Morgunblaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO KOMIN Í BÍÓ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI N Ý T T ÆV IN T Ý R I Ú R HE IM INUM 71% REEL VIEWS EMPIRE AV CLUBNEW york post indie wire entertainmentweekly the atlantic chicaco sun-times the playlist E gill Ólafsson, höfundur ljóðabókarinnar Sjófuglsins er þekktari á sviði tónlistar og kvikmynda en ljóða. Líkt og segir í eftirmála bókarinnar er textinn ritaður við dánarbeð föður höfundar og er verkið því hugljúfur óður um lífshlaup hans. Faðir Egils hafði marga fjöruna sopið; hann var dyggur sjómaður og því gjarnan kallaður Sjófuglinn. Óhætt er að segja að hann hafi upplifað ýmsa erfiðleika, til að mynda framan af, þegar hann vann mikla erfiðisvinnu í seinna stríðinu og þegar hann þurfti að horfa á eftir mörgum vinum sínum í gröfina af völdum berkla, en sjálfur glímdi hann við alvar- lega berklaveiki. Fagurblá kápa bókarinnar, með útlínum fjalltind- anna, endurspeglar náttúrufeg- urðina sem vinnur með og gegn Sjófuglinum samtímis — hann er hafið og hafið er hann. Hann þekkir einungis það að vera sjómaður sem er hans lifibrauð og ævistarf. Líkt og skipið á miðju hafi, frammi fyrir sjóndeildarhringnum, vagga ljóð- línur verksins um á miðri blaðsíðu, sem teljast má óvenjulegt miðað við flestar ljóðabækur. Gagnrýnanda finnst það þó áhugaverð nálgun sem auðgar merkingarsvið bókarinnar. Kápan orkar því eins og hafið sem fjöllin umlykja og á hafinu leynist báturinn og sjómaðurinn sem les- andi fylgist með. Umfjöllunarefni bókarinnar er áhugavert, en þó verður að segjast að höfundur er ekki að finna upp hjólið í umfjöllun sinni. Raunir sjómannsins og saga Íslands eru þekkt stef en eins og góður maður sagði eitt sinn, þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Umfjöllunarefnið er því ágætt, en framkvæmdin hefði þó mátt vera betri. Til að byrja með eru ljóðin nokk- uð yfirborðskennd og skortir rými til túlkunar. Þetta merkingarhyl- dýpi, sem sjórinn býður upp á, tapast þegar ekki er farið dýpra í eðli mannsins og fortíðar hans og uppi stendur einfaldur texti sem skilur lítið eftir sig. Tenging manns- ins, og auk þess sjómannsins og hins almenna Íslendings, við hafið er ótvíræð og sterk og hefur verið áberandi í verkum skálda hérlendis frá örófi alda. Tenging tímans við vatnið, tímans við æviskeið manns- ins, tímans við lifibrauð mannsins, allt þetta hefði mátt tengja betur við verk höfundar til að styrkja stoðir verksins. Verk byggjast alla jafna á textatengslum, það er að segja að þau tengjast öðrum verk- um sem á undan þeim komu. Það er því vankantur á ef hvorki tekst að tengja verkið inn í bókmennta- og ljóðahefðina, né að það skapi sér nýjan sess innan flórunnar. Eftir stendur ágætt umfjöllunarefni á brigðulum framkvæmdarstólpum sem segja má að bresti undan þyngd textans. Þrátt fyrir að text- inn sé nátengdur hafinu flæðir hann illa — hann býr yfir lítilli sem engri hrynjandi sem brestur þegar hann tekur loks af stað. Taktfastur dynur aldanna er svo sterkt einkenni hafsins og veltir gagnrýnandi fyrir sér hvort það hefði ekki verið merk- ingaraukandi að hafa hrynjandina jafna og taktfasta líkt og öldunið hafsins. Ljóðin verkuðu á undirrit- aða sem sundurslitin og taktlaus, sem gerði lesturinn dálítið erfiðan á köflum. Það má því segja að framkvæmd verksins geri það að verkum að fallegur þráður þess glatast eilítið. Þess hefði verið óskandi að höfundur hefði annað hvort haldið sig nær hefðinni eða slitið sig betur frá henni — úr verður eins konar millibilsástand sem hittir ekki alveg í mark hjá gagnrýnanda. Þó ber að hrósa myndunum sem Egill dregur upp af íslensku samfélagi og sambandi hans við föður sinn. Lesandinn finnur vel fyrir nístandi tilfinningum skáldsins og sorginni sem sameinast hafinu og eru það helstu þættirnir sem standa upp úr í annars þokkalegu verki. Sjófuglinn sem flýgur handan sjóndeildarhrings BÆKUR INGIBJÖRG IÐA AUÐUNARDÓTTIR Ljóð Sjófuglinn  Eftir Egil Ólafsson. Bjartur 2022. Innb. 104 bls. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Egill „Umfjöllunarefni bókarinnar er áhugavert,“ segir gagnrýnandinn. Mælt með plötunni með verkum Huga Ný plata Kammersveitar Reykja- víkur með tónsmíðumHuga Guðmundssonar,Windbells, er ein þeirra platna sem ritstjórar tónlistartímaritsins virta Gramo- phone mæla sérstaklega með nú í janúartölublaðinu eftir uppskeru jólaútgáfunnar. Mælt er með tólf nýjum plötum sem gagnrýndar hafa verið í tímaritinu undan- farið. VerkumHuga og flutningi Kammersveitarinnar er hrósað – verkin sögð kristaltær og áferðin hrein og fögur. Hugi er hvað kunnastur fyrir tónverk fyrir kóra en áWindbells eru hljómsveitarverk eftir hann, samin á löngu tímabili, 17 árum og þá kemur sópransöngkonan Hildigunnur Einarsdóttir að flutningi eins verksins. „Mig hefur langað til að kynna betur þessa hlið á mér. Á fyrri disk- ummeð tónlist eftir mig hefur fókusinn verið á kórtónlist og mér finnst gaman að geta nú sýnt þessa hlið, hljófæratónlist, og líka hljóðfæratónlist með elektróník en ég gerði talsvert af slíku fyrir nokkrum árum og það hefur alltaf verið hluti af því sem ég hef samið,“ sagði Hugi í samtali við Morgunblaðið um nýju plötuna. Ljósmynd/Ari Magg Tónskáldið Á Windbells hljómar hljóð- færatónlist eftir Huga Guðmundsson. Hátíðartónleik- ar verða haldn- ir í Akureyrar- kirkju – kirkju Matthíasar Jochumsson- ar í kvöld, miðvikudaginn 28. desember, og hefjast þeir klukkan 20. Yfirskrift tón- leikanna er „Á hæstri hátíð nú“. Fam koma sópransöngkonurn- ar María Sól Ingólfsdóttir og Snæbjörg Gunnarsdóttir sópran. Með þeim leikur Þóra Kristín Gunnarsdóttir á píanó. Í tilkynningu segir að á tón- leikunum bjóði þær stöllur upp á „fjölbreytta dagskrá með íslensk- um hátíðarlögum, söngleikja- slögurum, einleiksverkum á píanó, óratóríum og að sjálfsögðu óperuaríum“. María Sól hlaut Grímuverðlaun 2021 fyrir söng sinn í óperunni Ekkert er sorglegra en manneskj- an. Hún nam söng við LHÍ, í Den Haag og í Saarbrücken. Snæbjörg nam einnig við LHÍI og síðar í Stuttgart. Hátíðartónleikar í Akureyrarkirkju Snæbjörg Gunnarsdóttir Maxi Jazz, söngvari bresku raftónlist- arsveitarinnar Faithless, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést í svefni. Faithless var stofnuð árið 1995 og frá byrjun voru meðlimir kjarna sveitarinn- ar þau Rollo, Sister Bliss og Maxi Jazz. Fyrsta plata þeirra, Reverence, sló strax í gegn og seldust smáskífurnar af henni í yfir einni milljón eintaka. Á annarri plötu þeirra sem kom á markað árið 1998, Sunday 8PM, er vinsælasta lag sveitarinnar, „God Is A DJ“. Maxi Jazz hefur notið mikilla vinsælda og virðingar innan danstónlistarsenunnar, þar sem hann hefur verið áberandi um langt árabil, og hafa margir tónlistarmenn minnst hans með virðingu um jólin. Hann hefur verið sagður góður og heiðvirð- ur maður, búddisti sem var líka frábær plötusnúður. Maxi Jazz, söngvari Faithless, allur Maxi Jazz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.