Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.12.2022, Page 15

Víkurfréttir - 28.12.2022, Page 15
Glæsileg inniaðstaða Golfklúbbs Suðurnesja – Tveir golfhermar, níu holu púttflöt og aðstaða til að æfa sveifluna. Golfklúbbur Suðurnesja hélt opið hús um miðjan desembermánuð í nýlegri inniaðstöðu klúbbsins sem er í gömlu slökkvistöðinni að Hringbraut 125 í Reykjanesbæ. Gestum og gangandi bauðst þá að þiggja kaffi og smákökur auk þess stóð þeim til boða að prófa að- stöðuna og fá kennslu á golfhermana. Vel var mætt á opna húsið þótt undirbúningur jóla hafi verið í al- gleymingi hjá flestum. Um fimmtíu manns kynntu sér það sem í boði var og þá gátu gestir tekið þátt í pútt- móti og unnið tíma í golfhermunum. Þorsteinn Geirharðsson og hans fjöl- skylda stóðu uppi sem sigurvegarar eftir daginn. Sveinn Björnsson, formaður GS, var ánægður með daginn og sagði að almenn ánægja hafi verið meðal fólks með aðstöðuna sem í boði er. „Við munum opna aðstöðuna í byrjun nýs árs og hún verður meira og minna opin í sjálfsafgreiðslu,“ sagði Sveinn. „Það verður opið fyrir bókanir á heimasíðu klúbbsins (gs.is) og svo fær fólk sendan kóða til að komast inn í aðstöðuna. Við höfum svo myndavélakerfi á staðnum sem tekur upp það sem fer fram og ef fólk er að misnota aðstöðuna, t.d. ef það fer að stelast í hermana eða eitthvað slíkt, þá fær það sektir fyrir – en við treystum fólki og búumst ekki við að til þess komi.“ – En getur hver sem er bókað sig á vefnum, líka þeir sem eru ekki með- limir í GS? „Já, við viljum að sem flestir geti nýtt sér aðstöðuna og t.d. geta PGA- golfkennarar fengið að leigja tíma í hermana ef þeir svo kjósa. Þetta er unnið í samvinnu við hann Sigurpál [Geir Sveinsson], íþróttastjórann okkar, en hann heldur utan um það sem fer fram þarna.“ Sigurpáll Geir Sveinsson, íþrótta- stjóri GS, var með sýnikennslu á golfhermunum á opna húsinu og leyfði fólki að prófa. Hann útskýrði hvernig tækin virkuðu í grunninn og hvaða möguleikar væru í boði fyrir kylfinga til að nýta sér hermana við æfingar. Sigurpáll segir að stefnan sé að hafa opið hús flesta daga vikunnar. „Þegar ég tala um opið hús þá meina ég að allir geta bókað tíma í herma eða æfingaaðstöðuna okkar. Við erum með tvo golfherma, í golfhermi eitt eru sérstakir boltar notaðir en í golfhermi tvö geta kylfingar notað sína eigin bolta og verðið er 4.000 krónur á klukkutímann fyrir félaga í GS en 5.500 krónur fyrir aðra,“ sagði Sigurpáll og bætti við að í aðstöð- unni væri nýbúið að leggja nýjustu gerð af púttteppi með níu holum. Þá væri aðstaða fyrir þrjá til að slá í net og að auki væri kaffiað- staða og píluspjald. „Við munum setja í loftið á gs.is strax eftir áramót tilkynningu um opnun að- stöðunnar,“ sagði hann að lokum. Gestir á opnu húsi fengu að prófa golfhermana. Á innfelldu myndinni er Sigurpáll, íþróttastjóri GS, að útskýra hvernig er hægt að lesa út úr þeim upplýsingum sem hermarnir veita kylfingum. Margir reyndu fyrir sér á glænýrri púttflötinni. VF-myndir: JPK Systkinin Heiðrún Fjóla og Jóhannes Reykdal Pálsbörn. Það lá vel á formanni GS, Sveini Björnssyni, þegar opið hús var haldið. Skömmu fyrir jól hélt glímudeild Njarðvíkur júdómót fyrir alla ald- ursflokka. Í yngsta flokkum voru allir sigurvegarar enda stóðu allir sig ótrúlega vel. Öll börnin voru leyst út með gjöfum og verðlauna- skjölum þar sem verðlaunað var fyrir átta gildi deildarinnar, þ.e. hug- rekki, hjálpsemi, hæversku, sjálfs- stórn, vinskap, heiðarleika, kurteisi og virðingu. Í opnum flokki unglinga sigraði Jóhannes Reykdal Pálsson, í öðru sæti jafnir að stigum urðu Keeghan Freyr Kristinsson, Helgi Þór Guð- mundsson og Magnús Alexander Einarsson. Allar viðureignirnar í flokknum voru geysispennandi og jafnar. Jóhannes var sá eini sem sigraði allar viðureignir en hann þurfti að hafa mikið fyrir þeim. Í lok mótsins voru veittar viður- kenningar fyrir afrek ársins. Brasilian Jiu Jitsu-kona ársins var Anna Soffía Víkingsdóttir. Brazilian Jiu Jitsu-maður ársins var Guðmundur Sigurfinnson. Efnilegasta Jiu Jitsu-manneskja deildarinnar var Rinesa Sopi. Heimsmeistarinn Heiðrún Fjóla Reykdal Pálsdóttir hlaut titilinn glímukona ársins og bróðir hennar, Jóhannes Reykdal Pálsson, var svo kjörinn glímumaður ársins en systk- inin voru einnig valin júdókona og júdómaður ársins. Lena Andrejnko var valin efnilegasta glímukona ársins og Mariam Badawy efnileg- asta júdókonan. ÍÞRÓTTIR Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Úrslit jólamóts Sleipnis og afreksmanneskjur heiðraðar Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Alþjóðateymi Reykjanesbæjar - Málstjóri Garðasel - Aðstoðarmatráður Tjarnarsel - Leikskólakennari Velferðarsvið - Deildarstjóri í heima- og stuðningsþjónustu Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Glæsileg tilþrif sáust á dýnunni. Ekkert gefið eftir. sport

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.