Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Síða 11
nú loks er þýzkt, skip Jiafði komið í höfn og' cg liafði þráð að fa
að lreyra móðurmál mitt, skyldi ég vera rekinn í land og kallaður
»ræfill«.
Mörgum árum seinna sagði ég keisaranum frá þessu atvild.
Hann horfði þegjandi á mig nokkur augnablik, svo sagði hann viö
þá sem viðstaddir voru: »Það væri dálítið gaman að því, að gera
Luckner greifa að yfirnjanni á Panther«. — Nokkrum seinna fékk
ég tilkynningu um, að samkvæmt skipun keisarans væi'i mér falin
stjórn skipsins.
Hið fyrsta sem ég gerði er ég kom um borð í þetta glæsilega
skip, var að ganga rakleitt þangað sem ég hafði setið meö hinum
vingjarnlegu. félögum rnínum, hásetunum. Nú var ég sjálfur liðs-
foringi með hvíta skó cg fallega einkennishúfu. Nú var hér enginn
sem sagði: »Kast.ið þessum ræfli í land«.
Svona breytast tímarnir og mennirnir með.
Ég skal geta þess að hásetarnir á Panther reyndust mér vel.
Þeir útveguðu mér nýjan alfatnað og’ skömmu seinna tókst mér að
fá vinnu hjá hafnarverðinum í Jamaica og við það undi ég unz
mér tókst að komast í skipsrúm.
IV.
Aftur í skóla.
Ég' var nú í förum enn um skeið á ýmsum skipum m. a. á norsku
skípi. Þá lærði ég norsku ,svo vel að ekki mátti heyra á mæli rnínu
að það væri ekki móðurmál mitt, Þessi málkunnátta kom sér vel
fyrir mig síður, eins og frá mun verða sagt.
Að lokum lá svo leið mín til Hamborgar og nú hug'ði ég til
skóíagöngu., En er til Hamborgar kom, var mér tjáð að til þess að
fá að ganga undir stýrimannapróf yrði ég að hafa verið nokkurn
tíma á gufuskipi. Ég liafði alltaf verið á seglskipi.
I Hamborg réði ég mig' því á gufuskip, er var í förurn milli
Þýzkalands og Miðjarðarhafslandanna. Síðar fór ég' á stranaferða-
skip, er annaðist, flutninga á milli Rotterdam og Amsterdam og nú
átti ekkert aö vera því til fyrirstöðu að ég fengi inngöngn a sfýri-
mannaskóla,
Eg fór nú upp á sparisjóð sjómannatrúboðsins til þess að sækja
fé rnitt. Ég vissi mig eiga nákvæmlega, 3200 mörk, en mér til mik-
illar undrunar var mér sagt að ég ætti 3600 mörk í sparisjóðnum.
Ég hélt í fyrstu að það væru bara, almennilegheit, að þeir skyldu
borga mér s'7ona mikið fram yfir, ég hafði aldrei heyrt getið um
vexti af fé. Éfg þóttist, nú töluvert ríkur. Ég tók mér far til Lúbeck
því ég ætlaði á stýrimannaskólann þar.
óTRúLEGT — EN SATT
149