Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2022, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 23.02.2022, Blaðsíða 11
af stað, koma því í æfingar, hvetja til hreyfingar og við erum oft tölu- verðir sálfræðingar í lífi fólks,“ segir Björg og Falur bætir við: „Það sem gefur þessu starfi gildi, og er alveg ofboðslega gaman í þessu, er þegar það gengur vel og þegar við sjáum fólk ganga héðan út þegar vel hefur tekist til. Það er ekkert skemmtilegra en það.“ Hjálpum fólki að hjálpa sér sjálft Við sjáum marga hér í æfingum í tækjasal. Er það hluti af endur- hæfingunni? „Ég get sagt að við erum í dag 80% inni í sal í æfingum. Við hjálpum fólki að byrja á sinni hreyf- ingu sjálft. Þaðan getur það svo farið út í lífið og haldið áfram að hreyfa sig. Það er það sem á endanum kemur fólki áfram,“ segir Falur. Hvað er þetta stór hópur sem kemur til ykkar að jafnaði á hverjum degi? „Það eru um 200 manns að sækja hingað þjónustu á hverjum degi með fólki sem kemur hingað í æfingasal án þess að vera að koma til okkar sjúkraþjálfaranna. Það er mikil um- ferð og margir að fara í gegnum salinn og einnig til okkar á bekk líka. Það er mikið fjör hérna alla daga,“ segir Björg. Aðspurð um hvernig ferlið gengur þetta fyrir sig þegar einstaklingur kemur og þarf að fá bót meina sinna segir Björg: „Ferlið er þannig að þú þarft að fá beiðni frá lækni. Það er lykilatriði. Þá er læknir búinn að greina hvað er að. Svo kemur viðkomandi til okkar. Við erum með forgangshópa og tökum ákveðna hópa sem þarf að sinna fremur en aðra. Við metum viðkomandi og tökum niður sögu og skoðum við komandi. Því miður þá náum við ekki að sinna næstum því öllum sem til okkar leita. Núna eru 300 manns á biðlista hjá okkur. Við erum með forgangshópa. Þar er fólk sem hefur lent í slysum eða er að koma úr aðgerðum. Einnig erfiðir taugasjúkdómar og alvarleg veikindi og svo eru börn. Það eru þessir fimm hópar sem eru í forgangi.“ Er hægt að bregðast við þessu Falur? Getið þið fengið fleiri sjúkraþjálfara í vinnu? „Það vantar sjúkraþjálfara. Við fáum tvo sjúkraþjálfara í sumar en á móti er ein að fara í fæðingarorlof á sama tíma. Því miður getum við bara sinnt ákveðnum fjölda og ekki bætt endalaust á okkur eins og við myndum vilja. Við þurfum að for- gangsraða og metum forgangshópinn út frá beiðnum frá læknum.“ Hver er staðan á menntun sjúkra- þjálfara? „Þetta er fimm ára háskólanám til meistaragráðu í sjúkraþjálfun. Um leið og fólk hefur útskrifast úr þessu námi þá getur það farið að vinna, hvort sem er á sjúkrahúsum eða á æfingastofum.“ Tölvur og snjalltæki valda axlarmeini Í dag eru axlarmein algeng viðfangs- efni sjúkraþjálfara og það er meðal annars um að kenna líkamsstöðu við notkun á tölvum og snjalltækjum. Einnig sjá þau Björg og Falur mikla aukningu í komum fólks eftir að- gerðir á öxl, bæði stórar og smáar. Þá er mikil aukning í tilvísunum til sjúkraþjálfara vegna gerviliðaað- gerða og segja þau að það séu alltaf einhverjir í salnum hjá þeim sem séu nýbúnir í slíkum aðgerðum. „Við sjáum fólk oft áður en það fer í þessar liðskiptiaðgerðir og þær eru ótrúleg bót fyrir fólk. Í 95% tilvika ganga þessar aðgerðir mjög vel og auka lífsgæði hjá fólkinu og það er gaman að sjá það gerast,“ segir Björg og Falur bætir við: „Læknar eru orðnir svo færir í þessum aðgerðum og lífsgæði fólks aukast við þessar aðgerðir.“ Langaði alltaf að læra á líkamann Þau Björg og Falur tengjast mjög íþróttageiranum í Reykjanesbæ. Björg var ein besta körfuknattleik- skona landsins á sínum tíma með Keflavík. Þegar Björg er spurð út í það hvort þátttaka hennar í íþróttum hafi leitt hana út í sjúkraþjálfara- námið, þá játar hún því. „Mig langaði alltaf að læra á lík- amann þegar ég var yngri og þessi tengsl við íþróttirnar, að setja á bekknum með sjúkraþjálfara, hafði mjög mikið að segja að ég valdi að fara í þetta nám,“ segir Björg. Saknar þú ekki keppninnar? Ég veit að þú ert komin yfir körfu- boltaaldurinn en þetta var skemmtilegur tími í Keflavík. „Alveg svakalega skemmtilegur tími. Það eru margar skemmtilegar minningar og margir vinir manns í dag.“ Björg á dótturina Telmu sem er í körfuboltanum í dag. Hún spilar um þessar mundir í Bandaríkjunum. Björg segist lítið geta kennt henni, hún sé orðin miklu betri en mamma sín var. „Hún sér alveg um þetta sjálf. Ég hvet hana bara áfram,“ segir Björg. Að hefja 23. tímabilið sem sjúkraþjálfari Keflavíkur Falur er að byrja sitt 23. tímabil sem sjúkraþjálfari Keflavíkurliðsins í knattspyrnu. Hann var á tímabili líka með körfuknattleikslið Keflavíkur. „Þetta er alveg ofboðslega gaman og í raun ástæðan fyrir því að ég fór að læra þetta, til að geta verið með í íþróttum áfram. Ég var kannski ekki nógu góður til að fara að spila íþróttir upp í meistaraflokkana en í gegnum starf sjúkraþjálfarans sá ég tengingu til að geta verið með. Það að vera á bekknum með liði og vera hluti af hóp er bara ofboðslega skemmti- legt. Ég mæli með þessu fyrir unga sjúkraþjálfara. Þetta er mikil vinna en er líka rosalega gaman. Nú erum við Gunnar Ástráðsson, sem vinnur hérna hjá okkur, báðir með liðið og það hjálpar manni að komast aðeins frá, því það er mikil binding að vera sjúkraþjálfari knattspyrnuliðs,“ segir Falur. Þegar þú hefur verið sjúkraþjálfari knattspyrnuliðs í tvo áratugi er ljóst að um breytingu hjá íþrótta- fólki hefur verið? „Það er mikil breyting. Í dag eru menn í töluvert betra formi. Meiðsli eru líka öðruvísi. Það er minna af vöðvameiðslum en meira af meiðslum vegna tæklinga, sem eru þá erfið meiðsli. Höfuðmeiðsli eru líka algengari sem er vegna þess að það er meiri harka í íþróttum en áður. Ég hef verið að fylgjast með frá árinu 1999 og leikmenn eru í betra formi í dag. Þjálfunin er betri í dag og menn eru að fá meira greitt sem leikmenn í dag en fyrir tuttugu árum. Sjúkraþjálfunin er líka orðin betri og þetta tengist saman. Fræðin eru orðin betri.“ Liverpool aðalliðið Íþróttir er til umræðu í Sjúkraþjálfun Suðurnesja alla daga. Enski boltinn er til umræðu og allir hafa sterkar skoðanir á honum. „Við erum öll svo góðir hliðarþjálfarar, vitum allt og kunnum þetta allt,“ segir Björg og hlær. „Allir sem hafa áhuga á íþróttum verða að hafa skoðun á þeim og við höfum hana,“ bætir hún við. Á Sjúkraþjálfun Suðurnesja er Liverpool aðalliðið en hin fá að fljóta með,“ segja þau Björg og Falur að endingu. STUÐNINGSFULLTRÚI ÓSKAST VIRÐING SAMVINNA ÁRANGUR Óskum eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 50-60% starf við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja sem fyrst. Starfið felur í sér að aðstoða nemanda á starfsbraut skólans. Umsækjandi þarf að vera lipur í mannlegum sam- skiptum og hafa gaman af að umgangast og vinna með ungu fólki. Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sem máli skiptir, skal skila í tölvupósti til skólameistara á netfangið gudlaug.palsdottir@fss.is sem fyrst eða eigi síðar en 28. febrúar 2022. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans. Skólameistari „Það eru um 200 manns að sækja hingað þjónustu á hverjum degi með fólki sem kemur hingað í æfingasal án þess að vera að koma til okkar sjúkraþjálfaranna. Það er mikil umferð og margir að fara í gegnum salinn og einnig til okkar á bekk líka.“ Björg og Falur, eigendur Sjúkraþjálfunar Suðurnesja. Guðmundur Hermannsson er einn ánægðra viðskiptavina. Allt á fullu í tækjasalnum í Sjúkraþjálfun Suðurnesja. vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.