Víkurfréttir - 23.03.2022, Page 6
Hvenær var loðnu síðast landað á Suðurnesjum?
Loðnan er komin. Bræðslurnar í Sandgerði, Helguvík og Grindavík
yfirfullar af loðnu, unnið í loðnufrystingu í mörgum frystihúsum
í Keflavík, Sandgerði, Garði og Grindavík, og ilmurinn af loðnunni
leikur um alla bæði ...
... eða ... hmm, nei. Það er víst
árið 2022 og búið að loka öllum
bræðslum á Suðurnesjum og þrátt
fyrir að jú, loðnan sé fyrir utan og
skipin eru að veiða hana þá kemur
ekkert til Suðurnesja.
Eins og ég hef áður skrifað um
í þessum pistlum þá er þetta ansi
grátlegt að svona sé staðan. Sér
staklega þegar horft er til sögunnar.
Því það voru bátar frá Suðurnesjum
sem hófu loðnuveiðar. Vonin KE var
sá fyrsti og Árni Magnússon GK var
þar á eftir og fyrsta loðnubræðslan
sem tók á móti loðnu var í Sand
gerði.
Hvenær var þá loðnu síðast
landað á Suðurnesjunum? Lítum
á Grindavík. Þar var loðnu landað
alveg fram á vetrarvertíðina 2005
en í febrúar árið 2005 kom upp
mikill eldur í fiskimjölsverksmiðju
Samherja í Grindavík. Þessi verk
smiðja hét áður Fiskimjöl og Lýsi
en Samherji keypti verksmiðjuna
árið 1997 og gerði miklar endur
bætur á verksmiðjunni, jók t.d. af
kastagetu hennar í um 1.500 tonn á
sólarhring. Þegar að bruninn varð í
verksmiðjunni í Grindavík í febrúar
árið 2005 þá var ekki lið nema rúmt
eitt ár frá því að verksmiðjan var
að fullu endurbætt. Allur brennslu
búnaður verksmiðjunnar eyðilagðist
í þessum stórbruna, búnaður til
hrognatöku skemmdist ekki,
Síðasti báturinn sem landaði
loðnu í Grindavík var Háberg GK
299 sem landaði loðnu þann 14.
mars árið 2005 alls 427 tonnum.
Eftir þessa loðnuvertíð í Grindavík
var verksmiðjan rifin og í dag er
ekkert sem minnir á að þar hafi
verið stór og mikil verksmiðja
Það var ekki eldur sem lagði niður
verksmiðjuna í Sandgerði. Eins og
að ofan segir var lengi vel bræðsla
sem Guðmundur á Rafnkelsstöðum
í Garði rak í Sandgerði, síðan tók
Hafliði Þórsson og fyrirtæki hans
Njörður hf. við rekstrinum og gerði
meðal annars út loðnubátana Dag
fara GK og Sjávarborg GK.
Árið 1997 var fyrirtækið selt til
Snæfells hf. og það fyrirtæki átti þá
orðið ansi margar eignir víða um
landið. Loðnuverksmiðjan í Sand
gerði var lengi vel með fremur litla
afkastagetu eða um 300 til 400
tonn á sólarhring en þegar Snæfell
hf. keypti fyrirtækið var afkasta
geta hennar aukin í um 600 tonn
á sólarhring. Loðnulöndun í Sand
gerði jókst að nokkru þau ár sem að
Snæfell rak fyrirtækið og t.d. kom
hið mikla aflaskip Súlan EA ansi oft
og og bátur sem hét Birtingur NK.
Árið 2001 kaupir Síldarvinnslan
Snæfell og átti SVN þá orðið verk
smiðjuna í Helguvík. Árið 2003 þá
var öllu starfsfólki verksmiðjunnar
í Sandgerði sagt upp og var það
mikið kjaftshögg fyrir Sandgerði,
m.a. vegna þess að miklar hafnar
framkvæmdir voru búnar að vera í
gangi til að taka á móti stækkuðum
flota af loðnubátum.
Í viðtali sem tekið var í júní árið
2003, en þá var verksmiðjan í
Sandgerði rifin og tækin fóru víða
um land, sagði Hermann Jóhann
Ólafsson, verksmiðjustjóri, að
„væntanlega verður ekki vinnsla
framar á uppsjávarfiski hér í þessum
bæ framar.“ Því miður þá hefur það
reynst rétt.
Ástæðan fyrir þessari lokun í
Sandgerði var sögð minnkaði hrá
efni. Þarna árið 2003 var sagt að
þetta væri þróun sem við getum
ekki stöðvað, að verksmiðjurnar
fækki og bátarnir stækki.
Birtingur var síðastur til að
landa loðnu í Sandgerði þegar hann
landaði 670 tonnum í júlí árið 2002.
Ný verksmiðja var smíðuð í
Helguvík árið 1997 og var eigandi
hennar SR mjöl. Þessi staðsetning
var mjög góð því höfnin var með
mjög mikið dýpi og gátu öll stærstu
loðnuskipin komist þarna að án
nokkura vandræða og nóg pláss var
í Helguvík fyrir verksmiðjuna.
Þorsteinn Erlingsson í Saltveri,
og lengi vel útgerðarmaður Arnar
KE sem var mikið aflaskip á loðnu
veiðum, hafði lengi gengið með
þá hugmynd að byggja stóra verk
smiðju í Helguvík og hafði komið um
1995 upp flokkunarstöð fyrir loðnu
sem þá var flokkuð fyrir loðnufryst
ingu en hratið var þá brætt í Sand
gerði og Grindavík. Þessi verksmiðja
í Helguvík var nokkuð öflug gat
brætt tæp 1.000 tonn á sólarhring.
Árið 2001 kaupir Síldarvinnslan
SR mjöl og eins að ofan getur þá
bitnaði þá á loðnuverksmiðjunni
í Sandgerði en verksmiðjan í
Helguvík var rekin áfram og gekk
rekstur hennar vel. En árið 2019 var
tekin ákvörðun um að SVN myndi
loka verksmiðjunni í Helguvík og
var það ansi mikill áfall fyrir Reykja
nesbæ, sem og Suðurnesin öll, því
með lokun þessarar verksmiðju
var líka lokað á það að loðna væri
fryst í á Suðurnesjunum eins og
hafði verið gert í um 50 ár. Hákon
EA var sá síðasti til að landa loðnu í
Helguvík, í desember árið 2018.
Já, loðnan er komin en allt er svo
dapurlegt við það varðandi Suður
nesin.
aFlaFrÉttir á suðurNEsJuM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 4210000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 8933717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson,
s. 8982222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 4210001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Það er nú sjálfsagt að bera í bakkafullann
lækinn að fjalla um að eitt ár er liðið frá
því að eldgos hófst í Geldingadölum þann
19. mars 2021.
Ég læt nú samt vaða. Það er ekki
ofsögum sagt að farið hafi um mann
ónotatilfinning þegar fréttir bárust af
því að eldgos væri hafið nánast í bakgarði
heimilis manns. Þegar leið frá upphafinu
og menn áttuðu sig á því að þetta kæmi
nú ekki til með að ógna öryggi íbúa og/
eða innviðum samfélagsins þá tók við
skemmtilegt tímabil þar sem maður,
ásamt svo mörgum öðrum, hafði gosið
að áhugamáli og skemmtun.
Farnar voru ófáar ferðirnar til þess að
mynda, njóta og upplifa. Það var kyngi
magnað þegar myrkva tók að setjast
niður og horfa á þetta sjónarspil sem
gosið var, finna kraftinn og heyra hljóðið
í drununum þegar gosstrókarnir risu hátt
í loft upp.
Einnig var ekki síður ánægjulegt að sjá
hversu jákvæð áhrif þetta hafði á ferða
þjónustuna. Hingað flykktust ferðamenn
í þúsundatali til að berja þennan atburð
augum þrátt fyrir Covidfaraldur sem
ekki vann með okkur í þessum málum.
Nú þegar Covid er á undanhaldi læðist
að manni sú hugsun hvort ekki væri hægt
að semja við almættið (það er að segja ef
hann ræður þessu) um að koma með smá
gusu þarna á sama stað. Hún mætti mín
vegna bara vera í viku, svona til þess að
trekkja að í sumar.
Ég bið bara um lítið ... oggulítið gos.
Ár frá upphafi gossins
augNablik MEð JÓNi stEiNari
Jón Steinar Sæmundsson
Sólfell EA kemur með loðnu til Sandgerðis.
6 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM