Morgunblaðið - 20.12.2022, Blaðsíða 28
MENNING28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022
er hægt. Þetta eru spurningar sem
við verðum mjög fljótlega að geta
átt vitrænar umræður um.“
Á sama tíma og tæknin er áberandi
þema í bókinni nýtir þú töfraraunsæ-
ið í frásögn þinni. Hvers vegna?
„Mér fannst mega leika sér með
veruleikann vegna þess að ættar-
sagan sjálf er skrifuð af Stefáni og
hann leyfir sér ýmis stílbrögð bók-
menntanna. Hann hefur kannski
verið undir jafnmiklum áhrifum
af Húsi andanna og ég var,“ segir
Pedro sposkur. „Ég vissi að eftir því
sem liði á bókina yrðu viðfangsefn-
in þung og dramatísk og því fannst
mér nauðsynlegt að hafa ákveðinn
léttleika í bókinni til að vega upp á
móti. Gamansemi og töfraraunsæi
fannst mér vera leið til að ná góðu
jafnvægi í skáldsögunni.“
Þakklátur fyrir tengslin
Þú hlaust nýverið tilnefningu til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
fyrir Lungu. Hvaða þýðingu hefur
það fyrir þig?
„Það kom mér skemmtilega
á óvart. En það sem er kannski
áhrifameira er þegar ég les um og
heyri af fólki sem klárar bókina
mína grátandi. Ég hafði ekki að
fullu gert mér grein fyrir því
hvaða áhrif skrif mín gætu haft á
lesendur og finnst það í raun mikill
ábyrgðarhluti. Hvaða leyfi hef ég til
að hræra í tilfinningalífi ókunn-
ugra? Það er ný spurning fyrir mér
og nokkuð sem ég þarf að melta
áður en ég held áfram að skrifa. Á
sama tíma er ég þakklátur fyrir að
ná þannig tengingu við lesendur.“
Möguleiki á systurverki um
týndan fjölskyldumeðlim
Ertu búinn að kveðja ættina í
Lungu alveg eða sérð þú fyrir þér að
skrifa meira innan þessa heims?
„Það mætti halda að þú værir
skyggn. Á lokametrunum þurfti ég
að klippa út persónu sem ég var
búin að skrifa, en hafði ekki pláss
fyrir þar sem bókin rúmaði ekki
fleiri söguþræði. Mér þykir vænt
um kaflann sem ég fórnaði, þannig
að ég hef verið að velta fyrir mér
að vinna þann bút meira, jafnvel
sem nóvellu eða systurverk um
týndan fjölskyldumeðlim úr þessari
ættarsögu,“ segir Pedro og tekur
fram að hann verði hins vegar fyrst
að taka sér smá hvíld.
„Mér finnst ég vera svolítið tóm-
ur eftir að hafa skrifað þessa bók.
En í millitíðinni nýt ég þess að þýða
krimma úr ensku og skáldsögu úr
portúgölsku,“ segir Pedro og bætir
við: „Þýðingavinnan er fyrir mér
eins og að spila Tetris. Mér finnst
mjög ánægjulegt að þýða og hlusta
á góða tónlist á meðan,“ segir
Pedro og tekur fram að á meðan
fái hans eigin hugmyndir að næstu
bókum að gerjast.
„Litrík ættarsaga með mörgum
kynslóðum er klassískt skáld-
sagnaform sem mig dauðlangaði að
reyna mig við,“ segir Pedro Gunn-
laugur Garcia um skáldsögu sína
Lungu þar sögð er saga tíu kyn-
slóða sömu fjölskyldu. „Ég var til
að byrja með ekki viss um hversu
langt aftur ég ætti að rekja mig og
hversu margar kynslóðir ég ætti að
fanga,“ segir Pedro og rifjar upp að
hann hafi á tímabili langað að rekja
sig alla leið aftur á landnámsöld.
„Fljótlega varð mér ljóst að það
væri of mikið efni fyrir eina bók,“
segir Pedro kíminn og bendir á að
Hús andanna eftir Isabel Allende
hafi verið sér ákveðinn innblástur
þegar kom að ættarsögunni.
Ákveðnar persónur holdgerv-
ing minna eigin geðflækja
„Ég fann loks hvaða persónur
voru kjarninn í bókinni og rakti
mig fram og aftur í tíma frá þeim.
Þessar persónur urðu þrívíðari fyr-
ir mér en hinar og virtust nánast
vera af holdi og blóði,“ segir Pedro
og vísar þar til stráksins Alex
og foreldra hans, þeirra Söru og
Páls, og stjúpmömmunnar Önnu.
„Helstu viðfangsefni bókarinnar
eru fjölskyldur, ástarsambönd,
ósætti og langrækni.
Þegar ég skrifaði fyrsta upp-
kastið að bókinni var ég tiltölulega
nýgenginn í gegnum sambandsslit
sjálfur. Ákveðnar persónur bókar-
innar urðu holdgerving minna
eigin geðflækja þó þær væru ekkert
sérstaklega líkar mér og sagan
byggist ekki nema að hluta á minni
eigin reynslu,“ segir Pedro og
bætir við að fyrst hafi tilfinningin
fyrir persónunum kviknað, síðan
hafi þær tekið á sig mennskt form
og loks hafi veröldin í kringum þær
skapast.
„Mesta sálræna köfunin er í
þessum fjórum persónum þó bókin
sé margra kynslóða ættarsaga,“
segir Pedro og tekur fram að
sögur eldri kynslóðanna noti hann
að sumu leyti sem skemmtilegt
léttmeti áður en að dramatíkinni
komi. „Eftir því sem líður á söguna
fer sálræna víddin að skipta meira
máli en frásagnargleðin ein,“ segir
Pedro og bendir á að hann nýti sér
það að vera með sögu inni í sögu
til að auðvelda sér að rekja margar
sögur í einu. Þar vísar Pedro til
þess að ytri rammi sögunnar er
lestur Jóhönnu á ættarsögu sem
rithöfundurinn Stefán, faðir henn-
ar, hefur skrifað.
Tækni sem vekur upp
siðferðislegar spurningar
En þú rekur þig ekki aðeins aftur
heldur skrifar þú líka inn í framtíð-
ina, því sagan hefst haustið 2089.
Hvers vegna?
„Við erum nú þegar í framtíðinni.
Öll sú tækni sem fjallað er um er
þegar komin til sögunnar,“ segir
Pedro og vísar þar til m.a. sýndar-
veruleika og CRISPR-tækninnar
sem gerir vísindafólki kleift að lag-
færa genagalla og að afvirkja gen.
„Hlutirnir eru að gerast svo hratt
núna að við áttum okkur ekki á því
hvert það stefnir. CRISPR-tæknin
vekur siðferðislegar spurningar
um það hvort það sé réttlætanlegt
að breyta erfðaefni að vild. Að
sama skapi má spyrja sig hvort það
sé ekki óverjandi að hjálpa ekki
mannkyninu með tækninni ef það
l Lungunefnist skáldsaga semPedroGunnlaugurGarcia hefur sent frá sérl Langaði að reyna
sig við klassískt skáldsagnaforml „Hvaða leyfi hef ég til að hræra í tilfinningalífi ókunnugra?“
Litrík ættarsagamargra kynslóða
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þakklátur „Ég [er] þakklátur fyrir að ná þannig tengingu við lesendur,“ segir Pedro Gunnlaugur Garcia.
Um 220 verk eftir Guston gefin The Met
Dóttir bandaríska myndlistarmannsins Philips Gustons
(1913-1980) hefur gefið Metropolitan-safninu í New
York um 220 verk eftir föður sinn, 96 málverk og 124
teikningar, þar á meðal myndverk sem talin eru meðal
lykilverka frá löngum og fjölbreytilegum ferli Gustons.
Guston var lengi vel í framvarðarsveit abstraktmálara í
New York en seint á ferlinum söðlaði hann um og fór að
mála fígúratíft, á gróteskan og oft rammpólitískan hátt.
Gagnrýnendur réðust á þau verk hans þegar þau voru
fyrst sýnd en í dag eru þau meðal allra vinsælustu og
verðmætustu verka Gustons, þó enn afar umdeild, ekki
síst þau sem sýna félaga í Ku Klux Klan-hreyfingunni,
sem hann málaði þó til að gagnrýna öfgahópinn og hæðast að honum. Fyrir
tilstilli gjafarinnar verður í Metropolitan-safninu nú langbesta og verð-
mætasta úrval verka Gustons á einum stað.
Hluti málverks eftir
Philip Guston.
Draugar og annað eftir Höllu í Úthverfu
Listakonan Halla Birgisdóttir
hefur opnað sýningu í Úthverfu
á Ísafirði og kallar hanaDraugar
og annað sem er liðið. Sýningin
verður opin fram yfir þrettánd-
ann, til 8. janúar. Halla (f. 1988)
býr og starfar í Reykjavík. Hún
notar teikningar og texta til þess
að skapa brotakennd frásagnar-
rými sem birtast áhorfendum
meðal annars sem innsetningar,
bókverk og veggteikningar. Hún
kallar sig myndskáld.
Á þessari sýningu,Draugar
og annað sem er liðið,má sjá 44
myndljóð sem fjalla umminn-
ingar, tilfinningar og annað
sem ásækir okkur. Í tilkynningu
segir að í gamla daga hafi verið
algengt að fólk „sæi drauga í
því kolniðamyrkri sem það bjó
við. Hvernig sjáum við drauga í
okkar upplýsta samfélagi? Eru til
hversdagslegir draugar? Skil-
ur allt sem við gerum eftir sig
ummerki?“ Myndljóðin eru sýnd
í samspili við veggteikningu sem
kallast „Við skiljum eftir okkur
ummerki“. Samhliða sýningunni
kemur út bókverk með teikning-
um eftir Höllu.
Myndskáldið Halla Birgisdóttir hefur
opnað sýningu í Úthverfu á Ísafirði.