Víkurfréttir - 10.08.2022, Blaðsíða 9
Algalíf Iceland ehf. leitar eftir starfs-
fólki til starfa hjá sér sem fyrst
Algalíf sérhæfir sig í framleiðslu á örþör-
ungum og starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu
sem er lifandi og skemmtilegur vinnustaður.
Algalíf Iceland ehf. is seeking staff to join the team
Starfsfólk í þrif
Helstu verkefni og ábyrgð:
l Aðstoða við frágang í mötuneyti
l Uppþvottur og almenn þrif
l Þrif í almenningsrýmum, skrif-
stofum, verksmiðju og starfs-
mannaaðstöðu
l Þvottur og frágangur
l Hæfniskröfur:
l Lipurð í mannlegum samskiptum
l Frumkvæði og sjálfstæð vinnu-
brögð
l Snyrtimennska og stundvísi
l Enska skilyrði
Um er að ræða 100% störf
Cleaning Technician
l Main tasks and responsibilities:
l General cleaning, dishwashing,
and laundry
l Cleaning offices, manufacturing
plant, staff locker rooms and rest
rooms
l Qualifications:
l Independence and initiative
l Punctuality and good work ethics
l Good communication skills
l English speaker
The positions are full time (100%).
Verkafólk í uppsetningu
l Helstu verkefni og ábyrgð:
l Uppsetning á framleiðslukerfi í
nýrri verksmiðju Algalífs
l Önnur tilfallandi verkefni
l Hæfniskröfur og ábyrgð
l Lipurð í mannlegum samskiptum
l Sjálfstæð vinnubrögð
l Stundvísi og vandvirkni í starfi
l enska skilyrði
l Vinnuvélaréttindi eru kostur
Um er að ræða 100% störf
General worker for expansion
l Main tasks and responsibilities:
l Uppsetning á framleiðslukerfi í
nýrri verksmiðju Algalífs
l Önnur tilfallandi verkefni
l Qualifications:
l Independence and initiative
l Punctuality and good work ethics
l Good communication skills
l English speaker
l Common sense and dexterity
l Experience with construction is an
advantage
l Forklift license is an advantage
The positions are full time (100%)
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2022.
Ferilskrá sendist á careers@algalif.com
Please submit your CV to careers@algalif.com before August 25th 2022.
Fagradalsfjallseldar
gosrásir eru fyrst taldar geta opnast
þegar þrengingar verða í þeim sem
fyrir eru, sem geta orðið þegar gígar
byrja að myndast yfir gossprung-
unni. Gígamyndun er nú hafin í yfir-
standandi gosi en gossprungan hefur
dregist saman í virkni í nokkrum gos-
opum sem fram til þessa hafa aðal-
lega fóðrað stóra hrauntjörn sem svo
rennur úr í Meradalina.
Getur staðið mánuðum saman
Vísindamenn segja að núverandi gos
geti staðið yfir mánuðum saman eins
og það fyrsta. Það sé líka skilgrein-
ingaratriði hvort gosið sem hófst 3.
ágúst sé nýtt gos eða framhald af
gosinu í Geldingadölum frá 19. mars
2021. Menn eru þó sammála um að
nú sé hægt að tala um Fagradals-
fjallselda og búast megi við eldsum-
brotum á Reykjanesskaganum næstu
ár, áratugi og aldir. Kvikan sem nú
kemur upp er sömu gerðar og kvikan
úr fyrsta gosinu og kemur djúpt úr
iðrum jarðar, alla leið frá möttlinum.
Leiðin erfið yfirferðar
Þúsundir hafa lagt leið sína í Mera-
dali á þessari fyrstu viku eldgossins.
Leiðin þangað er erfið yfirferðar
og gangan í raun aðeins fyrir vant
göngufólk. Björgunarsveitir hafa
þurft að koma mörgum til aðstoðar
og fjölmargir hafa lagt vanbúnir af
stað, illa klæddir og ekki með nauð-
synlegan búnað og vistir. Gosglaðir
Íslendingar og erlendir ferðamenn
átta sig ekki á vegalengdum og að-
stæðum og ágætur Suðurnesja-
maður vakti athygli á því í athuga-
semd á samfélagsmiðlum að við
erum að fást við eldgos í óbyggðum
en ekki varðeld og brekkusöng við
bílastæðið.
Taka gosið föstum tökum
Grindavíkurbær hefur tekið eldgosið
föstum tökum, ef svo má segja, og
ætlar að ráðast í að bæta innviði við
Fagradalsfjall og mun standa straum
af kostnaði við ýmsa þætti svo þeir
verði unnir sem fyrst. Þannig áætlar
Fannar Jónasson, bæjarstjóri, að
gosið kosti bæjarsjóð um 60 milljónir
króna og væntir þess að kostnaður
sem lendi á bænum vegna gossins
verði gerður upp síðar.
Eldgosið er þegar farið að hafa
jákvæð áhrif á ferðaþjónustu í
Grindavík. Veitingastaðir eru þétt
setnir og jafnvel hafa sést raðir
inn í verslun Nettó þegar gosgestir
hafa verið að hlaða á birgðir fyrir
gönguna í fjallið.
Skoða sprungur nærri Grindavík
Jarðhræringarnar í lok júlí og fyrstu
dagana í ágúst hafa valdið raski í
náttúrunni. Víða hefur mátt sjá hvar
stórgrýti hefur rúllað niður hlíðar.
Þá hafa sprungur myndast, sumar
hverjar mjög áberandi í landslaginu
og eru tugir sentimetra á breidd.
Vísindafólk Veðurstofu Íslands er
að kortleggja þessar sprungur.
VÍKURFRÉTTAMND: INGIBERGUR ÞÓR JÓNASSON
Atvinna
Óskum eftir að ráða hellu-
lagnamenn og verkamenn
Hægt er að hafa samband við grjotgardar@grjotgardar.is
eða í síma 771-4645, Hjalti.
. . . við erum að
fást við eldgos
í óbyggðum en ekki
varðeld og brekkusöng
við bílastæðið . . .
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 9