Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.08.2022, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 10.08.2022, Qupperneq 4
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is á timarit.is ‰‰‰ B Ó N S TÖ Ð ˆˆˆ Er að leita að metnaðarfullum, vandvirkum starfskrafti til að reka bónstöð á góðum stað í Reykjanesbæ. Góð aðstaða og góðir tekjumöguleikar fyrir réttan aðila. Upplýsingar í síma 896 0096 (Jóhann) Viltu vinna með litlum snillingum? Reykjanesbær óskar eftir áhugasömum umsækjendum um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum. Sjá má frekari upplýsingar inn á heimasíðu Reykjanesbæjar og einnig veitir Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi nánari upplýsingar í síma 421-6700. Ný sýning opnar á Rokksafni Íslands: Úrklippubókasafn Kela Rokksafn Íslands opnar nýja sýningu næstkomandi laugardag, 13. ágúst, kl.14:00. Nýja sýningin fjallar um Sævar Þorkel Jensson, betur þekktur sem Keli, og úr- klippubókasafn hans en hann hefur safnað úrklippum og eiginhandará- ritunum tónlistarfólks frá því að hann var ungur strákur. Það væru ekki til neinar stjörnur ef aðdáendur væru ekki til. Oft er þetta sama fólkið, en alvöru safnarar eru samt fámennur hópur, sem hefur í gegnum aldirnar haldið til haga mörgu af því sem er til sýnis á söfnum um allan heim. Safnarar á Íslandi safna ólíklegustu hlutum en það eru ekki margir sem eru jafn ákafir safnarar á sviði rokk-, popp- og hvers konar dægurtónlistar eins og Keli. Sævar Þorkell hefur safnað eiginhandarárit- unum og úrklippum frá árinu 1964 þegar hann sá Hljóma fyrst á sviði. Keli á eitt stærsta úrklippusafn um dægurtónlist á Íslandi. Hann mætir gjarnan á tónleika með úrklippubók og fær viðkomandi tónlistarfólk til að rita nöfn sín í bókina. Honum er jafnan vel tekið og hefur safnað áritunum flestra poppara og rokkara landsins. Hann á líka eiginhandaráritanir heimsþekktra tónlistarmanna. Úrklippubækur Kela geyma margskonar fróðleik og spanna dægurtónlistarsöguna í rúmlega hálfa öld. Bækurnar í dag eru rúm- lega þrjú hundruð og fimmtíu talsins. Keli á umtalsvert magn af úr- klippum sem tengjast Bubba Mort- hens, Björk, Bríet, Helga Björns, GDRN, Jónasi Sig, Stefáni Jakobs- syni, Hjálmum, Baggalúti og John Grant, svo fátt eitt sé nefnt, en Keli verður með bækur sínar til sýnis á Rokksafni Íslands á meðan sýningin stendur. Opnun sýningarinnar hefst kl. 14:00. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, opnar sýninguna formlega, Jónatan Garð- arsson, handritshöfundur sýningar- innar, heldur stutta ræðu um Kela, tónlistaratriði verður á sviði og í boði verða léttar veitingar fyrir gesti opnunarinnar. Enginn aðgangseyrir verður á Rokksafn Íslands þennan dag og eru allir velkomnir. Már Gunnarsson tónlistarmaður og sundkappi hefur ákveðið að leggja sundferilinn á hilluna og einbeita sér nú að tónlistinni. Í haust mun hann hefja krefjandi nám í tónlistarháskóla í Bretlandi og fer þangað einn síns liðs, ásamt leiðsöguhundinum Max, en fyrir brottför mun hann senda frá sér nýja tónlist og fara í stutta tónleikaferð um landið þar sem hann kveður landa sína í bili. Tónleikaröð Más Gunnarssonar núna síðsumars 2022 kallast Sjáumst og verða tónleikar í Sjálandi í Garðabæ 25. ágúst, í Stapa í Reykjanesbæ 1. september og á Sviðinu á Selfossi 2. september. Tónleikarnir hefjast allir kl. 20 og er miðasala á tix.is. „Ég finn að að ég stend á tíma- mótum, ég hef náð frábærum árangri í lauginni. Heimsmet og þátttaka á ólympíuleikum voru markmið sem ég hafði sett mér! En mér finnst það sem laugin býður upp á núna vera meira af því sama. Ég hef keppt á stærstu mótum heims, ég hef staðið á verðlaunapalli og nú er lag að hlusta á hjartað og styrkja mig í tónlistinni. Þess vegna tek ég þessa ákvörðun,“ segir Már Gunnarsson á þessum tímamótum. „Núna er ég að vinna efni með frá- bæru tónlistarfólki. Í júlí var ég að taka upp valin lög sem Þórir Úlfarsson út- setti með mér. Einar Valur Scheving spilar með mér á trommur, Birgir Steinn Theódórsson spilar á bassa og Pétur Valgarð Pétursson á gítar. Þetta er bæði gamalt íslenskt efni og svo nýtt efni eftir mig í stíl við það,“ bætir Már við. Már heldur áfram að vinna gömul dægurlög og gera þau að sínum en um leið hefur hann samið lög sem hann og Þórir eru að útsetja þannig að heildarmyndin haldi þræði. Sjáumst með Má FIMMTUDAGURINN 11. ÁGÚST KL. 19:30 HELGI OG GRÉTAR Í RAFHOLTI 4 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.