Morgunblaðið - 20.12.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2022
✝
Björg Einars-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 25.
ágúst 1925. Hún
lést 28. nóvember
2022.
Foreldrar
Bjargar voru hjón-
in Ólafía Guð-
mundsdóttir, f.
18.5. 1889, d. 9.10.
1929, og Einar
Þorkelsson, skrif-
stofustjóri Alþingis og rithöf-
undur, f. 11.6. 1867, d. 27.6.
1945.
Alsystkini Bjargar voru Arn-
kell Jónas, f. 1920, d. 1985; Ás-
kell, f. 1923, d. 2005; Ólafía, f.
1924, d. 2017; Hrafnkatla, f.
1927, d. 1982; Þorkell, f. 1929,
d. 2013.
Eftir lát móður sinnar fór
Björg í fóstur til hjónanna Sig-
urjóns Oddssonar, f. 1888, d.
1937, framkvæmdastjóra, og
Maríu Elísabetar Coghill Jóns-
dóttur, f. 1887, d. 1971. Uppeld-
isbróðir Bjargar var Guðjón
Þórir Tómasson, f. 1923, d.
2001.
Björg giftist 18. ágúst 1950
Harald Guðmundssyni, f. 11.12.
1921, d. 27.8. 2002, rafverk-
taka. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Sveinsson, f. 1886, d.
1952, skipstjóri og skipaskoð-
unarmaður, og kona hans Ingi-
björg Björnsdóttir, f. 1886, d.
1973, verslunarmaður.
Börn Bjargar og Haralds
eru:
1) Guðmundur Ingi, f. 8.8.
1951, jarðfræðingur, kvæntur
Bjarnfríði Guðmundsdóttur
hjúkrunarfræðingi. Þeirra börn
eru: a) Haraldur, f. 1978, kona
hans er Cecilia Rose Collins.
stofustörf til 1978. Eftir það
starfaði hún sjálfstætt að
ritstörfum og útgáfumálum.
Björg tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum og gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum. Hún starfaði
meðal annars í Rauðsokka-
hreyfingunni árin 1971-1975.
Björg hefur verið í Kvenrétt-
indafélagi Íslands frá 1975,
varaformaður þess 1976-1980
og í ritnefnd ársritsins 19. júní.
Hún sat í stjórn Alþjóðasam-
taka kvenréttindafélaga (IAW)
1976-1979 og stýrði einni af
fastanefndum þess 1979-1981.
Björg var einn átta flutnings-
manna tillögu á Kvennaársráð-
stefnu á Loftleiðum í Reykjavík
1975 um kvennafrí á degi Sam-
einuðu þjóðanna 24. október
það ár. Hún var einn ræðu-
manna á Lækjartorgi á
Kvennafrídeginum 1975. Björg
var heiðursfélagi Kvenréttinda-
félags Íslands.
Björg hóf að starfa í Sjálf-
stæðisflokknum 1946, fyrst í
Heimdalli, en síðar í stjórn
Hvatar, kvenfélags Sjálfstæð-
isflokksins, og var formaður fé-
lagsins 1978-1981. Hún sat í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
1981-1987. Hún var í stjórn
Menningarsjóðs útvarpsstöðva
og í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs um
skeið. Hún sat einnig um árabil
í stjórn Blindrafélags Íslands.
Björg var sæmd hinni ís-
lensku fálkaorðu 1988 fyrir
störf að jafnréttismálum og rit-
störf um málefni kvenna. Björg
flutti fjölmarga útvarpsþætti
árin 1983-1985 um ævi og störf
íslenskra kvenna og gaf síðar
meðal annars út rit í þremur
bindum sem byggðust á efni
þáttanna.
Björg verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 20. desember 2022, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Synir þeirra eru
Guðmundur Philip
og Magnús Ben-
jamin. b) Kristín, f.
1983. c) Björg, f.
1987. Maður henn-
ar er Ármann Guð-
jónsson. Synir
þeirra eru Rúnar
Ingi og Björn Ein-
ar.
2) Einar Hrafn-
kell, f. 26.7. 1953,
verkfræðingur, kvæntur Guð-
rúnu Sigurjónsdóttur sjúkra-
þjálfara. Sonur Einars og fyrri
eiginkonu hans, Arnfríðar Jón-
asdóttur, er: a) Arngrímur, f.
1981. Kona hans er Berglind
Sigmundsdóttir. Dætur Guð-
rúnar frá fyrra hjónabandi eru:
b) Rún Knútsdóttir, f. 1982.
Maður hennar er Árni Þór Lár-
usson, og er Þórhildur dóttir
þeirra. c) Hildur Knútsdóttir, f.
1984. Maður hennar er Egill
Þórarinsson. Dætur þeirra eru
Rán og Örk.
3) María, f. 8.4. 1957. Eig-
inmaður hennar var Ágúst Jó-
hannsson húsgagnasmiður, d.
2017. Dætur þeirra eru: a)
Ólafía, f. 1982. b) María, f. 1982.
Maður hennar er Guðjón
Hauksson. Börn þeirra eru
Guðríður María og Ágúst Þór.
c) Anna, f. 1987. Maður hennar
er Andrés Magnússon. Þeirra
börn eru Hrafnkatla og Birkir
Ágúst.
Björg ólst upp í Hafnarfirði
til 1929 en flutti þá ásamt fóst-
urforeldrum sínum til Akureyr-
ar og bjó þar til 1937. Síðan þá
búsett í Reykjavík, og einnig í
Hveragerði um skeið. Björg
nam við Kvennaskólann í
Reykjavík og stundaði skrif-
Hún amma mín, Björg Einars-
dóttir, er látin. Það rann upp fyr-
ir mér sem ungum dreng við lest-
ur bókanna um þá bræður Jón
Odd og Jón Bjarna, eftir Guð-
rúnu Helgadóttur, að það voru
ekki bara þeir einir sem áttu
„Ömmu Dreka“ heldur var ég
einnig svo lánsamur að eiga
ömmu sem var „Amma Dreki“.
Þeirra var erindreki en amma
mín rak sín erindi með sömu elju
og hugsjón og þeirra bræðra.
Ég var svo ljónheppinn að
eyða miklum tíma í æsku minni
með ömmu og afa. Oft á tíðum
var ég meðfylgjandi í þessum er-
indum sem amma var alltaf að
sýsla í og laukst upp fyrir mér
sýn hennar á lífið og það sem hún
brann fyrir. Hún trúði statt og
stöðugt á frelsið; frelsi einstak-
lingsins til orða og athafna – rétt-
lætis! Hennar frelsisbarátta
snérist um að mölva múra sem
stóðu konum í vegi til þess að
geta notið til fulls síns einstak-
lingsfrelsis. Hún afvopnaði úr-
tölumenn með þessum einföldu
rökum: „Hvernig tímir Ísland að
láta helming þjóðarinnar ekki
koma að verðmætasköpun?“ Erf-
itt er að mæla gegn þessu og í
eyrum mínum ungum að árum
var þetta augljóst, svo ljóst að
þessi sýn hennar á einstaklings-
frelsið hefur mótað mína lífssýn
allar götur síðan.
Eitt er að sjá órétt og annað er
að gera eitthvað í því. Amma hélt
ekki þar aftur af sér, hún barðist
fyrir þessu á vettvangi Sjálfstæð-
isflokksins, meðal annars tók
hún þátt í prófkjöri fyrir alþing-
skosningar – minnisstætt því ég
var fenginn í að stimpla póst-
burðargjald á ýmislegt sem var
sent út. Jafnframt að skipuleggja
kvennafrídaginn árið 1975 til
þess að sýna í hagtölum verð-
mætasköpun kvenna.
Hennar „manifestó“, um her-
ferð þessa, var þriggja binda rit-
verkið „Úr ævi og starfi ís-
lenskra kvenna“, byggt á
útvarpserindum sem hún flutti á
Rás 1 og ég hlustaði á spenntur
áður en ég dreif mig í Ísaksskóla,
því ég var eftir hádegi. Hún sagði
oft að ef hlutirnir væru ekki
skrifaðir þá hefðu þeir ekki
gerst. Með þessu vildi hún draga
fram framlag íslenskra kvenna
til verðmætasköpunar í sinni víð-
ustu merkingu og gera henni
hátt undir höfði. Enn á ný var
stólað á ungan dreng. Eftir leikni
mína við að stimpla póstburðar-
gjöld í prófkjörsbaráttu varð ég
burðarás í að stimpla hið sama á
innpakkaðar forpantanir – sem
fóru fram úr björtustu vonum.
Þetta var tímamótaverk og hlaut
hún fálkaorðuna fyrir vikið.
Kynslóð ömmu er sú sem kom
Íslandi úr því að vera eitt fátæk-
asta landið í Evrópu í það að vera
eitt það auðugasta, í mínum huga
er það ekki síst fyrir þær sakir að
konur eins og amma mín unnu
rökræðurnar. Þegar ég fór með
ömmu þar sem hún kaus í hinsta
sinn til Alþingis, eftir að hafa að
hennar sið lýst því hátt og snjallt
yfir við inngöngu í kjördeildina
„að nú riði á að kjósa rétt“, þá
ræddi hún um hversu mikið hefði
áunnist síðan hún lagði upp í sína
baráttu. Hún kvaddi jarðvistina,
97 ára gömul, sæl og sátt vitandi
það að í ríkisstjórn lýðveldisins
Íslands skipa konur eftirfarandi
ráðuneyti: forsætis-, utanríkis-,
háskóla-/iðnaðar-/nýsköpunar-,
matvæla- og menningar-/við-
skiptaráðuneytið.
Ef þetta er ekki sigur, hvað er
það þá?
Haraldur Guðmundsson.
Rauðsokkan í Sjálfstæðis-
flokknum og konan sem varð-
veitti sögu hundraða afburða-
kvenna með bókunum Ævi og
störf íslenskra kvenna. Þetta var
það fyrsta sem kom upp í hugann
við fráfall Bjargar ömmusystur
minnar.
Ég kynntist henni fyrst er ég
var í stjórn Kvenréttindafélags-
ins.
Samband okkar jókst til muna
er frænka mín (í föðurætt), Guð-
rún, giftist Einari Hrafnkeli syni
Bjargar. Við áttum í framhaldinu
ófáar samverustundir þar sem
við ræddum sameiginleg hugðar-
efni og ekki síst ættfræði og
sögu. Björg skrifaði mikið um
forfeður sína, en ekki síður um
formæðurnar, en um konur frá
átjándu og nítjándu öld hefur af-
ar lítið verið skrifað.
Hún fór í fóstur, eins og svo
mörg systkinanna, er móðir
hennar lést af barnsförum. Björg
lauk námi frá Kvennaskólanum,
sem þótt prýðis veganesti á
fimmta áratugnum. Tvö af systk-
inum hennar urðu doktorar og sá
þriðji, Hrafnkell, féll frá er hann
var byrjaður í doktorsnámi í
fiskihagfræði. Það er ekki nokk-
ur vafi í mínum huga að Björg
var enginn eftirbátur þeirra með
sínu mikla framlagi til kvenna-
sögu.
Björg var mikill femínisti og
langt á undan sinni samtíð. Ég
tel að hinn brennandi áhugi
Bjargar á jafnréttismálum hafi
vaknað er hún hóf fulla þátttöku
á vinnumarkaði, eftir að maður
hennar veiktist. Hún áttaði sig
fljótt á því gríðarlega misrétti
sem konur sættu. Björg gekk til
liðs við Rauðsokkurnar og var
ein af þeim átta sem báru upp til-
löguna um Kvennafrídaginn.
Hún vann ötullega að því að
vekja athygli á framlagi kvenna
til þróunar íslensks samfélags og
skrifaði til dæmis bæði Ljós-
mæðratalið og Sögu Hringsins.
Auk fjölmargra greina.
Ég hélt nýlega ræðu í tilefni af
150 ára afmæli Þjóðvinafélags-
ins. Þar notaði ég Björgu, 97 ára
gamla, sem mælikvarða á það
hvað tíminn væri afstæður. Ég
benti á að faðir hennar hefði ver-
ið fjögurra ára er félagið var
stofnað og að afi hennar hefði
fæðst 1815, árið sem Napóleon
tapaði orrustunni við Waterloo.
Lagði síðan út frá þeirri byltingu
sem hefði orðið í jafnréttismálum
á æviskeiði Bjargar. Hún lagði
svo sannarlega sitt af mörkum á
þeirri vegferð.
Það var mér sérstök ánægja
að Björg skyldi vilja vera hjá
mér í París á níutíu ára afmæl-
inu. Sá dagur er mér ógleyman-
legur. Björg var í essinu sínu, al-
veg tímalaus með passíuhárið
sitt, í litríkum fötum og á pinna-
hælum. Hún skemmti okkur Ein-
ari og Guðrúnu allan daginn með
óborganlegum sögum. Sigling
okkar á Signu, dýrindis máls-
verður og nokkur dansspor
þeirra mæðgina vörðuðu henni
veginn inn á tíunda áratuginn.
Blessuð sé minning þessarar
merku konu.
Berglind Ásgeirsdóttir.
Kveðja frá
gömlum rauðsokkum
Björg Einarsdóttir er látin
eftir tæprar aldar lífsgöngu.
Björg gekk til liðs við Rauð-
sokkahreyfinguna í ársbyrjun
1971 og var þar starfandi í fjögur
ár, en hreyfingin hætti störfum
1982.
Björg beitti sér fyrir ýmsum
málum í ræðum og riti. Hún rit-
aði grein í fyrsta tölublað mál-
gagns Rauðsokkahreyfingarinn-
ar, Forvitin rauð, 1972. Þar
dregur hún fram mikilvægi þess
að viðhalda íslenskum nafnavenj-
um í stað útlendra þar sem konur
misstu nafn sitt við hjúskap. Eins
lagði hún áherslu á að konur
skráðu sig í símaskrána og bættu
sínu nafni við nafn makans á
dyraskiltum, en þetta tvennt var
ekki til siðs á þeim tíma. Ein-
hverjum kann að finnast þessi
umræða ótrúleg í dag.
Áður en Björg hóf sinn sjálf-
stæða starfsferil starfaði hún við
bókhald. Í launaútreikningum
sem á borð hennar komu grunaði
hana að hagsmuna lægst launuðu
kvennanna væri ekki nægilega
vel gætt. Hún tók því að sér að
ganga úr skugga um að þær
fengju allt sitt samkvæmt kjara-
samningum. Þessi reynsla má
teljast að hafi markað spor henn-
ar hjá Rauðsokkahreyfingunni.
Stærsta viðfangsefni Bjargar þar
var barátta fyrir vinnuréttindum
kvenna og efnahagslegu sjálf-
stæði þeirra. Aðgreining í karla-
og kvennastörf sem stýrði launa-
mun, skattamál þar sem konur
duttu út af skattskrá við hjóna-
band, en tekjur þeirra bættust
ofan á tekjur karlanna fyrir
skattlagningu, réttur kvenna til
að velja sér hlutverkið heima-
eða útivinnandi eru dæmi um þau
baráttumál sem Björg lét til sín
taka og þau eru mörg fleiri.
Söguleysi íslenskra kvenna
„sótti á“ Björgu eins og hún orð-
aði það sjálf í ritinu Á rauðum
sokkum, 2011, frásögnum 14
rauðsokka um störf sín með
hreyfingunni. Árið 1984 hóf
Björg að flytja vikuleg erindi í
útvarpið um eina konu í senn og
hélt þeim þáttum úti tvo vetur.
Upp úr útvarpserindunum vann
hún þriggja binda ritverk, Úr
ævi og starfi íslenskra kvenna,
1984-1985. Með útgáfunni vildi
Björg „leiða í ljós að hver og ein
kona ætti sér sína eigin sögu sem
þyrfti að gera skil“.
Björg og undirritaðar rauð-
sokkur voru frænkur, afkomend-
ur séra Páls Pálssonar, prófasts í
Hörgsdal á Síðu. Björg var ætt-
fróð og hafði staðgóða þekkingu
á sinni áhugaverðu ættarsögu.
Hún rakti með okkur örlagasög-
ur forfeðra og –mæðra okkar og
aldagamlan hugsunarhátt sem
þeim stjórnaði.
Við sem skipuðum Rauðsokka-
hreyfinguna á upphafsárunum
störfuðum þar mislengi og sumar
allt þangað til hreyfingin hætti
störfum. Leiðir Bjargar og
hreyfingarinnar skildi sumarið
1974 í framhaldi af pólitískri
stefnu sem varð ofan á í hreyf-
ingunni en Björgu féll ekki.
Björg sneri sér í nýjar áttir og
hélt áfram að láta til sín taka í
þjóðfélaginu.
Síðustu áratugi hafa rauð-
sokkar komið saman aftur og átt
margar góðar og glaðar stundir.
Í þeim hópi höfum við meðal ann-
ars haft tækifæri til að halda
áfram að njóta söguþekkingar
Bjargar og þá ekki síst kvenna-
söguþekkingar. Við erum þakk-
látar fyrir þessar stundir sem og
öll störf Bjargar Einarsdóttur í
Rauðsokkahreyfingunni.
Helga Ólafsdóttir,
Rannveig Jónsdóttir.
Mikill skörungur er fallinn frá
þegar Björg Einarsdóttir er
horfin af sviði jarðlífsins. Hvar
sem hún lagði hönd á plóg lét hún
að sér kveða á sinn hófstillta en
ákveðna hátt. Ég átti því láni að
fagna að kynnast henni á vett-
vangi Kvenréttindafélags Ís-
lands á miklum mótunarárum
jafnréttisbaráttunnar í kjölfar
stóra kvennafrídagsins árið 1975.
Hún hafði mikil áhrif á mig með
eldmóði sínum, sannfæringar-
krafti og rökfestu í málflutningi.
Þegar Björg tók til máls var á
hana hlustað.
Við Björg áttum gott samstarf
um langt árabil í KRFÍ og rit-
stjórn 19. júní en líka utan fé-
lagsins þegar hún fékk mig um
tíma til starfa við smíði ritsins
Ljósmæður á Íslandi, sem kom
út 1993 og var eitt af stórvirkjum
Bjargar á sviði ritstjórnar. Það
var lærdómsríkt fyrir mig sem
unga konu að kynnast vinnu-
brögðum hennar, metnaði og
vandvirkni.
Stjórn KRFÍ ákvað í upphafi
árs 1993 að stofna til leshrings
meðal félagskvenna, með áherslu
á lestur kvennabókmennta.
Ragnhildur Vigfúsdóttir, sem þá
sat í stjórn félagsins, var valin til
að veita hópnum forystu. Hún
boðaði til fyrsta fundar 29. jan-
úar 1993, en á hann mætti aðeins
ein önnur félagskona. Sú var
Björg Einarsdóttir. Fljótt bætt-
ist þó í hópinn og hefur hann
starfað allar götur síðan, að und-
anskildum covid-árunum. Þarna
lágu vegir okkar Bjargar saman
á ný. Björg var alla tíð meðal
virkustu þátttakenda í leshringn-
um þar til allra síðustu mánuði
ævinnar að heilsa hennar kom í
veg fyrir að hún gæti sótt fundi.
Þau tæp 30 ár sem leshringur
KRFÍ hefur starfað mætti Björg
á nær alla fundi, kom ævinlega
vel undirbúin og lagði sitt af
mörkum til umræðunnar á sinn
virðulega hátt. Minni hennar var
við brugðið og hægt að fletta upp
í henni þegar minni okkar hinna
brást. Við yngri konurnar litum
upp til hennar og hlustuðum
grannt á það sem hún hafði til
mála að leggja.
Þessi lífseigi félagsskapur hef-
ur haldið sig við upphaflegt
markmið að mestu, að lesa bæk-
ur eftir konur og um konur. Les-
hringurinn hittist mánaðarlega
yfir veturinn og oftast lýkur
starfsárinu með skemmtiferð út
fyrir borgina. Að auki hefur sú
venja skapast að fara saman í
leikhús eða kvikmyndahús.
Björg lét sig ekki vanta þar
fremur en á fundina. Hápunktur
menningarviðburða leshringsins
var þegar drjúgur hluti hópsins
fór í fimm daga ferð til Englands
í júní 1999 á slóðir skáldkonunn-
ar Jane Austen, eftir að hafa les-
ið nokkrar af skáldsögum hennar
veturinn á undan. Björg kom
með í þessa ógleymanlegu ferð
ásamt Maríu dóttur sinni.
Af framansögðu má ljóst vera
að Björg hefur verið órjúfanleg-
ur hlekkur í starfi leshringsins
allt frá byrjun. Fram yfir alda-
mót var algengt að halda fundi
okkar í heimahúsum fé-
lagskvenna og þá lá Björg heldur
ekki á liði sínu. Ótal fundir fóru
fram á heimili hennar og þar
reiddi hún fram veitingar af mik-
illi rausn og gestrisni.
Þannig er ótal margs að minn-
ast frá kynnum okkar af Björgu.
Fyrir það allt þökkum við af al-
hug nú þegar leiðir skilur. Henn-
ar verður sárt saknað. Fjöl-
skyldu Bjargar sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. leshrings KRFÍ,
Jónína Margrét Guðnadóttir.
„Einstaklingsfrelsi er jafnrétti
í reynd“. Þetta voru einkunnar-
orð Bjargar Einarsdóttur vin-
konu okkar og flokkssystur. Við
kynntumst í flokksstarfi Sjálf-
stæðisflokksins á 8. áratug síð-
ustu aldar. Mikil gerjun átti sér
þá stað í kvenfrelsisbaráttunni. Í
flokksstarfinu var Björg mjög
öflug í þeim málaflokki, skelegg,
réttsýn, hvetjandi og hafði yfir-
burða þekkingu og yfirsýn á
málaflokknum. Það var við þess-
ar aðstæður að við tókum okkur
saman nokkrar Sjálfstæðiskonur
og hittumst reglulega til skrafs
og ráðagerða og einkunnarorð
Bjargar urðu nokkurs konar ein-
kunnarorð þessa hóps.
Það var gefandi og lærdóms-
ríkt að vinna með Björgu. Hún
var róleg og yfirveguð í fasi,
sýndi ávallt mikla stillingu og
hækkaði aldrei róminn þótt hiti
færðist í umræðuna. Hún hlust-
aði gaumgæfilega á alla umræðu,
hugsaði um stund og dró síðan
fram aðalatriðin. Hún var sér-
deilis glögg á aðalatriði og, í
raun, allt það sem skipti máli.
Það var einstaklega gott að vinna
með henni og njóta leiðsagnar
hennar og hún var viljug að miðla
þekkingu og vinna saman að
lausnum.
Okkur fannst ávallt mikil reisn
yfir Björgu. Þar sameinaðist
lundarfar, sterkur vilji, mikil
þekking, skilningur á málefnum,
sterk réttlætiskennd, trú á mál-
staðinn og um fram allt virðing
jafnt fyrir samherjum sem and-
stæðingum.
Björg lét jafnréttismál mjög
til sín taka og var virk í hreyf-
ingum sem unnu að kvenfrelsi
bæði innan lands og utan.
Hún gegndi mörgum trúnað-
arstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn, var meðal annars formaður
Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna
í Reykjavík, 1978-80.
Hún var varaformaður Kven-
réttindafélags Íslands 1976-1980
og átti síðan sæti í varastjórn fé-
lagsins allt til ársins 1985.
Hún átti sæti í stjórn Alþjóð-
legu kvenréttindasamtakanna,
IAW, 1976-1982 og sat m.a. fund
IAW í Teheran í september 1978
skömmu áður en klerkastjórnin
náði völdum í Íran og gjörbreytti
mannréttindum kvenna þar.
Uppreisnarraddir gegn þeirri
kúgun enduróma um heims-
byggðina enn þann dag í dag.
Björg var í hópi þeirra sem
undirbjuggu kvennafrí á kvenna-
árinu 1975 og vann ötullega að
því að sá viðburður yrði sameig-
inlegt verkefni allra kvenna á Ís-
landi og það tókst að tryggja
þverpólitíska samstöðu. Björg
var einn ræðumanna á fundinum.
Björg var alla tíð einlægur
baráttumaður fyrir réttlæti og
frelsi og lagði sig fram um að
kynna líf kvenna á Íslandi á ólík-
um tímum. Í tilefni kvennaára-
tugar Sameinuðu þjóðanna flutti
hún fjölmörg útvarpserindi undir
heitinu Úr ævi og starfi íslenskra
kvenna. Erindin voru gefin út í
þremur ritum undir sama heiti.
Einstakt verk og mikilsvert
framlag til kvennasögu.
Konur á Íslandi eiga Björgu
mikið að þakka fyrir eljuna að
afla gagna og rita sögu kvenna
fyrir okkur og komandi kynslóð-
ir.
Við undirritaðar þökkum
Björgu Einarsdóttur einstakt
samstarf og sanna vináttu. Fjöl-
skyldu hennar vottum við ein-
læga samúð.
Bessí Jóhannsdóttir,
Halldóra Rafnar,
Inga Jóna Þórðardóttir,
Linda Rós Michaelsdóttir.
Af öllum þeim sem maður
kynnist á lífsleiðinni skilja örfáir
eftir sig dýpri spor í lífi manns en
aðrir. Það á klárlega við um
Björgu Einarsdóttur. Ég kynnt-
ist Björgu fyrir um 40 árum þeg-
ar við tengdust fjölskyldubönd-
um. Þó að það hafi síðar breyst
héldum við meira og minna sam-
bandi alla tíð.
Allt frá byrjun fannst mér
mikið til hennar koma enda var
hún skemmtileg með afbrigðum,
Björg Einarsdóttir