Fréttablaðið - 05.01.2023, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.01.2023, Blaðsíða 26
Hvíta tígrisdýrið er ævintýra- verk fyrir börn og fullorðna eftir leikhópinn Slembi- lukku. Hin þekkta gaman- leikkona Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikur í verkinu eftir tólf ára pásu. Leikhópurinn Slembilukka frum- sýnir leikritið Hvíta tígrisdýrið í samstarfi við Borgarleikhúsið um helgina. Verkið er barnasýning sem hentar þó fyrir alla aldurshópa. „Þetta verk kemur til vegna þess að það er eins og við þúsaldarkyn- slóðin séum svolítið að gera upp fortíðina við fjölskyldur okkar og foreldra. Fleira fólk er að uppgötva að fjölskyldumynstur þeirra eru ekki í lagi, fjölskyldur eru að laga svolítið til í sínum málum þessa dagana, þannig að þetta verk talar inn í það. Þetta er í rauninni svipað og er talað um í teiknimyndunum Encanto og Turning Red, það virðist vera einhver svona bylgja af því að það er ekkert endilega vondur kall í ævintýrum heldur er vondi kall- inn aðstæðurnar eða lærð hegðun,“ segir Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, höfundur verksins. Dularfullt ævintýraverk Um er að ræða dularfullt ævin- týraverk um þrjú börn sem kallast Gírastúlkan, Klakadrengurinn og Ósýnilega stúlkan sem finna óvænt hugrekki til að mæta hættum sem leynast í skuggum háaloftsins þar sem þau búa undir ógnarstjórn Konunnar með kjólfaldinn. „Þetta eru þrír krakkar sem hafa búið á háalofti í óteljandi ár og þau fylgja alltaf sömu reglum og sömu uppbyggingu á öllu. Konan með kjólfaldinn er forráðamaður þeirra og ræður hvernig allt er. Síðan kemur óvænt fiðrildi inn á háaloftið og þá fara krakkarnir að spyrja sig hvort allt sem hún segir um heiminn úti sé í alvöru satt. Hún er búin að segja þeim að það sé allt svo hrikalegt fyrir utan háaloftið og það sé bara best að þau séu inni, en það er ekkert rosa næs að vera þarna Verk fyrir barnið í okkur öllum Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir segist hafa gengið með verkið Hvíta tígrisdýrið í maganum um fjögurra ára skeið. Fréttablaðið/ Valli Guðlaug Elísabet fer með hlutverk Konunnar með kjólfaldinn og með hlutverk krakkanna þriggja fara þau Jökull Smári Jak- obsson, Laufey Haraldsdóttir og Þuríður Blær. Mynd/leiFur Wilberg OrrasOn steingerður steinarsdóttir, verkefna- og rit- stjóri Samhjálpar, segir lesendum Fréttablaðsins frá listinni sem breytti lífi hennar. „Þegar ég hugsa til baka held ég að áhugi minn á list hafi beinlínis kviknað undir borðstofuborðinu á æsku- heimili mínu. Mamma hvíldi sig frá annasömu heimili með því að leggjast upp í sófa þegar færi gafst og lesa upphátt fyrir sjálfa sig úr einhverjum af mörgum ljóða- bókum í heimilisbókasafninu. Hljómurinn í röddinni breyttist þegar hún gerði þetta og það var auðheyrt að hún bæði lifði sig inn í hugsun skáldsins og hafði tilfinn- ingu fyrir þeim aðferðum sem það notaði til að yrkja. Ein bók varð oft fyrir valinu en það var þýðing Magnúsar Ásgeirs- sonar á The Ballad of Reading Gaol eftir Oscar Wilde, eða Kvæðið um fangann eins og það hét í þýðingunni. Mamma hafði keypt frumútgáfu hennar, tölusett eintak í skinnbandi, þegar hún, ung kona nýkomin til Reykjavíkur, vann á Mjólkurbarnum. Það var veitingastaður á Laugavegi í húsi Mjólkursamsölunnar sem seinna varð Þjóðskjalasafn Íslands. Þar var framreiddur heitur matur í hádeginu og kaffi í eftirmiðdaginn fyrir vinnandi menn í nágrenninu og þar kynntist hún pabba. En bókin var dýr og hjó talsvert skarð í mánaðarlaun láglauna- konu í Reykjavík um miðjan sjötta áratug síðustu aldar og samstarfs- konur hennar skildu ekkert í henni að kjósa fremur að kaupa ein- hverja ljóðabók en nýja púðurdós eða flottan varalit. Þýðing Magn- úsar er hins vegar svo áhrifamikil og flott að mér finnst hún betri en upprunalega ljóðið sem ég las full- orðin kona. Í dag á ég þessa bók og hún skipar heiðurssess í hillunni hjá mér og í hvert sinn sem ég dreg hana fram verður mér hugsað til mömmu og þessara stunda þegar ég faldi mig undir borðinu til að trufla ekki lesturinn og naut þess galdurs sem skáldskapur er.“ n Kvæðið um fangann eftir Oscar Wilde hafði mikil áhrif á Steingerði Steinarsdóttur. Fréttablaðið/getty n Listin sem breytti lífi mínu Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is inni vegna þess að það er líka hvítt tígrisdýr sem dvelur í veggjunum,“ segir Bryndís. Að sögn Bryndísar fjallar verkið um það þegar krakkar byrja að finna sína rödd, spyrja spurninga og hugsa sjálfstætt. „Verkið er bara skrifað fyrir fólk. Við erum öll með barn inni í okkur og núna undanfarið hafa margir fullorðnir verið að átta sig á því að barninu þeirra líður ekki sem best vegna þess að þau vissu ekki betur. Þetta er skrifað fyrir alla sem hefur liðið illa heima hjá sér,“ segir hún. Geymslur og skúmaskot Leikhópurinn Slembilukka setti áður upp verkið Á vísum stað í Borgarleikhúsinu 2021 þar sem þau fjölluðu um það sem leynist í geymslum landsmanna. Bryndís segir Hvíta tígrisdýrið hafa búið í hausnum á henni í um fjögur ár og þótt verkin tvö séu ólík þá eiga þau ákveðna snertifleti. „Það sem verkin eiga sameiginlegt og er svolítið fyndið er að þau ger- ast bæði í geymslum. Hvíta tígris- dýrið gerist á háalofti og Á vísum stað fjallar um geymslur. Það sem við komumst að í rannsóknum á geymslum, sem hefur nýst okkur í þessu verki, er að fólk geymir svo mikið af óuppgerðum málum þar. Það sópar þeim upp á háaloft og svo eru þau bara þar, síðan er það sársaukafullt að opna hlerann og athuga hvað er í gangi þarna uppi.“ Þannig að þú ert svolítið heilluð af geymslum og skúmaskotum? „Já, ég bara elska þetta. Þetta kemur bara frá því að vera að grafa snjóhús í skafli þegar maður er lít- ill. Krakkar vilja bara troða sér alls staðar,“ svarar Bryndís og hlær. Gulla aftur á leiksvið Með hlutverk konunnar með kjól- faldinn fer leikkonan Guðlaug Elísa- bet Ólafsdóttir. Gulla, eins og hún er kölluð, var lengi ein þekktasta gamanleikkona Íslands og snýr nú aftur á sviðið eftir tólf ára fjarveru. „Við bara fórum yfir listann á leikkonum á aldri sem okkur fannst vera réttur. Okkur fannst svolítið spennandi að fá konu sem hefur sérhæft sig í björtum og fyndnum hlutverkum til þess að leika ein- hverja manneskju sem á erfitt, af því þá er hún svona eins og trúður sem er svolítið góður í að breiða yfir vanlíðan, þannig að hún verður tví- laga. Okkur langaði ekki í leikkonu sem væri vön að leika konur sem eru grimmar eða dökkar, okkur langaði í bjarta og fjöruga leikkonu. Það sem við komumst síðan að, af því við þekktum Gullu ekki neitt, er að hún er búin að passa upp á barnið í sér svo ofboðslega vel. Hún skilur alveg fullkomlega hvað er í gangi og tengir svo innilega við allt.“ Umbúðalaust góður jarðvegur Leikstjóri Hvíta tígrisdýrsins er Guðmundur Felixson og tónskáld verksins er Eygló Höskuldsdóttir Viborg úr Slembilukku. Með hlut- verk krakkanna þriggja fara Jökull Smári Jakobsson, Laufey Haralds- dóttir og Þuríður Blær Jóhanns- dóttir. „Þau eiga það sameiginlegt að þau eru öll mjög forvitin og finnst ótrúlega gaman að leika sér, pota og finna. Ég held að flestir í þessum hópi hafi ekki týnt barninu í sér og mér finnst það mikilvægast við það að gera verk fyrir börn og fullorðna um það að vera lítill í sér,“ segir Bryndís. Verkefnið Umbúðalaust í Borgar- leikhúsinu hlaut Sprota ársins á Grímunni 2022 og kveðst Bryndís vera mjög þakklát Borgarleikhús- inu fyrir að hafa tekið svo vel á móti Slembilukku og tveimur sýningum þeirra. „Við erum svo þakklát fyrir að Borgarleikhúsið hafi veitt okkur stökkpallinn í Umbúðalaust og síðan haft okkur áfram í þessu verki. Það sést svo vel hvað Umbúðalaust er góður jarðvegur fyrir nýja hópa,“ segir hún. n 22 Menning 5. janúar 2023 FIMMTUDAGURFréttabLaðiðMennInG FréttabLaðið 5. janúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.