Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.12.2022, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 28.12.2022, Qupperneq 8
 Þorlákur Guðmundsson eða Láki í Salthúsinu eins og Grindvíkingar og aðrir þekkja hann best, er mat- reiðslumaður og hefur rekið veit- ingastað í Grindavík síðan árið 2005. Láki hafði eins og svo margir grindvískir karlmenn, farið á sjóinn og vann síðustu árin sem kokkur en ákvað að söðla um árið 2005 og hefur ekki litið til baka síðan: „Ég byrjaði ungur á sjónum, vann bæði sem messagutti og háseti en eldamennskan togaði alltaf í mig svo ég endaði sem kokkur síðustu tuttugu árin á sjónum. Ég kunni vel við það en þegar tækifæri gafst á að fara út í veitingarekstur árið 2005 þá stökk ég á það. Gamli Hafur- björninn sem Árni Björn Björnsson rak við góðar undirtektir til fjölda ára, hafði breyst í Cactus þegar Hjálmar Erlingsson keypti staðinn en þegar annar veitingastaður í Grindavík, Sjávarperlan, var sett á sölu þá ákvað Hjalli að færa sig þangað og því gat ég keypt Cactus og breytti nafninu í Lukku Láka.“ Sjávarperlan breyttist í Salthúsið og nokkrum árum síðar bauðst Láka að kaupa staðinn. „Áramótin 2008/2009 keypti ég Salthúsið og rak Lukka Láka samhliða fyrsta árið en einbeitti mér síðan bara að Salthúsinu. Auð- vitað var og er um venjulegan opn- unartíma veitingastaðar að ræða en mest hefur verið að gera í kringum hópa, þá aðallega ferðamanna- hópa. Grindavík hefur vaxið sem ferðamannastaður og hingað koma margar rútur allan ársins hring, fullar af ferðamönnum og þeir þurfa að borða. Ég hef myndað góð tengsl við fjölmarga ferðaleiðsögumenn og þeir koma aftur og aftur.“ Árin á Lukku Láka og fyrstu árin á Salthúsinu, gekk viðskiptamódelið líka út á að halda böll. „Til að byrja með varð ég bjóða líka upp á dansleiki og má segja að hljómsveit hafi spilað hjá mér að lágmarki einu sinni í mánuði. Þegar veitingareksturinn fór svo að vefja upp á sig þá sá ég að það var erfitt að samtvinna þetta, að vera með dans- leik langt fram á sunnudagsmorgun og með stóran hóp í hádeginu stuttu síðar gekk eðlilega ekki upp. Þess vegna dró ég úr því en er alltaf með eitt og eitt ball við sérstök tilefni, t.d. á sjómannahelginni og ég reyni líka að halda tónleika reglulega og þá helst blústónleika, ég elska þá tónlist.“ Eitt hefur haldið velli nánast undantekningarlaust síðan Láki hóf reksturinn á Lukka Láka árið 2005, grindvíska hljómsveitin Geimfar- arnir hefur alltaf haldið árlegt jóla- og áramótaball en þó hefur hljóm- sveitin legið í dvala síðan 2018. „Ég kynntist þessum góðu drengjum strax á Lukku Láka ár- unum en grindvískt samfélag hefur alltaf verið svona, ef eitthvað grind- vískt er í gangi þá mætir heimafólk. Þeir byrjuðu hjá mér á Lukka Láka en hafa svo verið hér í Salthúsinu síðan. Þeir tók sér nú pásu 2018 en ég fékk þá til að dusta rykið af hljóðfærunum og þeir ætla að trylla Grindvíkinga og vonandi, aðra gesti föstudagskvöldið 30. desember. Ég heyri á meðal grindvískra ungmenna að mikil stemning er fyrir þessu balli en ég á líka von á því að gömlu aðdáendurnir flykkist á Salthúsið og úr verði ekta frábær, grindvísk stemning,“ sagði Láki að lokum. Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur 13. desember, var tekið fyrir erindi frá Kölku sem barst öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, varðandi sorphirðumál en Kalka óskar eftir samþykki bæjarfélaganna þess efnis að Kalka sjái um söfnun úrgangs frá heimilum vegna fjögurra úrgangsflokka og sjái líka um fjármögnun söfnunarílátanna. Kalka hefur sinnt heimilissorphirðu Grindvíkinga síðan 2018. Ný lög taka gildi um áramótin og þá verður þess krafist að sorpi verði safnað í fjóra úrgangsflokka, pappír og plast í sitthvora tunnuna og söfnun á lífrænum úrgangi og almennu sorpu til brennslu í tvískiptri þriðju tunnunni. Fannar Jónasson, bæjarstjóri tjáði sig um málið á fundinum og benti á að mikilvægt sé að hugsa þetta gaumgæfilega en við flest heimili er gert ráð fyrir tveimur tunnum og nokkuð ljóst að þó nokkur fyrirhöfn og kostnaður muni hljótast af því að hafa þrjár tunnur. Fannar kom líka inn á að Sorpa sem sér um sorphirðumál á höfuð- borgarsvæðinu, býður upp á tveggja tunnu lausn. Að mati Fannars er mikilvægt að samræmi sé á milli sorphirðufyrirtækja og því var ákveðið að fresta afgreiðslu málsins þar til frekari upplýsingar liggi fyrir. Bæj- arráð hafði fjallað um málið en eftir þessar nýju upplýsingar um þrjár tunnur var ákveðið að skoða þyrfti málið betur. Sjókokkurinn sem fór út í eigin veitingarekstur Þrjár sorptunnur í stað tveggja? GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Svona sorptunnuskýli eru algeng í Grindavík, eingöngu fyrir tvær tunnur. Svona líta sorptunnur Sorpu út, tvær tvískiptar tunnur. Þorlákur Guðmundsson, eða Láki eins og hann er oftast kallaður. „Ég bara verð að kasta hrósi á mitt fólk í björgunarsveitum landsins. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu mikið þetta fólk hefur lagt á sig síðustu daga við að koma öðru fólki til síns heima og láta tannhjól lífsins snúast,“ skrifar Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í færslu á fésbókina nú um hátíðirnar. Og hann bætir við: „Þetta á líka við um alla hina, sem hafa lítið sem ekkert verið heima hjá sér undanfarið. Þolin- mæði, þrautseigja og samvinna einkenna síðustu daga. Ef þið þekkið einhvern sem hefur verið úti að brasa síðustu daga þá væri mjög gott að þakka viðkomandi fyrir og jafnvel gefa honum knús. Við erum öll mannleg en það er einmitt hrósið og þakklætið sem er drifkrafturinn í björgunarsveitar- starfinu. Björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar á Suður- nesjum hafa átt annríkt frá því fyrsti snjórinn féll nú fyrir jólin. Færðin hefur verið þung á Suðurnesjum og um tíma voru margir vegir ófærir. Þá hefur ófærðin leikið Grindvíkinga sérstaklega grátt en Grindavíkur- vegur hefur verið ófær og innan- bæjar í Grindavík hefur verið mikil snjósöfnun. Hrósið og þakklætið er drifkraftur- inn í björgunarsveitarstarfinu Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum hafa átt annríkt frá því fyrsti snjórinn féll nú fyrir jólin. Færðin hefur verið þung á Suðurnesjum og um tíma voru margir vegir ófærir. Meðfylgjandi myndir eru teknar í ófærðinni á Grindavíkurvegi þar sem Björgunarsveitin Þorbjörn og aðrar sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa komið hundruðum til aðstoðar síðustu sólarhringa. „Grindavík hefur vaxið sem ferðamannastaður og ferðamenn þurfa að borða. Mikil stemmning fyrir Geimfaraballinu 30. desember,“ segir Láki á Salthúsinu. Ný lög taka gildi um áramót varðandi sorphirðumál, safnað í fjóra flokka. Þó nokkur fyrirhöfn og kostnaður að hafa þrjár sorptunnur. 8 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.