Víkurfréttir - 10.08.2022, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi
Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.
Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Ufsaveiðar ganga vel
Eins og kom fram í síðasta pistli
þá hafa strandveiðibátarnir lokið
veiðum en það er ekki þar með
sagt að handfærabátarnir séu
hættir.
Nei, ekki aldeilis – því ansi margir
bátar voru á handfærunum í júlí og
núna fyrstu dagana í ágúst og voru
þá að veiða ufsa í Röstinni og út við
Eldey.
Veiðarnar hjá bátunum gengu
mjög vel en þetta er langt út að
sækja og því þarf að vera nokkuð
gott veður til þess að bátarnir fari
þetta langt út.
Ef við lítum á nokkra handfæra-
báta sem voru á ufsanum og hérna
eru bátar sem lönduðu í Sandgerði,
þá má t.d. nefna Snorra GK 1 sem
var með nítján tonn í átta róðrum
og af því var ufsi átján tonn, Arnar
ÁR 55 með 12,8 tonn í ellefu og
ufsi af því 4,5 tonn, Guðrún GK 90
með 33 tonn í aðeins níu róðrum
og mest sex tonn, af þessu var ufsi
um 31 tonn, Sindri GK með 26 tonn
í sjö, mest 4,8 tonn og var ufsi af
þessu 24 tonn, Addi Afi GK 44
tonn í átta og mest 7,1 tonn, ufsi af
þessu um 42 tonn, Ragnar Alfreðs
GK 39,4 tonn í sjö, mest 7,9 tonn,
og Sara ÍS 34 tonn í sjö og mest 6,1
tonn.
Það má bæta við þetta að núna
í byrjun ágúst kom Ragnar Alfreðs
GK með 5,3 tonn, Sindri GK 4,4
tonn, báðir í einni löndun, og Mar-
grét SU 6,2 tonn í tveimur róðrum.
Svo ágúst byrjar nokkuð vel hjá
ufsabátunum.
Hérna eru bátar sem lönduðu í
Grindavík; Líf NS 14,3 tonn í sex og
var það allt ufsi, Von ÓF átta tonn
í fjórum en báturinn hefur verið í
smá bilanaveseni og reri því lítið í
júlí.
Annars er svo til allur flotinn
búinn að vera stopp í júlí og sem
dæmi var enginn stór línubátur á
veiðum allan júlí, hvorki hjá Vísi ehf.
né Þorbirni ehf.
Sama á við um bátana hjá Nes-
fiski en dragnótabátarnir hófu þó
veiðar núna í ágúst og byrja ansi
vel. Siggi Bjarna GK var með um
35 tonn í einni löndun, Sigurfari GK
um 34 tonn í einni löndun. Pálína
Þórunn GK er líka byrjuð en afla-
tölur um fyrstu löndun hennar voru
ekki komnar inn þegar þessi pistill
er skrifaður.
Margrét GK er kominn austur
á Neskaupstað eftir að hafa róið á
línu í júní og júlí frá Sandgerði, sem
er nokkuð merkilegt því að undan-
farin ár hefur svo til enginn af
minni bátunum stundað línuveiðar
frá Suðurnesjunum, því hafa allir
farið í burtu.
Annars er ágústmánuðurinn
síðasti mánuðurinn á þessu fisk-
veiðiári 2021–2022, því nýtt
kvótaár hefst núna 1. september
næstkomandi og þá fer allur flotinn
af stað og stóru línubátarnir frá
Grindavík fara út á land og fisk-
flutningar verða allsráðandi í haust.
Netabátarnir hans Hólmsgríms
hófu veiðar í júlí og núna í byrjun
ágúst hefur Hraunsvík GK líka hafið
netaveiðar frá Grindavík og hefur
Hraunsvík GK landað um 7,3 tonn
í tveimur róðrum sem er nú bara
nokkuð gott.
Hinir netabátar hans Hólmgríms
voru Halldór Afi GK sem var með
þrettán tonn í átta róðrum í júlí og
núna í ágúst um 2,9 tonn í tveimur
róðrum. Maron GK var með 34
tonn í tólf róðrum í júlí og núna í
ágúst kominn með þrettán tonn í
þremur róðrum.
Grímsnes GK var á ufsaveiðum
í net og gekk ansi vel, var með 120
tonn í sjö róðrum og auk þess 24
tonn í einni löndun núna í ágúst. Er-
ling KE fór líka á ufsann en aflatölur
um hann voru ekki komnar þegar
þetta var skrifað.
aFlaFrÉttir á suðurNEsJuM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
w
Áratuga reynsla Sjónmælingar
Góð þjónusta Linsumælingar
Falleg vara Sjónþjálfun
Nýjungar í sjónglerjum og tækjum
Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is
Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is
Verið velkomin í nýja og glæsilega
gleraugnaverslun
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
GUÐLAUGUR TÓMASSON
Laugi
Kirkjuvegi 11, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 31. júlí.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Jón Guðlaugsson Ástríður Guðmundsdóttir
Tómas S. Guðlaugsson
Kristín Rósný Guðlaugsdóttir Rúnar Már Bjarnason
Grétar Ingólfur Guðlaugsson Brynja Þóra Valtýsdóttir
Álfhildur Guðlaugsdóttir Hrafn Jónsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Fallegustu garðar
Reykjanesbæjar
Umhverfis- og skipulagsráð Reykja-
nesbæjar ætlar í ár að veita viður-
kenningar fyrir fallega garða og
bætt umhverfi. Ábendingar og
tilnefningar óskast sendar með
tölvupósti á umhverfismal@
reykjanesbaer.is, fyrir 19. ágúst
næstkomandi. Þann sama dag
mun ráðið fara yfir ábendingar á
fundi sínum og meta. Farið verður
í skoðunarferð í þá garða sem verða
fyrir valinu og veittar verða viður-
kenningar fyrir fallegustu garðana
að mati ráðsins.
Þá verða einnig veittar viður-
kenningar fyrir þá einstaklinga
og/eða fyrirtæki sem hafa farið í
umhverfisbætur á húsnæði og/
eða umhverfi húsnæðis í sveitar-
félaginu.
Gróður og ásýnd umhverfis
skiptir máli fyrir okkur öll en fjöl-
breyttur gróður hjálpar okkur að
binda kolefni og bæta loftgæði í
sveitarfélaginu okkar. Við hvetjum
því bæjarbúa til að hlúa vel að nær-
umhverfi sínu og hjálpa okkur að
gera sveitarfélagið okkar aðlaðandi
þar sem okkur öllum líður vel.
Viðurkenningar verða veittar í
Ráðhúsi Reykjanesbæjar fimmtu-
daginn 1. september kl. 13 eftir
söngstund sem fer þar fram í tilefni
setningu Ljósa nætur 2022.
Ljósberinn, ljóðasamkeppni á Suðurnesjum
Menningarfélagið Bryggjuskáldin
efnir til ljóðasamkeppni á Suður-
nesjum. Reglur keppninnar eru ein-
faldar: Innsent ljóð má ekki hafa birst
áður og æskilegt er að það fjalli um
Suðurnesin á einn eða annan hátt.
Veitt verða verðlaun fyrir besta
ljóðið að mati dómnefndar og auk
þess fá tvö ljóð í viðbót viðurkenn-
ingu. Í dómnefnd sitja skáldin Anton
Helgi Jónsson, Eyrún Ósk Jóns-
dóttir, Guðmundur Magnússon og
þýðandinn Helga Soffía Einarsdóttir.
Ljóðin skal merkja með dulnefni
ásamt nafni, heimili, netfangi og
símanúmeri höfundar í öðru
lokuðu umslagi með sama dulnefni
merkt „Ljósberinn“ til Bókasafns
Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12,
230 Reykjanesbæ. Skilafrestur
rennur út 30. ágúst. Einnig má
senda ljóðin ásamt upplýsingum
um höfund á netfangið: Stefania.
Gunnarsdottir@Reykjanesbaer.is
ef það hentar betur.
Tilkynnt verður um úrslit á
Ljósanótt 2022. Þá munu vinnings-
hafar lesa upp ljóðin sín og taka við
viðurkenningu.
Frekari upplýsingar veitir Guð-
mundur Magnússon gudmundur@
steinbogi.is
Göngustígur milli Garðs og Reykjanesbæjar til skoðunar
Reykjanesbær hefur lagt fram erindi
við Suðurnesjabæ með ósk um af-
stöðu sveitarfélagsins til fyrirliggj-
andi gagna og fyrirspurna vegna
fyrirhugaðs göngustígs milli Garðs
og Reykjanesbæjar.
Framkvæmda- og skipulagsráð
Suðurnesjabæjar tók málið til um-
fjöllunar á dögunum. Ráðið leggur
til við bæjarstjórn að unnið verði að
áætlun um lagningu göngu- og hjól-
reiðastígs milli þéttbýlisins í Garði og
Reykjanesbæjar á allra næstu árum
í samráði við Reykjanesbæ og Vega-
gerðina í samræmi við fyrirliggjandi
forhönnun og kostnaðaráætlun. Gert
er ráð fyrir legu stígsins í tillögu að
aðalskipulagi sveitarfélagsins sem
brátt verður auglýst til kynningar.
Betri Vogastrætó
til umfjöllunar
Nokkrar tillögur að aðgerðum til að
bæta Vogastrætó voru teknar fram
á síðasta fundi bæjarráðs Sveitar-
félagsins Voga. Bæjarráð þakkar
ábendingarnar sem eru lagðar fram
og felur umhverfisdeild að óska eftir
því við Strætó bs. að komið verði
upp tímatöflu við Gamla pósthúsið,
ásamt upplýsingaskilti um biðstöð.
Bæjarráð samþykkir að vísa til
fjárhagsáætlunar beiðni um að
komið verði upp biðskýli við Gamla
pósthúsið, ásamt því að leitað verði
samstarfs við eigendur veitingastað-
arins um staðsetningu biðskýlisins.
Þá felur bæjarráð umhverfisdeild
að koma óskum og ábendingum og
fjölgun ferða til Vegagerðarinnar,
sem annast umsjón með skipu-
lagningu almenningssamgangna í
dreifbýli.
Bæjarráð vilji ekki koma til
móts við barnafjölskyldur
Henríetta Ósk Melsen óskar eftir því
að bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga
snúi við ákvörðun sinni um styttingu
dvalartíma barna á leikskóla, eða
undanþágu til að hún geti nýtt allan
dvalartíma sem leikskólinn er opinn.
Bæjarráð Sveitarfélagsins tók
málið til afgreiðslu á síðasta fundi.
Þar var erindi Henríettu hafnað og
sagt að bæjarráð geti ekki orðið við
erindinu.
Fulltrúi L-listans bókaði við af-
greiðsluna: „Við undrumst að bæjar-
ráð vilji ekki koma til móts við barna-
fjölskyldur sem þurfa að stunda
vinnu utan Voga á meðan ekki er
mikla atvinnu að hafa í Vogunum“.
Vogar uppfylla ekki lágmarks-
viðmið eftirlitsnefndar
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjár-
málum sveitarfélaga til sveitar-
stjórnar Sveitarfélagsins Voga vegna
ársreiknings 2021 var lagt fram á
síðasta fundi bæjarráðs.
„Bæjarráð er meðvitað um fjár-
hagsstöðu sveitarfélagsins, og að
sveitarfélagið uppfylli ekki sem
stendur lágmarksviðmið eftirlits-
nefndar. Samkvæmt samþykktri
fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir
árin 2022–2026 er gert ráð fyrir að
lágmarksviðmiðum sveitarstjórnar-
laga verði náð fyrir lok fjárhagsáætl-
unartímabilsins,“ segir í afgreiðslu
bæjarráðs.
Skemmtilegur göngustígur við Garðskaga.
6 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM