Morgunblaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022
9
HVÍTT SVART KRÓMGRÁTT BRASS KOPAR
LIÐ
IÐ
HEIMAVARNAR
Sundaborg 7 / Reykjavík / Sími 568 4800 / www.oger. is
Mikið úr val s lökkvi tækja fyr ir al lar
aðstæður og í mörgum li tum. Förum
var lega – og verum við öl lu búin.
SLÖKKVITÆKI FYRIR ÖLL
HEIMILI – OG FYRIRTÆKI.
Neyðarskýlin verða opin
lÁkveðið í ljósi slæmrar veðurspár næstu daga
Sólarhringsopnun verður í
neyðarskýlunum að Grandagarði og
á Lindargötu í Reykjavík til og með
1. janúar samkvæmt upplýsingum
frá Reykjavíkurborg. Konukot, sem
er neyðarskýli fyrir konur, verður
opið utan opnunartíma Skjólsins
sem er opið hús fyrir konur sem
Hjálparstarf kirkjunnar rekur.
Skjólið er opið á milli 10 og 15 á
virkum dögum. Staðan verður
endurmetin að morgni 2. janúar.
Þá verður viðbragðsáætlun
málaflokks heimilislausra með
miklar og flóknar þjónustuþarfir
virk á þessu tímabili. Samkvæmt
henni eru skýlin opin allan sólar-
hringinn þegar veðurskilyrði eru
á þann veg að einstaklingum sé
hætt við ofkælingu eða alvarlegum
slysum. Ákvörðunin er tekin í ljósi
slæmrar veðurspár næstu daga.
Neyðaráætlunin gerir ráð fyrir
samvinnu allra viðbragðsaðila í
Reykjavík, bráðamóttöku Landspít-
ala Háskólasjúkrahúss, lögreglu,
Rauða krossins, forsvarsmanna
tjaldsvæða, Vettvangs- og ráð-
gjafateymis Reykjavíkurborgar og
neyðarúrræða fyrir heimilislausa.
Morgunblaðið/Kristinn
Neyðarskýli Reykjavíkurborg rekur
neyðarskýli við Lindargötu.
Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu)
108 Reykjavík - S. 568 3920 - Opið 11.00-18.00
Allt fyrir píluna
Pílusett Bull’s Flora
9.100 kr.
Píluspjald og hringur + 2 sett af pílum
OUTLAW 19.900 kr.
Um áramótin tekur gildi mikilvæg
breyting á lögum ummenningarminj-
ar frá árinu 2012. Tilgangur laganna
er að stuðla að verndun menn-
ingarminja og tryggja að íslenskum
menningararfi verði skilað óspillt-
um til komandi kynslóða. Helsta
breytingin nú felur í sér að hin svo-
kallaða 100 ára regla mun ekki gilda
framvegis um hús og mannvirki.
Nú hljóðar 29. grein laganna svo:
„Öll hús og mannvirki sem eru 100
ára eða eldri eru friðuð.“ Sú breyting
verður á lögunum um áramótin að í
stað orðanna „eru 100 ára eða eldri“
í 1. mgr. kemur: „byggð voru árið 1923
eða fyrr.“ Málsgrein númer tvö hljóð-
ar svo: Óheimilt er að raska friðuð-
um húsum og mannvirkjum, spilla
þeim eða breyta, rífa þau eða flytja
úr stað nema með leyfi Minjastofn-
unar Íslands. Við 2. mgr. bætist nýr
málsliður, svohljóðandi: Stofnuninni
er heimilt að setja skilyrði um slík-
ar framkvæmdir eða gera tillögu
um friðlýsingu umrædds húss eða
mannvirkis.
Í greinargerð með frumvarpi
að lagabreytingunni kom fram að
aldursfriðunarákvæði kom fyrst
fram í þjóðminjalögum, nr. 88/1989,
þar sem sett var ákvæði um friðun
fornleifa við 100 ára aldur.
Við gildistöku laganna frá 2012mið-
aðist aldursfriðunarákvæðið við árið
1912 samkvæmt áðurnefndri 100 ára
reglu.Með hverju árinu sem líður bæt-
ast því við nýjar fornminjar og fjölgun
verður á aldursfriðuðummannvirkj-
um, eðli málsins samkvæmt. Af því
leiðir að stutt er í aldursfriðunmikils
fjölda steinsteyptra húsa og annarra
mannvirkja í þéttbýli og sveit, sem og
innviða úr fjöldaframleiddum efnivið,
svo sem gaddavírsgirðinga í sveitum
landsins. Fágæti eykur varðveislugildi
minja en hið gagnstæða dregur úr því,
segir í greinargerðinni.
Ljóst sé að hvorki sé hægt né æski-
legt að vernda allar menningarminjar
og hús. Þá sé þörf á faglegum rökum
fyrir vernd, ekki síst í ljósi þess að
byggingarefni og verkhættir breyttu-
st allnokkuð á þriðja áratug 20. aldar.
Loks liggi fyrir að fjöldi aldursfrið-
aðra fornminja og mannvirkja á eftir
að stóraukast ár hvert með þeim af-
leiðingum að álag á stjórnsýsluminja-
mála muni aukast töluvert. Slíkt gæti
dregið úr getu til að fjalla á vandaðan
hátt um öll mál og til lengri tíma haft
neikvæð áhrif á hús, önnurmannvirki
og fornminjar með hátt varðveislu-
gildi sem sannarlega þurfi að vernda.
Lágt varðveislugildi?
Að óbreyttum lögum muni því lík-
ur aukast á að hús og önnur mann-
virki með lágt varðveislugildi njóti
aldursfriðunar án þess að fagleg rök
um vernd liggi að baki. Loks verður
gerð breyting á 1. málsgrein 30. grein-
ar laganna sem hér segir: Eigendum
húsa og mannvirkja sem ekki njóta
friðunar en byggð voru 1940 eða fyrr,
svo og forráðamönnum kirkna sem
reistar voru 1940 eða fyrr, er skylt að
leita álits hjá Minjastofnun Íslands
með minnst sex vikna fyrirvara ef
þeir hyggjast breyta þeim, flytja þau
eða rífa.
Morgunblaðið/Eggert
Bíða endurbyggingar Fjölmörg eldri og friðuð hús hafa verið endurgerð á
seinni árum og þau jafnvel verið flutt á nýja grunna í nýjum hverfum.
Hundrað ára
regla fellur nið-
urumáramótin
lLög ummenningarminjar breytast
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
w w w. i t r. i s