Víkurfréttir - 23.03.2022, Blaðsíða 22
Endurskoðun
á aðalskipulagi
Reykjanesbæjar
2020 - 2035
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti
á fundi þann 21. desember 2021 að auglýsa
tillögu að Aðalskipulagi Reykjanesbæjar
2020-2035 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga
nr 123/2010. Samhliða er auglýst tillaga að
umhverfisskýrslu samkvæmt 7. gr. laga um
umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu
Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og hjá
Skipulagsstofnun frá og með 24. mars 2022 til
6. maí 2022. Tillagan er einnig aðgengileg á
heimasíðu Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is)
Íbúafundir um efni tillögunnar verður haldinn á
auglýsingatíma og er nánar útlistað á heimasíðu
Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is)
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér
með gefinn kostur á að gera athugasemdir við
tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum
er til 6. maí 2022. Skila skal inn skriflegum
athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar að
Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið
skipulag@reykjanesbaer.is
Reykjanesbæ, 24. mars 2022.
Skipulagsfulltrúi
Berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindvíkinga í
Subway-deild karla, er bjartsýnn á framhaldið.
Sverrir Þór tók við liði Grindvíkinga seint á tímabilinu en Grindvíkingar heyja nú harða baráttu fyrir
sæti í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Þegar þrjár umferðir eru eftir er Grindavík í kjörstöðu til að
tryggja sig áfram með sigri í næsta leik. Víkurfréttir heyrðu í Sverri og ræddu um boltann.
„Við eigum þrjá leiki eftir og við
förum í þá alla til að vinna. Við
mætum ÍR á föstudaginn og við
þurfum að ná í sigur til að vera
öruggir,“ segir Sverrir og heldur
áfram: „Öll liðin eru að keppa að
einhverju og fyrir okkur er núna
bara að duga eða drepast. Við erum
bara að hugsa um þennan eina leik,
það er allur fókus settur á hann og
hinir bara geymdir. Settir til hliðar
á meðan.“
Nú kemur þú náttúrlega seint inn
í þetta. Hvernig finnst þér deildin
búin að vera í vetur?
„Það eru búin að vera skrítin úrslit
í deildinni. Bara ef við tölum um
Grindavík sem er búið að vinna leiki
á móti toppliðunum og tapa fyrir
tveimur neðstu. Skrítin úrslit en
deildin er mjög sterk og það lítur út
fyrir hörkuúrslitakeppni framundan.
Vonandi fáum við að sjá óvænt úr-
slit í henni.
Út á við er það skemmtilegast
þegar óvænt úrslit verða í svona
keppni. Eins og staðan er hjá okkur
Grindvíkingum, við erum að berjast
fyrir að komast áfram og ef okkur
tekst það þá þurfum við að koma
á óvart í sjálfri úrslitakeppninni því
þá er líklegast að við séum að mæta
einhverju af efstu liðunum – nema
það spilist það vel úr þessu fyrir
okkur í síðustu þremur leikjunum,
okkar og önnur úrslit.“
Gæði í liðinu
Hvernig er staðan á hópnum,
allir heilir?
„Já, nú er búið að vera svolítið
frí frá leikjum út af bikarkeppninni,
sem við vorum náttúrlega dottnir
úr. Við erum svo sem ekki með
stóran æfingahóp en nógu stóran
til að fara af fullum krafti í það sem
eftir er af tímabilinu. Hópurinn
hefur sýnt í vetur að það eru gæði í
liðinu, þrátt fyrir að þetta hafi verið
svolítið kaflaskipt hjá okkur en við
stefnum á að koma okkur í úrslitin
í næsta leik og erum bjartsýnir á
framhaldið.“
En þú sjálfur, samdir þú ekki bara
fram á vorið?
„Jú, ég tók bara við liðinu út
tímabilið og við ákváðum að ég
myndi klára þetta. Það hefur svo
ekki verið rætt neitt frekar.“
Er þetta ekki miklu skemmtilegra
en að mála?
„Jú, þetta er rosalega skemmti-
legt en fyrst maður kom svona
óvænt inn í þetta þá er bara best að
klára tímabilið áður en maður fer að
taka einhverjar ákvarðanir lengra
fram í tímann.
Ég er samt að hafa virkilega
gaman að þessu, fann það strax
þegar ég mætti á fyrstu æfinguna
hvað ég var að fíla þetta vel.“
Þú heldur nú áfram ef þið gerið
góða hluti í úrslitakeppninni, er það
ekki?
„Ég er alveg opinn fyrir því en
það er líka ágætt fyrir mig, og
Grindavík, að klára tímabilið og taka
þá stöðuna.“
Sverrir er ekki alveg ókunnur
innan herbúða Grindavíkur
– hér er hann að stýra liðinu
fyrir nærri tíu árum síðan.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
johann@vf.is
sport