Víkurfréttir - 23.03.2022, Page 24
Mundi
Drónhóll ...
Aldurs
komplexar
Fyrr í þessum mánuði fagnaði ég
hálfrar aldar afmælisdegi. Ég var
svo sem búin að ganga með þann
hnút í maganum í yfir ár að nú færi
dagurinn að nálgast með öllum þeim
kostum og göllum sem ég gat gert
mér í hugarlund. Hafði t.d. fagnað
rækilega með öllum mínum æskuvin
konum sem náðu sama áfanga á síð
asta ári. Aldrei hefði mig þó grunað
hversu mikla gleði dagurinn átti eftir
að veita mér og þeim tímamótum
sem mér finnst ég vera á akkúrat
í dag. Fyrir ykkur sem lesið hafa
pistlana mína (kannski enginn) vil
ég viðurkenna að eftir því sem árin
líða verð ég væmnari og þakklátari
útgáfa af sjálfri mér. Lífið hefur gefið
mér svo margt, bæði gott og slæmt.
Þannig að fyrirfram vil ég biðjast
afsökunar á því ef ykkur finnst ég
vera of persónuleg. Ég kýs að nota
þennan vettvang til þess að ræða
frekar eitthvað sem mig langar að
deila úr mínu lífi í stað þess að fara í
pólitískar skotgrafir, þó það hafi nú
alveg gerst. En allar ábendingar vel
þegnar. Því hvað veit ég svo sem?
En aftur að afmælisdeginum. Við
maðurinn minn erum jafngömul þó
hann tali nú alltaf um að hann sé
yngri en ég, á afmæli seinna á árinu.
Við vorum búin að ákveða að halda
sameiginlega afmælisveislu og ætt
móðirin, mamma mín sem er karla
holl með eindæmum og á það til að
vera frekar í hans liði en mínu, var
búin að ákveða að dagurinn yrði
að vera mitt á milli afmæla okkar.
Þannig að búið var að ákveða að
maí væri tilvalinn í verkefnið. Við
vorum því búin að stilla upp plani
(eins og excelnördarnir í okkur
báðum gera við svona tilefni), tala
við vini varðandi veislustjórn og
ákveða skemmtiatriði. Meira að
segja svo langt komin að bóka þau
í gegnum góðan vin sem á sambönd
í bransanum. Tilhlökkunin var mikil
og við ætluðum nú aldeilis að njóta
þess með okkar bestu. Eftir að ég
fagnaði mínum áfanga þá fannst mér
hins vegar momentið mitt vera búið.
Þar sem ég átti svo dásamlegan tíma
með mínu nánasta fólki á afmælis
deginum fannst mér sérdeilis ekki
ástæða til að endurupplifa daginn.
Því var ákveðið að hætta við stóra
sameiginlega daginn. Á reyndar eftir
að ræða það við ættmóðurina sem
leikur sér í þessum töluðu í golfi á
Spáni. En þá veit hún það núna. Á af
mælisdegi mannsins míns mun það
svo bara koma í ljós hvað hann vill
gera. Kannski verður partý. Kannski
förum við bara í fjölskyldufrí. Hver
veit?
Mögulega finnst einhverjum ykkar
sem náð hafa þessum áfanga þetta
óttalegt væl og sjálfsmiðun. Ég vil
þá beina orðum mínum sérstaklega
að ykkur sem eigið eftir að upp
lifa þetta og jafnvel mínum gömlu
skólafélögum í Keflavík. Þessum
tímamótum að verða fimmtugur
er sko engin ástæða til að kvíða.
Ég er ekkert eldri í hausnum en ég
var fyrir ári eða tíu árum ef því er
að skipta. Svo er ég líka svo einstak
lega heppin hvað ég er mikill „late
bloomer“ ef ég er þá „bloomer“ á
annað borð. Það er kannski meira
því að þakka hversu falleg og heil
brigð móðurfjölskyldan mín er. Þar
er jú hreysti og langlífi svo ég tali nú
ekki um allar fegurðardrottningarnar
sem fæðst hafa í móðurlegginn.
Frænkur þið vitið hverjar þið eruð!
Ég er þó aðallega heppin að ná að
fagna þessum áfanga.
LO
KAO
RÐ
INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR
KYNNING Á VINNSLUTILLÖGU
AÐALSKIPULAGS SUÐURNESJABÆJAR 2022-2034
Tillagan er sett fram í greinargerð, á þremur
skipulagsuppdráttum á einu kortablaði,
auk umhverfismatsskýrslu.
Skipulagið er sett fram eftir málaflokkum, þ.e.:
■ Sjálfbært og aðlaðandi samfélag
■ Blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf
■ Traustir og hagkvæmir innviðir
■ Vel menntað og heilbrigt samfélag
Vinnslutillaga Aðalskipulags Suðurnesjabæjar
2022–2034, ásamt umhverfismatsskýrslu er kynnt
skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda
og áætlana nr. 111/2021 og er aðgengileg á vef
Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is.
Auk þess mun vinnslutillagan liggja frammi
á skrifstofu Suðurnesjabæjar Sunnubraut 4
í Suðurnesjabæ.
Umsagnir eða athugasemdir skulu berast til
Suðurnesjabæjar á afgreidsla@sudurnesjabaer.is
undir yfirskriftinni „Aðalskipulag Suðurnesjabæjar
- vinnslutillaga“ fyrir 14. apríl 2022.
Umsagnir má einnig senda bréfleiðis
á Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.
Íbúafundur vegna tillögunnar þar sem vinnslu-
tillaga aðalskipulagsins verður kynnt verður
auglýstur síðar.
Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022–2034 er nýtt
aðalskipulag sem felur í sér endurskoðun gildandi
aðalskipulaga, þ.e. Aðalskipulags Garðs 2013–2030
og Aðalskipulags Sandgerðisbæjar 2008–2024.
Innan sveitarfélagamarka er einnig í gildi
Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013–2030,
en það er ekki hluti af endurskoðuninni.
Fjölmargir töpuðu drónum við eldgosið í Fagradalsfjalli sem stóð í
hálft ár frá 19. mars til 18. september á síðasta ári. Sögusagnir eru um
að hundruð dróna hafi farið í gíginn eða tapast í glóandi hrauninu þá
mánuði sem gosið stóð yfir.
Vísindamaður sem fór á dögunum til að mæla sprungur á stað sem
kallaður hefur verið Gónhóll við eldgíginn í Fagradalsfjalli fann sex dróna
á svæðinu, að því er Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlis
fræði, upplýsti á fundi í menningarhúsinu Kvikunni í Grindavík í vikunni
sem leið í tilefni af því að ár er liðið frá því eldsumbrot hófust í fjallinu.
Mældi sprungur og fann
sex dróna á Gónhóli
Undirbúningur fyrir Ljósanótt
2022 er hafinn og fer hátíðin fram
dagana 1.–4. september næst-
komandi. Markið er sett á fullbúna
hátíð með dagskrá frá fimmtudegi
til sunnudags. Menningar- og at-
vinnuráð Reykjanesbæjar hvetur
alla hagsmunaaðila til að taka
höndum saman um að skapa frá-
bæra Ljósanótt 2022. Allir sem
luma á góðum hugmyndum eða
hafa áhuga á að leggja hátíðinni lið
með fjölbreyttum hætti eru hvattir
til að setja sig í samband við menn-
ingarfulltrúa Reykjanesbæjar.
Markið er sett á
fullbúna Ljósanótt
Guðbjörg Kristmunds-
dóttir, formaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis
hefur ákveðið að gefa kost
á sér sem varaformaður
Starfsgreinasambandsins,
SGS.
„Þar vil ég leggja mitt
á vogaskálarnar í starfi
hreyfingarinnar og mína krafta í að
gera hreyfinguna öfluga og kraft
mikla til að berjast fyrir réttindum
verkafólks.
Ég hef átt gott samstarf
við alla formenn SGS og á
auðvelt með að vinna með
fólki og tel því ég eiga fullt
erindi í þetta hlutverk.
Mér finnst mikilvægt
að rödd og áherslur míns
félags og félagsmanna og
okkar Suðurnesjamanna
heyrist innan verkalýðs
hreyfingunnar í komandi kjaravið
ræðum og vil leggja mitt af mörkum
til þess,“ segir Guðbjörg í tilkynningu
sem hún birtir á Facebook.
Guðbjörg sækist eftir
varaformennsku í SGS
Eldgosið myndað með dróna. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson