Fréttablaðið - 05.01.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.01.2023, Blaðsíða 16
Í LHÍ er allt önnur áhersla á sjálfstæða hugsun og vinnu- brögð sem var líklegast það erfiðasta við námið. Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid. is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. K AV IT A Vintage golluna keypti Halldór í New York og buxurnar eru frá Craig Green. Hér klæðist Halldór vintage snákaleður- vesti sem hann keypt á Ítalíu. Leðurbux- urnar hannaði hann sjálfur og saumaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Útskriftarlína Halldórs síðasta vor, að ofan og neðan, bar nafnið Neon Moon. MYND/BERGLAUG PETRA GARÐARSDÓTTIR Spurt og svarað Hvernig fylgist þú helst með tískunni? Instagram er mjög gott tól. Síðan eru nokkur blogg sem ég skoða, eins og dieworkwear.com sem inniheldur mjög gott efni um almenna herratísku og alls konar fleiri Tumblr-síður sem er gott að fara í gegnum ef mann vantar inn- blástur. Hvar kaupir þú helst fötin? Ég reyni að kaupa mest notuð föt, þá í Rauða kross- inum, Hertex eða einhverri „vintage“ búð. Eftir að ég fór að vinna og eignast meiri pening hef ég keypt meira á netinu í gegnum Grailed eða Farfetch og stundum finnur maður eitthvað gott á eBay. Hvaða litir eru í mestu uppáhaldi? Ég er til í næstum alla liti. Nýlega keypti ég neonbleika sokka frá UVU og svo er ég búinn að vera mikið í gulri gollu sem ég keypti í New York. Ef það er einn litur sem ég elska þá er það mosagrænn litur. Ég þarf að halda aftur af mér að kaupa ekki of mikið af fötum í þeim lit. Áttu minningar um gömul tískuslys? Ég var stundum að vinna með að vera í öllu rauðu, skyrtu, slaufu, gler- augum, buxum, sokkum og skóm, allt í rauðu. Maður var ófeiminn í gaggó. Hvaða þekkti einstaklingur er svalur þegar kemur að fatnaði? Ég hef undanfarið verið að skoða mikið tvo goðsagnakennda tónlistar- menn, Prince og Lenny Kravitz. Þeir eru báðir með alvöru kynþokka og ófeimnir við að ögra aðeins staðalímyndum. Svo eru minna þekktir menn eins og Justin Boone og Alexander Roth sem eru með virki- lega flottan fatastíl og duglegir að pósta á Instagram. Ég fæ mikinn innblástur frá þeim. Hvaða flíkur hefur þú átt lengst og notar enn? Woolrich-ullarjakki sem ég keypti á Ítalíu 2017 er líklegast elsta flíkin sem ég nota enn þá. Síðan fékk ég Chippewa boots frá foreldrum mínum í útskriftargjöf úr MR sem ég nota enn. Áttu eina uppáhaldsflík? Það er gamall Toby Keith-bolur sem vinur minn Sigurður Darri Björnsson gaf mér eftir að hann kom heim frá Boston 2019. Toby Keith er einn af mínum uppáhalds kántrísöngvurum og ég hlustaði mikið á hann þegar ég bjó í Bandaríkjunum sem barn. Þessi bolur er mér mjög kær vegna þess að Siggi Darri lést árið 2020 í slysi við Esjuna. Bolurinn minnir mig á hann og vináttu okkar í gegnum MR og HÍ. Notar þú fylgihluti? Ég verð að vera með góða fylgihluti því þeir gera svo fárán- lega mikið fyrir lúkkið. Þar má nefna nokkra flotta „vintage“ silfurhringi, silfureyrnalokka og silfurhálsmenn. Síðan er alltaf gott að vera með eitt stykki „tote bag“ eða góðan „messenger bag“. starri@frettabladid.is Halldór Karlsson, sem útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands vorið 2022, segist alla tíð hafa haft gaman af fötum og um leið verið ófeiminn við að klæðast óvenjulegum flíkum í æsku. „Með tímanum þróaðist svo áhugi minn enn frekar á fötum og fatahönnun. Ég ákvað að hefja nám í fata- hönnun eftir að ég áttaði mig á því að tíminn sem ég átti að eyða í að læra í fyrra námi mínu í verkfræði, fór að mestu í að skoða föt og tísku. Því fannst mér upplagt að slá tvær flugur í einu höggi og gera bæði á sama tíma með því að hefja nám í fatahönnun.“ Utan fatahönnunar er Halldór mikill áhugamaður um CrossFit og stundar það af krafti í Mjölni. „Ég elska líka góðar sci-fi bækur, suður-kóreskar spennumyndir og síðan er ekkert betra en að lesa gott Manga (japanskar mynda- sögur) á sunnudagsmorgni. Líklegast mun ég þó aldrei elska neitt eins mikið og rauða Hilux x cab ’91 pall- bílinn minn.“ Áhersla á sjálfstæði Námið í LHÍ reyndist vera mjög krefjandi. „Þar var ég að fást við töluvert öðruvísi verkefni en í verkfræðinni þar sem allir nemendur fengu sömu heimadæmin og þar af leiðandi sömu svörin (eða villur). Í LHÍ er allt önnur áhersla á sjálfstæða hugsun og vinnubrögð sem var líklegast það erfiðasta við námið en um leið það sem ég bý mest að í dag.“ Að kynna eigin hönnun fyrir nemendum og kennurum er mjög erfitt að hans sögn og ber- skjaldar mann ótrúlega mikið. „Þá skiptir öllu að standa með sjálfum sér. Það er auðvelt að skoða það sem er vinsælt núna og fela sig á bak við það. En að hanna eitthvað sem þú fílar sjálfur, en ert óviss með að aðrir geri, þá ertu að stefna í rétta átt.“ Hraði og stress Í vetur hefur Halldór starfað við gerð HBO-sjónvarpsseríunnar True Detective: Night Country þar sem hann vinnur í búninga- deildinni. „Þetta er fyrsta kvik- myndaverkefnið sem ég tek að mér og mér finnst þetta vera skemmti- legur bransi. Hér er mikill hraði og oft stress en það er bara gaman. Annars er ég óviss um hvað tekur við þegar ég klára þetta verkefni. Annað hvort fer ég í annað kvik- myndaverkefni ef eitthvað gott býðst eða þá í smá frí og byrja svo að hanna og selja eigin föt.“ n 2 kynningarblað A L LT 5. janúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.