Morgunblaðið - 28.12.2022, Side 17

Morgunblaðið - 28.12.2022, Side 17
Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022 ✝ Guðrún Hall- dóra Kristín Kristvinsdóttir, eða Stína eins og hún var kölluð, fæddist 22. nóvember 1943 á Kaldrananesi í Bjarnarfirði í Strandasýslu. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 10. desember 2022. Foreldrar hennar voru hjónin Kristvin Guðbrandsson, f. 21. ágúst 1894, d. 12. október 1976, og Ólafía Kristín Kjartansdóttir, f. 5. janúar 1908, d. 17. mars 1988. Guðrún H. Kristín var í miðið í þriggja systkina hópi. Systir hennar er Ingibjörg Sigrún, f. 4. Keflavíkur eftir að foreldrar hennar höfðu brugðið búi og bjó Guðrún þar til æviloka. Hún starfaði þá við fiskvinnslustörf til fjölda ára og eins sinnti hún barnagæslu og var forstöðu- kona á gæsluvellinum Heið- arbóli um árabil. Einkadóttir hennar er Sigrún Berglind Grétarsdóttir, f. 3. febrúar 1969. Faðir hennar var Grétar Árnason, f. 6. október 1946, d. 4. mars 2010. Eig- inmaður Sigrúnar er Páll Sig- urbjörnsson, f. 21. apríl 1962. Hann á þrjú börn frá fyrra hjónabandi og á fimm barna- börn. Útför Guðrúnar H. Kristínar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 28. desember 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. júlí 1942, hún á tvö börn og tvo stjúp- syni. Bróðir hennar er Guðbrandur Kjartan, f. 3. des- ember 1946, hann á tvö börn og tvær stjúpdætur. Guðrún Halldóra Kristín ólst upp á Kaldrananesi, hún sótti barnaskóla við heimavistarskólann Klúku í Bjarnarfirði. Hún var öll sín ungdómsár á Kaldrananesi ef frá eru taldar vertíðarferðir til Keflavíkur kringum tvítugt auk þess sem hún starfaði á Vík- inni sem var veitingastaður í Keflavík. Einnig var hún ráðs- kona á Drangsnesi um tíma. Ár- ið 1970 flutti stórfjölskyldan til Lífið gefur og lífið tekur og í byrjun desember helltist myrkur yfir í mitt hjarta, því ljósið í mínu lífi var skyndilega frá mér tekið. Mín elsku besta mamma og vin- kona í senn er horfin úr lifanda lífi og komin í sumarlandið þar sem gengnir ættingjar bíða hennar með útbreiddan faðminn. Nú er hún laus úr viðjum veik- inda og þrauta og ég trúi því að nú sé hún að hlusta á Örvar Krist- jánsson spila á harmonikkuna en hún hafði mikið dálæti á gömlu góðu lögunum. Ýmsar tilfinningar brjótast í hjarta mér á þessari stundu, allt frá sorg, reiði og tómleika til þakk- lætis og ástar. Síðustu tvö ár voru mömmu erfið þar sem heilsu hennar fór að hraka og hún, þessi duglega, sjálf- stæða kona, gat ekki gert það sem áður var hægt. Hún vildi helst allt gera sjálf þótt kraftarnir leyfðu það ekki og vildi ekki vera öðrum háð og hafði frekar áhyggjur af sínum nánustu. Á lífsins leið var margt á hana lagt, en sérstaklega þó frá miðju síðastliðnu sumri þar sem hvert áfallið dundi yfir en þrjóska ein- kenndi mömmu og að gefast upp var ekki til í hennar orðabók. Hún var lítillát og nægjusöm, vildi allt fyrir alla gera og einkar gjafmild. Barngóð var hún og nutu mörg þeirra þessa mannkostar hennar, hvort sem þau voru tengd henni eður ei. Hún var mörgum hæfileikum gædd og má þar nefna bakstur og frægar eru Stínukleinur, jafn- framt var hún mikil hannyrða- kona. Gaman þótti henni að fylgj- ast með þegar landsleikir voru í sjónvarpinu, bæði í handknattleik og í fótbolta, og þekkti hún flesta leikmenn með nafni. Ættfræði var henni hugleikin og naut hún þess að glugga í ætt- fræðibækur og átti gott með að rekja ættir langt aftur. Mamma, þú varst hreinskiptin og bentir mér á það sem betur mætti fara en það er í móðurinnar eðli að bera hag barns síns fyrir brjósti þótt fram á fullorðinsár sé komið. Að vera hennar einkabarn gerði samband okkar mjög náið. Eftir að ég flutti frá æskuheimili mínu kom ég í heimsókn á næst- um hverjum einasta degi og þess á milli voru óteljandi símtöl okkar á milli svo að ýmsum þótti nóg um. Að kvöldi 5. desember ræddum við í síma að venju til að bjóða hvor annarri góða nótt og kvöddumst að venju með orðunum „heyrumst á morgun“. Sú varð þó ekki raun- in; ég vakna morguninn eftir með ónotatilfinningu um að ekki væri allt með felldu og hringi og fæ ekkert svar frá þér. Því miður fékkst þú svo mikla heilablæðingu að þú komst aldrei til meðvitund- ar. Tengslunum á milli okkar mæðgna má lýsa best með því að hún var með símann í hendinni eins og hún hafi ætlað að hringja í mig á ögurstundu. Hinn 10. desember lést hún í faðmi ástvina, ég hélt í hönd henn- ar eins og hún gerði við mig alla mína tíð. Þú varst kjölfestan í lífi mínu og gerðir mig að þeirri manneskju sem ég er. Mín von er sú að ég verði þér til sóma og góður vitn- isburður um það svo lengi sem ég á eftir ólifað. Með ólýsanlegri sorg í hjarta þakka ég þér elsku mamma fyrir allt sem þú varst mér og verður mér um ókomna tíð, við vorum ljósið í lífi hvor annarrar. Þín verð- ur sárt saknað og ég elska þig að eilífu. Guð geymi þig. Þín dóttir, Sigrún. Í dag kveð ég ástkæra tengda- móður mína Guðrúnu Kristínu, nú eða hana Stínu mína eins og hún var alltaf kölluð, með söknuði og virðingu. Það er svo óraunverulegt að þú sért ekki lengur hér en þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Ég veit að þú fylgist vel með okkur og passar upp á mig og Sigrúnu dótt- ur þína. Þú tókst mér strax vel og samþykktir í fjölskylduna fyrir 11 árum þegar ég kynntist dóttur þinni. Þú vildir öllum vel, varst hrein- skiptin og sagðir hlutina bara eins og þeir voru með móðurlegu ívafi. Þú varst einstaklega gjafmild, lít- illát, harðdugleg og sjálfstæð kona með hjarta úr gulli. Þú vildir helst ekki þurfa að biðja um aðstoð þótt hún væri svo sjálfsögð en hana þáðir þú loksins þegar heilsu þinni fór að hraka mikið á síðustu tveim- ur árum. Síðustu árin voru þér erfið, elsku Stína mín, en ég veit að þér líður vel í sumarlandinu og laus við sjúkdóma og þrautir. Þín verður sárt saknað og minning um góða konu lifir um ei- lífð. Guð geymi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Huggun er okkur í þungum harmi að vita þig lausa við sjúkdóms böl. Hvílandi nú upp að alföður barmi hugljúfa, fríska og lausa við kvöl. Ástvinir allir nú saman hér stöndum og leitum að styrk, kæri Drottinn, til þín. Trú á þig bindi oss fastari böndum nú að huggun í harmi við leitum til þín. Á kveðjustund við erum hér, kæru vinir, frænkur og frændur. Lífið kemur og lífið fer en öll við hittumst um síðir aftur. Nú kveðjum við þig, kæra vina sem á förum ert í burtu hér. En nú hittir þú alla ættmennina sem farnir eru á undan þér. (Höf. ók.) Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann, sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga indælar minningar hjarta okkar ber. (PÓT) Þinn tengdasonur, Páll. Elsku Stína mín. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa um okkar samveru, svo margs er að minnast, svo mikið að þakka fyrir. Fyrst af öllu tókst þú stóran þátt í mínu lífi frá upphafi, takk fyrir það. Takk fyrir að finna fyrir mig nafnið mitt sem þú stakkst upp á eftir leit að hentugu millinafni fyr- ir mig og hefur það verið notað síðan. Takk fyrir allar samveru- stundirnar og góðu Stínu-klein- urnar og matinn sem þú gast alltaf komið ofan í mig sem lítilli stúlku. Takk fyrir að styðja mig og fagna með mér á öllum mínum stundum, afmælum, barnsfæðingum og stórum sem litlum stundum í líf- inu. Alltaf varst þú mætt með faðmlag og gjafir, það mun aldrei gleymast. Takk fyrir að aðstoða við börnin mín og vera þeim alltaf sem besta frænkan, með gjafir og kærleika, aga og húmor í bland. Þú komst okkur heldur betur til bjargar og aðstoðar þegar þurfti, bæði með því að aðstoða og passa eins og ekkert væri sjálfsagðara. Fyrir það hefur þú alltaf átt mikl- ar þakkir skildar. Við áttum okkar sérstaka sam- band og í raun varstu eins og næsta mamma mín, ég man varla eftir mér á annan hátt en nálægt þér og Sigrúnu. Við áttum skemmtilegar stundir, margar stundir með kvöldkaffi og margar stundir í kringum jólahátíðina þar sem haft var gaman. Laufa- brauðið og kortarúntarnir, jóla- ljósarúnturinn árlegi, hámhorfið um eina páskahátíðina þegar myndbandstæki og vídeóspólur voru aðalmálið, sláturgerð, versl- unarferðir í borgina og bílrúntarn- ir um bæinn. Svo margt situr eftir og lifir í minningunni, einna helst situr þó eftir að aldrei bar skugga á okkar samband. Ekki man ég eftir að hafa nokkru sinni rifist við þig eða reiðst, samt vorum við ekki alltaf sammála um málefni líðandi stundar. Takk fyrir að vera þú, takk fyr- ir að hugsa um mig og mína alla tíð. Ég trúi því að nú getir þú hvílst án þess að þjást, hvíldu í friði og ró. Ég mun gera mitt besta til að hugsa um Sigrúnu þína sem ég veit að var þitt besta og stærsta verk og afrek í lífinu. Þangað til næst. Þín frænka, Sif. Það tók nokkuð á að heyra að Stína hefði yfirgefið þessa jarðvist og farið yfir í sumarlandið. Mér finnst ég hafa þekkt hana næstum alla tíð enda var ég ekki nema níu ára þegar afi sagði mér að það væri að flytja stelpa á mínum aldri í húsið á móti. Ég fylgdist með flutningunum í glugganum og daginn eftir rölti ég yfir götuna. Stína kom til dyra og ég spurði hana hvort það ætti ekki heima þarna stelpa. Hún brosti og kallaði í Sigrúnu, dóttur sína. Síðan þá hafa þær mæðgur verið hluti af til- verunni og mér þótti alltaf gott að koma á heimilið og Stína reyndist mér vel þegar ég leitaði til hennar. Mér eru minnisstæð samtöl við þær báðar, ýmist í stofunni eða eldhúsinu, og oft hristi Stína bara hausinn yfir okkur og uppátækj- unum. Aldrei man ég eftir því að hún yrði pirruð eða reið en hún lá samt ekki á skoðunum sínum. Þegar við vorum litlar vann Stína myrkranna á milli til að sjá þeim farborða svo að ég kynntist henni meira eftir því sem við urðum eldri. Á sumrin man ég eftir henni við garðvinnu og lagði hún metnað í að hafa garðinn fallegan og snyrtilegan. Stína var mjög heimakær en þótti gott að fá gesti og var oft gestkvæmt í eldhúsinu. Þá var boðið upp á heimagert bakkelsi og kom enginn að tómum kofanum þar. Sterkasta minning- in um Stínu er líklega af henni sitj- andi við opinn eldhúsgluggann á meðan við Sigrún spjölluðum eða borðuðum og öðru hverju hristi hún hausinn, brosti eða skaut inn orði. Eftir að mamma dó hringdi ég stundum í hana ef mig vantaði ráð við matseld eða bakstur og kunni ég að meta aðstoðina. Þegar ég gifti mig reyndist hún mér frá- bærlega og aðstoðaði óumbeðin í veislunni því hún sá að það vantaði hjálp. Þannig var Stína, hún hugs- aði fyrst um aðra og svo um sig. Ég tel mig lánsama að hafa fengið að kynnast henni og notið góðvild- ar hennar og hjálpsemi. Hvíl í friði og megi Guð vera með þér. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Kristín Guðbjörg Snæland. Guðrún Halldóra Kristín Kristvinsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR ÁRMANN JÓHANNSSON, Leynisbraut 32, Akranesi, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 21. desember. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Lionsklúbb Akraness, kennitala 530586-1469, banki 0186-26-17754. Sigurveig Kristjánsdóttir Jóhann Pétur Pétursson Ingibjörg Torfadóttir Berglind Ósk Pétursdóttir Jón Vilhelm Ákason afabörnin Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAFN GUNNARSSON Huldugili 34, Akureyri, lést á aðfangadag 24. desember á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Valdís Erla Eiríksdóttir Arnþór Elvar Hermannsson Hafdís Björk Rafnsdóttir Sigurður Gunnlaugsson Gunnar Rafnsson Gréta Grétarsdóttir Þorsteinn Frímann Rafnsson Sólveig Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi HELGI SAMÚELSSON búsettur í Noregi lést 17. desember. Útförin verður auglýst síðar. Siv Marit Ranheim Axel Óðinn Ranheim Helgason Eiríkur Helgason Anna Helgadóttir Samúel Helgason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, FRIÐRIKA SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 13. desember. Útförin fer fram í Húsavíkurkirkju mánudaginn 2. janúar klukkan 14. Útförinni verður streymt af facebooksíðu kirkjunnar. Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat Birgir Þór Þórðarson María Alfreðsdóttir Sigríður Björg Þórðardóttir Hafdís Hallsdóttir Þorgrímur Jóel Þórðarson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN BJÖRGVIN SIGURÐSSON prentari, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést á Landakotsspítala mánudaginn 19. desember. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, miðvikudaginn 28. desember klukkan 13. Gylfi Kristinsson Jónína Vala Kristinsdóttir Hilmar Kristinsson Margrét Hauksdóttir Snorri Kristinsson Kristjana J. Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir GUNNAR I. WAAGE Sléttuvegi 27, Reykjavík lést 18. desember. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 28. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast Gunnars er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Benedikt G. Waage Ólöf Björnsdóttir Davíð G. Waage Carolina Castillo Alexander, Ísabella, Emma Björk Ólöf Erla I. Waage Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Fagurhólsmýri, áður í Langagerði 16, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, laugardaginn 24. desember. Útför hennar verður auglýst síðar. Guðný A. Valberg Ólafur Eggertsson Gústaf A. Valberg Kanlaya Sitthichot Hallgrímur I. Valberg Ingveldur Donaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.