Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.08.2022, Page 10

Víkurfréttir - 10.08.2022, Page 10
Elva Rún byrjaði að hekla í júní en það hefur heldur betur undið upp á sig og nú er hún að selja töskur sem hún heklar sjálf. Elva lærði að hekla eftir að hún sá tösku sem veitti henni innblástur. „Ég sá mynd af tösku á netinu sem heillaði mig og velti fyrir mér hvort ég gæti gert auð- veldari útgáfu af henni – þar sem ég kunni engan veginn að hekla. Ég stekk út í búð að kaupa garn í dálítilli hvat- vísi og kem auga á þykkt garn sem mér leist vel á,“ segir Elva. Aðspurð hvernig hún fór frá því að kunna ekki að hekla í að selja töskur á rúmum mánuði segir hún: „Ég reyndi að fylgja leiðbein- ingum sem ég fann en fannst þær bara óskiljanlegar fyrir byrjanda eins og mig. Ég reyndi ýmislegt og prófaði mig enda- laust áfram með þó nokkrum mistökum. Þar til ég fór að verða ánægð og fyrsta heklaða taskan mín leit dagsins ljós.“ Hefur aldrei haft neinn sérstakan áhuga á handavinnu Elva segir handavinnu eins og þessa vera róandi í amstri dagsins og það vera gefandi og gaman að sjá afrakst- urinn. Elva hefur komið sjálfri sér og sínum nánustu á óvart með þessu nýja áhugamáli sínu. „Ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á handavinnu sem slíkri. Ótrúlegt en satt fór ég ekki eftir uppskriftum heldur vann mig áfram eftir myndum og getu. Ég er ennþá að prófa mig áfram og læra ýmsar aðferðir og er spennt að sjá hvernig þetta þróast hjá mér. Það tók mig smá tíma að læra þetta almennilega þar sem ég á það til að vera alls ekki sú fær- asta í höndunum, eins og mitt nánasta fólk veit.“ Það er aldrei að vita hvað framtíðin ber með sér Elva byrjaði að deila myndum og myndböndum af veskjum og töskum sem hún hafði heklað á netinu. Hún segir fólk hafa sýnt mikinn áhuga á því sem hún var að föndra og því stofnaði hún reikninginn @byelvadesign. „Ég ákvað því að búa til Insta- gram-síðu til þess að leyfa fólki að fylgjast með og jafn vel panta ef áhugi væri fyrir því,“ segir Elva. Hún segir það hafa komið henni á óvart að fólk hafi áhuga á þessu „litla áhugamáli“ sínu. „Ég er svo þakklát fyrir þá sem hafa áhuga á að senda inn pöntun. Ég er líka hrikalega heppin með fólkið í kringum mig sem hefur hvatt mig áfram.“ Aðspurð hvort hún vilji gera eitthvað við þetta áhugamál í framtíðinni segir hún: „Ég hef hugsað að ef þetta mun ganga vel og ef eftirspurnin muni vera til staðar að ég sjái fyrir mér að halda áfram og gera eitthvað meira. Það er aldrei að vita hvað framtíðin ber með sér.“ Afmælisþættir skólans í Vogum, birtast vikulega í Víkurfréttum og vf.is á afmælisárinu. Þorvaldur Örn Árnason, áður kennari við skólann, tekur saman með góðra manna hjálp. 29. ÞÁTTUR NÝTT OG BETRA HÚS BRUNNASTAÐASKÓLA Í febrúar 1929 var farið að huga að byggingu nýs skólahúss. Að dómi skólanefndarinnar var þáverandi hús orðið óhæft til kennslu og hættulegt heilsu barnanna (myndin er tekin um áratug síðar). Ekki er hægt að segja að hreppsnefndin hafi hraðað sér að byggja, því haustið 1931 er allt við það sama. En þá kemst smá hreyfing á málið og næstu ár toguðust skólanefnd, hreppsnefnd og fræðslumálastjórn á um stærð og gerð skólabyggingar. Á fundi í sept- ember 1932 bókar skólanefndin: „Þar sem börn þau sem sækja eiga Suður- kotsbarnaskólann eru 30 að tölu en skólastofan tekur ekki nema 24, fellst nefndin á að skipta börnunum þannig að hvor deild sæki skólann annan hvorn dag og bæta við eins mánaðar kennslu (aprílmánuði).“ Þannig varð það næstu vetur. Árið 1933 ítrekaði skólanefndin að ástandið væri algerlega óhæft og lagði til að skólahúsið yrði byggt samkvæmt fyrirliggjandi teikningu húsameistara ríkisins, með tveimur kennslustofum, heimavist og kenn- araíbúð. Á þessum árum er kennt á tveimur stöðum (í Brunnastaða- og Vatnsleysuhverfi) og kennarar voru tveir en þarna er ætlunin að sameina kennsluna á einn stað – með tveimur kennurum og heimavist. Svo liðu mörg ár, lítið gerðist og menn björguðust með því að kenna á tveimur og þremur stöðum. Árið 1938 breytir Suðurkotsskóli um nafn og heitir eftir það Brunnastaðaskóli. Árið 1942 eru hreppsnefndarkosn- ingar og um haustið er komið nýtt hljóð í strokkinn. Þá liggur fyrir teikning að húsi sem er hugsað sem heimangönguskóli en börnin verði flutt með skólabíl, eða á annan hátt tryggt ókeypis bílfar að og frá skól- anum. Grunnur hússins var steyptur 1943. Húsið er hlaðið úr steini, orðið fokhelt í september 1944 og var það vígt og tekið í notkun 9. desember. Svo virðist sem gamla húsið hafi verið rifið og líklega nýtt úr því eitt- hvað efni, því kennsla yngri barna féll að mestu niður þetta haust og Viktoría kenndi eldri deildinni í stofunni á Minna-Knarrarnesi, að sögn Reynis Brynjólfssonar sem átti þar heima og hefði átt að vera í yngri deildinni. Í húsinu voru þrjár kennslustofur (kennt í þremur deildum); breiður gangur eftir endilöngu húsinu (stundum notaður til íþróttakennslu og seinasta áratuginn þiljuð þar af vinnuaðstaða kennara); stofa til af- nota fyrir kennara; hitaklefi, geymsla og geymsluloft, en engin íbúð fyrir kennara eins og í gamla húsinu. Sökum þess hve fjárhagur hreppsins var knappur var húsið frekar lítið og engin íburður. Engir styrkir fengust til byggingarinnar, lán lítil og til skamms tíma, og tekjur hreppsins ekki miklar því íbúum hafði fækkað stöðugt og voru nú aðeins um 250. Umsjónarmaður byggingarinnar var Jón G. Bene- diktsson, þáverandi oddviti. Almenn fjársöfnun var í hreppnum til bygg- ingarinnar sumarið 1943 og gáfu 30 manns u.þ.b. 5.000 krónur samtals. Stærstu gefendur voru Viktoría skólastjóri og Árni Klemens skóla- nefndarformaður og frú, hvort sinn þúsundkallinn. Á vígsludegi hússins, 9. desember 1944, skrautritar Stefán Hallsson, kennari og skólabílstjóri, gjafarbréf og gefur kennaralaun sinn þann vetur til þess að kaupa borð og stóla fyrir yngri deildina – eða til að kaupa nýjan skólabíl! Stefán kenndi aðeins þann vetur í nýja húsinu. Hann kenndi svo við Barnaskóla Keflavíkur næstu ár. Þar missti Vatnsleysustrandarhreppur fjölhæfan kennara, kirkjukórstjóra og skólabílstjóra. Næstu vetur voru börnin það fá (tæplega 30) að varla fékkst að ráða einn kennara auk skólastjórans, og skólaakstur féll niður haustið 1945. Bágur fjárhagur hefur valdið því að húsið var ekki fullbyggt. Ári eftir vígsluna rekur Bjarni M. Jónsson, námsstjóri, á eftir því að lokið verði við ófullgerð herbergi þar sem m.a. vantar upphitun, gluggatjöld og húsgögn. 1947 telst húsið enn vera ófullgert og úttekt ólokið. Svo þurfti að gera verulegar lagfæringar á því aðeins tíu árum síðar. Þrátt fyrir það var tilkoma hússins og sam- eining alls skólastarfs á einn stað, með tilheyrandi skólaakstri, bylting á skólamálum á Vatnsleysuströnd og Vogum. Þegar hús þetta er aðeins fimmtán ára, í maí 1959, skorar skólanefndin á hreppsnefnd að þá þegar verði at- hugaðir möguleikar á að byggja nýtt skólahús í Vogum, enda sé húsið svo ófullnægjandi að ekki sé hægt að framkvæma lögboðna kennslu í söng, leikfimi og handavinnu. Börnum er farið að fjölga og húsið of lítið. Í fundargerðum skólanefndar frá því um 1970 kemur fram að gera þurfi miklar endurbætur, skólinn haldi hvorki vatni né vindi, dúkar lélegir, salerni mjög léleg og drykkjarvatn mengað. Á myndinni er spilað bobb á gang- inum 1966. Nýtt skólahús í Vogum var vígt 1979 og segir frá því síðar. Heimildir: Gjörðabók skólanefndar. Greinar um skóla á Suðurnesjum í Faxa 1. tbl. 1990 og Faxa 2. tbl. 1990. ÚTBOÐ Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið: „FRÁVEITA – ENDURBÆTUR“ Verkið er fólgið i byggingu steyptra dælubrunna og dælu- og hreinsistöðvar fyrir fráveitu í Vogum með tilheyrandi lögnum og jarðvinnu og öllum frágangi, ásamt yfirfalls- og ofan- vatnslögnum frá dælubrunnum á landi og fjöru, lagningu þrýstilagna að og frá dælubrunn- um. Einnig er fólgið í verkinu uppsetning og tengingar lagna, dæla og rafbúnaðar og annars búnaðar tilheyrandi dælubrunnum og dælu- og hreinsistöð. Verkkaupi leggur til dælur og hreinsibúnað með þrepasíum, grófhreinsun og tilheyrandi búnað, verktaki sér um uppsetn- ingu og tengingar. Dælu- og hreinsistöð ásamt dælubrunni verður staðsett við núverandi sjóvarnargarð við Hafnargötu og annar dælubrunnur verður staðsettur í Grænuborgarhverfi ofan núverandi sjóvarnargarðs neðan við göturnar Vesturborg og Sjávarborg. Rjúfa þarf sjó- varnargarða á báðum stöðum á meðan á vinnu stendur við dælubrunn og lagnir, sem síðan skal ganga að fullu frá görðunum í samræmi við það sem áður var. Færa á fram og byggja sjóvarnargarð upp á nýjum stað við Hafnargötu. Helstu magntölur eru: Uppgröftur . . . . . . . . . . . . 2520 m3 Fyllingar . . . . . . . . . . . . . . 2260 m3 Losun klappar . . . . . . . . . . 750 m3 Sjóvarnargarður . . . . . . . . 850 m3 Steypumót . . . . . . . . . . . . . 490 m² Járnabinding . . . . . . . . . . 8950 kg Steinsteypa . . . . . . . . . . . . . 107 m³ Fráveitulagnir . . . . . . . . . . 432 m Verkinu er skipt upp í tvo skilaáfanga: Verklok 1. skilaáfanga er eigi síðar en 30. desember 2022 og 2. skilaáfanga og heildarverki eigi síðar en 30. apríl 2023. Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið dadi@t-sa.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðs- gögnin send í tölvupósti. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 9. ágúst 2022. Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið dadi@t-sa.is eigi síðar en þriðju- daginn, 30. ágúst 2022 kl. 10:00. Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur. Bjóðendum verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar tilboða verður bjóð- endum sent opnunaryfirlit rafrænt. Nafn: Elva Rún Ævarsdóttir. Aldur: 24 ára. Búseta: Búsett með maka og hundinum sínum í Njarðvík. Starf: Vinnur hjá Airport Associates sem umsjónar- maður í farþegaþjónustu. Frístundir: Stundar líkams- rækt, elskar að fara út að labba með hundinn sinn og hekla töskur og veski. Hvatvísi kemur manni langt Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.