Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.08.2022, Síða 16

Víkurfréttir - 10.08.2022, Síða 16
Mundi Nú vantar bíó í Grindavík ... ... fyrir börnin sem mega ekki fara og skoða gosið! Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP K a p a l v æ ð i n g • H a f n a r g a t a 2 1 • 4 2 1 4 6 8 8 w w w . k v . i s • k v @ k v . i s Opið 10 - 18 opticalstudio.is 511-5800 *Afslátturinn gildir ekki af tilboðsvöru Áskorun til bæjarstjórnar Má ekki segja að það sé komið haust? Veðrið undanfarna daga bendir a.m.k. til þess en þetta er búið að vera vægast sagt dapurt í sumar. Margir taka haustinu reyndar fagnandi enda byrjar þá blessuð rútínan en það er samt erfitt þegar sumarið hefur ekki ennþá mætt til leiks. En nú þegar tekur að hausta er kannski tilvalið að auka þrýsting á meirihlutann í Reykjanesbæ um að lækka álagsprósentu fasteigna- skatts. Afar brýnt mál finnst mér fyrir íbúa og fyrirtækin á svæðinu. Nokkur sveitarfélög gáfu það út strax í byrjun sumars að álagspró- sentan yrði lækkuð verulega til þess að bregðast við gríðarlegri hækkun fasteignamats. Bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ hafa gefið það út að þetta verði rætt við gerð fjárhagsá- ætlunar nú í haust. Persónulega er ég afar vonsvikinn að sjá ekki álíka bókun og kom t.d. frá bæjarráði Kópavogs um að fasteignaskattar muni lækka samfara hækkun fast- eignamats og á það við um íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Þetta skiptir íbúa og fyrirtæki í bæjarfélaginu miklu máli þegar heildarmat fast- eigna á Íslandi hefur hækkað að meðaltali um 20% á yfirstandandi ári eða langmesta hækkun fast- eignamats frá hruni. Hérna í bæ er hækkunin yfir meðaltali. Maður trúir varla öðru en að Reykjanesbær bregðist við eins og mörg önnur sveitarfélög eru nú þegar að gera. Annað væri óaf- sakanlegt að mínu mati þegar mörg heimili eiga nú þegar í vandræðum að ná endum saman. Hér með er komin áskorun á bæjarstjórn Reykjanesbæjar og mikið væri nú gaman að sjá 100% samstöðu í þessu máli. Gleðilegt haust. LO KAO RÐ ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON Loka afgreiðslu póstsins í Grindavík Bæjaryfirvöld í Grindavík fengu kynningu á fyrirhuguðum breyt- ingum á afgreiðslu Íslandspóst í Grindavík þann 5. júlí síðast- liðinn. Mesta breytingin er fyrir- huguð lokun á afgreiðslu póstsins á Víkurbraut 56 sem er starfs- stöð Landsbankans í Grindavík. Í staðinn á að fjölga póstboxum vegna pakkasendinga og nýta póstbíl til að afhenda heim að dyrum. Fram kom í kynningu Íslands- póst að fyrirhugaðar breytingar væru þær sömu og innleiddar hafa verið á Hellu og Hvolsvelli en reynslan þar er þannig að íbúar eru afar ósáttir við þær breytingar og segja um mikla þjónustuskerðingu að ræða. Póstbíllinn þar er bara á ferðinni virka daga milli 9–14. „Nú um nokkurt skeið hefur verið póstbox við verslunina Nettó, Víkurbraut 60 í Grindavík. Reynsla af því póstboxi hefur verið misjöfn, iðulega er einhver bilun sem er þess valdandi að ekki er hægt að nálgast pakka sem þar eru. Auk þess eru margir íbúar sem ekki hafa tök á að nýta sér þessa tækni og fara í póstafgreiðsluna til að sinna sínum erindum vegna sendinga, kaupum á frímerkjum, umslögum og kössum undir pakka. Hvað varðar aukna þjónustu póstbíls þá hefur bæjarráð Grinda- víkur miklar efasemdir um skil- virkni þess að afhenda pakka heim. Almennt er fólk í vinnu á þeim tíma sem póstbíllinn er í út- sendingum og því næst ekki að koma sendingum til skila. Þegar svo háttar til fara sendingar í af- greiðslu póstsins þar sem íbúar geta nálgast sendingar þegar þeim hentar, s.s. í hádeginu. Bæjaryfirvöld í Grindavík telja þetta vera mikla þjónustuskerð- ingu og lýsa andstöðu sinni við þessar fyrirhuguðu breytingar sér- staklega í ljósi þess að Grindavík er 3.650 manna samfélag og er í örum vexti,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Grindavíkur. Íbúum Reykjanesbæjar fjölgað um þúsund manns á átta mánuðum Íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.036 íbúa, eða um 5,1%, á tímabilinu frá 1. des- ember 2021 til 1. ágúst 2022, eða á átta mánaða tímabili. Íbúar Reykjanesbæjar voru 21.417 þann 1. ágúst síðast- liðinn. Íbúar Grindavíkur voru 3.640 og hafði fjölgað um 51 frá 1. desember síðastliðinn, sem gerir 1,4% fjölgun. Íbúar í Sveit- arfélaginu Vogum eru 1.400 og hafði fjölgað um 62 á tímabilinu, eða 4,6%. Þá eru íbúar Suður- nesjabæjar 3.846 talsins og þar hefur fjölgað um 102 á umræddu tímabili, eða 2,7%.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.