Fréttablaðið - 05.01.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.01.2023, Blaðsíða 20
Verkin verði látin tala inni á vellinum Leikir ÍsLands á HM 2023 12. janúar gegn Portúgal 14. janúar gegn Ungverjalandi 16. janúar gegn Suður-Kóreu Aron Guðmundsson aron @frettabladid.is mati Guðmundar líkt og íslenska landsliðið sé bara búið að tryggja sér sæti í milliriðlum. „Við erum ekki komnir þangað, við þurfum að byrja á skrefi eitt. Þetta er það sem ég lagði mikla áherslu á og ræddi núna strax á fyrsta liðsfundi okkar í þessu verk- efni. Við höfum trú á okkur og allt slíkt, ekki misskilja mig. Það er bara mjög mikilvægt fyrir okkur að taka eitt skref í einu. Einbeita okkur að því sem skiptir máli.“ Forréttindastaða Guðmundur hefur verið á ákveð- inni vegferð með íslenska lands- liðið undanfarið ár og segja má að hápunktinum til þessa hafi verið náð á síðasta stórmóti þar sem liðið, þrátt fyrir mikil skakkaföll vegna Covid-19, endaði í 6. sæti á EM. Væntingarnar til liðsins frá því stórmóti hafa stigmagnast. Íslenska landsliðið hef ur úr mörg um heimsklassa-leikmönnum að velja, fólk er farið að láta sig dreyma um verðlaun á stórmóti á nýjan leik. Guðmundur er marg reyndur þjálfari í íþróttinni, kann að vinna til verðlauna með íslenska lands- liðinu en hvernig tæklar hann þessa stöðu sem upp er komin, þar sem væntingarnar sem gerðar eru til liðsins eru mjög miklar? „Við héldum mjög góðan liðsfund núna í upphafi verkefnisins þar sem að við fórum yfir stöðuna. Staðan er sú að það ríkja miklar væntingar til liðsins meðal íslensku þjóðarinnar, það er mikil athygli á liðinu. Við þurfum að taka þessar væntingar og líta á þær sem forréttindi. Það séu forréttindi að fólk hafi væntingar til þess sem við erum að gera. Að því sögðu þarf lið eins og við, Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, segir liðið á leið í afar erfitt verkefni á HM. Ísland sé í erfiðasta riðli móts- ins og þrátt fyrir að athyglin og væntingarnar sem liðið sé að fá frá þjóðinni séu miklar og af hinu góða, sé liðið ekki búið að vinna neina leiki, taka verði eitt skref í einu. HandBOLTi „Ég hef fína tilfinningu fyrir þessu,“ segir Guðmundur við Fréttablaðið eftir æfingu landsliðs- ins í vikunni um komandi heims- meistaramót í handbolta. „Staðan er hins vegar bara þannig að við erum í langerfiðasta riðli mótsins. Það er enginn annar riðill sambærilegur þessum D-riðli.“ Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Suður-Kóreu á HM. Riðill liðsins verður spil- aður í Kristianstad í Svíþjóð og af áhuga þjóðarinnar, væntingum og umfjöllun fjölmiðla að dæma er búist við miklu af liðinu á kom- andi móti. Guðmundur lítur þetta jákvæðum augum. „Það er jákvætt að það sé athygli á liðinu, jákvætt að fjölmiðlar séu að fjalla um liðið og fólk að tala um það en á endanum snýst þetta um að við náum að gera okkar hluti vel, undir- búa okkur vel. Einbeitum okkur að þessu verkefni, sem er mjög snúið.“ Gömul klisja en sígild Við erum þakklátir fyrir alla umfjöllun og athygli, á því leikur enginn vafi, og við höfum bullandi trú á okkur. Liðið spilaði mjög vel á síðasta stórmóti, en það var síð- asta mót. Það er nú bara þannig í íþróttum að þú ert ítrekað að ganga í gegnum nýjar prófraun, á þig er reynt upp á nýtt.“ Að þessu sinni sé staða mála bara þannig að taka þurfi eitt skref í einu. „Þetta er gömul klisja, en hún er bara sígild og við lýði. Við erum ekki komnir neitt lengra en það. Fyrsti leikur okkar er gegn mjög góðu liði Portúgals. Þetta er and- stæðingur sem við höfum unnið í gegnum tíðina en líka tapað á móti. Eftir það bíður okkar ógnarsterkt lið Ungverja. Þetta eru verkefnin sem við erum að fara í.“ Það sé rosalega auðvelt að tala fram hjá þessum staðreyndum að Árangur Guðmundar sem landsliðsþjálfara Íslands á HM Guðmundur hefur í þrígang tekið við íslenska karlalandsliðinu í handbolta á sínum ferli og á að baki langan stórmótaferil með liðið sem þjálfari. Best hefur liðið náð 6. sæti á HM undir hans stjórn. Þess ber þó að geta að Guðmundur er maðurinn á bak við silfur- medalíu Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsið á EM 2010. 2003: 7. sæti 2011: 6. sæti 2019: 11. sæti 2021: 20. sæti Við höfum trú á þessu liði sem við erum nú með í hönd- unum, á því leikur enginn vafi. sem fær mikla athygli og fólk ber miklar væntingar til, að ná að tak- ast á við þá stöðu. Fyrst og síðast þurfum við að einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli í þessu, næsti leikur okkar í þessu móti sem er núna fyrsti leikur okkar gegn Portúgal. Það er fullt af fólki, þjálfarar og sérfræðingar sem eru að tala um liðið, það er bara jákvætt að fólk hafi skoðun á þessu og tjái sig, en á endanum snýst þetta um að láta verkin tala inni á vellinum. Það er það sem ég hef tekið frá mínum ferli í þessari íþrótt.“ Á góðri leið „Við höfum trú á þessu liði sem við erum nú með í höndunum, á því leikur enginn vafi. Við vitum líka að okkar bíða frábær lið á þessu móti. Við höfum lítinn tíma til þess að stilla saman strengi fyrir þetta mót og það þarf mjög margt að heppnast á þessum skamma tíma.“ Það eru öll tæki og tól nýtt í þessum stutta undirbúningi sem íslenska landsliðið fær. Allar æfing- ar liðsins eru teknar upp og svo fara þær upptökur í hendur Guðmundar sem greinir þær í þaula, reynir að finna það sem betur mætti fara. Síðan er farið yfir niðurstöður Guð- mundar á liðsfundi. Fókusinn hefur verið mikill á varnarleik liðsins. „Að við náum honum í gang. Sóknargeta liðsins er mjög mikil og ég hræðist sóknarleik okkar minna því ég tel okkur vera með mjög sterk vopn í vopnabúrinu þar. En það er oftar en ekki snúnara að ná varnarleiknum saman. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að okkar leikmenn eru flestir að spila svipuð kerfi sóknarlega með sínum félagsliðum. Varnarleikurinn er hins vegar mjög mismunandi milli liða þar sem mismunandi áherslur eru við lýði. Það krefst mikils að ná þessu í gott stand.“ Til þess að slípa liðið betur saman fyrir upphaf HM mun íslenska landsliðið leika tvo æfingaleiki við Þýskaland um komandi helgi. Guð- mundur segir afar kærkomið að fá þá leiki í undirbúninginn. „Það er mjög mikilvægt. Hins vegar mun ég í þessum leikjum nýta mér alla þá leikmenn sem standa mér til boða og notfæra mér þessa tvo leiki á mismunandi hátt.“ n 16 Íþróttir 5. janúar 2023 FIMMTUDAGURÍþRóTTIR Fréttablaðið 5. janúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.