Víkurfréttir - 10.08.2022, Side 1
Erfiðlega hefur gengið að hefta för foreldra með ung börn inn að gosinu
í Meradölum. Gosið hófst skömmu eftir hádegi 3. ágúst síðastliðinn.
Í flestum tilfellum er um erlenda ferðamenn að ræða og það þrátt fyrir
góða upplýsingagjöf um að gossvæðið sé ekki staður fyrir ung börn að
dvelja á. Börn og foreldrar þeirra hafa í mörgum tilfellum verið mjög illa
búin og svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það er statt
og hvað bíður þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum, segir í
tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Að gefnu tilefni og með hagsmuni
barna að leiðarljósi hefur lögreglu-
stjórinn á Suðurnesjum því ákveðið
að takmarka aðgengi barna yngri
en 12 ára að gosstöðvunum þegar
svæðið er opið. Heimild fyrir að-
gerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr.
laga um almannavarnir nr. 82/2008.
Þá verður eftirlit lögreglu og björg-
unarsveita með umferð ökutækja um
Suðurstrandarveg. Settir hafa verið
upp lokunarpóstar austan Grinda-
víkur á meðan lokað er að eldstöð-
inni vegna veðurs og aðeins þeim
hleypt í gegn sem eiga erindi eftir
Suðurstrandarvegi.
Nánar er fjallað um eldgosið í
Meradölum í miðopnu Víkurfrétta
í dag.
VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ.
ÁSTA MARÍA
JÓNASDÓTTIR
A S TA@A L LT.I S | 560-5507
UNNUR SVAVA
SVERRISDÓTTIR
U N N U R@A L LT.I S | 560-5506
ELÍN
FRÍMANNSDÓTTIR
E L I N@A L LT.I S 560-5521
JÓHANN INGI
KJÆRNESTED
J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508
DÍSA EDWARDS
D I S A E@A L LT.I S | 560-5510
ELÍNBORG ÓSK
JENSDÓTTIR
E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509
PÁLL
ÞOR BJÖRNSSON
PA L L@A L LT.I S | 560-5501
studlaberg.is
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Börnum meinaður
aðgangur að eldgosi
Nú er það þannig að lögreglan hefur sett upp lokunarpósta í stað þess að
björgunarsveitirnar reyni að halda aftur af fólki. Lokunarpósturinn inná
svæðið Grindavíkurmegin er austur í Þórkötlustaðahverfi og er þeim hleypt
framhjá sem eru á leið um suðurstrandarveg og í gegnum svæðið en þeim
sem ætla sér að skoða gosið er snúið við. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki frá því jarðeldurinn braust út í síðustu viku. Síðustu daga hefur viðrað illa í
fjallinu og þurft að leita að fólki sem jafnvel hefur verið illa búið til fjallaferða. Myndina hér að ofan tók ljósmyndari okkar
í Grindavík, Ingibergur Þór Jónasson, af björgunarsveitarfólki úr Björgunarsveitinni Þorbirni, sem hefur staðið vaktina
daga og nætur síðustu daga, vikur, mánuði og misseri. Hér er björgunarsveitarfólkið á fyrsta degi gossins í Meradölum.
Bjartir tímar
framundan
„Sem þriggja barna móðir í fullu starfi
þá er sjaldan lognmolla í kringum
mig en nákvæmlega þannig líður mér
best,“ segir Inga Lára Jónsdóttir, nýr
útibússtjóri Securitas á Reykjanesi.
Hún er í viðtali á síðu 12 í blaðinu í dag. 11.–14. ágúst
Miðvikudagur 10. ágúst 2022 // 29. tbl. // 43. árg.