Fréttablaðið - 05.01.2023, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.01.2023, Blaðsíða 19
Svo virðist því sem stöðugur hægri hug- myndameirihluti í tíu ár sé að hverfa. Þrjár skoðanakannanir hafa verið birtar fyrir og eftir áramót á Vísi, í Fréttablaðinu og RÚV. Þær sýna allar mjög eindregna sveiflu til vinstri. Á milli kosninga er jafnan áhugavert að lesa af loftvog ein- stakra flokka og ríkisstjórna. Ef við hugsum okkur pólitíkina sem fljót má svo stundum lesa úr könnunum hvernig hugmynda- fræðilegur straumþungi færist á milli álanna í miðju þess og svo til hægri og vinstri. Hægri meirihluti veltur Það er ekki alls kostar einfalt að raða flokkum til hægri og vinstri við miðjuna. Beggja vegna mið- línunnar er svo verulegur munur á flokkum næst henni og fjærst. Mín skilgreining er þessi: Hægra megin eru: Framsókn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur. Vinstra megin eru: Flokkur fólks- ins, Sósíalistaflokkurinn, Píratar, Samfylking og VG. Nýju kannanirnar sýna að flokkar vinstra megin við miðju hafa 52 til 55 prósenta fylgi nú um áramótin en þeir fengu 44 prósent atkvæða í kosningunum 2021. Þetta er mjög afgerandi sveifla. Þegar litið er til f lokka hægra megin við miðju í baksýnisspegli höfðu tveir þeirra meirihluta 2013, þrír 2016, fjórir 2017 og þeir fengu svo 56 prósenta fylgi 2021. Svo virðist því sem stöðugur hægri hugmyndameirihluti í tíu ár sé að hverfa. Í spor VG frá 2017 Skýringarnar á þessari sveiflu geta verið margslungnar. Sveiflur í könnunum milli kosninga eru aukheldur algengar. Þetta er vís- bending um augnabliksstöðu en ekki endilega kosningaúrslit eftir rúm tvö ár. Allir f lokkar hægra megin við miðju gefa eftir. En vinstra megin við hana halda allir f lokkar stöðu sinni eða bæta hana, nema VG. Mestu munar um gífurlega fylgisaukningu Samfylkingar. VG hefur verið öflugasti f lokkurinn á vinstri vængnum í nærri áratug. Samfylkingin tekur nú aftur við því kefli. Ný forysta Samfylkingar hefur einfaldað skilaboðin til kjósenda með því að draga einn rauðan þráð úr breiðum vef. Hún segir að það sé kjarni gömlu jafnaðarstefnunnar. Sá kjarni virðist vera mjög svipaður boðskap VG í kosning- unum 2017, sem var mikil aukning útgjalda til velferðarmála og að sama skapi bæði sértæk og veruleg almenn hækkun skatta. Þetta skilar Samfylkingu ríflega því fylgi sem VG fékk í þeim kosningum. Breiddin horfin Um nokkurn tíma hafa Framsókn, Samfylking og Viðreisn staðið næst miðjunni frá hægri og vinstri. Ein- hverjir kunna því að spyrja hvort tvöföldun á fylgi Samfylkingar geti ekki alveg eins verið til marks um að miðjan sé að styrkjast eða haldi sjó. Freistandi væri að líta svo á. En horfa þarf til þeirra málefna, sem Samfylkingin hefur lagt á hilluna. Ný forysta hennar hefur ýtt út af borðinu hugmyndum um að styrkja samkeppnisstöðu atvinnu- lífsins og örva framleiðni með aukinni Evrópusamvinnu. Hún hefur líka sett til hliðar hug- myndir um að styrkja velferðina og heilbrigðiskerfið með því að lækka vaxtagjöld ríkissjóðs með kerfisbreytingu í peningamálum. Þá talar hún ekki lengur fyrir markaðslausnum til að ákveða hækkun á auðlindagjaldi. Málefnalega breiddin er horfin. Straumþunginn í miðju fljóti er því minni en áður. Marglitur vefur Kannanirnar sýna þreytu með þá kyrrstöðu, sem fylgt hefur ríkis- stjórnarsamstarfi jaðranna. En er skynsamlegasta andsvarið við henni að efla vinstri jaðarinn? Aukin ríkisútgjöld og samsvar- andi hækkun skatta eru vissulega einföld skilaboð. Hvort heldur horft er á hags- muni samfélagsins frá sjónarhorni atvinnulífsins eða velferðarkerfis- ins er það aftur á móti slæmur kostur, sem ekki leysir kerfisleg vandamál. Pólitískar einfaldanir hafa stöku sinnum verið reyndar en sjaldan með árangri. Nútímasamfélag er breiður marglitur vefur en ekki einn rauður þráður. Umræðan Þrátt fyrir hægri hugmyndameiri- hluta í tíu ár hefur aðeins ein af þremur ríkisstjórnum verið alfarið þeim megin. Vinstri sveifla þýðir því ekki sjálfkrafa vinstri stjórn. Flokkarnir næst miðju eru ólíkir. En finni forystumenn þeirra ekki snertifleti til samstarfs um umbreytingar og stöðugleika benda þessar nýju kannanir til að einfaldar jaðarhugmyndir lengst til vinstri verði ráðandi. Umræðan á eftir að skýra betur hvert breytt straumfall leiðir. Svo gæti hún líka breytt straumfallinu aftur. n Vinstri sveifla Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is Fasteignablaðið Fasteignablað Fréttablaðsins kemur út alla þriðjudaga FIMMTUDAGUR 5. janúar 2023 Skoðun 15Fréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.