Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Page 7

Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Page 7
F. v. LUCKNER GREIFÍ: HAFÖRNINN í fyrstu köflum framhaldssögunnar segir höf. frá því, er hann strauk að heiman á 14. ári og gerðist sjómaður. Pessir kaflar eru að mestu sjálfstæðar frásagnir og verður nú farið fljótt yfir sögu. I. Melbourne höfðum við farmskifti og tókum síðan kcJafarm frá Newcastle og fluttum til Chile. ®g hélti nýjárshelgina hátíðlega með þriggja daga betrunarþjús*- vist. Það var í Chile, Þar um slóðir er mikið um clýrðir um áramótin og sjómenn láta sjaldnast ganga, sér úr greipum þau tækífæri sem gefast til að skemmta sér er þeir eru í höfnum. Við hugðum því gott til glóðarinnar. En það fór því miður svo, að ég kunni mér ekki hóf og drakk nokkru meira en hæfilegt var. Ég varð fráskila við skipsféiaga inína og er ég loks ákvað aö leita skipsins fannst mér ég nauðsynlega verða að fara allra sfyztu leið niður til hafnarinnar. En það vildí þá svo óheppilega til að ég lenti í svínastíu bónda eins og fann enga leið þaðan burt. Ég hafði nú svo hátt að eigandi svínanna komst á kreik og var hann ekkert ástúðlegur ásýndum. Ég bað hann bless- aðan að vísa mér stytztu leiðina til skips. Hann tók því vel og svo iögðum við af stað. En þarna var ég illa svikinn, bóndinn hafði mig grunaðan um grísaþjófnao og áður en ég vissi af vorum við komnir á lögreglustöðina, þóttist svínaeigandinn vel hafa veitt cg vísað mér hina einu réttu leið í betrunarhúsið, þar sem karlar af mínu tagi ættu, heima. Þarna varð ég að dúsa í þrjá daga, illur í skapi, enda hungraður. Hátíðamaturinn var vatnsþunn hrísgrjónasúpa, Ég snerti ekki við henni til mikillar gleði fyrir fangelsisrotturnar. Það hafði fréttzt urn borð hvar ég væri niðurkominn og reyndu skipsfélagar mínir að íá skipstjórann til að hlutast til um að ég yrði látinn laus, en hann vildi ekkert skifta sér af þessu: >>Við skulum bara'Iofa honum að sitja inni«, sagði hann, »það vasar ekki um hann og það eru hvíldardagar hvort eð er«. Að þrem dögum liönum gerðu yfirvöldin stýrimanninum okk- ar boð um að koma og sækja mig. 1 Chile tókum við saltpétursfarm og förinni var heitið til Ply- mouth. Við fengum hið versta veður og vorum 120 daga á leiðinni og allir bramlaðir og brotnir er við komum til hafnar, Þar var öl! OTRúLEGT — EN SATT 145

x

Ótrúlegt en satt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ótrúlegt en satt
https://timarit.is/publication/1765

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.