Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Page 6
Mcmnshöfuð
til sölu.
Þessi mynd er af manns-
höfði, sem- selt. var fyrir
fáum árum í Panama City
fyrir tæpa hundrað doll-
ara. Höfuðið er á stærð við
venjulegan gúmmíbolta og
hárið er 19 þumlunga á
lengd. Fyrir nokkrum ár-
um var höfuðið lífi gætt
og eðlilega stórt og sat á
herðum lífsglaðs Jivaro-
Indíána í hitabeltisskógum
Perú. En Indíáni þessi var
svo óheppinn að missa lífið
— og höfuðið, sem sigur-
vegarinn hjó af búknum,
og minkaði niður í þá
stærð, sem það hefur nú.
Það er sem sé ævagam-
all siður meðal Jivaro-Ind-
íánanna í Perú, að taka
mannshöfuð og minka þau
niður í hnefastærð. Siður
þessi hefur síðari árin ver-
ið bannaður með lögum, en
það hefur ekki tekist að
bæla hann niður með öllu,
því að Jivaro-Indíánarnir
halda áfram í laumi, að
iðka þessa gömlu »kúnst«, og smigla höfðunum inn í Panama, þar
sem þau eru seld hæstbjóðanda, eins og hver önnur bannvara.
Um fjölda mörg ár var það algerlega myrkri hulið, hvernig Indí-
ánarnir færu að því, að minka mannshöfuð og láta það halda lög-
un sinni. Margir hafa reynt að komast að leyndardómi þessum. Sagt
er frá því, að einu sinni hafi þýskur vísindamaður farið inn í land
Jivarot-Indíánanna — Pongo de Seriche — til þess að komast að
leyndardómi þeirra, en sex mánuðum síðar var uppþornað manns-
Framh. á bls. 156.
144
óTRúLEG’T — EN SAT'T