takk fyrir allt. Hvíldu í friði hjá elsku Bjarna okkar allra, pabba, tengdapabba, afa og langafa. Sofía Jóhannsdóttir. Elsku mamma mín. Mikið sakna ég þín. Það er svo stutt í tárin, ég er svo þakklát fyrir þig og samveru okkar hér á jörð. Að fá að vera með þér þessar síðustu vikur er mér ómetanlegt og stundirnar okkar allar mun ég geyma í hjartastað. Að kynnast heimili þínu á heilbrigðisstofnun og starfsfólki þar sem talaði svo fallega til þín og annaðist þig þar til yfir lauk var lærdómsríkt fyrir mig og þakkarvert. Ég mun ætíð minnast þín fyrir að vera þú sjálf, fyrir að vera alltaf til staðar og fyrir að vera fyrirmynd. Eins komst ég að því að þú varst svo miklu meiri nagli en ég gat ímyndað mér og aldrei kvartaðir þú yfir neinu, hvorki fyrr né síð- ar. Ég sé það núna hvað ég hef erft margt gott frá þér og lært. Einnig hvað ég og við systkinin fengum að vera sjálfstæð og ráða okkur sjálf. Það var aldrei dregið úr okkur og traustið sem við fengum í ákvörðunum okkar var alltaf til staðar. Í skólanum í dag erum við að tala um að auka seiglu og þrautseigju. Oft tölum við vinkonurnar og samkennarar um litlu karlana tvo sem sitja á öxlum nemenda okkar og annar sé þessi jákvæði og duglegi og hann eigum við alltaf að hlusta á. Á hinni öxlinni sé sá neikvæði sem dregur úr okkur og honum eigum við að sópa burt og ekki hlusta á. Það var sko bara einn karl hjá okkur mamma og það veit ég, því þú hafðir oft langt dagsverk og margt fólk að metta og það án þess að stökkva út í búð og kaupa eitthvað tilbúið. Enda hvert sem við Sunnuhvolsarar förum erum við með okkar eigið heimatilbúna nesti og bakkelsi í þínum anda mamma mín. Við börnin þín fimm komum saman og vorum öll þér við hlið þegar þú kvaddir, það var gott að fá þá stund saman og fá að fylgja þér þessi spor. Ég elska þig og bið fyrir góðar kveðjur í sumarlandið til ykkar pabba. Þín dóttir, Sigrún á Sunnuhvoli. Elsku tengdamamma. Mikið sakna ég þín og þinnar nærveru. Þú hafðir einstakt lag á því að láta lítið fyrir þér fara og vildir helst alls ekki láta neinn hafa fyrir þér. En í hvert skipti sem þú yfirgafst svæðið skildirðu eftir þig risa- stórt gat. Þú elskaðir náttúruna og sveitina, ekkert var betra en að vera á Sunnuhvoli í faðmi fjallanna. Í þau skipti sem þú heimsóttir Reykjavík varstu farin að telja niður dagana þar til þú kæmist heim í sveitina þína. Þú elskaðir góðar bókmenntir og varst einn mesti lestrarhestur sem ég hef kynnst og auðvitað sástu um bókasafnið í sveitinni þinni. Eins og sannir Skagfirð- ingar elskaðir þú líka hesta og hestamennsku, og lengi vel hélt ég að þú gætir talað við þá. Ég gleymi ekki þeirri stund þegar ég fór með þér í okkar fyrstu hesta- ferð. Reykjavíkurbarnið fékk auðvitað besta hestinn á bænum en það átti að reka myndarlegt hestastóð út Blönduhlíðina og út í Hjaltastaði. Þetta var árlegur viðburður og í raun ekkert mál fyrir þig, bara gaman og spenn- andi verk sem gerir sveitastörfin svo skemmtileg. Ég kynntist þjóðvegi 1 á allt annan hátt og þetta verk var miklu meira en að segja það. Ég reyndi hvað ég gat til þess að sanna mig fyrir þér, nýi tengdasonurinn. Í einni tilraun- inni setti ég gæðinginn á stökk og ekki vildi betur til en hann tók dýfu og hnaut. Ekki varð okkur neitt slæmt af byltunni en það kom bara upp sjokk hjá tilvon- andi tengdasyninum. Þú komst aðvífandi, stöðvaðir hestinn tign- arlega og spurðir hvort það væri ekki í lagi með klárinn. Þú taldir klárt að það væri best að halda áfram og vera ekki með neitt væl. Þú varst hörkutól og kallaðir ekki allt ömmu þína. Í Reykjavík köll- um við þig nú „nagla“. Takk fyrir allt elsku Bryndís mín, takk fyrir allar samveru- stundirnar og takk fyrir dásam- lega dóttur þína. Minningar um þig lifa. Þinn tengdasonur, Kjartan Stefánsson. Við Bryndís sitjum við glugga á Sjúkrahúsinu á Króknum, horf- um á fallega haustbirtuna úti og Skagafjörðinn sem er okkur báð- um svo hugleikinn og ég gleðst yfir hve hress hún er og við erum ákveðnar í að hittast næst á Sunnuhvoli. Og við rifjuðum upp okkar fyrstu eiginlegu kynni á því sama sjúkrahúsi þar sem hún var að eiga sitt fjórða barn og ég mitt annað. Í þá daga voru fæðingar- deildir staður þar sem konur áttu stund milli stríða og gátu hvílt lú- in bein í fimm eða sex daga, sveitakonur gátu vel þegið hvíld- arstundir, ekki síst á sauðburði eins og þá var. Bryndís Pétursdóttir lá ekki í bómull um sína daga og hún á að baki langan og ekki alltaf auð- veldan starfsdag. Auk þess að eiga og ala upp fimm börn var hún húsmóðir á stóru sveitaheim- ili þar sem önnin er endalaus við búsýslu og umsvif, og árshring- urinn í sveitinni er án viðstöðu, hvað rekur annað, sauðburður, heyskapur, göngur og réttir og einu er ekki lokið þegar annað tekur við. Þrátt fyrir sinn verka- hring hafði Bryndís alltaf tíma af- lögu til að sinna skyldum í fé- lagsmálum og einnig að fást við hugðarefnin. Sem bókasafnshald- ari í Miklabæjarsókn um árabil hafði hún alltaf nóg að lesa og lána til lestrar. Hún hafði sann- arlega skoðanir á efni og innihaldi bókanna, um það var gott að ræða við hana. Svo var það vefnaður- inn, vefstólar voru til bæði á Sunnuhvoli og Frostastöðum og það var farið í Löngumýri til Möggu að rekja í vef og vefir sett- ir upp á báðum bæjunum. Það voru ekki leiðinlegar stundir sem við áttum þá. Nú er Bryndís skyndilega horfin, farin og allt kemur á óvart sem samt er svo fyrirhugað og einsætt. Tími hennar er kominn, klukkan glymur. Og við sem eftir sitjum skiljum þetta ekki og velt- um fyrir okkur: og hvað svo? En það fáum við ekki að vita strax og kannski aldrei. Skagafjarðar- skáldið á kveðjuorðin að lokum: … er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni sveitt og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert fjörmagn þreytt. (Stephan G. Stephansson) Við fjölskyldan á Frostastöð- um tvö þökkum Bryndísi sam- ferðina og sendum börnum henn- ar og afkomendum öllum einlægar samúðarkveðjur. Anna Dóra Antonsdóttir. Bryndís á Sunnuhvoli í Blönduhlíð, Skagafirði, frænka okkar og vinkona, hefur lagt augu sín aftur i hinsta sinn og eftir sitja fjölskylda og vinir sem eiga þó eftir allar góðu minningarnar um hana. Bryndís og Siggi voru bræðrabörn, börn bræðranna Péturs og Leifs frá Stokkhólma og Hjaltastöðum í Skagafirði. Þau systkinin frá Stokkhólma voru alls sex og er frændgarður- inn úr Skagafirðinum stór. Við hjónin höfum alltaf átt sér- staklega gott samband við Bryn- dísi, Bjarna eiginmann hennar sem lést 2009 og börnin þeirra fimm, Pétur, Sigrúnu, Friðrik, Unu og Ragnheiði, Sunnuhvols- ara eins og þau kalla sig. Þau hafa sýnt okkur einstaka ræktarsemi alla tíð og höfum við ávallt verið í miklu sambandi og góðir vinir þeirra allra og fjölskyldna þeirra. Í gamla daga fórum við mörg sumur með Hjaltastaðafjölskyld- unni, Þórólfi, bróður Bryndísar, og Önnu, og Sunnuhvolsfjöl- skyldunni í stóðrekstur fram í Ábæ í Austurdal. Bryndís og Bjarni keyrðu fram eftir með nestið og þá voru ástarpungar, sérgrein Bryndísar, dregnir upp úr boxi og runnu sérstaklega ljúf- lega niður. Þetta voru einstak- lega skemmtilegar ferðir sem seint gleymast. Það var gaman að spjalla við Bryndísi og hún var með skoð- anir á flestum hlutum. Við hitt- umst oft þegar hún var hjá börn- um sínum í Reykjavík og einnig á Sunnuhvoli og við töluðum oft saman í síma. Bryndísi þótti gam- an að fá fréttir og spjalla um ýmis málefni, börnin sín og barnabörn- in. Síðasta samtalið átti sér stað frá sjúkrahúsinu á Sauðárkróki núna í desember. Una dóttir hennar hringdi og sagði að mamma hennar vildi heyra í okk- ur. Síminn var settur á hátalara og þannig heyrði Bryndís í okkur spjalla en hún gat ekki tjáð sig mikið, bara hlustað. Okkur þykir mjög dýrmætt að eiga þessa síð- ustu minningu. Bryndís elskaði sveitina sína og vildi helst hvergi annars stað- ar vera. Hún naut aðstoðar ein- stakra nágranna þegar hún var heima. Hún á ekki eftir að flytja í nýja húsið á Sunnuhvoli sem börnin eru að byggja en þar mun andi hennar örugglega svífa yfir vötnum og handverkið hennar njóta sín og margt annað þar mun ætíð minna á hana. Guð blessi og styrki fjölskyld- una alla. Minning elsku Bryndís- ar okkar lifir. Margrét Árný Sigursteinsdóttir, Sigurður Leifsson. Bryndís Pétursdóttir Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku besti Nonni okkar. Í dag kveðjum við þig með sorg í hjarta en þökkum fyrir þau ár sem við fengum með þér. Það var alltaf gott að fá Nonnaknús og frá því að Karen var lítil tókst þú henni sem þínu eigin barna- barni. Þegar við hittum þig spurðir þú alltaf hvernig við hefð- um það og hvort það væri ekki allt gott að frétta úr sveitinni. Jón Olgeirsson ✝ Jón Olgeirsson, Nonni, fæddist 6. maí 1947. Hann lést 2. desember 2022. Útförin fór fram 16. desember 2022. Samband þitt og afa Sigga var svo sannarlega einstakt, þið voruð eins og bræður. Það var svo dásamlegt að sjá ykkur tvo saman og hversu vænt ykkur þótti hvor- um um annan. Elsku Nonni, við munum ávallt sakna þín. Þínar frænkur, Þóra Björg og Karen Ósk. Nú er hann Nonni okkar kom- inn til draumalandsins og hittir þar væntanlega elsta barnabarn- ið sitt, en hún lést aðeins sólar- hringsgömul, og líka bróður sinn, sem dó í frumbernsku, svo og fjóra bræður, sem fetað hafa þessa slóð á undan honum. Nonni og Hulda voru bæði fædd og uppalin á Húsavík í stórum systkinahópum. Hann var fjórði elsti af tíu Skála- brekkubræðrum og hún fjórða í röðinni af níu Sallasystkinum. Þau urðu ung foreldrar, hún 17 ára og hann tvítugur. Nonni stundaði sjóinn af kappi og vann við útgerð bræðra sinna og föður. Hulda vann við umönnun á sjúkrahúsinu og lærði svo til sjúkraliða seinna meir. Þau voru bæði harðdugleg, byggðu sér fal- legt hús á Húsavík og voru bæði miklir snyrtipinnar. Ég hef alltaf dáðst að og hálföfundast út í bíl- ana þeirra, hvað þeir voru alltaf hreinir og stífbónaðir. Þau fluttu frá Húsavík í Kópavoginn fyrir um 20 árum og þá vann Nonni í Osta- og smjörsölunni um nokk- urra ára skeið og varð svo hús- vörður í Kópavogsskóla út starfs- ævina. Hann glímdi við illvígan sjúk- dóm síðasta áratuginn og var í hörðum meðferðum, en átti góða tíma inn á milli. Hann naut þess að heimsækja Örvar og fjöl- skyldu í Bandaríkjunum. Annars var hann ekki mikið á faraldsfæti, en undi sér vel í sumarbústaðn- um þeirra í Grímsnesinu, þar sem alltaf var nóg af grasi til að slá og veggir til að mála. Í nóvember fyrir ári fórum við Hjálmar með þeim Nonna og Huldu til Tenerife og gekk sú ferð ótrúlega vel, en þá var nokk- uð af honum dregið. Hann var með göngugrind og hjólastól en- var bara brattur og ánægður og fór meira að segja með okkur hringferð um eyjuna. Hann naut þess að sitja úti í hlýjunni og svo voru flott dagskráratriði á hótel- inu okkar flest kvöld. Það var alltaf yndislegt að koma á heimili þeirra Nonna og Huldu, vel tekið á móti manni í mat og drykk og með miklum innileik. Það var notalegt að vera í návist Nonna, hann var rólegur og ljúfur og hafði einstaklega góða nærveru. Ég votta Huldu systur minni einlæga samúð svo og Boggu, Örvari og Særúnu og þeirra fjöl- skyldum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, elsku Nonni. Þín mágkona, Erla Salómonsdóttir. Í dag fylgi ég Ingvari vini mínum til hinstu hvílu. Öð- lingur og eitur- snjall drengur sem fékk kallið alltof snemma eftir erfið veikindi. Ég minnist hans með hlýju og gleði og mun sakna samtalanna okkar. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá Ingvari, hann vissi ótrúlega margt um ótrúlega mikið og það var alltaf stutt í glottið og skemmtilega svartan húmor. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Tölvuháskóla Verzlunarskóla Ís- Ingvar Kári Árnason ✝ Ingvar Kári Árnason fædd- ist 28. september 1968. Hann lést 3. nóvember 2022. Út- för hans fór fram 14. desember 2022. lands þar sem við stunduðum nám saman, hvor í sín- um árganginum. Við urðum síðar vinnufélagar og aft- ur samnemendur í Chico State í Kali- forníu, þar sem hann stundaði nám í eðlisfræði. Í átaksverkefnum í vinnunni, þegar þurfti að vinna lengi fram eftir, þá var það líklega okkur að þakka að Dominos gat haslað sér völl á Íslandi. Pepperoni, sveppir og svartur pipar, svo vikum skipti. Það eru ekki aðrir í vinahópnum sem ég veit af sem hafa fengið jólakort frá Dominos. Hvíl í friði vinur minn. Stefán Guðjohnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.