Morgunblaðið - 28.12.2022, Side 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022
✝
Gunnar I.
Waage fæddist
í Reykjavík 17.
mars 1937. Hann
lést við heimili sitt á
Sléttuvegi 27 þann
18. desember 2022.
Foreldrar hans
voru Ingólfur Ó.
Waage, f. 6. sept-
ember 1902, d. 21.
september 1989, og
Guðbjörg
Vilhjálmsdóttir, f. 4. janúar 1914,
d. 15. júlí 1949. Systir hans er
Ólöf Erla I. Waage, f. í Reykjavík
28. ágúst 1943.
Hinn 12. júlí 1969 giftist Gunn-
ar Ásdísi Hannesdóttur, f. 23.
september 1941, d. 1. febrúar
2021, og hófu þau búskap í
Hörðalandi 16 í Fossvogi en
bjuggu lengst af í Breiðholti.
Fyrst í raðhúsi í Rjúpufelli sem
þau byggðu sjálf en svo í Vest-
urbergi. Síðar bjuggu þau saman
í Sóltúni í Reykjavík. Síðustu
mánuðina bjó Gunnar á Sléttu-
vegi 27 í Reykjavík.
Börn Gunnars og Ásdísar eru:
1) Benedikt, f. 2. maí 1972, unn-
usta hans er Ólöf Björnsdóttir
sem á eina dóttur. 2) Davíð, f. 28.
febrúar 1975, maki Carolina Ca-
um allt land. Síðustu árin var
hann deildarstjóri á radíóverk-
stæðinu.
Gunnar var alla tíð virkur í fé-
lagsstarfi ýmiss konar og sinnti
meðal annars samningsgerð fyr-
ir hönd Félags flugmálastarfs-
manna ríkisins. Hann var einnig
einn af stofnendum Kiwanis-
klúbbsins Vífils og gegndi ýms-
um embættum þar, meðal annars
sem forseti. Síðar gerðist Gunnar
meðlimur Oddfellowreglunnar í
stúkunni Þorlákur Helgi í Hafn-
arfirði og sinnti ýmsum emb-
ættum þar.
Gunnar og Ásdís áttu sér ýmis
áhugamál og ferðuðust talsvert
saman. Ásdís hélt alla tíð miklum
samskiptum við skiptinema-
fjölskyldu sína í Wisconsin í
Bandaríkjunum og tókst mikil og
góð vinátta milli fjölskyldnanna
sem hittust oft, bæði hér á Íslandi
og í Bandaríkjunum. Síðasta ferð
Gunnars til þeirra var núna í maí
á þessu ári. Gunnar og Ásdís
byggðu sér sumarbústað í Holta-
og Landsveit í Rangárvallasýslu,
en Gunnar var þar í sveit hvert
einasta sumar frá fæðingu að 16
ára aldri. Sveitin átti alltaf stór-
an stað í hans hjarta og heimsótti
hann hana á hverju ári allt sitt líf.
Útför Gunnars verður frá
Laugarneskirkju í dag, 28. des-
ember 2022, klukkan 13. Jarðsett
verður í Gufuneskirkjugarði.
stillo. Börn þeirra
eru Alexander, f. 9.
nóvember 2005, Ísa-
bella, f. 2. desember
2009 og Emma
Björk, f. 9. október
2013.
Gunnar fæddist í
Reykjavík og bjó
þar alla tíð. Fyrstu
árin bjó hann á
Laugavegi, en flutt-
ist ungur að Há-
teigsvegi 11. Hann lauk iðnnámi í
útvarpsvirkjun frá Iðnskólanum í
Reykjavík og fékk síðar meist-
araréttindi í greininni. Gunnar
hóf ungur að vinna, fyrst sem
sendill hjá Sölufélagi garðyrkju-
manna og síðar hjá heildversl-
uninni Sveinn Björnsson og Ás-
geirsson auk þess sem hann vann
samhliða föður sínum við að
leggja terrassó á gólf. Eftir að
hafa lokið námi í útvarpsvirkjun
hóf hann störf hjá Flug-
málastjórn Íslands og var þar í
áratugi, eða allt þar til hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir í lok
árs 2006. Hjá Flugmálastjórn Ís-
lands var Gunnar lengst af
starfsmaður á radíóverkstæði og
sinnti uppsetningu og viðhaldi
tækjabúnaðar til flugreksturs
Elsku pabbi, afi og tengda-
pabbi er farinn, alltof snöggt.
Pabba er sárlega saknað, það
er ákveðin huggun að hann er
loksins aftur sameinaður
mömmu, sem hann saknaði svo
sárt.
Hann átti virkilega gott líf og
lifði því vel, þrátt fyrir að hafa
átt sínar áskoranir. Hann
missti móður sína ungur, fór í
opinn hjartauppskurð og fékk
krabbamein, allt áföll sem hann
sigraðist á með jákvæðni og
baráttuviljanum sem einkenndi
hann alla ævi. Erfiðasta áfallið
var hins vegar þegar mamma
féll frá á síðastliðnu ári eftir
stutt en erfið veikindi, á því
stóra áfalli náði hann aldrei að
jafna sig alveg, eftir meira en
hálfa öld reyndist söknuðurinn
honum mjög erfiður.
Hann eyddi síðastliðnum
mánuðum í íbúð á vegum Naus-
tavarar þar sem hann hitti
marga gamla vini og rifjaði upp
kynnin við þá, hann naut sín
mjög þar og ber að þakka íbú-
um og starfsfólkinu þar sem
reyndust honum einstaklega
vel.
Pabbi og mamma áttu langt
og gott hjónaband, pabbi var
vinmargur, duglegur að sinna
sínum áhugamálum og átti í
góðu sambandi við alla sínu
nánustu. Barnabörnin voru í
sérstöku uppáhaldi, hann fylgd-
ist vel með þeim og þeirra lífi,
hann var duglegur að hitta þau,
sækja og skutla á æfingar og
bjóða þeim út að borða, til þess
að geta notið samvista við þau
sem bæði hann og þau nutu.
Áhugamálin voru mörg, skot-
veiði, spil, golf og ekki síst sum-
arbústaðurinn sem hann byggði
í sinni heimasveit, Holta- og
Landsveit, þar sem hann ólst
að miklu leyti upp, þangað sem
hann kom öll sín æviár. Þar átti
fjölskyldan góðar stundir sam-
an við byggingu sumarbústað-
arins, skógrækt og almenna
samveru.
Hann átt langt og gott líf,
hann hélt sinni reisn og sínu
sjálfstæði fram á síðustu
stundu, sem ber að þakka fyrir.
Það er erfitt að sætta sig við
missinn, söknuðurinn er mikill,
það er huggun harmi gegn að
nú eru pabbi og mamma aftur
saman.
Hvíl í friði elsku pabbi, afi og
tengdapabbi, missirinn er okk-
ar. Þín verður alltaf saknað.
Davíð G. Waage,
Carolina Castillo,
Alexander, Ísabella
og Emma Björk.
Elsku pabbi hefur nú kvatt
þessa jarðvist án þess að mér
auðnaðist að kveðja hann. Okk-
ar seinasta samtal var kvöldið
áður en hann lést og þá var
hann eins og hann átti að sér að
vera og var ætlun okkar að
hittast og borða saman daginn
eftir. Af því varð þó ekki þar
sem hann andaðist við að
hreinsa snjó af bílaplaninu fyrir
framan heimili sitt. Það lýsir
pabba reyndar ágætlega að
hafa kvatt við snjómokstur því
hann var framúrskarandi dug-
legur og vildi alltaf vera að
gera eitthvað og greiðviknari
maður var vandfundinn. Hann
elskaði að fá að taka til hend-
inni og það dró lítið úr því þótt
árin færðust yfir.
Pabbi missti móður sína ung-
ur og ólst upp hjá einstæðum
föður sínum eftir það ásamt
yngri systur. Það markaði hann
auðvitað fyrir lífstíð, en þrátt
fyrir það fann hann hamingj-
una. Hjónaband hans og
mömmu var hamingjuríkt og
varði í tæp 52 ár.
Pabba auðnaðist að velja
starfsvettvang sem hann naut
alla tíð, enda urðu árin hans hjá
Flugmálastjórn Íslands tæplega
fimmtíu. Þar nýttist menntun
hans sem útvarpsvirki vel, en á
radíóverkstæðinu ferðaðist
hann reglulega um land allt og
hafði gaman af að segja frá æv-
intýrum sínum á þeim vettvangi
enda oft ferðir utan alfaraleiða.
Þyrluferðir við uppsetningu
tækjabúnaðar um land allt, upp-
setning og klifur í möstrum á
fjallstindum eru dæmi um sögur
sem hann naut að segja okkur
úr vinnunni. Hann var duglegur
að taka okkur bræður með sér í
vinnuna og fannst okkur alltaf
jafn gaman að fara með enda
starfsstöðvarnar víða og tækja-
búnaðurinn framandi. Ferðir
með pabba upp á varnarliðs-
svæðið á Keflavíkurflugvelli eru
okkur bræðrum minnisstæðar
enda var það ígildi þess að fara
til útlanda. Námskeið erlendis á
vegum vinnunnar voru tíð og
alltaf kom hann færandi hendi
heim með eitthvað spennandi
fyrir okkur.
Snemma árs 2021 missti
pabbi lífsförunaut sinn þegar
elsku mamma kvaddi snögg-
lega. Fráfall hennar varð pabba
gríðarlegt áfall og hrakaði
heilsu hans nokkuð eftir það.
Hann var þó aðdáanlega dug-
legur, fór í göngutúr hvern dag,
í leikfimi í HL-stöðina og sinnti
áhugamálunum áfram. Pabbi og
mamma nutu þess ávallt að
ferðast og fóru víða, bæði með
fjölskyldu og eins með vinafólki,
en þau voru rík af vinum og
héldu miklu og góðu sambandi
við stóran hóp fólks. Mikil sam-
skipti voru ætíð við skiptinema-
fjölskyldu mömmu í Bandaríkj-
unum og myndaðist sterk
vinátta á milli þeirra og heim-
sóknir voru tíðar á báða bóga,
nú síðast þegar pabbi fór með
okkur bræðrum og barnabarni í
heimsókn til þeirra í maí á
þessu ári.
Pabbi var glaðlyndur maður
og naut samvista við annað fólk.
Hann sinnti ýmsum félagsstörf-
um í gegnum tíðina og eignaðist
vini fyrir lífstíð í starfi sínu með
Kiwanis og Oddfellow. Sam-
band hans við barnabörnin þrjú
var afskaplega fallegt enda unni
hann þeim af öllu hjarta og vildi
allt gfyrir þau gera, líkt og fyrir
aðra sem voru svo heppnir að
kynnast honum.
Nú er hann loksins kominn
aftur til mömmu og fleiri ást-
vina sem á undan eru gengnir.
Það er huggun á þessum erfiðu
tímum. Takk fyrir allt elsku
pabbi.
Benedikt.
Gunni eins og hann var ávallt
kallaður í okkar hópi var æsku-
vinur minn. Mjög langt er um
liðið síðan við kynntumst fyrst.
Má ætla að það hafi verið fyrir
75 árum eða svo. Gunni bjó þá á
Háteigsvegi 11 í foreldrahúsum.
Við strákarnir í götunni lékum
okkur saman öllum stundum. Af
nógu var að taka í leik og ávallt
mikil og góð vinátta í fyrirrúmi.
Nokkru síðar á unglingsárum
hóf Gunnar ungur að vinna,
fyrst sem sendill hjá Sölufélagi
garðyrkjumanna og síðar hjá
öðrum. Það gerðum við hinir
strákarnir í götunni líka, að
minnsta kosti að hluta til, en
samvera á vinnustað hélt
strákahópnum saman langt
fram eftir aldri. Sameiginlegar
útivistarferðir voru líka á dag-
skrá enda var Gunni mikill úti-
vistar- og sumarbústaðarmaður.
Þessi kynni frá barnsaldri og
fram á unglingsár áttu eftir að
leiða til þess að vináttan hélst
ávallt þrátt fyrir breytt áhuga-
mál og breyttar áherslur eftir
því sem á ævina leið. Ávallt ríkti
sama góða stemningin og gagn-
kvæmt traust milli okkar en
samverustundum fór fækkandi.
Gunni var einstaklega glað-
lyndur og traustur vinur. Betra
verður ekki á kosið. Hann sá
jafnan björtu hliðarnar á lífinu.
Gunni menntaði sig vel og
lauk iðnnámi í útvarpsvirkjun
frá Iðnskólanum í Reykjavík
með meistararéttindum. Hann
giftist Ásdísi Hannesdóttur og
átti með henni tvö börn. Sam-
búð þeirra var til fyrirmyndar.
Ásdís féll frá á árinu 2021 og
syrgði Gunni hana mjög.
Börnum þeirra Gunna og Ás-
dísar, þeim Benedikt og Davíð,
færi ég samúðarkveðjur og
sömuleiðis systur Gunna, Ólöfu
Erlu, svo og öðrum aðstandend-
um.
Stefán Már Stefánsson.
Gunnar I. Waage
- Fleiri minningargreinar
um Gunnar I. Waage bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Una Sigurð-
ardóttir fædd-
ist í Reykjavík 12.
ágúst 1929. Hún
lést á Hrafnistu
16. desember
2022. Foreldrar
Unu voru hjónin
Sigríður Daníels-
dóttir, f. 1903, d.
1996, og Sigurður
Breiðfjörð Jóns-
son, f. 1902, d.
1976.
Systkini Unu eru Ingibjörg,
f. 1928, d. 2021, Margrét, f.
1932, og Gunnar, f. 1938, d.
2004.
Eiginmaður Unu var Leifur
Eiríksson, f. 2.4.
1928, d. 17.12.
2021. Foreldrar
hans voru Eiríkur
Matthías Þor-
steinsson smiður
og Ingibjörg
Árnína Magdal
Pálsdóttir (Bára)
en hún lést ung að
árum, aðeins 26
ára gömul árið
1936. Faðir Leifs
lést árið 1984.
Börn Unu og Leifs: 1) Bára
Leifsdóttir, f. 25. apríl 1949,
giftist Stefáni H. Jónssyni f.
1943, d. 2020. Þau eiga þrjú
börn: Jón Gunnar, Leif og
Þórhildi Unu (d. júlí 2022), níu
barnabörn og þrjú barna-
barnabörn. 2) Ásta Leifsdóttir,
f. 19. júlí 1951, giftist Sigurði
Steingrímssyni, þau slitu sam-
vistum. Þau eiga þrjú börn:
Steingrím, Sigurð Breiðfjörð
og Sigþór, tólf barnabörn og
tvö barnabarnabörn. 3) Sig-
urður Leifsson, f. 9. maí 1955,
giftist Hallfríði Ólafsdóttur.
Þau eiga þrjú börn: Hildi, Unu
Björk og Sigrúnu Ýri og sjö
barnabörn. Eiríkur Leifsson, f.
21. janúar 1962.
Una ólst upp í Reykjavík en
flutti svo síðar á Hlaðbrekku
19 í Kópavogi með eiginmanni
sínum. Hún og Leifur byggðu
sér hús á Hlaðbrekkunni þar
sem þau bjuggu alla tíð. Leif-
ur og Una giftust 1. júní 1950.
Útför Unu fer fram frá
Hjallakirkju í Kópavogi í dag,
28. desember 2022, og hefst
athöfnin kl. 13.
Elsku Una amma mín er far-
in í sumarlandið til afa. Það
hafa orðið miklir fagnaðarfund-
ir hjá þeim en þau höfðu verið
gift í 71 ár. Alla tíð voru amma
og afi mjög ástfangin og sá
maður það þegar maður var í
návist þeirra.
Við amma vorum alltaf mikl-
ar vinkonur enda vorum við lík-
ar að mörgu leyti. Við tengdum
mikið saman við það að vera
fagurkerar og svo höfðum við
mikinn áhuga á að vera fínar
skvísur. Amma var alltaf mikil
skvísa og var nánast alltaf í
hælaskóm, með veski og fín til
fara hvert sem hún fór, oftar en
ekki endaði þó afi á að bera
veskið fyrir sína konu.
Ég lærði að vera förðunar-
fræðingur 19 ára og bað amma
mig stundum að farða sig. Afi
hrósaði ömmu alltaf þegar ég
var nýbúin að farða hana og
sagði henni hvað hún væri sæt
og falleg, að hún væri eins og
þegar þau hefðu byrjað saman.
Ég fór reglulega í Hlaðbrekk-
una til ömmu og afa og litaði ég
þá alltaf augabrúnirnar á
ömmu. Eitt árið fór ég í micro-
blade tattoo á augabrúnum,
þegar amma frétti af því vildi
hún ólm komast í það líka og
fór ég með henni í það, þá var
hún 86 ára skvísa.
Ég er yngsta barnabarn
ömmu og afa og naut góðs af
því, amma sýndi mér mikla ást
og umhyggju auk þess að dekra
við mig. Amma og afi fóru mik-
ið til útlanda og alltaf kom
amma heim með eitthvað
skvísulegt og gaf mér, t.d. ilm-
vötn, skart og föt, hún var
mjög gjafmild, og átti ég orðið
mjög mikið af ilmvötnum á
tímabili.
Amma var mikil handavinnu-
kona og eiga flestir afkomend-
ur hennar t.d. veggteppi eftir
hana. Hún var mjög klár,
ákveðin og lét ekki vaða yfir
sig. Hún var sterkur karakter
og ekki fyrir að skafa af hlut-
unum, hún var hreinskilin og
fannst að fólk ætti að vera dug-
legt. Hún hvatti mig til að finna
mér almennilegan mann, ekki
einhvern aumingja. Ég var því
fegin þegar hún kynntist mann-
inum mínum og að henni féll
mjög vel við hann.
Amma var mér alltaf góð og
var yndislegt að vera hjá þeim í
Hlaðbrekkunni. Við fjölskyldan
vorum mikið með ömmu og afa
í sumarbústaðnum þeirra og á
ég yndislegar minningar þaðan.
Þau ásamt Eiríki voru öll jól
hjá okkur sem er dýrmætt.
Elsku amma mín, ég er svo
þakklát fyrir þig og hve mikla
vinkonu ég átti í þér.
Þín sonardóttir,
Sigrún Ýr.
Una
Sigurðardóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma
KRISTBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
frá Bergvík
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
23. desember.
Við viljum þakka starfsfólki heimilisins fyrir umhyggju og
góða umönnun.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jón Vikar Jónsson María Guðmundsdóttir
Karitas Erla Jóhannesdóttir Guðmundur Hafsteinsson
Jakobína J. Jóhannesdóttir Ólafur Hlynur Steingrímsson
Ólafur Þorkell Jóhannesson Andrea Ingibjörg Gísladóttir
Dóra St. Jóhannesdóttir
Sveinbjörn V. Jóhannesson Sigrún Jóna Héðinsdóttir
Kær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÖRN SIGURÐARSON
Kristnibraut 63
Reykjavík,
lést á Ljósheimum á Selfossi mánudaginn
19. desember.
Kveðjustund fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn
29. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Píeta-samtökin.
Elfa Bryndís Þorleifsdóttir
Eva Arnardóttir Gunnar Sveinsson
Sigurður Örvar Arnarson Anne Tove Svanevik
Ragnhildur Mjöll Arnardóttir Stefán Flego
afabörn og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÁGÚST ÓSKARSSON,
Giljalandi 2,
lést á Landspítalanum Fossvogi
sunnudaginn 18. desember.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 29. desember
klukkan 13.
Ragnheiður Guðjónsdóttir
Eva Ágústsdóttir Viðar Jónsson
Óskar Ágústsson Susanne Pedersen
Ingibjörg Ágústsdóttir Geir Þórarinn Gunnarsson
Unnur Agnes Hauksdóttir Guðmundur Hugi Guðmundss.
barnabörn og barnabarnabörn
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar