Morgunblaðið - 28.12.2022, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022
DÆGRADVÖL20
krokur.is
522 4600
Taktu Krók á leiðarenda
Krókur er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í flutningum og björgun
ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki
þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og
annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina.
á þinni leið
Vesturhraun 5, 210 Garðabær
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
Fríða Sigríður Jóhannsdóttir
40 ÁRA Fríða Sigríður er Reykvíkingur,
ólst upp í Hlíðunum þangað til hún varð 11
ára en þá flutti fjölskyldan í Vesturbæinn
þar sem Fríða Sigríður býr enn. Hún lauk
véla- og iðnaðarverkfræði frá HÍ og M.Sc.
gráðu í aðfangakeðjustjórnun (Supply Chain
Management) frá Chalmers tækniháskólanum
í Gautaborg.
Fríða Sigríður er iðnaðarverkfræðingur og
hefur unnið í tekjustýringu Icelandair, áhættu-
stýringu Sjóvá og í stefnumótandi innkaupum
hjá Marel. Nú starfar hún á Landspítalanum
sem verkefnastjóri í Hringbrautarverkefninu.
„Við í Hringbrautarverkefninu erum ráðgjafar
NLSH (Nýr Landspítali) þar sem unnið er að
uppbyggingu húsnæðis, bygginga og innviða,
fyrir Landspítala. Við vinnum með fjölmenn-
um hópi starfsfólks á spítalanum og fylgjum
eftir þörfum þeirrar mikilvægu starfsemi sem
Landspítalinn sinnir. Samhliða er mikil vinna
innan Landspítala við að þróa ferla og starfsemi sem við komum einnig að.“
Fríða Sigríður stundaði sellónám út menntaskólann og síðar söngnám.
„Tónlist hefur alla tíð verið stór þáttur í lífi mínu og ég hef lengi sungið
í kór, MR-kórnum og Háskólakórnum, og síðar Mótettukórnum. Það er
yndislegt að vera í kór, skapandi og félagsskapurinn frábær.“ „Það má segja
að mitt helsta áhugamál sé samvera með fjölskyldunni og góðum vinum.
Ég er mikil fjölskyldukona og nýt þess að vera með strákunum mínum og
manni. Einnig erum við mikið saman stórfjölskyldan.“ Svo er það útivera;
göngutúrar, sund, skíði og stuttir hjólatúrar í borginni.
FJÖLSKYLDA
Maki Fríðu Sigríðar er Ólafur Sindri Helgason, f. 1981, hagfræðingur hjá
Seðlabanka Íslands. Synir þeirra eru Jóhann Helgi, f. 2015, og Sigurjón Magni,
f. 2018. Foreldrar Fríðu Sigríðar eru hjónin Jóhann Sigurjónsson, f. 1952,
ráðgjafi í utanríkisráðuneytinu og fv. forstjóri Hafrannsóknastofnunar, og
Helga Bragadóttir, f. 1954, arkitekt hjá Kanon arkitektum. Þau eru búsett í
Reykjavík.
21.mars - 19. apríl A
Hrútur Þetta er góður tími til að ígrunda
framtíðaráform þín. Hugmyndir þínar eru
áhugaverðar ogmunu að öllum líkindum
hljóta verðskuldaða athygli.
20. apríl - 20.maí B
Naut Þú hefur unnið vel og tekist að leysa
öll fyrirliggjandi verkefni í tæka tíð. Það
fellur í þinn hlut að segja sannleikann í
tilteknumáli.
21.maí - 20. júní C
Tvíburar Það er gott að geta gefið af sér
og séð árangurinn birtast ótvírætt í gleði.
Farðu varlega að aldraðri manneskjumeð
mildina að leiðarljósi.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Þú hefur lagt hart að þér ogættir
því að uppskera vel. Nú væri rétt að gera
ferðaáætlun fyrir komandi ár. Það er aldrei
of seint að láta draumana rætast.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Það er gott og blessað að telja sig
geta lesið í hug annarra.Mundu þó að það
hafa ekki allir sömu skoðanir á hlutunum.
Þrautseigja er góður eiginleiki.
23. ágúst - 22. september F
Meyja Það eru allir að fríka út vegnamikilla
breytinga sem eru í farvatninu. Þú ert þó
sultuslök/slakur, því þú veist að allt fer vel.
23. september - 22. október G
Vog Það semmaður laðast að og það sem
ermanni gott er ekki endilega alltaf það
sama.Mundu að ekki er allt gull sem glóir.
23. október - 21. nóvember H
SporðdrekiNú er ekki langt í það að þú fáir
að njóta veðurblíðu í öðru landi.Við gerum
okkur sjaldnast grein fyrir því þegar draum-
ar okkar verða að raunveruleika.Vertu á
varðbergi gagnvart ágengum sölumönnum.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Eitthvað á eftir að koma þér
verulega á óvart svo þú skalt reyna að
undirbúa þig sem best.Tileinkaðu þér
fyrirgefningu. Þú færð smá vind í fangið en
það lagast fljótt.
22. desember - 19. janúar J
Steingeit Einu gildir hversu rólega dagur-
inn fer af stað, það verðurmeira en nóg að
gera ogmest um kvöldið.
20. janúar - 18. febrúar K
Vatnsberi Efndir verða að fylgja orðum,
því annars situr þú uppi með það orðspor
að ekki sé á þig treystandi. Þú vilt helst
eyða tímameð fjölskyldunni og þaðætti að
takast í dag.
19. febrúar - 20.mars L
Fiskar Skoðanir þínar hafa vakið nokkra
andstöðu sem þú þarft að taka tillit til.
Hugsaðu út fyrir boxið, þaðætti ekki að
vera erfitt með allt þitt hugarflug.
Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur – 50 ára
Fer jafnan á skauta á afmælinu
O
ddný Eir Ævarsdóttir
fæddist 28. desember
1972 í Reykjavík og bjó
lengst af æsku sinnar
í goðahverfinu en frá
fimm til sjö ára í Aix-en-Provence
í Suður-Frakklandi þar sem móðir
hennar stundaði nám í myndlist.
Síðan fluttist fjölskyldan aftur til
Íslands og bjó á Hólsfjöllum í eitt ár
þar sem Oddný gekk í Grunnskóla
Fjallahrepps ásamt fjórum öðrum
nemendum frá Grímsstöðum og
Möðrudal á Fjöllum, en foreldr-
ar hennar voru kennarar þar.
Lokaprófið fólst í uppsetningu á
brúðuleikhúsi um fortíð og framtíð
sveitarinnar.
Síðan gekk Oddný í Austur-
bæjarskóla og naut uppfræðslu
Sveinbjörns Markússonar sem bauð
henni að taka prófin fyrr á vorin
til að geta farið í sauðburð upp á
Hólsfjöll. Oddný fór síðan í Mennta-
skólann við Hamrahlíð og söng þar
með Kór menntaskólans og síðar
Hamrahlíðarkórnum. Oddný vann
samhliða námi við þáttagerð í Rík-
isútvarpinu. „Ég fór nær öll kvöld á
tónleika með Heiðu vinkonu minni
og reyndi svo að gera tilraunatón-
listinni skil í útvarpinu.“
Oddný útskrifaðist frá Háskóla
Íslands með BA-gráðu í heimspeki
og almennri bókmenntafræði. Hún
hélt þá til Ungverjalands og lagði
stund á ungversku í eitt ár. Oddný
stundaði mastersnám í stjórn-
málaheimspeki við Háskóla Íslands
og í Stokkhólmi en fékk síðan styrk
frá franska ríkinu til doktorsnáms
í París. Oddný útskrifaðist með
minni doktorsgráðu í heimspeki frá
Sorbonne-háskóla og vann síðan í
nokkur ár að ritun doktorsritgerð-
ar sinnar um gjöf einstaklinga til
opinberra safna og grisjunarstefnu
skjalasafna. Oddný flutti þá til New
York þar sem hún opnaði sýningar-
rými og bókverkasmiðju á heimili
sínu ásamt bróður sínum, Ugga
Ævarssyni, í nafni útgáfu þeirra
Apaflösu, en þau settu upp fimm
sýningar íslenskra kvenna með
tengsl við New York.
Undanfarin ár hefur Oddný
búið á Íslandi, bæði undir Eyja-
fjöllum og í Reykjavík, og hefur
auk þess starfað sem rithöfundur,
ritstjóri, sýningarstjóri og kennari
í Listaháskólanum og Háskóla
Íslands, kennt börnum skugga-
brúðuleikhús og unnið að skráningu
við Byggðasafnið í Skógum undir
farsælli handleiðslu meistara Þórð-
ar Tómassonar. Oddný heldur enn
tengslum við Eyjafjöllin, við vini
sína í Skógum, og á nokkrar geitur
í farsælu samstarfi við eyfellska
bændur.
Oddný hefur hlotið laun og verð-
laun fyrir ritstörf sín en hún hefur
gefið út á annan tug skáldverka.
„Þau eru flest með sjálfsævisögu-
legu sniði þar sem eitt helsta áhuga-
mál mitt er rannsókn á fjölbreyti-
legum frásagnarháttum, og því
hvernig við spinnum sögu okkar.“
Oddný hefur beitt sér fyrir
náttúruvernd á Íslandi og vann að
framgangi sprotafyrirtækja á sviði
nýsköpunar og náttúruverndar
ásamt Björk Guðmundsdóttur.
Hún er um þessar mundir að gefa
út þrjár ljóðabækur sínar hjá eigin
útgáfu, Eirormi, sem hyggst gefa
út fleiri verk á komandi ári. „En ég
er fyrst og fremst móðir míns góða
drengs, Ævars Ugga Magnússonar,
sem ég var svo lánsöm að eignast, á
gamals aldri, hann er Eyfellingur að
ætt og á áttunda ári.“
Oddný hefur jafnan farið á skauta
á afmæli sínu og ætlar að halda
uppteknum hætti og bruna um
ísinn með syni sínum og þeirra nán-
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
AfmælisbarniðOddný Eir
hefur gefið út á annan
tug skáldverka.
Ljósmynd/Jan Burian
Rithöfundurinn Frá bókmenntahátíð í Tékklandi og Slóvakíu í sumar.