Morgunblaðið - 20.12.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.12.2022, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022 Söfnum as nn s y u p s ands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareiknin 4 -2 - k . 60903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, rsgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin JÓLASÖFNUN Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma S. 551 4349, netfang:maedur@maedur.is Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir Vill laun fyrir sölu sem gekk til baka lMál gegnDalabyggð fyrir dómstóla Fasteignasalan Frón krefst 10,6 milljóna króna frá Dalabyggð vegna útlagðrar vinnu við sölu á eignum í Laugum í Sælingsdal. Málavextir eru þeir að lengi stóð til að selja mannvirki og lóðir að Laugum, það er skólabyggingu, íþróttahús, hótel, íbúðir, lóðir og fleira. Málið komst á nokkurn rekspöl árið 2017 þegar fyrir lá kauptilboð frá Arnarlóni ehf. Gengið var að því tilboði, en í eftirleiknum kom til ágreinings milli sveitarfélagsins og Arnarlóns svo kaupin gengu aldrei í gegn. Eftir stóð þá að hjá Fróni hafði verið lögð talsverð vinna í málið sem forsvars- menn fyrirtækisins vilja fá greitt fyrir. Því neitar Dalabyggð. Í bréfi lögmannsstofu Dalabyggð- ar er reifað að sveitarfélagið hafni kröfum því aldrei hafi verið samið um þóknun ef eignirnar seldust ekki. Jafnframt standi enginn reikn- ingur að baki kröfum sem settar hafi verið fram. Þeim rökum hafnar lögmannsstofan Legal fyrir hönd Fróns og er bent á að fasteigna- sali hafi lagt mikla vinnu í málið, setið fundi og fleira slíkt, „allt þar til störfum hans lauk við einhliða ákvörðun sveitarfélagsins að hætta við sölu eignanna,“ eins og segir í bréfi lögmanns sem birt er á vef Dalabyggðar. Þar segir að útgefnir reikningar sæki stoð í gerða samn- inga og „ógrynni skjala og gagna“ eins og orðrétt segir. Kröfur eru því réttmætar, segir lögmaður, sem vill að sveitarfélagið greiði fyrrgreinda upphæð, ellegar verði farið með málið lengra. „Málið er farið til dómstóla og á meðan er best að ég tjái mig ekki neitt,“ sagði Eyjólfur Ingvi Bjarna- son oddviti Dalabyggðar í samtali við Morgunblaðið. Hann bendir á að sveitarstjórn hafi þegar samþykkt að hafna kröfunum og fengið lög- fræðinga til að leysa úr málinu. Þess má geta að sala Dalabyggðar á eignum að Laugum í Sælingsdal gekk eftir í sumar. Nýir eigendur eru teknir við í krafti kaupleigu sem verður að endanlegri sölu í fyllingu tímans. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laugar Skóli, hótel og íþróttamannvirki. Miklar eignir sem sveitarfélagið hefur nú selt, eftir ferli sem tók langan tíma og um er deilt nú. FRÉTTIR Innlent 11 Áætlað er að afgangur af rekstri Vest- mannaeyjabæjar á næsta ári verði um 228 milljónir króna, tekjur 7,8 millj- arðar og útgjöld 7,6 milljarðar króna. Þetta er megininntak fjár- hagsáætlunar sem samþykkt var í bæjarstjórn nýlega. Áætlað- ar tekjur aukast um 726 milljónir króna milli ára og eru varlega áætlaðar, verði verðbólga ekki hærri en gerist í raun á þessu ári. Í rekstri bæjarins fara mestir fjármunir til fræðslumála, en efling skólastarfs hefur verið áherslumál bæjaryfirvalda í Eyjum á síðasta ári. Meðal áhersluverkefna næsta árs er að stytta Hörgeyrargarð, rannsóknar- og þróunarverkefni í skólastarfi sem ber yfirskriftina Kveikjum neistann, sam- starf í ferðamálum, áframhaldandi heilsuefling eldri borgara, skipulagning nýrrar íbúðabyggðar og þá á að efla upplýsingatækni í Grunnnskóla Vest- mannaeyja. Til framkvæmda á næsta ári ver Vestmannaeyjabær tæpum 900 milljónum króna. Stærsta verkefnið þar er nýbygging við Hamarsskóla. Álagningarprósenta útsvars í Vest- mannaeyjum verður óbreytt á næsta ári eða 14,46%. Álagningarprósenta fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði lækk- ar í 0,268% og slík gjöld á fyrirtæki fara 1,4%. Með lækkun er mætt hækkun á fasteignamati í Vestmannaeyjum. Er þetta í fjórða sinn á fimm árum sem álagningarprósenta þessi í Eyjum er lækkuð. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri sagði í framsögu sinni á bæjarstjórnarfundi, þegar áætlunin var samþykkt, að bjart væri fram undan í rekstri Vestmanna- eyjabæjar. Mörg spennandi verkefni væru í undirbúningi eða komin af stað. Þá væri í gangi margvísleg uppbygging á vegum fólks og fyrirtækja. „Og okkur heldur áfram að fjölga; í dag erum við Vestmannaeyingar 4.525 og hafa ekki verið fleiri íbúar frá því á síðustu öld,“ segir bæjarstjórinn. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins í bæj- arstjórn í Eyjum lét bóka við afgreiðslu fjárhagsáætlunar að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar í útgjaldaaukn- ingu og þenslu í rekstri sveitarfélags- ins. Síðustu ár hefði verið gengið á sjóði þess svo um munar. „Þrátt fyrir vilja til að veita öfluga þjónustu er mikilvægt að tryggja sjálfbærni sveitarfélags- ins til að koma í veg fyrir lántöku til framtíðar, sem gerir ekkert annað en íþyngja rekstrinum,“ segir í bókuninni. lTekjur Vestmannaeyjabæjar á næsta ári 7,8 milljarðar króna Áætla afgangaf rekstri bæjarsjóðs Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Snjór er yfir öllu í Heimaey þessa dagana og vetrarríkið ráðandi. Íris Róbertsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.