Víkurfréttir - 28.12.2022, Qupperneq 1
Opnunartími
Hringbraut:
Allan sólarhringinn
yfir áramótin
Opnunartími
Tjarnabraut:
08.00 - 16.00 Gamlársdag
12.00 - 18.00 Nýársdag
ÁRAMÓTAKVEÐJA!
VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ.
ÁSTA MARÍA
JÓNASDÓTTIR
A S TA@A L LT.I S | 560-5507
UNNUR SVAVA
SVERRISDÓTTIR
U N N U R@A L LT.I S | 560-5506
ELÍN
FRÍMANNSDÓTTIR
E L I N@A L LT.I S 560-5521
HELGA SVERRIS-
DÓTTIR
H E LG A@A L LT.I S | 560-5523
DÍSA EDWARDS
D I S A E@A L LT.I S | 560-5510
ELÍNBORG ÓSK
JENSDÓTTIR
E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509
PÁLL
ÞOR BJÖRNSSON
PA L L@A L LT.I S | 560-5501
Hjá okkur er allt
innifalið
Ljósleiðari
10.490 kr/mán.
ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER
NET
SÍMI
SJÓNVARP
K a p a l v æ ð i n g • H a f n a r g a t a 2 1 • 4 2 1 4 6 8 8
w w w . k v . i s • k v @ k v . i s
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Ugla að leita sér skjóls fyrir
óveðrinu sem gekk yfir
nokkrum dögum fyrir jól upp
við eldhúsgluggann hjá Dag-
björtu Vilhjálmsdóttur, íbúa við
Birkidal í Innri-Njarðvík.
„Uglan sat þarna og starði á
mig í tvær, þrjár mínútur. Sjálf-
sagt köld og svöng, hefði sótt
handa henni nautahakk hefði
hún ekki flogið í burtu,“ sagði
Dagbjört í stuttu spjalli við Vík-
urfréttir. Myndskeið af uglunni
má sjá á vf.is.
Ugla leitaði skjóls
við eldhúsglugga
E inn af jólasveinum hennar Grýlu tók léttan rúnt á gömlum en glansandi
rauðum traktor fyrir framan Aðventugarðinn í Reykjanesbæ síðdegis
á Þorláksmessu. Í garðinum sjálfum var Grýla mamma hans að tala við
börnin. Veðrið lék við gesti og þeir nutu jólastemmningar í Aðventugarðinum
og við Hafnargötu þar sem fleiri jólasveinar komu á Rúfdolf jólarútu. Dúettinn
Heiður söng í vetrarblíðunni og kaupmenn tóku brosandi á móti viðskiptavinum.
Fleiri myndir og myndskeið frá Þorláksmessu má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is.
Jólasveinn á rauðum traktor
„Óveðursdagarnir hafa verið krefj-
andi en það hefur á sama tíma
verið mjög gaman að geta hjálpað
fólki í neyð. Okkar markmið er
að gera okkar besta í að leysa úr
einhverjum hluta vandamálsins,“
segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri
Hótels Keflavíkur. Starfsmenn hót-
elsins lögðu sitt af mörkum síðustu
dagana fyrir jól í að hjálpa ferða-
mönnum sem urðu strandaglópar í
flugstöðinni vegna óveðurs.
„Við vorum með fjórhjóladrifnar
rútur og nýttum þær til að taka
á móti gestum sem voru einhver
hundruð. Síðan vorum við líka
að sjá um gesti sem voru að fara á
önnur hótel, sem tengjast okkur
ekki, vegna veikinda eða fólk með
börn. Við „pikkuðum“ þau út úr
röðinni og reyndum að hjálpa þeim.
Við keyrðum fólkið frá flugstöðinni
niður á Hótel Keflavík og gáfum því
að borða á meðan við reyndum að
leysa úr þeirra vandamálum.“
Þegar leið á fékk hann aðstoð frá
keflvískum „höfðingjum“, eins og
Steinþór orðar það. „Ég fór bókstaf-
lega út á götu og veifaði að stórum
„monster“ trukkum en ég þekkti
þessa menn ekkert fyrir og bað þá
um að hjálpa mér að hjálpa fólki.
Þessir miklu höfðingjar, komu og
voru þarna allt kvöldið að hjálpa til.
Þeir komu fólki meðal annars upp á
Ásbrú sem átti gistingu þar.“
Steinþór segir þetta ekki vera í
fyrsta skiptið sem aðstæður sem
þessar koma upp en að þetta skiptið
hafi þó verið aðeins frábrugðið. „Það
hafa komið upp svona tilvik þar sem
veður og annað hefur áhrif á þús-
undir en á þessum 36 árum hefur
það gerst ca. þrisvar, fjórum sinnum.
Ef við horfum til áranna 1986 til
2010, þá voru ekki svona margar
flugferðir til og frá landinu. Fjöldi
ferðamanna er orðinn svo gríðarlega
mikill, það eru kannski 50 flug fram
og til baka í það minnsta.
Vandamálið í þetta skiptið var hve
lengi Reykjanesbrautin var lokuð,
það var það sem gerði útslagið. Við
gátum ekki beðið í nokkrar klukku-
stundir og sent svo fólk til Reykja-
víkur eða á viðeigandi stað.“
Góðverk kom hótel-
stjóranum í jólaskapið
Hjálpaði strandaglópum að fá húsaskjól í illviðri
Steinþór Jónsson í
flugstöðinni fyrir jól.
Fólk var flutt á ofurjeppum úr
flugstöðinni til Hótels Keflavíkur.
Hver verður maður ársins á Suðurnesjum 2022? Ábendingum um verðuga
einstaklinga til að hljóta nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2022“ má
senda á tölvupóstfangið vf@vf.is. Á síðasta ári hlutu Björgunarsveitin Þor-
björn og Slysavarnadeildin Þórkatla í Grindavík nafnbótina.
Hver er Suðurnesjamaður ársins 2022?
Miðvikudagur 28. deseMber 2022 // 46. tbl. // 48. árg.