Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Blaðsíða 3
9. hefti
ÓTRÚLEGT - EN
I. árg. Reykjavík 31. júlí 1940
Örlog keisarahjónanna.
Fáir konungbornir menn hafa þótt glæsilegri og mentaðri en
Ferdinand Maximilian Joseph, erkihertogi af Austurríki. Hann var
fæddur 1832 og var yngri bróðir Franz Joseps, Austurríkiskeisara.
Hann var afburða tungumálagarpur og lagði stund á náttúruvísindi
moð svo miklum árangri, að Humboldt sjálfur dáðist að honum.
Tuttugu ára gamall var hann orðinn sjóliðsforingi, og sem slíkur
gat hann sér góðan orðstýr, og kom í verk ýmsum athyglisverðum
umbótum, er vóktu aðdáun. Þegar hann var tuttugu og fimm ára
að aldri heimsótti hann Leopold Belgíukonung og þar sá hann í
fyrsta skifti hina yndisfögru Carlottu. Hún var þá aðeins seytján
ára, há og tíguleg. Hún var einnig vel mentuð og tungumálagarpur,
eins og hann, og talaði og ritaði frönsku, þýsku, ensku, ítölsku og
spænsku. Þau feldu ástarhug hvort til annars, og brúðkaup þeirra
fór fram með þeim glæsileik, e,r þeim sæmdi.
Ungu hjónin reistu sér veglega höll við Adriahafið, er líktist
öllu meira Aladinshöll e-n bústað menskra manna. Höllin var látin
heita Miramar. En þótt fegurð hallarinnar og umhverfisins væri
töfrandi, þá fullnægði hún ekki hinni ungu hertogafrú til lengdar.
Hirðsiðir og valdafíkn heilluðu, hug hennar. Hún varð því harla glöð.
þegar manni htnnar bauðst jarlsdæmi í Langbarðalandi, er þá tii-
heyrði Austurríki. Hann þáði bcðið mestmegnis konu sinnar vegna.
Hirð ungu hjónanna í Milan gaf Vínarhirðinni lítið eftir að
gia'sileik. Stórhóf og dansleikir voru þar næstum daglegir viðburðir,
en svo fór að lokum, að harðar aðfinslur bárust frá hirðinni í Vín-
arborg þess efnis„ að eyðslusemin keyrði úr hófi fram. Og enda þótt
Maximilian væri að ýmsu leyti vel til embættisins f^llinn, þá varð
hanr að segja af sér eftir tveggja ára stjórn. Ungu hjónin fóru aft-
ur til Miramar og undí Maximilian sér þar hið besta, eftir allan
veisluglauminn við hirðina í Milan.
En öðru máli var aó gegna með konu hans. Henni leiddist kyrð-
in í Miramar og fanst höllin engu betri en fangelsi. Hún þráði að
vera þar, sem fegurð hennar og mentun gátu notið sín til fulls.
Tækifærið bauðst von bráðar.
1 septembermánuði 1836 kom sendinefnd frá Mexico, að undir-