Morgunblaðið - 28.12.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 28.12.2022, Síða 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022 0 27.12-10.01 Gert er ráð fyrir bættum hag í rekstri sjö stærstu sveitarfélaga landsins á næsta ári. „Engu að síð- ur benda fjárhagsáætlanir þessara sjö stærstu sveitarfélaga landsins til þess að halli verði á rekstri sveitar- félaga á næsta ári sem yrði þar með fjórða árið í röð með halla. Er það einsdæmi í sögunni.“ Þetta kem- ur fram á minnisblaði sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhags- áætlanir stærstu sveitarfélaganna fyrir árið 2023, sem lagt var fram á fundi stjórnar sambandsins um miðjan desember. Útkomuspár fyrir yfirstandandi ár benda til að halli verði á rekstri A-hluta sveitarfélaganna sjö upp á um 15,5 milljarða í ár. Það eru 4,9% af tekjum og skiptir tæplega 15,3 milljarða kr. hallinn hjá Reykjavíkur- borg sköpum en rekstrarafgangur hinna sveitarfélaganna er neikvæð- ur um 217 milljónir kr. á árinu. Í þessum sveitarfélögum búa nær þrír af hverjum fjórum íbúum landsins en umsvif Reykjavíkurborgar skera sig vitaskuld úr og eru tekjur borg- arinnar t.a.m. meiri en hinna sex sveitarfélaganna til samans. Útkomuspá Reykjavíkurborgar sýnir jafnframt að veltufé frá rekstri var neikvætt á þessu ári um 2,7% af tekjum en hin sveitarfélögin öfluðu veltufjár úr rekstrinum sem nam 8% af tekjum. Á næsta ári er gert ráð fyrir að rekstur A-hlutans hjá borginni verði neikvæður um tæpa sex milljarða og lækki úr 10% af tekjum í 3,6% og jafnframt að veltufé fáist úr rekstri sem nemur 2,2% af tekjum. Bent er á að samantekið stefni hin sveitarfé- lögin sex að því að snúa halla í lítil- legan afgang upp á 893 milljónir eða 0,5% af tekjum. „Reiknað er með að skuldir og skuldbindingar í A-hluta þessara sjö sveitarfélaga muni aukast um 7,5% og lækki lítillega sem hlutfall af tekj- um. Mörg sveitarfélaganna stefna að stórauknum fjárfestingum á næsta ári. Það á þó ekki við um Reykja- víkurborg en borgin hefur staðið í miklum fjárfestingum undanfarin ár,“ segir m.a. á minnisblaðinu. lBorgin stefnir að lækkun halla úr 10% í 3,6% af tekjum og hin stærstu sveitarfélögin setja stefnuna á lítillegan afganglMörg stærstu sveitarfélaganna gera ráð fyrir stórauknum fjárfestingum á næsta ári Útlit fyrir halla fjögur ár í röð Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Rekstrarniðurstaða sjö stærstu sveitarfélaganna Útkomuspá fyrir 2022 og fjárhagsáætlun 2023 Heimild: SambandíÍslenskra sveitarfélaga Milljónir kr. Útkomuspá 2022 Fjárhagsáætlun 2023 Breyting Skatttekjur 235.162 256.629 9,1% Heildartekjur 313.222 338.748 8,1% Laun, tengd gjöld og br. lífeyrisskuldbindingar 181.761 192.153 5,7% Gjöld 299.564 316.139 5,5% Fjármunatekjur – gjöld -15.086 -12.078 Rekstrarniðurstaða -15.496 -5.089 Skuldir og skuldbindingar 371.855 400.047 7,6% Hinn hefðbundni tími bókaskiptanna Jólin eru hátíð hefðanna, og víst er að það getur alltaf hent fólk að fá fleiri en eitt eintak af sömu bókinni að gjöf, sér í lagi þeim allra vinsælustu. Nokkur erill var því í verslun Eymundssonar í Kringlunni í gær þegar fólk vildi skipta jólabókun- um sínum. Erill í bókabúðum landsins eftir jól Morgunblaðið/Árni Sæberg Mannskapur á um 30 vinnuvélum, litlum sem stórum, vann í gær við snjómokstur og ruðning í Sveitar- félaginu Árborg. Mikið snjóaði þar í bæ um jólin og viðbragð nú er samkvæmt aðstæðum. Kapp hefur verið lagt á að opna stofnbrautir og fjölfarnari leiðir og svo er farið í íbúðagöturnar. Mikill jafnfallinn snjór er á Selfossi svo leiðir eru torfærar og sumstaðar ná skaflar alveg upp á þak húsa. Á Eyrar- bakka er líka mikið vetrarríki. Þar háttar svo til að snjór af mýrunum ofan við byggðina fýkur að húsum svo dregur í skafla. Eru sumir svo háir að sumstaðar eru hús nánast fennt í kaf. Í sumum þeirra hefur fólk þurft að grafa sig út. Þorpið er í rauninni týnt í sköflum. Vegna stöðu mála var í gær- morgun haldinn fundur í almanna- varnaráði Árborgar. Þangað mættu bæjarstjóri, fulltrúar björgunar- sveita í Sveitarfélaginu Árborg, fulltrúar lögreglu og fulltrúar frá þjónustumiðstöð Árborgar. Farið var yfir aðstæður fólks og hvaða aðgerðir þarf svo sem við snjó- mokstur, sorphiðu og fleira. „Nú gildir bara að taka þessu af æðruleysi. Hér erum við öll sam- taka í því að láta hlutina ganga upp. Björgunarsveitir aðstoða við ýmis- legt og starfsfólk sveitarfélagsins er í ýmsum aðgerðum sem spretta af þessu ástandi. Nú bara gildir hér að moka meiri snjó eins og hljómsveit héðan frá Selfossi söng í gamla daga,“ segir Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, í samtali við Morgunblaðið. Mikill snjór er einnig á Suðurnesj- um. Í samtali við mbl.is í gær sögðu menn í Grindavík að sennilega þyrfti að fara aftur til 2008 til þess að finna dæmi um sambærilegar aðstæður og þar eru nú. Allir helstu þjóðvegir landsins voru opnir í gær, en víða er þungfært eða þæfingur, til dæmis úti í sveitunum. lMokummeiri snjó, segir bæjarstjórinn Eyrarbakki er týndur í sköflum Morgunblaðið/Kjartan Björnsson Vetrarríki Í húsi á Eyrarbakka var staðan svona í gær þegar fólk fór úr húsi sínu. Snjógöng í gegnum skaflinn sem var fyrir forstofudyrunum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.