Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.03.2022, Side 11

Víkurfréttir - 16.03.2022, Side 11
Leikfélag Keflavíkur er um þessar mundir að æfa söngleikinn Grease í samstarfi við leikfélag NFS, Vox Arena. Æfingar á söngleiknum hófust í janúar en byrjuðu af fullum krafti um miðjan febrúar þegar sýn- ingum lauk á Fyrsta kossinum. Leikhópurinn samanstendur af átján krökkum á framhaldsskóla- aldri sem hafa mismikla reynslu í leiklist, söng og dansi en öll eru þau að standa sig stórkostlega vel. Það reyndist listrænum stjórnendum mjög erfitt að velja í hlutverk en u.þ.b. 30 einstaklingar mættu í prufur. Auk leikara er sex manna hljómsveit á sviðinu sem sér um þau fjölmörgu og líflegu tónlistarat- riði sýningarinnar. Tónlistarstjóri er Sigurður Smári Hansson sem hefur verið virkur meðlimur Leikfélags Keflavíkur í mörg ár og er jafnframt formaður þess. Danshöfundur sýningarinnar er Sigríður Rut Ragnarsdóttir Ísfeld og er þetta frumraun hennar sem dans- höfundur. Leikstjórn er í höndum Brynju Ýrar Júlíusdóttur en þetta er í annað skipti sem hún leikstýrir sýningu hjá Vox Arena en hún leik- stýrði einnig Burlesque árið 2018 sem er jafnframt síðasta sýning sem Vox Arena setti upp. Það veitir Leikfélagi Keflavíkur mikla gleði að geta hjálpað nemenda- félagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja að byrja aftur með leiklistarstarf fyrir nemendur skólans og fleiri nem- endur á framhaldsskólaaldri en í sýningunni eru nemendur úr ýmsum framhaldsskólum. Við hvetjum bæj- arbúa að sjálfsögðu til að mæta á sýninguna og styðja við öflugt menn- ingarstarf hjá leikfélögum bæjarins. Söngleikurinn verður frumsýndur föstudaginn 18. mars og miðasala fer fram á tix.is. Elíza Newman gefur út Maybe Someday Nýtt lag með Elízu Newman kallast Maybe someday er komið út og er önnur smáskífan af komandi fimmtu breiðskífu hennar sem kemur út á vormánuðum 2022. Lagið er kæruleysislegt trall sungið á íslensku og ensku með fiðlu og blístri og boðar vor og betri tíma. Það fjallar um sveimhuga sem fer sínar eigin leiðir en ratar samt alltaf aftur heim. Á umslaginu er mynd af Mjálmari Randalín. Upptöku stjórnaði Gísli Kjaran Kristjánsson og syngur Elíza og spilar á gítar, fiðlu, ukulele, raf- magnsgítar og bassa. Gísli trommar og spilar á hljómborð. Um Elízu Newman: Tónlistarkonan Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljóm- sveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjöl- hæfur listamaður bæði sem laga- höfundur og flytjandi. Elíza hefur farið víða í tónlistarsköpun sinni, og samið allt frá pönki til óperu til euro- vision-laga með smá stoppi á Eyja- fjallajökli og nú síðast Fagradalsfjalli! Hún starfaði erlendis lengi og hefur gefið út fimm plötur með Kolrössu/ Bellatrix, eina með hljómsveitinni Skandinavia og fjórar sóló plötur til þessa sem allar hafa hlotið lof gagn- rýnenda bæði heima og erlendis og hlaut síðasta breiðskífa Elízu, Straumshvörf m.a tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins og lag ársins. Maybe Someday á Spotify: Framhaldsskólanemendur setja upp söngleikinn Grease Hljómsveitinni Midnight Librarian er um þessar mundir að gefa út tón- listarmyndband fyrir lag af fyrstu plötu sveitarinnar. Myndbandið er við lagið Mindless af fyrstu plötunni, From Birth til Breakfast, sem sveitin gaf út í ágúst í fyrra. Í Midnight Librarian eru sjö upprennandi tónlistarmenn af Suðurnesjum. Þeir gáfu út fyrrnefnda plötu í fyrra, héldu tvenna útgáfutónleika í kjölfarið sem að seldist upp á og lagið Funky Fresh sem komast á A lista Rásar 2. Í tilkynningu frá sveitinni kemur fram að mikil vinna var lögð í myndbandið og eru meðlimir sveitarinnar rosalega ánægðir með útkomuna. Þá er sveitin að vinna að nýju efni sem er væntanlegt á næstunni. Myndband við Mindless FRÁ MIDNIGHT LIBRARIAN Tjaldur á hraðferð frá Írlandi heim til Sandgerðis Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur, segir frá því á fésbókarsíðunni Sand- gerði og Sandgerðingar að fyrsti GPS- merkti tjaldurinn í Suðurnesjabæ sem stundaði far er kominn heim. Hann hélt til í Enniscrone á Írlandi í vetur en lenti í Lóni þann 5. mars 2022 og var svo kominn á leiruna í Sandgerði daginn eftir. Tjaldurinn var 23 og hálfan tíma til Ís- lands og svo tíu tíma frá Lóni og heim í Sandgerði. Nú fer hann á fullt að safna orku og finna makann sinn fyrir varp og verja óðalið sitt við Hólkot. Vorið er á næsta leiti, segir Sölvi Rúnar í færslunni. Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur. Tjaldur. Flugleiðin heim til Sandgerðis er merkt rauð. Bláa línan er leiðin sem tjaldurinn fór út til Írlands. TÓNLEIKAR FORSKÓLA 2 OG LÚÐRASVEITAR Tvennir stórtónleikar forskóladeildar verða haldnir í Stapa, Hljómahöll, fimmtudaginn 17. mars. Fram koma nemendur Forskóla 2 ásamt elstu lúðrasveit skólans. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17. Forskólanemendur úr Háaleitisskóla, Holtaskóla og Stapaskóla. Seinni tónleikarnir hefjast kl.18. Forskólanemendur úr Akurskóla, Heiðarskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla. Allir velkomnir. Tónleikunum verður jafnframt streymt á Youtube-rás skólans. Skólastjóri vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 11

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.