Morgunblaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
Innlent4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022
Webasto ThermoConnect2 fjarhitun með Appi
og þú þarft aldrei aftur að skafa
Bíldshöfða 16, 110 Rvk | S. 567 2330 | bilasmidurinn.is
miðstöð fyrir bílinn
Rauntíma samband með tímastillingu,
hitastigi, stöðu rafgeymis og staðsetningu.
- Aukið öryggi
- Aukin þægindi
- Minni mengun
Verið er að fara yfir staðsetningu
nýrrar slökkvistöðvar í stað stöðv-
arinnar á Tunguhálsi í Reykjavík.
Nýjar athuganir
á viðbragðstíma
staðfesta það
sem áður hefur
verið gefið út að
æskilegasta stað-
setning nýrrar
slökkvistöðvar
er við Breiðholts-
braut í tengslum
við væntanlegan
Arnarnesveg. Þar
er hins vegar ekki nein lóð á lausu og
eru þau mál í athugun.
Lengi hefur verið rætt um staðsetn-
ingu og byggingu nýrrar slökkvistöðv-
ar í stað stöðvarinnar á Tunguhálsi.
Málið var komið á framkvæmda-
áætlun byggðasamlags um slökkvi-
liðið á árinu 2021 en komst ekki til
framkvæmda þá. Birgir Finnsson,
starfandi slökkviliðsstjóri Slökkvi-
liðs höfuðborgarsvæðisins, segir að
það hafi lengi legið fyrir að stöðin
á Tunguhálsi er ekki vel staðsett
varðandi viðbragðstíma liðsins og
vilji sé til að bæta úr því. Hann segir
að óvissa hafi verið um málið, meðal
annars vegna óvissu um endanlega
legu Arnarnesvegar sem tengist
Breiðholtsbraut ofan við Seljahverfi.
Nú hafi verið leyst úr því máli.
Ný stjórn Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins fékk kynningu á stöðu
málsins á dögunum og starfsfólk
slökkviliðsins er að vinna frekari gögn
sem stjórnin mun fjalla um á fundi
sínum í janúar.
Birgir segir mikilvægt að við-
bragðstími liðsins sé sem skemmstur
fyrir sem flest hverfi sem hún á að
þjóna. Hermanir sýni að þeir stað-
ir sem áður hefur verið bent á, það
er að segja ofarlega við Breiðholts-
braut, í tengslum við Arnarnesveg,
séu heppilegasta staðsetningin fyrir
flest hverfin.
Ný stöð eykur öryggi
Staðsetning þar og nýr Arnarnes-
vegur munu bæta mjög öryggi í
Breiðholti og efri byggðumKópavogs
sem hefur verið ábótavant. Þegar
málið var síðast athugað, í byrjun árs
2019, komu tveir til þrír kostir þar til
greina. Engin lóð var þó á lausu þar og
það hefur ekki breyst, að sögn Birgis,
en málið er í athugun.
Unnið er að undirbúningi byggingar
björgunarmiðstöðvar við Holta-
garða en hún mun hýsa starfsemi
nokkurra stofnana ríkisins, svo sem
Landhelgisgæslunnar, Tollgæslunnar,
Neyðarlínunnar, embættis ríkislög-
reglustjóra og lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu en einnig Lands-
bjargar og yfirstjórnar Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins. Birgir segir að
óvissa sé um framtíð slökkvistöðvar-
innar við Skógarhlíð þegar starfsemi
björgunarmiðstöðvarinnar færist í
nýtt hús. Þar þurfi að vera slökkvistöð
til að þjóna nálægum hverfum, vest-
urbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnesi.
Meta þurfi hvort hentugt sé að vera
áfram í núverandi húsnæði eða hvort
byggja þurfi nýja stöð á því svæði.
lNý slökkvistöð í stað Tunguhálsstöðvar þarf að vera við Breiðholtsbraut/ArnarnesveglStyttir
viðbragðstíma slökkviliðsins í flest hverfi á þjónustusvæðinulEngin lóð á lausu á umræddu svæði
Vitaðhvar slökkvistöðþarf aðvera
Morgunblaðið/Eggert
TunguhálsViðbragðstími slökkviliðsins styttist verulega með byggingu nýrrar stöðvar í Breiðholti.
Birgir Finnsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áætlað er að innvigtuð mjólk til
aðildarfélaga Samtaka afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði verði
tæplega 148 milljónir lítra þegar
upp verður staðið um áramót.
Er það tæpum milljón lítrum
minna en var á síðasta ári. Ágætis
jafnvægi er í framleiðslunni miðað
við útgefið greiðslumark og sölu á
innanlandsmarkaði.
Mjólkurframleiðslan jókst
mjög fram til ársins 2018 er hún
náði hámarki og var þá orðin
töluvert mikið umfram þörfina á
innanlandsmarkaði sem heildar-
greiðslumark á að endurspegla.
Sést þróunin á meðfylgjandi
grafi. Frá 2018 hefur framleiðslan
minnkað en sala á innanlands-
markaði aukist.
Slaki unninn upp að hluta
Slaki var í innvigtun mjólkur til
mjólkursamlaganna fram yfir mitt
þetta ár. Þannig var innlögð mjólk
fyrstu sjö mánuði ársins 1,9 millj-
ónum lítra minni en árið á undan
og munaði þar 2,1%. Á sama tíma
jókst sala mjólkurafurða á innan-
landsmarkaði vegna fjölgunar
ferðafólks og ekki síst vegna
samsetningar hópsins þar sem
fleiri komu frá löndum þar sem
mjólk er hefðbundin neysluvara en
frá öðrum löndum. Sem dæmi má
nefna að sala á osti hefur aukist
um 200 tonn. Það vegur þungt því
til þess þarf tvær milljónir lítra
mjólkur.
Til að bregðast við þróuninni
ákvað Auðhumla, samvinnufélag
mjólkurframleiðenda, að hækka
verð á mjólk sem framleidd er
umfram kvóta einstakra bænda úr
70 krónum í 80 í byrjun apríl og
síðan í 100 krónur frá 1. ágúst. Það
varð til þess að framleiðslan tók
við sér og dró til baka meira en
helming samdráttar fyrri hluta
ársins.
Þótt framleiðslan nái ekki
sömu tölu og á síðasta ári er hún
vel yfir greiðslumarki. Fram-
leiðslan er einnig nokkuð yfir
sölu á innanlandsmarkaði sem
áætlað er að verði rúmlega 146
milljónir lítra, miðað við fituhluta
hráefnisins.
Aukning á komandi ári
Matvælaráðherra hefur gefið
út heildargreiðslumark fyrir
komandi ár. Það verður 149 millj-
ónir lítra sem er 2,5 milljóna lítra
aukning. Grundvallast það á spá
um aukna sölu mjólkurafurða
á næsta ári. Bjarni Ragnar Brynj-
ólfsson, skrifstofustjóri Samtaka
afurðastöðva í mjólkuriðnaði,
segir að framleiðslan sé í góðu
jafnvægi núna. Ef áfram verði
stígandi í sölu þurfi framleiðslan
að vera yfir heildargreiðslumarki
næsta árs.
lHeldurminnimjólkurframleiðsla en í fyrra þótt bændur hafi gefið vel í seinni hluta ársins
lFramleiðsla og sala í nokkru jafnvægi vegna aukinnar sölulAukinn kvóti fyrir komandi ár
Framleiðsla ámjólk nær sér á strik
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is Framleiðsla mjólkur minnkar lítillega
Innvegin mjólk og heildargreiðslumark, milljónir lítra
150
140
130
120
110
100
Innvegin mjólk
Greiðslu-
mark
122,9
133,5
146,0
150,2 151,1 152,5 151,6 151,2
148,8 148,0
116
123
140
136
144 145 145 145 145 146,5 149
2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
*
*Áætlun
fyrir 2022
Heimild:
SAM
Morgunblaðið/Styrmir Kári
MjólkurkýrMjólkurframleiðslan
tók við sér upp úr miðju ári.