Víkurfréttir - 19.10.2022, Blaðsíða 13
Umhverfismál í Suðurnesjabæ
Nýlega sendi ég erindi til fram-
kvæmda- og skipulagsráðs Suður-
nesjabæjar með nokkrum hug-
myndum um umhverfismál. Ráðið
tók erindið fyrir á fundi sínum og
var eftirfarandi bókað og svar sent
til mín:
Á fundi framkvæmda- og skipu-
lagsráðs Suðurnesjabæjar þann 20.
september 2022 var til umfjöllunar
bréf þitt með hugmyndum og til-
lögum í umhverfismálum í Suður-
nesjabæ. Eftirfarandi er afgreiðsla
nefndarinnar á erindinu: „Ráðið
þakkar bréfritara fyrir ábending-
arnar sem margar hverjar eru góðar
og sumar eru þegar í ferli.“
Af bókuninni og svarinu er ekkert
hægt að átta sig á um hvað erindi
mitt fjallaði eða hverjar umræður
um það voru. Af þeirri ástæðu
langaði mig til að upplýsa um málið
og mögulega skapa um það umræður.
Erindið var svohljóðandi:
Framkvæmda- og skipulagsráð
Suðurnesjabæjar.
b/t Jóns Ben Einarssonar, sviðs-
stjóra.
Efni bréfs: Hugmyndir er varða um-
hverfismál í Suðurnesjabæ.
Ágæta ráðs- og starfsfólk.
Sem bæjarbúi og sameiningarsinni
sveitarfélaga langar mig til að koma
á framfæri við ykkur nokkrum hug-
myndum varðandi umhverfismál.
Eins og margir bæjarbúar hef ég
verið áhugasamur um umhverfið
og reynt í því sambandi að vera á
ýmsan hátt hvetjandi, meðal annars
með myndasendingum og athuga-
semdum til ráðamanna svo og með
jákvæðum skrifum í blaðagreinum
og á Facebook.
Í grein sem ég skrifaði í Víkur-
fréttir í desember 2021 sagði ég
meðal annars:
„Hjá bæjarstjórn í nýju sameinuðu
sveitarfélagi er eflaust í mörg horn
að líta og þar af leiðandi þurfa sum
verkefni að bíða til betri tíma. Sem
áhugasamur íbúi fyrir velferð og
framgangi bæjarins okkar hef ég
reynt að fylgjast með gangi mála.
Sumt hefur vakið athygli mína meira
en annað og þar nefni ég meðal
annars umhverfismálin. Vonandi
verður sá málaflokkur í forgangi á
næsta kjörtímabili. Sérstakt um-
hverfisráð verði skipað áhugasömu
fólki og með sameiginlegu átaki geta
stjórnendur bæjarins og íbúarnir
gert Suðurnesjabæ að snyrtilegasta
bæjarfélagi landsins. Við eigum að
stefna hátt á öllum sviðum.“
Svo mörg voru þau orð.
Í greininni tala ég um að sér-
stakt umhverfisráð verði skipað.
Ástæðan er sú að mér finnst að
umhverfismálin hafa að sumu leyti
mætt afgangi hjá framkvæmda- og
skipulagsráði eftir að fyrirkomu-
laginu var breytt með sameiningu
sveitarfélaganna. Þetta má sjá með
lestri fundargerða þar sem skipulags-
málin eru mun fyrirferðameiri, sem
er væntanlega ekki óeðlilegt miðað
við umfang. Ef stjórnendur telja að
umhverfismálin eigi áfram að falla
undir framkvæmda- og skipulagsráð,
þá finnst mér eðlilegra að ráðið verði
kallað framkvæmda-, umhverfis- og
skipulagsráð.
Til viðbótar framansögðu, langar
mig til að koma á framfæri við ykkur
eftirfarandi tillögu:
• Að samin verði metnaðarfull til-
laga að umhverfisstefnu sem lagt
verði til að bæjarstjórn samþykki.
Athugasemdir og ábendingar varð-
andi þessa tillögu eru eftirfarandi:
Nú á tímum þegar umhverfismál
eru í brennidepli vítt og breytt um
veröldina, þá er merkilegt að ekki sé
til staðar umhverfisstefna í bæjar-
félaginu. Markmið með umhverfis-
stefnu finnst mér að eigi meðal
annars að veita leiðbeiningar og
aðhald fyrir stjórnendur bæjarins,
stjórnendur fyrirtækja og bæjarbúa
alla.
Umhverfisstefna gæti meðal annars
innifalið eftirfarandi atriði:
• Að stefnt sé að því að bæjar-
félagið sé ávallt mjög til fyrir-
myndar og að áhersla sé lögð á
að bærinn hafi frumkvæði og
sýni gott fordæmi í umhverfis-
málum.
• Að umhverfismál séu ávallt eðli-
legur hluti af vinnubrögðum alls
starfsfólks og stofnana bæjarins
og að tillit sé tekið til þess við
hvers konar ákvarðanatökur þar
sem það á við.
• Að stefnt verði að því að Suður-
nesjabær skipi sér í hóp snyrti-
legustu bæjarfélaga landsins og
verði ávallt til fyrirmyndar á
öllum sviðum umhverfismála.
• Að samþykkt verði og kynnt með
fundarhöldum og á heimasíðu
bæjarins, áætlun um aðgerðir og
framkvæmdir sem hvetur alla
bæjarbúa og fyrirtækjastjórn-
endur til dáða í umhverfismálum
og að a.m.k. árlegt skipulagt átak
verði liður í þeirri áætlun.
• Að árlega verði veittar viður-
kenningar til einstaklinga og fyr-
irtækja fyrir fallegt og snyrtilegt
umhverfi (sjá erindisbréf fyrir
framkvæmda- og skipulagsráð).
• Að fylgt verði lögum og reglu-
gerðum um umhverfismál sem
eiga við um alla starfsemi bæjar-
félagsins.
• Að allir starfsmenn bæjar-
félagsins eigi möguleika á fræðslu
um umhverfismál sem miðar að
því að þeir séu meðvitaðir um
áhrif starfa sinna á umhverfið,
þekki vel umhverfisstefnu bæjar-
félagsins og verði virkir þátttak-
endur í henni.
• Að tryggt verði að allt sem lýtur
að öryggi í umhverfi bæjarins
verði ætíð eins og best verður á
kosið.
• Að umhverfisstefnu bæjar-
félagsins verði viðhaldið og hún
endurskoðuð í samræmi við
allar mögulegar breytingar á að-
stæðum.
• Gefin verði út umhverfisskýrsla
ár hvert, sem auðveldi saman-
burð og yfirlit yfir umhverfismál
í bæjarfélaginu og verkefnum
þeim tengdum.
Í erindisbréfi fyrir
f r a m k v æ m d a -
(umhverfis-) og
skipulagsráð er
fjallað um hlutverk
og verkefni ráðsins. Þar kemur meðal
annars fram eftirfarandi:
• að hafa umsjón með árlegu vali
og veitingu viðurkenninga til
fyrirtækja og einstaklinga fyrir
fallegt umhverfi.
• að hafa umsjón með skipulagi og
almennri fegrun opinna svæða í
bæjarfélaginu.
Ég minni sérstaklega á ákvæðið í
erindisbréfinu um veitingar viður-
kenninga fyrir fallegt umhverfi. Af
einhverjum ástæðum hefur þetta
því miður lagst af síðustu ár. Ég veit
að margir sakna þess mjög, enda
eru viðurkenningar og verðlaun
fyrir fagurt og snyrtilegt umhverfi
mjög hvetjandi aðferð og góð leið til
að ná meiri og betri árangri. Ég tala
af reynslu í þessum efnum en við
hjónin höfum þrívegis fengið slíkar
viðurkenningar. Ég hvet eindregið til
þess að þessi góða leið verði tekin
upp aftur.
Að endingu vísa ég til yfirlýsingar
meirihluta bæjarstjórnar í umhverf-
ismálum sem kynnt var á bæjar-
stjórnarfundi hinn 1. júní síðast-
liðinn. Ég tek heilshugar undir það
sem fram kemur í yfirlýsingunni og
vænti þess að þessi markmið nái
fram að ganga:
• Auka vitund íbúa um flokkun
sorps og fjölga hreinsunardögum
í sveitarfélaginu.
• Suðurnesjabær á að vera leiðandi
í umhverfismálum og sýna gott
fordæmi.
• Áminning og hvatning um snyrti-
legt umhverfi á að koma reglu-
lega frá sveitarfélaginu.
• Komið verði á fót umhverfisráði
áhugasamra íbúa sem geti með
aðstoð umhverfisfulltrúa verið
ráðgefandi og skapað jákvæða
ímynd þess átaks að bærinn
verði snyrtilegur.
• Hreinsun strandlengjunnar í
samstarfi við hin ýmsu félaga-
samtök verði áfram unnin.
• Áætlun um fráveitumál verði
kláruð og tímasett og þá verði
byrjað á stórum endurbótum.
• Fegrun byggðarkjarnanna verði
í hávegum höfð og aukin gróður-
setning verði í sveitarfélaginu í
samstarfi við skógrækt ríkisins
og aðra aðila.
• Skilgreind verði svæði fyrir
trjárækt með kolefnisjöfnun að
leiðarljósi.
• Unnið verði að fjölgun á hleðslu-
stöðvum í Suðurnesjabæ í sam-
vinnu við aðila á þeim markaði.
Bestu kveðjur, með von um að
skjótt verði brugðist við og svo óska
ég ykkur alls velfarnaðar í vanda-
sömum störfum ykkar.
Jón Norðfjörð,
Sandgerði,
Suðurnesjabæ.
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra
húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr.
577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til:
• viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og
mannvirkjum, ásamt öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa
menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
• byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningar húsa og
mannvirkja, og miðlunar upplýsinga um þær.
• sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í
samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016
um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í
byggð.
Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna
byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs
ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna
á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2021. Umsóknir sem berast
eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja.
Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af
hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit
um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og
varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir
Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf
um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á
www.husverndarstofa.is).
Suðurgötu 39, 101 Reykjavík
Sími: 570 1300
www.minjastofnun.is
husafridunarsjodur@minjastofnun.is
Minjastofnun Íslands
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
húsafriðunarsjóði
fyrir árið 2022
LÝSING VEGNA BREYTINGAR
Á AÐALSKIPULAGI SVEITAR-
FÉLAGSINS GARÐS 2013–2030
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt
til kynningar lýsingu vegna breytingar á Aðal-
skipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013–2030.
Breytingin felst í breytingu á skilgreiningu svæðis frá
skilgreindri notkun opins svæðis í núgildandi aðalskipu-
lagi í skilgreinda notkun afþreyingar- og ferðamanna-
svæðis, þar sem stefnt er að uppbyggingu gistirýma til
útleigu fyrir ferðaþjónustu.
Lýsingin er kynnt á heimasíðu Suðurnesjabæjar,
www.sudurnesjabaer.is, ásamt því að vera aðgengileg
í anddyri bæjarskrifstofu og skulu athugasemdir og
ábendingar hafa borist skriflega eigi síðar en fimmtu-
daginn 10. nóvember 2022.
Athugasemdir og ábendingar skulu berast með tölvu-
pósti á sigurdur@sudurnesjabaer.is, eða á bæjarskrif-
stofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4,
250 Garður.
Jón Ben. Einarsson,
skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar
Baráttan heldur áfram
Sigurður Jónsson, formaður Öldungaráðs Suðurnesja.
Öldungaráð Suðurnesja var
stofnað í nóvember 2014. Öldung-
aráð er skipað fulltrúum sveitar-
félaganna frá Reykjanesbæ, Suður-
nesjabæ og Sveitarfélagsins Voga.
Einnig tilnefnir Félag eldri borg-
ara á Suðurnesjum sína fulltrúa.
Styrktarfélag HSS á einnig fulltrúa.
Hlutverk Öldungaráðs Suður-
nesja er að gæta hagsmuna eldri
borgara á Suðurnesjum. Öldung-
aráð hefur á þessum árum bar-
ist fyrir því að fjölga hjúkrunar-
rýmum á svæðinu, einnig fyrir því
að heilsugæslustöðvar verði fleiri á
Suðurnesjum sem og fjölgun dag-
dvalarrýma. Öldungaráð hefur
gagnrýnt að ríkisvaldið hefur ekki
aukið fjármagn til starfsemi HSS í
samræmi við fjölgun íbúa á svæð-
inu.
Sveitarfélögin gera mjög vel
varðandi ýmsa þjónustu og að-
búnað fyrir aldraða og ber að
þakka það.
Á þessum árum hafa nokkur
skref verið stigin til hagsbóta fyrir
þjónustu við eldri borgara. En það
eru mörg stór, sameiginleg hags-
munamál sem krefjast þess að
baráttan haldi áfram. Af þeirri
ástæðu er nauðsynlegt að Öldung-
aráð Suðurnesja
starfi áfram.
Nú er það svo
að samkvæmt lögum ber að skipa
Öldungaráð í hverju sveitarfélagi
og það ákvæði er uppfyllt hér á
Suðurnesjum. Það er hið besta
mál. Eftir sem áður er nauðsyn-
legt að hafa sameiginlegan vett-
vang til að ræða hagsmuni svæð-
isins í heild. Til þess þarf að hafa
Öldungaráð Suðurnesja.
Aðalfundur Öldungaráðs Suður-
nesja verður haldinn föstudaginn
21. október 2022 kl. 16:00 Nes-
völlum.
vÍkurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 13