Morgunblaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 1
VIÐSKIPTA-
FRÉTTIR
ÁRSINS
VIÐSKIPTAMOGGINN
að 1913 • 304. tölublað • 110. árgangur •
MIÐV IKUDAGUR 28. DESEMBER 20
Verktakafyrirtækið ÞG Verk seldi
ríflega 200 íbúðir í ár en það er í
eigu Þorvaldar Gissurarsonar.
Miðað við að meðalverð seldra
íbúða hafi verið 80 milljónir króna
hefur salan skilað ÞG Verki um 16
milljörðum króna. Meirihluti hinna
seldu íbúða er á þéttingarreitum í
Vogabyggð í Reykjavík en Urriða-
holt og Sunnusmári reyndust einnig
drjúg í sölunni.
Framlegðin að minnka
„Byggingarkostnaður hefur verið
að hækka allt árið og söluverðið
líka, eða öllu heldur lengst af fram
á haustið,“ segir Þorvaldur. „Á
sumum tímapunktum innan ársins
hefur verðlagning íbúðanna hækkað
hraðar og meira en byggingarkostn-
aðurinn og svo hefur það snúist við
og jafnast í hina áttina, sérstaklega
á seinni hluta ársins. Það er þó
erfitt að segja nákvæmlega til um
það og kostnaðarkúrfan á hverju
verkefni er svo mismunandi eftir
því á hvaða tímabili þorri íbúðanna
var byggður,“ segir Þorvaldur í
samtali við ViðskiptaMoggann.
Horfur séu á að framlegð af sölu
nýrra íbúða verði minni á næsta ári
en hún hafi verið í ár.
Seldi íbúðir fyrir
16 milljarða í ár
lMeirihluti íbúðanna í Vogabyggð
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Teikning/ONNO
Sala ÞG Verk hefur selt margar
íbúðir í Vogabyggð á þessu ári.
Björgunarsveitarfólk á fullu við undirbúning flugeldasölu sem hefst í dag
Flugeldasala björgunarsveitanna hefst í dag, 28. desember,
og í gær var björgunarsveitarfólk víða að undirbúa ver-
tíðina sem fram undan er. Í Reykjavík er salan í höndum
Björgunarsveitarinnar Ársæls, Hjálparsveitar skáta og
Flugbjörgunarsveitarinnar.
Hefðum samkvæmt hefur hver þessara sveita sína
föstu sölustaði; í bækistöðvum sínum og svo á fjölförnum
stöðum í borginni. Á myndinni sjást félagar í Flugbjörg-
unarsveitinni flytja flugeldakassa inn í bækistöðvarnar við
Flugvallarveg þar sem aðalsölustaðurinn er en sveitin er
einnig með sölustaði við Kringluna, í Mjódd og Norðlinga-
holti.
„Veðurspáin fyrir gamlárskvöld er ágæt. Hér í borginni
má gera ráð fyrir að verði heiðskírt en þá er líka óskandi
að vind hreyfi eitthvað svo sá reykur sem flugeldarnir
skilja eftir sig fjúki burt,“ segir Ingvi Stígsson gjaldkeri
Flugbjörgunarsveitarinnar í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að um 100 manns komi að sölustarfi sveitarinn-
ar nú fyrir áramótin.
„Það er auðvitað misjafnt fyrir hvaða upphæðir fólk
kaupir flugelda. Hjá sumum eru þetta litlar tölur en í
öðrum tilvikum hundruð þúsunda króna. Annars gæti ég
trúað að hefðbundin flugeldakaup hvers viðskiptavinar
séu upp á 50-60 þúsund krónur,“ segir Ingvi. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
22
n• Stof
HVAÐ GERÐIST
HELSTÁ
ÁRINU?
SMARTLAND 32 SÍÐUR
Haraldur Þorleifsson, 45 ára gam-
all hönnuður og stofnandi stafræna
hönnunarfyrirtækisins Ueno, er
manneskja ársins að mati lesenda
Smartlands. Allt þetta ár hefur hann
stutt við þá sem minna mega sín
ásamt því að rampa upp Ísland og
bæta þannig aðgengi fyrir fatlaða.
Haraldur er sjálfur í hjólastól en
hann er með vöðvarýrnunarsjúk-
dóm.
„Ég var greindur þegar ég var
svo ungur. Ég var bara tveggja ára.
Þannig að ég hef einhvern veginn
aldrei verið meðvitaður um að ég
væri ekki með sjúkdóm. Það er
kannski öðruvísi áfall að fá aldrei
áfallið. Það er aldrei rétti tíminn til
að fara í eitthvert sorgarferli. Oft
hjá fólki sem lendir í slysi eða eitt-
hvað þannig þá fer sorgarferli strax í
gang. Þegar fólk fæðist með eitthvað
svona eða er í þessum aðstæðum frá
byrjun þá fer það aldrei í gegnum
sama ferlið,“ segir Haraldur og seg-
ist vera í afneitun með sinn sjúkdóm.
„Það fer rosalega lítill tími hjá mér
í að hugsa um að ég sé með þennan
sjúkdóm,“ segir hann.
Haraldur hefur á árinu gefið fólki,
sem átti erfitt, peningagjafir. Þegar
hann er spurður að því hvað hann
hafi gefið mikla peninga vill hann
ekki gefa það upp. „Það er ákveðið
frelsi sem fylgir peningum. Það eru
oft ekki endilega háar upphæðir sem
geta hjálpað fólki í gegnum erfiðar
aðstæður. Þá hef ég reynt að bregð-
ast við.“
Hefur þú ekkert áhyggjur af því
að féð klárist?
„Endurskoðandinn minn hefur
miklar áhyggjur af því. Hann kvart-
ar yfir því mánaðarlega. En nei, ekki
miklar. En það getur allt gerst.“
Ítarlegt viðtal er við Harald í
Smartlandsblaðinu, sem fylgir
Morgunblaðinu í dag, og einnig er
rætt við hann í sjónvarpsviðtali á
mbl.is.
lHefur á árinu sem er að líða stutt við þá semminna mega sín
Haraldur Þorleifsson
er manneskja ársins
Marta María Winkel Jónasdóttir
martamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Frumkvöðull Haraldur Þorleifsson
hefur látið gott af sér leiða á árinu.