Morgunblaðið - 28.12.2022, Page 24

Morgunblaðið - 28.12.2022, Page 24
MENNING24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022 BYGGINGALAUSNIR FRAMTÍÐAR Gæðahús á hagstæðu verði Miklir möguleikar í stærðum og gerðum einingahúsa Erum að taka við pöntunum á húsum til afhendingar vor/sumar 2023 www.tekta.is Söngsveitin Fílharmónía flytur Jólaóratoríu Johanns Sebastians Bach, ásamt hljómsveit og ein- söngvurum, í kvöld, 28. desember, kl. 20 í Langholtskirkju. Þetta er annað stórvirki tón- skáldsins sem kórstjórinn Magnús Ragnarsson tekst á við en hann stjórnaði flutningi kórs og kammersveitar Langholtskirkju á Jóhannesar- passíunni vorið 2021. Tenór- inn Benedikt Kristjánsson túlkaði þar guð- spjallamanninn og spurði Magnús Benedikt í kjölfarið hvort þeir ættu ekki að kýla á Jólaóratóríuna og varð það úr. Magnús segir Jólaóratóríuna allt öðruvísi en Jóhannesarpassíuna. Í þessu mikla jólatónverki er sagan af fæðingu frelsarans sögð og því gleðjast menn og fagna. „Það er gaman að taka þetta. Jóhannesar- passían er dramatísk, þung og rosalega falleg en þessi er miklu skemmtilegri.“ Hugsuð fyrir sex daga Jólaóratorían er ekki venjulegt konsertstykki heldur sex stakar kantötur sem upphaflega voru hugsaðar þannig að þær væru fluttar hver á sínum messudegi, á jóladag, annan dag jóla, þriðja í jólum, nýársdag, fyrsta sunnudag í nýári og á þrettándanum. „Ég söng fyrir rúmum tutt- ugu árum með Jóni Stefánssyni, forvera mínum í Langholtskirkju. Þá sungum við kantöturnar sex á réttum messudögum. Það var mjög eftirminnilegt og skemmtilegt og gaman að hafa kynnst því,“ segir Magnús. Þegar verkið er flutt í heilu lagi tekur það um þrjá klukkutíma. Það er því flutt í mismunandi útfærslum, t.d. nokkrar kantötur í einu eða valdir hlutar úr hverri þeirra. Magnús ákvað að halda öllum kantötunum sex en velja úr svo þetta yrði ekki of langt. Þó þannig að frásögn jólaguðspjallsins héldi sér og flæðið væri áfram gott. Eins hafði hann í huga að það væri nóg fyrir alla að gera, bæði kór og einsöngvara. „Ég hef sungið hana og heyrt hana oft en verð að viðurkenna að ég hef aldrei náð að tengja sérstak- lega við hana fyrr en ég fór að vinna með hana sjálfur með einsöngvur- unum, kórnum og hljómsveitinni. Ég fór að sjá hvernig maður getur gert þetta sjálfur og þá datt ég alveg inn í hana,“ segir Magnús. „Þetta er áhugavert fyrir Fíl- harmóníuna sem hefur ekki tekist á við þessi stóru Bach-verk og lítið tekist á við Bach í gegnum tíðina. Þau hafa flutt nokkrar kantötur en þetta er fyrsta stóra verkið eftir Bach sem við tökum og það er búið að vera mjög gaman að vinna með hópnum.“ Bach er alltaf erfiður Kórinn hefur flutt allt annars kon- ar verk undanfarið ár og ber þar helst að nefna Sálumessu Verdis og Þýska sálumessu Brahms. Þá tók hann þátt í stórtónleikum með tenórstjörnunni Andrea Bocelli og flutti tónlist við síðustu mynd Hringadróttinssögunnar, Hilmir snýr heim, á kvikmyndasýningu í Eldborgarsal Hörpu. Magnús segir mjög skemmtilegt að skipta á milli svo ólíkra stíla. Spurður út í þær áskoranir sem felast í flutningi á verkum Bachs segir hann: „Bach er bara alltaf erf- iður. Með mörg önnur tónskáld þá sér maður hvert hendingarnar eru að fara en þegar maður hefur ekki sungið þetta áður þá þarf maður svolítið að leita að tónunum. En þegar maður er búinn að hafa fyrir því þá sitja þeir þarna í mörg, mörg ár. Bach gerir sér heldur ekkert auðvelt fyrir. Það er voða lítið um endurtekningar svo það þarf að hafa fyrir öllu.“ Magnús viðurkennir að það hafi tekið tíma að læra að meta Bach en nú kunni hann svo sannarlega að meta hann. „Bach er erfiður að því leyti að það er hægt að teygja hann í hvaða átt sem er, hægt og hratt, sterkt og veikt, slitið eða bundið eða djassa hann með trommum og raf- magnsbassa. En maður þarf samt að skilja tónmálið, hljómfræðina, meininguna í kringum þetta og töl- fræðina sem er hjá honum til þess að átta sig á því hvernig er best að túlka hann og móta hendingarnar. Og fyrir mér er þetta mest allt dans, hvort sem það er hægur og nettur dans eða stuð eins og í upphafinu, þar sem við fögnum og gleðjumst.“ Magnús segir það hafa verið dásamlegt að vinna með hljómsveit- armeðlimunum en konsertmeistari er Páll Palomares. „Það er rosalega mikil kunnátta núna hjá mörgum. Við erum búin að setja saman alveg frábæra hljómsveit sem dettur strax í réttan gír og hljómar strax vel. Þau kunna til að mynda að spila í kirkju, sem er kúnst. Og þessi kunnátta hjá íslensku tónlistarfólki, að geta farið frá því að spila Bubba Morthens eða rómantíska sinfóníu og yfir í barrokk á augabragði.“ Á heimsmælikvarða Fjórir söngvarar skipta með sér einsöngshlutum verksins. Bene- dikt Kristjánsson er í hlutverki guðspjallamannsins sem segir söguna. Hann hefur hlotið mikið lof á síðustu árum fyrir túlkun sína á verkum Bachs. „Hann er náttúrlega á heimsmælikvarða. Það er alveg sérstök raddtýpa sem þarf til þess að geta sungið þennan guðspjalla- mann sem þarf að vera svona hár og léttur. Hann er búinn að syngja þetta víða svo það er mikil kunnátta,“ segir Magnús. „Svo erum við með Hildigunni Einarsdóttur sem er búin að blómstra þvílíkt undanfarin ár og er alveg í essinu sínu í þessu. Oddur Arnþór Jónsson er líka brilljant óratoríu-söngvari. Svo er ung söngkona, Íris Björk Gunnarsdóttir, sem söng líka með mér í Jóhann- esarpassíunni. Það er rosagaman og gott að vinna með henni að því að móta hennar Bach-stíl.“ Næstu verkefni Söngsveitarinnar Fílharmóníu eru vortónleikar með rómantískum kórperlum og í byrjun sumars tekur kórinn þátt í að flytja Carmina Burana ásamt öðrum kór- um og Sinfóníuhljómsveit Íslands. „En ég er viss um að núna, þegar við erum komin á bragðið með Bach, þá hljótum við að taka fleiri svona verk. Það er gaman þegar gengur vel, áhorfendur eru hrifnir og miðasala gengur vel. Þá getum við haldið áfram.“ lSöngsveitin Fílharmónía flytur Jólaóratoríu eftir J.S. Bach ásamt einsöngvurumoghljómsveit lKórstjórinnMagnúsRagnarsson segir bæði skemmtilegt og krefjandi að glíma við verkið „Erum komin á bragðið með Bach“ Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Ljósmynd/Gunnar Freyr Steinsson Áskorun „Bach gerir sér heldur ekkert auðvelt fyrir. Það er voða lítið um endurtekningar svo það þarf að hafa fyrir öllu,“ segir Magnús, kórstjóri Söngsveitarinnar Fílharmóníu, um þá áskorun að flytja Jólaóratoríuna. Benedikt Kristjánsson Hildigunnur Einarsdóttir Oddur Arnþór Jónsson Íris Björk Gunnarsdóttir Magnús Ragnarsson Hreint loft –betri heilsa Honeywell gæða lofthreinsitæki Láttu þér og þínum líða vel - innandyra Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglugróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. HFD323E Air Genius 5. Hægt að þvo síuna. Verð kr. 39.420 HPA830 Round Air Purifier. Mjög hljóðlát. Verð kr. 29.960 S. 555 3100 · donna.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.