Morgunblaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022 Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Sendibílar Iveco S35 Ekinn 11900 km sk 11.2021 Mercedes Benz 314 CDi 19500 km sk 11.2021 Toyota Proace stuttur Ekinn 26900 km 08.2019 Renault Master Ekinn 92 þ km 04.2019 Renault Trafic Ekinn 41 þ. km 04.2019 Ford Transit með kassa og lyftu 3500 kg. Ekinn 106 þ.km 12.2018 Uppl. 8201071 kaldasel@islandia.is Smáauglýsingar SumarhúsÝmislegt HÚNAÞING VESTRA Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 8. desember 2022 að auglýsa skipu- lagslýsingu fyrir deiliskipulag í kringum Hvítserk skv. skipulagslögum nr. 123/2010. Skipulagslýsing sem um ræðir er 3,6 ha. að stærð og er staðsett í vestanverðum botni Húnafjarðar, í Húnaþingi vestra. Mótað verður framtíðarsýn og lagt fram stefna um svæðið m.a. að standa vörð um merkar náttúru- og söguminjar, kortleggja og skilgreina gönguleiðakerfi og stuðla að betra að- gengi almennings á svæðinu. Skipulagslýsing fyrir deiliskipulagstillöguna er ekki matsskylt samkvæmt reglugerð 66/2015 um mat á umhverfisáhrifum og í samræmi við aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026. Opið hús verður í ráðhúsi Húnaþings vestra föstudaginn 9. janúar 2023 frá kl. 10:00-12:00. Skipulagslýsinguna má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins hunathing.is Frestur til að skila inn ábendingum rennur út 20. janúar 2023 og skal þeim skilað á netfangið skipulagsfulltrui@hunathing.is eða með bréfapósti stílað á skipulagsfulltrúa Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga. Bogi Kristinsson Magnusen Skipulagsfulltrúi Húnaþings vestra, Húnabyggðar og Skagabyggðar Raðauglýsingar Raðauglýsingar Tilkynningar Útboð vetrarþjónustu í Súðavík Súðavíkurhreppur auglýsir útboð á vetrarþjónustu í Súðavík. Tilboðsfrestur er til kl. 12:00 þann 5. janúar 2023. Útboðsfundur verður haldinn 5. janúar 2023 kl. 13:00 í Álftaveri, Grundarstræti 1 í Súðavík. Útboðum má skila rafrænt á jbh@verkis.is og bragi@sudavik.is eða til skrifstofu Súðavíkurhrepps. Nánari upplýsingar um útboð á heimasíðu Súðavíkurhrepps á sudavik.is en einnig fást frekari upplýsingar hjá byggingafulltrúa Súðavíkurhrepps, Jóhanni Birki (jbh@verkis.is s. 898 3772) og sveit- arstjóra Súðavíkurhrepps (bragi@sudavik.is). Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14.. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 10:00-11:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Lokum kl. 14:00. Gerðuberg Opnunartímar yfir hátíðarnar: kl. 10:00 - 15:00 Gjábakki Opin handavinnustofa og verkstæði kl. 8.30 til 16. Vantar þig pípara? FINNA.is Félagsstarf eldri borgara ✝ Þóranna Brynj- ólfsdóttir fædd- ist á Reyni í Mýrdal 11. ágúst 1926. Hún lést 19. desember 2022 á Hrafnistu við Brúnaveg. Foreldrar henn- ar voru Áslaug Vig- fúsdóttir frá Heið- arseli á Síðu og Brynjólfur Einars- son frá Reyni í Mýr- dal. Systkini hennar voru: Sig- urður, d. 1998, Einar, d. 2017, Sigfús, d. 2022, Sigríður, d. 2000, Ólafur Siggeir, d. 1932, og Sig- rún Ólöf, d. 1934. Vilborg Ragn- hildur lifir systkini sín. Þóranna giftist Gísla Brynj- ólfssyni bifreiðastjóra 5. nóv- ur. 3) Áslaug, landfræðingur og jarðfræðikennari við Fjölbraut- skólann í Breiðholti, eiginmaður Þórður Kr. Jóhannesson við- skiptafræðingur, börn Kristín Rut hjúkrunarfræðingur, eig- inmaður Kjartan Guðmundsson líffræðingur, börn Una Katrín og Freyja. Gísli Þór tölv- unarfræðingur, sambýliskona Anna Þuríður Pálsdóttir hag- fræðingur. Þóranna fluttist nokkurra mánaða gömul í Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi ásamt foreldrum og Sigurði elsta bróður sínum. Þar fæddust Einar, Sigfús og Sigríður en fjölskyldan fór úr Höfðanum 1930. Fjölskyldan hafði stutta viðkomu á Suður- Götum í Mýrdal þar sem Vilborg fæddist og fluttu síðan að Dyr- hólum í Mýrdal 1931 þar til for- eldrar hennar fluttu til Reykja- víkur 1950. Þóranna gekk í barnaskóla í Litla-Hvammi og aðstoðaði við búskapinn á Dyrhólum. Hún fór síðar í húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði 1950-51. Þar naut hún sín vel, eignaðist vinkonur fyrir lífstíð, nam hús- stjórnun, matreiðslu og lærði á skíði. Á lífsleiðinni fékkst hún við ýmis störf í nærsveitum, á Austfjörðum og loks í Reykjavík. Frá 1976 til 1996 vann hún sem aðstoðarmaður á Landspít- alanum, auk húsmóðurstarfa. Gísli og Þóranna gengu í byggingarsamvinnufélag ungra framsóknarmanna, sem reisti fjölbýlishús í Bogahlíð 12-18. Þar bjuggu þau í skemmtilegu sam- félagi ungra foreldra með börn- in sín þrjú. Vorið 1968 byggðu þau einbýlishúsið í Fornastekk 13 í Breiðholti og voru ein af frumbýlingunum þar. Síðar fluttu þau í Árskóga 6. Þóranna bjó þar áfram eftir að Gísli dó 2008, þar til hún flutti á Hrafn- istu fyrir fimm árum. Útför Þórönnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 28. desem- ber 2022, klukkan 13. ember 1955. Börn þeirra eru: 1) Guð- rún, prófessor í landfræði við Há- skóla Íslands. Sonur Freyr Tómasson hagfræðingur, eig- inkona Erna Ein- arsdóttir hönnuður, dætur Salka og Yrsa. 2) Sigurður Reynir, rann- sóknaprófessor í jarðefnafræði við Háskóla Ís- lands, eiginkona Málfríður Klara Kristiansen arkitekt, börn Anna Diljá upplýsingahönnuður og Birnir Jón sviðslistamaður og rithöfundur, sambýliskona Hall- veig Kristín Eiríksdóttir sviðs- listakona og leikmyndahönnuð- Mamma var nokkurra mánaða gömul þegar hún flutti í Hjör- leifshöfða, brimbrjót Kötlu- hlaupa á Mýrdalssandi. Frá reisulegum bænum var stórkost- legt útsýni á haf út og vestur Sand. Ein sterkasta minning mömmu úr Höfðanum var þegar afi, sem var sigmaður, var dreg- inn upp á brún með blómvönd handa mömmu í hendinni. Í Höfðanum fæddust Einar og Sig- fús, báðir á miðju sumri, og svo Sigríður rétt fyrir jól 1929. Þegar stefndi í fæðingu Vilborgar seint í desember 1930 var þrýst á ungu hjónin að flytja til „byggða“ áður en skammdegið skylli á. Þá voru aðeins 12 ár frá Kötlugosi og ferðalög um sandinn uggvænleg fyrir ljósmóðir og héraðslækni. Fjölskyldan hafði stutta viðkomu á Suður-Götum í Mýrdal þar sem Vilborg fæddist og hófu þau síð- an búskap á Dyrhólum í Mýrdal 1931. Þar lærði mamma að klifra og upplifði önnur ævintýri. Þegar hún stálpaðist réð hún sig sem matráðskonu í símavinnuflokk. Eitt kvöldið voru strákarnir að æfa sig í skotfimi og mamma fékk að prufa. Einn strákanna benti þá á símavírskúluna á næsta símastaur. Hún smellhitti og strákurinn varð að gjöra svo vel að spenna á sig klifurlykkj- urnar og hengja símalínuna upp á ný. Hún vann svo um tíma á hótelinu í Vík og klifraði oft upp á fjallið Höttu áður en hún fór í vinnuna. Seinna fór mamma í vinnu austur á firði þar sem hún gekk í Æskulýðsfylkinguna til að komast á ball í Neskaupstað. Það kom henni í koll áratugum síðar þegar hún og pabbi ætluðu að heimsækja Sigga til Bandaríkj- anna. Hún var í vandræðum með að fá vegabréfsáritun því hún var skráð sem kommúnisti í skjölum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík vegna Neskaupstað- arballsins. Mamma var meistarakokkur, ræktaði sitt grænmeti sjálf, tíndi ber, saftaði og sultaði. Hún leið- beindi okkur með heimanámið og kærar eru minningarnar um Skólaljóðin sem við lásum og sungum saman. Mömmu langaði alltaf að læra meira, en tækifær- in gáfust ekki og metnaður henn- ar var mikill fyrir hönd okkar systkinanna. Mamma og pabbi byggðu sælureit í Fornastekk 13. Þar verpti skógarþröstur í birk- inu við svefnherbergisgluggann þeirra, og mamma spilaði fót- bolta við barnabörnin á stóru flötinni sunnan megin. Frey, elsta barnabarninu, fannst það engin afsökun þótt mamma væri hælbrotin og í gifsi eitt sumarið, „… hún gæti alla vega verið í marki“. Þegar mamma og pabbi voru komin á sjötugsaldurinn seldu þau húsið í Fornastekk og keyptu íbúð á 12. hæð í Árskóg- um í Breiðholti. Þar var gott að vera, mamma fór á gönguskíði á ÍR-vellinum, gekk iðulega upp hæðirnar tólf sér til heilsubótar þegar enginn sá, og stalst til að gefa hröfnunum afgangs slátur- vambir. Mamma varð lögblind en fór þó samt gangandi í verslunar- leiðangra í Mjóddina, þar sem starfsfólkið hjálpaði henni með innkaupin. Loks, rúmlega níræð, komst hún inn á Hrafnistu þar sem vel var að henni hlúð. Mamma var kjarkmikil en undurblíð kona, allt fram á síð- ustu stundu. Sigurður Reynir, Guðrún og Áslaug. Þóranna var glæsileg kona, skvísa til hinsta dags og hafði áhrif á marga með gæsku sinni og gáfum. Ég kynntist henni fyr- ir um 40 árum þegar við Siggi fórum að draga okkur saman og ég gisti endrum og eins í Forn- astekk í fríum, en við vorum þá við nám hvort sínum megin við Atlantshafið. Það var gott að koma heim til Gísla og Önnu, við- mótið var afslappað og ég fann mig velkomna. Þóranna var fluggreind, en löng skólaganga stóð ekki til boða. Hún fór hins vegar í Hús- mæðraskólann á Laugalandi, og hefur greinilega lært allt sem mögulegt var þar á þessum eina vetri. Hún var algjör fyrirmynd hvað varðaði sjálfbærni og lýð- heilsu, nýtin, vel að sér í næring- arfræði, ræktaði grænmeti, eld- aði allan mat frá grunni, útilegunaslið var smörrebröd, bakaði epískar tertur, var dugleg að hreyfa sig og þegar hún komst ekki í Bláfjöll tók hún bara gönguskíðin sín út á túnið í Suð- ur-Mjódd og gekk þar. Krakk- arnir hennar urðu allir náttúru- fræðingar og er ég viss um að það voru áhrif frá Önnu, bænda- dóttirin kunni á náttúruna, þekkti fugla og blóm og á meðan hún bjó í eigin húsnæði nutu smáfuglar og hrafnar veitinga þegar jarðbönn voru. Anna hafði góðan húmor, tók vel eftir ýmsu spaugilegu, en fór fínt með, enda alltaf kurteis og tillitssöm, stund- um of fannst mér, en kannski skildi ég bara ekki alltaf skaft- fellskuna hennar. Eftir að við Siggi eignuðumst krakkana að- stoðaði hún okkur þegar þörf var á og skemmti sér oft vel yfir uppátækjum og tilsvörum þeirra. Þrátt fyrir alla hennar reynslu gaf hún mér bara eitt uppeldis- ráð: Vertu góð við börnin þín, ráð sem rúmar í raun allt. Minningar um nærandi sam- verustundir eru margar og ég þakka tengdamömmu samfylgd- ina af öllu hjarta. Málfríður Klara. Þóranna Brynjólfsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SÆVAR FRIÐÞJÓFSSON útvegsbóndi, Rifi, lést á Landspítala við Hringbraut 15. desember. Útför fer fram föstudaginn 30. desember klukkan 14 frá Ingjaldshólskirkju. Streymt verður frá athöfn: https://youtu.be/i70a5j6SVxY. Hlekk á streymi má einnig nálgast á mbl.is/andlat. Helga Hermannsdóttir Halldóra Sævarsdóttir Reynir Rúnar Reynisson Sæunn Sævarsdóttir Geir Jón Karlsson Friðþjófur Sævarsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar elskulegi pabbi, afi, bróðir og vinur, SIGURÐUR ÓLAFUR GUNNARSSON flugvélstjóri, lést í faðmi fjölskyldunnar á sjúkrahúsi í Alícante þriðjudaginn 6. desember. Jarðarförin verður þriðjudaginn 3. janúar klukkan 13 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hægt verður að nálgast streymi frá athöfninni á streyma.is. Einnig verður hægt að nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat. Jökull Sigurðsson Guðrún Elva Guðmundsdóttir Mjöll Sigurðardóttir Geir Sigurðsson Vilma Kinderyte Gerður Gunnarsdóttir Grétar Br. Kristjánsson Gauti Gunnarsson Jacqueline Gunnarsson og afabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.