Víkurfréttir - 23.03.2022, Side 16
VATNSLEYSUSTRANDARHREPPUR
SJÁVARÞORP Á 19. ÖLD?
Hvers vegna voru stofnaðir skólar
svo snemma í Vatnsleysustrandar
hreppi og Garði? Menningarlegt
atgervi og framsýni prestanna
Stefáns Thorarensen á Kálfatjörn og
Sigurðar Br. Sívertsen í Garði hefur
ráðið miklu um það. Önnur mikilvæg
ástæða er vaxandi þéttbýli – og var
barnaskóli hvati þéttbýlismyndunar.
Árið 1872 nær Vatnsleysustrand
arhreppur einnig yfir Njarðvík. Íbúa
talan fór vaxandi, nálgaðist 1.000
en það var rúmlega 1% landsmanna
sem voru þá um 70.000. Í dag búa
tæp 0,4% landsmanna í Sveitar
félaginu Vogum.
Á árunum kringum 1830 ræddu
framámenn um stofnun skóla að
danskri fyrirmynd en niðurstaðan
varð sú að hér væri of strjálbýlt til
að safna börnunum í skóla, nema
helst í Reykjavík. Umgangskennsla
(farkennsla farandkennara) myndi
henta betur í dreifðum byggðum.
Árið 1830 var reyndar stofnaður
skóli í Reykjavík en þá voru þar 500
íbúar. Sá skóli hélt aðeins út í átján
ár og við tók margra ára þjark á Al
þingi sem lyktaði með lagasetningu
um þann skóla í Reykjavík sem
stofnaður var 1862 og starfar enn
(um allan bæinn!).
Hér fiskaðist vel á grunnslóð á
þessum tíma, áður en togveiðar
komu til. Hér varð þéttbýlla en víða
annars staðar, fjöldi íbúa var u.þ.b.
1.000 þegar hreppnum var skipt og
Njarðvík klofin frá árið 1889. Hér
hafði myndast mjög langt og mjótt
sjávarþorp með allri ströndinni!
Árni Daníel Júlíusson, sagnfræð
ingur, fjallar um það hvernig myndun
sjávarþorpa og stofnun skóla á síðari
hluta 19. aldar hangir saman (sjá
áhugaverða grein hans í tímaritinu
Vefni: www.vefnir.is/grein/frum-
gerdir-sjavarthorpa).
Árni segir þar m.a.: „Var ástæðuna
fyrir stofnun nýju skólanna að finna
í vaxandi þéttbýli? Ef til vill má að
hluta til rekja þörfina til þess en
einnig má færa fyrir því rök að ein
forsenda vaxandi þéttbýlis, eftir
1870 eða svo, hafi verið stofnun
barnaskólanna. Sérstaklega á það við
um þá sprengingu í stofnun sjávar
þorpa sem varð vestanlands, norðan
og austan upp úr 1880.
Sjávarþorp með barnaskóla var
sennilega meira aðlaðandi í augum
þeirra sem ætluðu að flytja úr
sveitinni en sjávarþorp án barna
skóla. Stofnun barnaskóla gæti hafa
verið mikilvæg forsenda þess að
sjávarþorp varð lögmætur búsetu
möguleiki á svæðum þar sem nær
öll byggð hafði fram að því verið á
bújörðum.
Stofnun barnaskólanna á Eyrar
bakka, í Reykjavík, á Vatnsleysu
strönd (Vatnsleysustrandarhreppur
náði einnig yfir Njarðvík) og í Garði
1852–1873 er athyglisverður þáttur
í umbreytingu og eins konar endur
fæðingu hjáleigu og þurrabúð
ahverfa sunnanlands á 19. öld. Þau
ruddu brautina þegar kom að því
að móta nýtt íslenskt búsetuform,
sjávarþorpið. Aðrir þættir í þeirri
umbreytingu voru meðal annars
stóraukin framleiðsla, sérstaklega á
saltfiski til útflutnings, föst búseta
kaupmanna og iðnaðarmanna árið
um kring eftir 1760, sala konungs
jarða í Skálholts, Hóla og Viðeyjar
góssum til einkaaðila um 1800 og al
mennt séð breyting á samfélaginu úr
lénssamfélagi í kapítalískt samfélag.“
Árið 1703 var Vatnsleysustrandar
hreppur samfélag útvegsbænda, hjá
leigu og þurrabúðarfólks, með 21
lögbýli og 64 hjáleigur. Flestar jarð
irnar voru í eigu konungs og heyrðu
undir Bessastaðagóssið en höfðu
upphaflega verið í eigu Viðeyjar
klausturs sem konungur gerði upp
tækt um siðaskiptin. Á Bessastöðum
var helsta bækistöð konungsvaldsins
í landinu. Fáeinar jarðir voru þó í
eigu kirkna. Þannig voru langflestir
íbúar Vatnsleysustrandarhrepps
leiguliðar uns kom fram á 19. öld og
kóngurinn seldi jarðir sínar bændum.
Þá batnaði hagur stærri bænda en
hjáleigu og þurrabúðarfólkið sat
eftir. Þannig var ástatt þegar Stefán
fékk fólk í lið með sér að stofna skóla.
Amalía Rún Jónsdóttir er átján ára og
er frá Keflavík. Hennar helstu áhuga-
mál eru förðun, dans og leiklist. Amalía
er skemmtileg og fyndin og framtíðar-
plönin hennar eru að njóta lífsins og
hafa gaman.
Á hvaða braut ertu?
Ég er á fjölgreinabraut.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Félagslífið og svo er skólinn stutt frá
heimilinu mínu.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða
frægur og hvers vegna?
Svava Ósk verður rappari eftir nokkur ár.
Skemmtilegasta sagan úr FS:
Þegar að Hrannar kveikti næstum því í
samlokugrillinu niðri í matsal.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Svava Ósk.
Hver eru áhugamálin þín?
Förðun, hár, dans og svo hef ég mjög
gaman að leiklist.
Hvað hræðistu mest?
Að deyja, ég hef alltaf óttast dauðann og
er líka smá hrædd við Svövu á djamminu.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Maybach music 2.
Hver er þinn helsti kostur?
Ég er mjög skemmtileg og fyndin.
Hver er þinn helsti galli?
Ég er smá væluskjóða.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum
þínum? Snapchat og TikTok væntanlega
... halló.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari
fólks? Þegar fólk er fyndið.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Hafa gaman og njóta.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði
hvaða orð væri það?
Ég er einn stór athyglisbrestur.
FS-ingur vikunnar: Am
alía Rún Jónsdóttir
Ung(m
enni) vikunnar: Gabríel Aron Sæ
varsson
Metnaðarfullur
og keppnissamur
Gabríel Aron Sævarsson er sextán ára og kemur frá Keflavík. Hann er metn-
aðarfullur íþróttagarpur og æfir bæði körfubolta og fótbolta með Keflavík.
Gabríel gerir alltaf sitt besta og stefnir á að ná langt á sviði íþrótta.
Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk.
Í hvaða skóla ertu?
Besta skólanum, Holtaskóla.
Hvað gerir þú utan skóla?
Fyrir utan skóla geri ég nú ekki margt, er
bara alltaf á æfingum og kíki stundum í
tölvuna.
Hvert er skemmtilegasta fagið?
Skemmtilegasta fagið er klárlega enska,
gerum nánast ekkert í tímunum.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að
verða frægur og hvers vegna?
Líklegastur til að vera frægur í skólanum
er klárlega ég, engin sérstök ástæða, ætla
bara að verða það.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Það er pottþétt þegar við læstum Vilborgu
stærðfræðikennara fyrir utan stofuna í
7. bekk og vorum bara að leika okkur inn
í stofunni þangað til hún náði í lykla til að
komast inn.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Það er 100% Gabriel Máni, hann er mesti
fagmaður skólans og kemur manni alltaf að
hlæja þó hann sé ekki að reyna.
Hver eru áhugamálin þín? Áhugamálin mín
eru voða „basic“, þau eru fótbolti, körfu-
bolti og ég hef mikinn áhuga á fötum og
skóm líka.
Hvað hræðistu mest? Það er örugglega
að meiðast það illa að ég geti aldrei spilað
íþróttir aftur, ég vona að ég muni aldrei
upplifa það.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Akkúrat núna er uppáhaldslagið mitt The
Bigger Picture með Lil Baby eða Starlight
með Dave.
Hver er þinn helsti kostur? Minn helsti
kostur er örugglega að ég hef gríðar-
lega mikinn metnað, mig langar alltaf að
ná lengra eða gera betur. Ég líka mjög
stundvís, mæti alltaf á réttum tíma og
stundum mæti ég aðeins of snemma.
Hver er þinn helsti galli? Þeir eru nú ekki
margir en ef ég ætti að nefna einn væri það
örugglega að ég geng sjaldan frá eftir mig,
ég fæ líka oft að heyra það heima.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum
þínum? Ég nota snappið mest af öllum
forritum, TikTok er líka hátt uppi á þessum
lista en snappið er númer eitt.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari
fólks? Ég fíla mest þegar fólk er ekki feimið
og það er auðvelt að tala við það.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Eftir grunnskóla ætla ég í FS en ætla að ein-
beita mér að íþróttunum og komast eins
langt og ég get á því sviði.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði
hvaða orð væri það? Eitt orð er ekki auð-
velt en ef ég ætti að velja eitt gott orð yrði
það, keppnissamur. Ég er alltaf tilbúinn
að keppast eða gera mitt besta til að vera
bestur á öllum sviðum.
Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast
vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu.
Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann,
tekur saman með góðra manna hjálp.
12. ÞÁTTUR
Myndin sýnir Vatnsleysustrandarhrepp með Njarðvíkum, hið langa og mjóa sjávarþorp, lengd yfir tuttugu kílómetra loftlína.
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma.h.hermannsdottir@gmail.com
Einn stór
athyglisbrestur
16 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM