Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Page 12

Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Page 12
Mér var það ljóst að nú, þegar ég ætlaði að fara að ganga á sko'ia, yrði ég að vera vel til fara. Hér voru allir prúðbúnir, meó hvíti um hálsinn og með falleg hálsbindi. Það var dálítið annað en gúmmíflibbarnir, sem viö sjómennirnir lánuðum hvor öðrum er við fórum í land, þeir voru með áföstu slifsi og bindisnálin var skamm- byssulíkan úr glansandi blikki. Nei, hér dugði ekki annað en að vera fínn maður. Ég var rúmlega tvítugur er ég kom á skólann. Allir hinir gömíu og reyndu skipstjórar höfðu orðið að fara þessa sömu leið. Skólinn var það »nálarauga«, er allir ungir sjómenn, sem hugðu á frama. urðu að skríða í gegnum. Og er ég hafði búið um mig í Lúbeck, fengið mér gott herbergi og komið peningum mínum til geymslu á öruggum stað, fór ég a funci forstöðumanns skólans, Schutze prófessors. Prófessorinn var mjög viðmótsþýður maður, sem ég fann, þegar við fyrstu kynn- ingu, að ég gæti borið falslausa virðingu fyrir og traust til. Ef satt skal segja var ég nú ekkert hrifinn af því í sjálfu sér að vera aftur kominn í skóla. Ég gerði prófessorinn þegar að trúnað- armanni mínum, sagði honum hver ég væri og ágrip af því, sem á rlaga mína hofði drifið. H,ann þrýsti hönd mína er ég gekk af fundi hans og fullyrti að fjölda margir, sem minna hefðu kunnað en ég, er þeir komu í skóla, hefðu náð góðu burtfararprófi. »En þeir hafa þó a. m. k. verið skárri í reikningi en ég«. Hann spurði þá hvort ég kynni ekki brc.tareikning, óg óg varð að játa að þar væri ég mjög slakur. Ég vissi skil á því hvað helm- inguf og fjórði partur var, því það gat maður lært. á klukkunni, en hvernig finna átti út fimmta part — ja, það hafði ég ekki hug- mynd um. — »Fimmti partur« hafði aldrei orðið á vegi mínum á lífsleiðinní. Prófessorinn brosti, en sagði að þetta myndi allt lagast ef ég væri »iðinn og eftirtektarsamur«. Það var eins og kalt vatn væri látið renna niður eftir bakinu á mér, svo varð mér við að heyra aftur þessi gömlu óhugnanlegu orð. En þetta gekk nú allt betur en ég hugði, prófessorinn var mér mjög hliðhollur og hjálpsamur og ég fór smátt og smátt að líta bjartari og vondjarfari augum fram á veginn. Einhvern daginn labbaði ég inn á lítið kaffihús og fékk mér glas af öli. Á einu borðinu sá ég hvar lá »Árbók danska aðalsins«, og þar eð við Lucknerar tilheyrum einnig dönskum aðli — fletti ég upp í nafnaskránni o.g íann nafn mitt. Aftan við það stcð: »Týnd- ur«. Jæja, þá vissi ég það. Mitt. góða. ættfólk hafði gefist upp við 150 ÓTRÚLEGT — EN SATT

x

Ótrúlegt en satt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ótrúlegt en satt
https://timarit.is/publication/1765

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.