Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2022, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 19.10.2022, Blaðsíða 7
UPPBYGGING SPENNANDI HRINGRÁSARVERKEFNIS Viltu bætast í öflugan hóp reynslumikilla einstaklinga við uppbyggingu stærsta landeldis á Íslandi, þar sem ný vistvæn hugsun og tækni ráða för? Störf í boði: Samherji Fiskeldi hefur verið stórframleiðandi á laxi og bleikju í yfir 20 ár og rekur eingöngu landeldisstöðvar. Í undirbúningi er nú 40.000 tonna landeldisstöð sem framleiða mun hágæðalax með nýjustu tækni í glæsilegri aðstöðu. Staðsetning stöðvarinnar í Auðlindagarðinum á Reykjanesi skapar einstök tækifæri til fullnýtingar affallsstrauma m.a. frá jarðvarmavirkjunum. Hringrásarhagkerfi verður leiðarljós og lægsta mögulega vistspor er markmiðið. Allt framleiðsluferlið verður á sama stað, frá innsetningu hrogna að fullunnum hágæðaafurðum. Fyrsti áfangi af þremur er þegar fjármagnaður en framkvæmdir munu hefjast á næsta ári og áætlað að stöðin verði fullbúin árið 2032. Starfsstöðvar verða í Reykjavík og Reykjanesi samhliða framkvæmdum. Sviðsstjóri hönnunar og framkvæmda • Yfirmaður hönnunar 40.000 tonna landeldis • Verkefnastjórn á hönnunar- og framkvæmdatíma • Undirbúningur og eftirfylgni verksamninga • Framkvæmdaáætlun og áfangaskipting Menntun og reynsla: Byggingarverkfræði eða sambærilegt. Reynsla af stjórnun og stórum verklegum framkvæmdum er skilyrði. Stöðvarstjóri seiðaeldis • Stöðvarstjóri í nýrri og glæsilegri RAS-seiðastöð • Hönnun, innkaup, framkvæmdir, eftirfylgni og rekstur seiðastöðvar Menntun og reynsla: Háskólamenntun í fiskeldi, líffræði eða sjávarútvegsfræði. Reynsla af rekstri RAS-kerfa er nauðsynleg. Stöðvarstjóri áframeldis • Stöðvarstjóri í nýju og yfirbyggðu 40.000 tonna landeldi með PRAS-kerfi • Hönnun, innkaup, framkvæmdir, eftirfylgni og rekstur áframeldis Menntun og reynsla: Háskólamenntun í fiskeldi, líffræði eða sjávarútvegsfræði. Reynsla af fiskeldi er nauðsynleg. Verkefnastjóri vinnsluferla • Hönnun og bestun vinnsluferla • 40.000 tonn framleidd árlega • Verkefnastjórn á hönnunar- og framkvæmdatíma • Undirbúningur verksamninga vegna vinnslubúnaðar • Eftirfylgni uppsetninga og prófana Menntun og reynsla: Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. Þekking á Inventor/Solidworks og Autocad. Leiðtogi öryggismála • Skipulag og umsjón öryggishönnunar • Áhættugreining verkferla • Samræming þjálfunarskrár starfsfólks • Þjálfun starfsfólks og skipulag námskeiða • Eftirfylgni öryggissamninga á framkvæmdatíma Menntun og reynsla: Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði matvæla- eða verkfræði. Þekking og reynsla af öryggisstjórnun, gæðastjórnun og rekstri gæðakerfa. Gagnasérfræðingur • Uppbygging vöruhúsa gagna • Eldiskerfi • Vinnslukerfi • SCADA-kerfi • Fjárhagskerfi • Skýrslugerð í PowerBI Menntun og reynsla: Tölvunarfræði eða verkfræði. Reynsla af gagnagreiningu og skýrslugerð er nauðsynleg. Dýralæknir • Yfirdýralæknir Samherja Fiskeldis • Umsjón með líffræðilegum þáttum, sýnatökum og heilbrigðiseftirliti í eldisstöðvum • Bestun verkferla til að tryggja heilbrigði eldisstofns • Gerð heilbrigðisáætlana fyrir hverja eldisstöð í samstarfi við stöðvarstjóra og gæðastjóra fiskeldis • Símenntun starfsfólks í almennri fiskavelferð, umgengni og sjúkdómavörnum. Menntun og reynsla: Háskólapróf í dýralækningum. Umsóknir og kynningarbréf skulu send á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2022. Upplýsingar um störfin veita Hallveig Hafstað Haraldsdóttir, hallveig@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is. For English: Byggingarverkfræðingur • Byggingarverkfræðingur á hönnunar- og framkvæmdasviði • Forhönnun í samstarfi við eldissvið • Eftirlit og samþætting hönnunar Menntun og reynsla: Byggingarverkfræði eða sambærilegt. Þekking á lagnahönnun er mikill kostur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.